Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 14
IRSK OGISLENSK ORLOG Tímamótaviðburður: Árás víkinga á Lindisfarne árið 793. EFTIR HERMANN PÁLSSON IFORNSÖGUM vorum bregður því býsna oft fyrir að spakir menn eða kon- ur spái fyrir um ókomna atburði í ævi einstaklings; draumar og fyrirburðir benda á það sem síðar gerist, hvort sem um er að ræða fjóra bændur í lífí Guð- rúnar Ósvífursdóttur, heimanför Ingi- mundar gamla úr Noregi eða ógæfu Grettis sterka niðja hans. Hitt er sjaldgæfara í • fornritum að drepið sé á örlög heilla þjóða, en þó er ýjað að slíku í Merlínusspá, sem snilling- urinn Gunnlaugur Leifsson (d. 1219) á Þing- eyrum orti á sínum tíma eftir latneskri fyrir- mynd, og Darraðarljóðum. sem munu að öllum líkindum vera ort á elleftu eða tólftu öld. Mer- línusspá varðar einkum Breta og Engla, en þó víkur hún einnig að írum og Skotum. Darraðarljóð birta hins vegar tvo spádóma um örlög heilla þjóða og hljóðar hinn fyrri þeirra á þessa lund: Peir munu lýðir löndum ráða, erútskaga áðurofbyggðu.2 Hér er myrkt að orði kveðið. Einar Ól. Sveinsson hugði að þeir lýðir sem nú voru • nefndir muni vera Norðmenn (Islenzk fornrit XII, bls. 457), en færir þó engin rök fyrir slíkri hugmynd. Ég tel hins vegar að hér sé verið að víkja að íslendingum, sem þróuðust í þjóð úr ýmiss konar sem kom hingað til að nema land. það eru engar ýkjar að landnámsmenn voru lýður sem byggði útskaga áður en hingð var komið; þeir réðu engum löndum eða ríki fyrr en bændalýðveldið forna var stofnað með setningu alþingis árið 930. Þjóðarsaga Islend- inga var enn ærið stutt þegar Darraðarljóð voru ort, enda minntust þeir löngum þeirra forfeðra sinna sem komu hingað til lands í því skyni að skapa niðjum sínum friðsamari fram- tíð en þeir gætu vænst í öðrum löndum. Slíkir forfeður voru sundurleitur hópur flóttamanna og ævintýramanna sem fundu sér samastaði á nýju landi og urðu brátt alls ráðandi þar; lýður af útskögum hins byggða heims varð þjóð á eyju sem áður mátti heita óbyggð. í Vatnsdæíu er íslandi talið það til ágætis undir lok níundu aldar að þar séu menn „frjálsir af ágangi konunga og illræðismanna“, en af hvorumtveggja stóð mönnum stuggur í Noregi, Suðureyjum og írlandi um þær mund- ir: orðið ’illræðismenn’ minnir á norræna vík- inga sem herjuðu, ræntu og drápu á írlandi og víðar. Af Landnámu og íslendingasögum má glögglega sjá að ýmsir landnámsmenn hrökt- ust úr Noregi undan einræði og harðstjórn þeirra Haralds hárfagra og Hákonar Grjót- garðssonar jarls. Viðbjóður á hernaði leynir sér ekki í Darraðar-ljóðum, jafnvel þótt róm- antískur ljómi leiki annars staðar um valkyrj- ur: í þessu kynngi magnaða kvæði eru hlutar úr dauðum mönnum notaðir í vefnað. Hvergi gætir þar aðdáunar á vígum og manndrápum. Samúðar með írum gætir glögglega í kvæð- inu. Þegar útskagalýður fer að ráða löndum bólar lítt á hernaði eða vígum. ísland var num- ið af friðsömum lýð en var ekki hernumið af konungum. Vitaskuld legg ég sama skilning í orðið lýð- ur og Snorri Sturluson gerði á sínum stað: „Lýður heitir landsfólk," segir hann í Eddu sinni. Fyrir Islands byggð áttu landnáms- menn heima hingað og þangað, sennilega á út- jöðrum írlands og einnig í Suðureyjum, sem í heild máttu teljast til útskaga; í Merlínusspá drepur Gunnlaugur Leifsson á Ut-Skota, og getur þar ekki verið um að ræða aðra Skota en þá sem byggðu Suðureyjar.3 Upphafleg heim- kynni margra þeirra landnámsmanna sem komu frá Noregi og eru enn kunnir mega sannarlega til teljast til útskaga, svo sem eyj- arnar Ömd, Öngull, Hinn, Bjarkey, Ylfi, Lófót, Mjöla, Hrafnista, Mostur. Orðið lýður var stundum notað um höfuðlausan her, enda felst í orðinu sú hugmynd að þar sé á ferðinni fólk sem nýtur ekki forystu konungs eða annars þjóðhöfðingja. Angur íra Síðari spádómurinn í Darraðarljóðum veit að írum og hljóðar á þessa lund: Og munu írar angur um bíða, þaðeraldreimun ýtum fymast. Því hefur verið haldið fram að það angur íra sem aldrei muni fyrnast mönnum sé fall Brjáns írakonungs hinn 23. apríl 1014; því er lýst í Njálu. En dauði hans var engan veginn versta bölið sem dundi á írum fyrr á öldum. Mér finnst miklu sennilegar að „angur Ira“ viti ekki að dauða einhvers tiltekins konungs; á mikilli skálmöld var óhjákvæmilegt að kon- ungar og aðrir leiðtogar á vígvelli hnigu í gras. Hitt varð írum miklu þyngra angur að þeir urðu að þola hryðjuverk norskra víkinga um hálfa þriðju öld; þau hófust árið 795.1 fornum letrum Ira eru glöggar lýsingar á því mikla böli ógnum sem þeim stóð af víkingum. Nú vill svo hnyttilega til að í írskri ritningu frá tíundu öld er spádómur um angur íra sem hnígur mjög í sömu átt og ég geri ráð fyrir. Þá ritningu sem ég hef í huga kallast Umróður Snéðgusar og Ríaglasonar, hún fjallar um tvo munka úr klaustri Kolumkilla á Éynni helgu í Suðureyjum sem fara í pílagrímsför fyrir Krist um Atlantshaf. Atburðir eiga því að hafa gerst á ábótaárum Kolumkilla einhvern tíma á síðara hluta sjöttu aldar, nánar tiltekið á tíma- bilinu 565 til 597. En enginn skyldi gera sér rellu af kynlegu tímatali í slíku riti. Einu ári og einum mánuði áður en munkarnir tveir kom- ast heim aftur til Suðureyja úr langri sæför lenda þeir á eyju þar sem heilagur og réttlátur konungur réð ríkjum. Klerkunum tveim er skenkt vín og síðan mælir konungur: „Segið írum að þungar hefndir muni dynja yfir yður íra. Útlendingar munu koma handan um haf, byggja hálft landið og gera umsátir um yður. Og það sem veldur slíkum hefndum sem skella yfir íra er vanræksla þeirra við testamenti og kenningar Guðs.“ Ógnaröld víkinga var hið mikla angur sem Irar biðu á sínum tíma, en hún var engan veg- inn um garð gengin þegar írska kvæðið um þá Snéðgus og Ríaglason var sett saman; spá- dómurinn var enn að rætast. það er einkum nýstárlegt við þenna spádóm er að víkingar með öllum sínum hryðjuverkum eru látnir vera refsivöndur guðs. Þvílík hugdetta er fjarri eðli þeirra spádóma sem koma fyrir í ís- lenskum skáldskap. Harðstjórabani Frásögn í Umróðri Snéðgusar og Ríagla- sonar hefst með því móti að einn ættbálkur á írlandi sem kallaðist Fir Roiss eða Rossverjar urðu að þola svo mikla harðstjórn undir Fíaka Dufnalssyni konungi sem lagði þá undir sig að engum þeirra var leyft að bera vopn eða lit- klæði. Aldrei fyrr höfðu þeir lotið neinum kon- ungi, enda undu þeir illa við slíka áþján. þegar Fíaki hafði ríkt yfir Rossverjum eitt ár stefndi hann þeim til sín á þing. „Þér verðið að þjóna mér betur héðan frá en hingað til,“ sagði hann. „Vér getum ekki gert betur,“ sögðu þeir. Þá sagði konungur: „Hver og einn ykkar skal leggja hráka sinn í lófa mér.“ Þeir gerðu svo, og hálfur hrákinn var blóð. „Þér þjónið mér ekki nógu vel, því að hrák- inn er ekki allur úr blóði,“ sagði Fíaki. „Nú skuluð þér moka fjöllum niður í dali, svo að land verði slétt. Síðan skuluð þér gróðursetja tré á sléttunni, svo að þar vaxi skógur." Rétt í þessu bili skaust hjörtur fram hjá, og öll konungshirðin fór að elta dýrið. Þá hrifsuðu Rossverjar vopn sín frá konungi og drápu hann. Dungaði konungsbróður, sem þá tók við ríki, þótti þetta hið versta illvirki; hann lét taka allan hópinn höndum og læsa þá í húsi einu svo að hann gæti brennt þá inni. Áður en sögunni er lengra haldið áfram er rétt staldra ofurlítið við og minnast þess að hér er á ferðinni göfugt minni: samsæri ánauð- ugra manna sem rísa gegn ofbeldi og drepa harðstjórann sem þröngvir þeim. Náskylt dæmi á sér stað í Landnámu: Hjörleifur herj- aði víða um írland og tók þaðan tíu þræla sem hann flutti með sér til íslands. Og þótt hann ætti sér einn uxa, þá lét hann þrælana draga arðurinn; Hjörleifur virðist hafa haft meiri samúð með uxanum en írsku þrælunum sín- um. Leiðtogi Ira hét Dufþakur og gerði hann það ráð að þeir skyldu drepa uxann, segja að skógarbjörn hefði orðið honum að bana og ráða síðan niðurlögum þeirra Hjörleifs og manna hans þegar þeir færu að leita bjarnar- ins. Bragð þeirra tókst og þeir leita sér hælis úti í Vestmannaeyjum, en síðar kemur Ingólf- ur Arnarson á vettvang og drepur alla írana í fóstbróðurhefnd, enda datt honum ekkert skárra í hug. Ný þjóð úti ó eyju Annað dæmi um ánauðugt fólk sem rís upp á móti harðstjóra er Gróttasöngur. Þær Fenja og Menja mólu gull og frið að Fróða, en með því að maðurinn var ágjarn herti hann meir og meir að þeim; að lokum þoldu þær ekki kúgun- ina og mólu ófrið og aldurtila að kúgara sínum. Örlög þeirra Rossverja sem drápu kúgara sinna Fíaka írakonung urðu með öðru móti en Ingólfur Arnarson hefði sætt sig við. Dungaði konungs-bróður og eftirvera varð hugsað til Kolumkilla, sálufélaga síns, sem síðar var dýrkaður á Kjalarnesi og Akranesi, og sendir menn til að spyrja hann ráða hvernig hann skuli refsa Rossverjum fyrir konungsdráp. Kolumkilli felur þeim Snéðgusi og Ríaglasyni, tveim munkum sínum, að segja Dungaði hvað hann skuli taka til bragðs. Lausnin er ekki ein- faldlega sú að slátra sekum mönnum og félög- um þeirra, heldur skipar Kolumkilli svo fyrir að setja skuli Rossverja í sextíu báta, tvo menn í hverja kænu: síðan skyldi hrinda þeim á haf út, svo að guð sjálfur gæti dæmt örlög þeirra.4 Irskar lausnir og hefndir geta orðið ílóknari en þær sem hér tíðkuðust forðum. Síðan er ráði Kolumkilla fylgt fram. Og að erindi sínu loknu bjuggust þeir Snéðgus og Ríaglason til að hvei’fa aftur heim til Kolum- killa á Eynni helgu í Suðureyjum, en þegar þeir voru komnir í húðkeip sinn flaug þeim í hug að fara af frjálsum vilja í pflagrímsför um úthafið, rétt eins sextíu tvímenningar höfðu þegar verið neyddir til í refsingar skyni. Munkarnir tveir sneru bátnum sólarsinnis, og nú rekur þá um hríð í útnorður,6 og er þá kom- ið langt út á haf. Eins og blasir við augum þá liggur ísland í útnorðri frá írlandi. Komust þeir nokkurn tíma alla leiðina þangað? Munkana bar að ýmsum eyjum, og á einni þeirra voru gríðarstórir laxar; á annarri rák- ust þeir á mikinn garp, sem kvaðst vera írskur í húð og hár. „Hingað komum vér heil skips- höfn, og nú er enginn á lífi nema ég einn. Allir hinir voru drepnir af þessum annarlega lýð sem byggir eyna."c. Atvikið minnir vitaskuld á frásögn Eyrbyggju af Birni Breiðvíkinga- kappa á ókunnu landi einhvers staðar í vestri. Á annarri eyju hittu þeir Snéðgus mann sem gaf þeim fisk, vín og hveiti. Síðar náðu þeir landi þar sem margir írar áttu heima. Konur á eynni sungu klerkunum tveim söngva sem þeim þóttu einstaklega ljúf- ir. „Syngið þér meira,“ sagði annar klerkurinn. „Þetta er írskur söngur.“ Síðan var þeim boðið að hitta konunginn sem réð yfir eynni. „Hverrar þjóðar eruð þið, klerkar?" spurði konungur. „Við erum írar,“ sögðu þeir, „og heima- menn Kolumkilla/1 „Hvað er með írum?“ sagði konungur. „Og hve margir synir Dufnalls eru enn á lífi?“7 Klerkur svarar: „Þrír synir Dufnalls eru enn uppi. Rossverjar drápu Fíaka son hans, og fyrir það víg var sextíu tvímenningum hrundið á haf út.“ „Þar rataðist þér satt orð af munni, klerkur góður,“ sagði konungur. „Það var einmitt ég sem drap konunginn, og því var oss hrundið út á haf. Og það reyndist oss vel, því að vér mun- um hírast hér til hins efsta dóms. Vér erum gott fólk og meinalaust [...]. Og góð er þessi eyja vor.“ Sæför þeirra Snéðgusar er enn ekki lokið, en hér þykir mér rétt að staldra við um hríð á þessari eyju sem Rossverjar byggja. írska fornsagan getur þess ekki hvað eyjan hét, en þó virðist ekki vera út í hött að láta sér til hug- ar koma að þessi eyja kunni að hafa verið Is- land. í fyrsta lagi verður ekki hjá því komist að draga þá ályktun af frásögnum Ira af pílag- rímsferðum um Norður-Atlantshaf að írskir sæfarar hafi komist til Islands. Lýsingar í um- róðrum Ira á eyjum með eldfjöllum benda ákveðið til íslands, og sama máli gegnir um brennheita jörð og heita læki: Slíkt fær vita- skuld stuðning af ritinu Af mælingu jarð- kringlu eftir írska munkinn Dicuilius sem fékk vitneskju um Thule frá þrem írskum klerkum sem sigldu þangað árið 795; Thule er tvímæla- laust sama landið og ísland. í öðru lagi sýnir frásögnin af Ásólfi alskik í Sturlubók Land- námu að írskar pflagrímsfarir um úthafið í þágu Krists (perigrinatio pro Christo eins og slíkt var kallað forðum á latínu) hafi ekki hætt þegar Island var numið. Og í þriðja lagi komu hingað nógu margir írar og írskumælandi Suðureyingar á landnámsöld til að hægt sé að tala um írska nýlendu, einkum þó á Kjalarnesi, Kjós og Akranesi. Það liggur ekki í eðli írskra ritninga á borð við umróðra að lýsa eyjum í Atlantshafi af sama raunsæi og höfundum ís- lendinga sagna var töm. 5. íraland Sú tilgáta að frásögnin af Rossverjum sem voru hraktir af Irlandi og stofnuðu síðan sitt eigið samfélag úti á eyju feli í sér óljósar minn- ingar um írska landnema hérlendis fær stuðn- ing úr enskri átt. Seint á níundu öld snaraði Elfráður Englakonungur, sem ríkti á árunum 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.