Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 15
870-899, fornri veraldarsögu úr latínu og jók í þýðinguna tveim þáttum af sæförum. Annar þeirra hét Óttar og átti heima nyrst á Háloga- landi. Hann fræddi Elfráð konung um skipti sín við Sami og Bjarma, og síðan minntist hann á kaupstaðinn Skíringssal suður í landi. Þegar siglt er suður þangað af norðurhjara Hálogalands, segir Óttar, er fyrsta landið á stjórnborða Iraland og síðan taka við eyjar þær sem liggja milli íralands og Englands. Heitið Iraland á slíkum slóðum hefur valdið miklum heilabrotum og jafnvel angri; Óttars þáttur háleyska er einn af þeim örfáu textum sem stúdentar í fornensku eru yfirleitt látnir lesa, og því er hann til í ýmsum útgáfum. Sum- ir útgefendur vilja breyta „íralandi" í „ísa- land“, en slíkt er ærið vafasamt, enda er óvíst hvenær Englar fóru að kalla fósturjörð vora ísaland eða íssland, en hitt gerðist ekki fyrr en á fjórtándu eða fimmtándu öld að þeir snör- uðu þessu göfuga nafni á sína tungu og kölluðu landið Iceland. Eina skynsamlega skýringin á heitinu „Ira- land“ í þessu sambandi sem ég hef séð á prenti er komin frá Birni Þorsteinssyni sagnfræð- ingi. í tveim ritgerðum sem birtust árið 1965 í í Tímariti Máls og menningar varði hann og skýrði þá kenningu sína að íraland sé í raun- inni ’ísland’ og kennt við þá Ira (papa) sem voru hérlendis þegar norrænir landnámsmenn komu hingað. Kenning Björns minnir á fornar nafngiftir íra utan fósturjarðar sinnar. Skoskur fræði- maður sýndi fyrir allmörgum árum að ýmsir staðir og svæði í Skotlandi, þar sem Irar tóku sér bólfestu eða stofnuðu kristin setur hétu Ériu eða öðrum nöfnum sem merktu Irland. Slíkar nafngiftir koma ekki einungis fyrir í Skotlandi og Péttlandi hinu forna heldur einn- ig í Englandi og Wales. Vér vitum ekki ýkja mikið um papa, en mér þykir freistandi að gera ráð fyrir því að þeir sjálfir hafi kallað fósturjörð vora eða einhvern hluta hennar Ér- iu enda kæmi það heim og saman við enska heitið íraland í Óttars þætti háleyska. Spádómarnir tveir í Darraðarljóðum um síðfyrnt angur íra og uppreisn þein-a lýða sem forðum tórðu á útskögum sýna skáldlegar hugmyndir um írsk og íslensk örlög. Spádóm- arnir standa hlið við hlið í kvæðinu og hljóta því að vera nátengdir hvor öðrum í huga hins forna skálds. Eru þessir spádómar tækilegt vitni um þá kenningu að skáldið gerði sér ljóst að landnám íslands stafaði að einhverju leyti af því mikla angri sem Norðmenn ullu írum á níundu og tíundu öld? Fela Darraðarljóð í sér þá hugmynd að hérlensk skáld og fræðimenn allt fram á tólftu öld höfðu aðrar skoðanir á uppruna þjóðarinnar en Ara fróða og öðrum snillingum þótti sennilegt? 1 Ýmsir bjórar í þessari grein eru komnir úr erindi sem hét „Darraðarljóð; írsk og íslensk örlög“ og ég flutti í Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskólanum í skammdeginu 1999. 2 Þessi spá minnir nokkuð á Merlínusspá: "þá mun enn eflast / hin auma þjóð: / áður er harla hnekkt/ hennar kosti. 3 Nýlega gat Sveinbjörn Rafnsson þess til að heitið Ut-Skotar kynni að lúta að Orkney- ingum: „Merlínusspá og Völuspá í sögulegu samhengi." Skírnir. Haust 1999, bls. 387; slík hugmynd nær þó engri átt. þegar Gunnlaugur Leifsson (d. 1219) orti Merlínusspá mun eng- um hafa komið til hugar að bendla hinni nor- rænu þjóð í Orkneyjum við Skota. Orkneying- ar komust ekki undir skosk yfirráð fyrr en á síðara hluta fimmtándu aldar. Suðureyjar vora hins vegar byggðar bæði Skotum sem töluðu gelísku og einnig fólki af norrænum toga sem talaði norska mállýsku. 4 Hér er um að ræða forna tegund dauðar- efsingar. Þeir voru að vísu ekki teknir af lífi þegar í stað heldur var máttarvöldum gefinn kostur á að bjarga þeim. Atvik minnir á frá- sögn Bárðar sögu Snæfellsáss af Helgu Bárð- ardóttur sem hrundið er út á freðjaka, og síð- an rekur hana með hafís til Grænlands. Umróður Meldúns getur um einsetumann sem fannst á lítilli eyju langt úti á hafi. Hann reyndist vera írskur að uppruna og hafði kom- ist þangað með því móti að hann skaut torfu undir sig og lét sig svífa á henni út til hafs. Guð jók einu feti við torfuna á hverju ári, enda hafði hún stækkað til mikilla muna, og gróð- ursetti þar eitt tré árlega. 5 Útnorður (á írsku ’siartúaidh’) frá írlandi er vitaskuld áttin til íslands. 6 Þetta minnir á Björn Breiðvíkingakappa, einstæðan íslending á fjarlægu landi þar sem írska er töluð, en Eyrbyggju láðist að minnast á afdrif skipshafnar hans. Voru félagar kapp- ans úr Breiðuvík drepnir af þeirri ótrúu írsku- mælandi þjóð sem byggði landið í útsuðri? 7 Þetta minnir á Breiðvíkingakappa sem spyr Guðleif farmann spjörunum úr af því að langar til að heyra fréttir að heiman. 8 William Watson, The History of the Celtic Place Names of Scotland (Edinburgh 1926), bls. 225-33. Höfundurinn er fyrrverandi prófessor við Edin- borgarhóskóla HIÐ ÓSIGRANDIANDLIT ÍSLANDS ’ EFTIR EIRÍK JÓNSSON Andliti Guðmundar Grímssonar Grunnvíkings lýsir Halldór Laxness þannig: [...] hjólmfagurt, með loðnum brúnum, hrikalegum kinnbeinum, arnarnefi og samanbitnum munnsvip, 1 [...] ferlegt eins og sjálf h lin þverhníptu klettabelti, sem gnæfa yfirysta hafi heimsins, hefðu feingið lausn í þessari mannlegu ásjónu. Frummynd Ólafs Kárasonar Ljós- víkings, Magnús Hj. Magnússon skáld, ólst fyrst upp sem töku- barn en síðar sem þurfalingur á nokkrum bæjum á Vestfjörðum, meðal annars að Hesti undir Hesti í Önundarfirði. Ólafur Kárason ólst aftur á móti aðeins upp á einum bæ; Fæti undir Fótarfæti. Bæjar- nafnið styðst við vestfirsk staðanöfn. Má þar til nefna bæjarnafnið Fótur (Folafótur) í Súða- víkurhreppi. Síðar var Ólafur fluttur á kvik- trjám áleiðis til Sviðinsvíkur undir Óþvegins- enni. Nöfnin Sviðinsvík og Óþveginsenni hefur Halldór Laxness þegið úr smásögunni „Vofan“ eftir Guðmund Friðjónsson. Hún birtist fyrst á prenti í safninu Tólf sögur árið 1915. í sögunni segir meðal annars: Eg fékk kennarastöðu í sjóþorpi nokkru, þar sem barnaskóli hafði verið haldinn áður. Þar heitir Sviðinsvík undir Óþveginsenni. Ör- nefni eru kynleg. En ég komst sjálfur að raun um það, að ömefni svara til staðhátt- anna og sveitalífsins þarna. (1915,119.) Þrálátur orðrómur var um að smásagan „Vofan“ ættí rætur í Ólafsvík. Sviðinsvík væri dulnefni á Ólafsvík og Óþveginsenni á Ólafs- víkurenni. í sjónvarpsviðtali sem dr. Jakob Benedikts- son átti við Halldór Laxness um Heimsljós árið 1976 kom fram að Ólafsvík varð Halldóri fyrir- mynd að Sviðinsvík. í viðtalinu kom ekki fram að þessi nöfn væru fengin úr sögu Guðmundar Friðjónssonar heldur að þau væru örnefni í landi Ólafsvíkur. Það er missögn. Þau eru sköpunarverk Guðmundar Friðjónssonar. Vegna undirbúnings að ritun Heimsljóss fór Halldór Laxness til Olafsvíkur árið 1936 til að kynna sér staðhætti og mannlíf þar. í greininni: „Einn dag í senn. Vasabókar- blöð“ sem birtist í ritgerðasafninu Dagleið á fjöllum árið 1937 lýsir hann Ólafsvík, fyrir- myndinni að Sviðinsvík, þannig: Það eymdarástand sem ríkir t.d. í kaupstað eins og Ólafsvík tekur út yfir allan þjófabálk. Það er einna helzt hægt að líkja þessum kaupstað við bæina á Spáni, eftir að upp- reisnarmenn hafa lagt þá í rústir með öllum hótfyndnustu eyðileggingartækjum nútím- ans. (1937,323-324.) í þessum staðanöfnum Guðmundar Frið- jónssonar og Halldórs Laxness má greina þann skilning þeirra að heiti sögusviðs geti svarað til söguefnis og jafnvel túlkað það. í Fegurð himinsins svarar Bervík og Kaldsvík til Skálavíkur og Bolungarvíkur í ævi Magnús- ar Hj. Magnússonar. Flutning Ólafs Kárasonar til Sviðinsvíkur annaðist hið glaðbeitta skáld Reimar Vagns- son sem hélt ótrauður uppi kátum skrafræðum við skáldbróður sinn á leiðinni: Hann hafði sem sé heyrt að sjúklingurinn væri náttúraður fyrir skáldlist, og þegar kviktrén slíngruðu sem ákafast fór hann með heimslystarvísur um heita köku, feita konu, kaldar áfir eða reiðhesta og spurði sjúklínginn hvort hann hefði heyrt þessa? (1937,188.) Ein af þeim hefur verið þessi vísa: Þrennt er í heimi það ég veit semþýðagleðurrekka. Kakan heit og konan feit og kaldar áfír að drekka. Árið 1912 ritaði Guðmundur Finnbogason, síðar landsbókavörður, grein í tímaritið Skírni sem hann nefndi: „Trúin á moldviðrið". í lok greinarinnar segir: En um Vestfirði er það sagt, að komi maður þar upp á háheiðar, ber ekki á neinum skor- um eða gljúfrum; firðir og dalir hverfa, alt sýnist slétt, og heildin blasir við. En undir þessu tilsýndarslétta yfirborði leynast þó djúpir dalir og fagrir firðir, sem spegla lífið á ströndinni - fagrir firðir, þar sem finnast slögin frá hjarta hafsins þess hins djúpa. (1912,338.) Vorið 1936 fór Halldór Laxness, ásamt Vil- mundi Jónssyni landlækni, til Vestfjarða til að safna efni og kynna sér staðblæ sögusviðs Heimsljóss. Þeir munu einnig hafa ferðast um hálendi Vestfjarða. Hálendi sögusviðsins lýsir Halldór Laxness þannig í upphafi tuttugasta og annars kafla Ljóss heimsins. Þeir voru komnir lángt inn á hásléttuna, bygðimar sokknar, slétt yfir alla dali, firð- irnir runnu undir fjöllin, og fjöllin, þau voru geingin hvert inn í annað, aðeins efstu búng- ur þeirra bar hverja í aðra eins og lágar öld- ur á undh-lendi, en við ysta sjónhríng sá til hafs. (1937,193.) Lýsingar þessara tveggja málsnillinga á há- lendi Vestfjarða eru í námunda hvor við aðra. í fyrrnefndri grein í Dagleið á fjöllum segir Halldór Laxness frá þessari Vestfjarðaför og frá unglingsstúlku sem flutti þá félaga frá Skálavík til Bolungarvíkur. Halldór Laxness segir meðal annars þannig frá stúlkunni: Hún var ættuð úr Bolungarvík og uppalin í Skálavík, og Skálavík var hennar staður sem hún tók langt fram yfir alla aðra staði. Lífið í Skálavík var fullt af gleði og tilbreytingu. í Skálavík var lífið einhvers virði [...] og fólkið í Skálavík var ólíku betra og vingjarnlegra en í Bolungarvík, aldrei gat hún hugsað sér að setjast að í Bolungarvík. í Bolungarvík var lífið leiðinlegt [...] en í Skálavík vr lífið frjálst [...] manni þótti svo gaman að hitta kunningjana frá næsta bæ, það var eitthvað annað í Bolungarvík þar sem manni leiddist aðsjáfólkið. (1937,336.) Enduróm þessara orða má greina í samtali skáldanna Reimars Vagnssonar og Ólafs Kárasonar á leið þeirra til Sviðinsvíkur. Reim- ar skáld hefur orðið: En nú skal ég segja þér aðra sögu karl minn. Hinumegin við heiðina er annar fjörður, það er ekki leiðinlegur fjörður eins og fjörðurinn að austanverðu, heldur skemtilegur fjörður. Þar er fögur sveit og merkilegt fólk. (1937, 196.) Síðasti áfangastaður skáldbræðranna, áður en ýtt var úr vör til Sviðinsvíkur, var hjá Guð- mundi Grímssyni Grunnvíkingi sem bjó, ásamt bókum sem geymdu aldir íslands, í snöruðum kofa undir snarbröttu fjalli með hrungjörnum klettabeltum og hamragirðingum en láglendið aðeins hugsaður flötur. í fjörunni framan við bæjarþröskuldinn voru brimþvegin skreip stórgrýtisbjörg: Guðmundur Grímsson Grannvíkingur sat i húsi sínu umgirtur margföldum bókamúr [...] (1937,232.) [...] þetta var þulur aldanna, höfundurinn, sem eingar ógnir náttúrkraftanna gátu fengið til að leggja frá sér bók og fjöður, [...] (1937,235.) Guðmundur Grímsson Grannvíkingur er táknmynd fí-æðaástar íslendinga í þúsund ár en ekki einstakra manna. Ólafur Kárason Ljósvíkingur heyrði Jósep gamla niðursetning á Fæti undir Fótarfæti nefna Guðmund Grímsson í óráði dauðastríðs síns: Þá spurði hann venjulega á þá leið, hvort Guðmundur Grímsson Grunnvíkingur vildi ekki lesa lítinn part úr Kínabúasögunni sinni [...]. Heyrðu Guðmundur minn, ég get tekið til í fjósið fyrir þig svo þú þurfir ekki að tefja þig frá sjömeistarasögunni. (1937,91.) Kínabúasagan var lögð út af Gísla Konráðs- syni (1787-1877). (Sjá Tímarit hins íslenska bókmenntafélags 1897,57.) í ævisögu Halldórs Laxness, Sjömeistarasagan, sem kom út árið 1978, segir hann frá samtali sem hann átti við föður sinn: Eg sagði að hver stund sem mér ynnist næði færi til að hreinrita þó ekki væri nema eina eða tvær línur í senn af Barni náttúrannar. Annað varð að mæta afgangi. Hann sagði mér þá sögu um bónda fyrir austan, mikinn bókabéus sem ekki er ótítt á íslandi, einkum um kotúnga og fáráðlínga; sá var höfundur Sjömeistarasögunnar. Ein- hvemtíma á túnaslætti eftir lángan rosa- kafla var hann altíeinu kominn á norðan með sólfari og brakþerri á blauta töðuna, og allir keptust við að breiða og snúa til að fá þurkað sem mest áður en kæmi á aftur. En þegar liðið var á dag og heyhirðingin stóð sem hæst kastaði bóndi frá sér hrífunni og hljóp inní bæ svo mælandi: Einhvers þarf Sjöm- eistarasagan við. (1978,42-43.) Handrit Kínabúasögu og Sjö meistara eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns. í orðum Guðmundar Grímssonar kemur fram efni sem allar líkur era á að Halldór Lax- ness hafi þegið frá Jóni Helgasyni prófessor. Málsrök era þessi: Árið 1950 gaf Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn út ritið Spán- verjavígin 1615. I formála að ritinu segir dr. Jónas Kristjánsson meðal annars: í íslenzkum ritum era hvalveiðimenn þeir sem til íslands komu oftast nefndir Spán- verjar, en stöku sinnu Gaskónar (þ.e. kennd- ir við Gascogne á Frakklandi). (1959, xix.) Til era tvö basknesk-íslenzk orðasöfn í safni Árna Magnússonar (AM 987, 4to), annað með ókunnri 17. aldar hendi, hitt skrifað upp af Grannavíkur-Jóni fyrir Árna Magnússon. [...]. Jón Helgason veitti fyrstur þessum orðasöfn- um athygli [...] skrifaði þau upp og sendi pró- fessor C.C. Uhlenbeck í Hollandi til athugun- ar, en Uhlenbeck fékk þau í hendur lærisveini sínum N.G.H. Deen, sem gaf þau út á prent og gerði úr doktorsritgerð [...]. (1950, xxxviii.) Þetta efni nýtir Halldór Laxness þannig í orðaræður Guðmundar Grímssonar Grannvík- ings: En einhverntíma hafði hann af fikti skrifað lærdómsbók í túngumáli Gaskóna, eins og það var talað í Pýreneafjöllum fyrir rúmlega tvö hundrað áram; hann settí bókina saman eftir minnisblöðum gamals prests, sem hafði hýst strandmenn frá Gaskónalandi í heilan vetur á öldinni fyrir öldina sem leið. Sýslu- maðurinn hafði keypt af honum þessa bók og síðan sent hana til Kaupmannahafnar, og þaðan hafði hún verið send til Frakklands, og gefin þar út á prent, og einn heimsfrægur lærimeistari í því þjóðlandi hafði ritað um hana doktorsritgerð, [...] (1937,233.) Halldór Laxness lætur gamlan prest hýsa strandmenn frá Gaskónalandi vetrarlangt. Sú hugmynd kann að vera ættuð úr hugskoti Jóns Helgasonar. Um Guðmund Grímsson segir ennfremur: Það gat vel verið að hann hefði á únga aldri verið menskastur allra manna, meira að segja ekkert líklegra, einginn gat vitað um það, hverra vina hann kunni að minnast þeg- ar droparnir féllu af þakinu á næturþeli, einn og einn, tveir og tveir. (1937,234-235.) Hér styðst Halldór Laxness við kvæði Guð- mundar Guðmundssonar skólaskálds: „Dropa- tal“ sem birtist í ljóðabók hans Ljóð og kvæði sem kom út árið 1917. Fyrsta erindið er þann- ig: Lokið er dagsins ys og erli, yfirsígurhúmið dökkt. Enginsála séstáferli, sérhver götutýra er slökkt. Ýrir úr þoku úrgum salla, ýlirísímagóuþeyr Drýpur af þökum - dropar falla, dropar falla - einn og tveir, einn-og-tveir! einn og einn - tveir og tveir! (1917,129.) Andliti Guðmundai- Grímssonar Grannvík- ings lýsir Halldór Laxness þannig: [...] hjálmfagurt, með loðnum brúnum, hrikalegum kinnbeinum, arnarnefi og sam- anbitnum munnsvip, [...] ferlegt eins og sjálf hin þverhníptu klettabelti, sem gnæfa yfir ysta hafi heimsins, hefðu feingið lausn í þessari mannlegu ásjónu. (1937,232.) [...] þetta hrikalega andlit, það var hið ósigr- andi andlit íslands. (1937,235.) Lokaorðin í þessari andlitslýsingu virðast þegin úr sögn um Maxim Gorki sem Halldór Laxness getur um í grein um hann árið 1936. Greinin birtist í ritgerðasafninu Dagleið á fjöll- um árið eftir: Þegar hann var á ferð í Vestur-Evrópu skömmu eftir októberbyltinguna þá var sagt um hann: Andlit þessa manns, það er andlit Rússlands. (1937,264.) Halldór Laxness lýkur þessari grein um Maxim Gorki með orðunum: Andlit hans var andlit sjálfs Rússlands. (1937,267.) Höfundurinn er fyrrverandi menntaskólakennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.