Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 12
Félagssheimiliö Végarður í Fljótsdal. LÍósm.: Greinarhöf. Bæjarhjalli viö Végarö í Fijótsdal. Ljósm.: Greinarhöf eiginmaður hennar mætti fá leg í vígðri mold. í Sögu Árna biskups, frænda hennar, eru þessi ummæli höfð eftir henni: „Enn fremur mun eg, til sálarheilla Oddi, ofra einhverjum grip, herra biskupi og stað til sæmdar.“ Áiítur Rögnvaldur að þessi gripur sé Valþjófsstaðahurðin. (Glett- ingur2 (1), 1992.) Miðstöð fornsagnaritunar ó Austurlandi Eins og fyrr var á minnst komst Barði Guð- mundsson að því gegnum mikiar pælingar, að Porvarður Þórarinsson væri höfundur eða a.m.k. „ritstjóri“ Njáls sögu. Reit hann um þetta nokkrar greinar í blöð og tímarit, er síðar voru dregnar saman í bókina „Höfundur Njálu“, 1958. Síðan hefur Sigurður Sigur- mundsson í Hvítái'holti undirbyggt þessa kenningu frekar með blaðagreinum og bók sinni: „Sköpun Njálssögu" 1989. Þá hefur Sví- inn Lars Lönnroth reifað svipaðar hugmyndir í bók sinni „Njálssaga, critical introduction." (Los Angeles 1976). Þessir fræðimenn benda á ýmsa þræði sem legið hafí frá sögupersónum Njálu til þeirra Valþjófsstaðabræðra. Þeir voru af ætt Svínfell- inga, sem röktu ætt sína til Brennu-Flosa á Svínafelli, og voru auk þess tengdir Oddaverj- um, sem frá upphafi höfðu fengist við fræðirit- un og bókmenntir. Brandur Jónsson, ábóti í Þykkvabæ og síðar Hólabiskup, var föðurbróð- ir þeirra, en hann kemur víða við sagnaritun og fræðimennsku, og hefur Hermann Pálsson getið sér þess til, að hann muni hafa samið Hrafnkels sögu. Einnig er athyglisvert, að Þor- varður er einn af örfáum 13. aldar mönnum, sem nefndur er með nafni í einu handriti Njáls sögu. I sambandi við tilgátu Hermanns um höfund Hrafnkels sögu, má benda á, að Valþjófsstaða- kirkja taldi sig hafa eignarrétt á öllum Hrafn- kelsdal og lögðu Valþjófsstaðaklerkar sig fram um það á seinni öldum að tryggja kirkjunni þennan rétt. Má líta svo á, að Hrafnkela sé fyrsta tilraun í þá átt, því að hún tengir höfuð- bólið Aðalból við Fljótsdal og Velli, þar sem Hrafnkell og sonarsonur hans Helgi áttu goð- orð. í niðurlagi Droplaugarsona sögu segir, að hún sé „sögð“ af Þorvaldi Ingjaldssyni, er var þriðji ættliður frá einni af aðalpersónum sög- unnar, Grími Droplaugarsyni. Hefur hann ef- laust átt heima í sömu sveit. „Valþjófsstaðir, hið foma höfðingjasetur, voru helsta mennta- bólið á þeim slóðum, og eru öðrum fremur lík- legir sem ritunarstaður sögunnar," segir Jón Jóhannesson í formála Droplaugarsona sögu í útgáfu Fomritafélagsins. Bendir því margt til þess, að Valþjófsstaður hafi verið ein helsta miðstöð sagnaritunar á Is- landi, á sama hátt og Oddi á Suðurlandi og Þingeyrar norðanlands, þó að það sé minna þekkt. Hjörleif ur latínuskáld Ýmsir merkisprestar hafa setið á Valþjófs- stað. Hjörleifur Þórðarson (f. 1695) gegndi prestsembætti þar frá 1742 til æviloka 1786. Hann var Skaftfellingur að ætt. Hjörleifur var skáld gott, bæði á latínu og íslensku, og liggja eftir hann mörg kvæði og sálmar á báðum mál- unum. Merkust er þýðing hans á Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar á latínu, sem prent- uð var í Kaupmannahöfn 1785. Háttalykill á latínu var prentaður 1918. Hann orti einnig rímur. Af honum er komin mikil embættis- mannaætt á Austurlandi og víðar, m.a. Hjör- leifur Guttormsson þingmaður og Kristján Eldjám, forseti íslands. Búnaðarfrömuðurinn Vigfús Ormsson (1751-1841) var Sunnlend- ingur. Hann fékk Valþjófsstað 1789 og hélt til 1835, kvæntist Bergljótu Þorsteinsdóttur, dótturdóttur séra Hjörleifs. Bróðir hennar var Jón vefari, en af honum er komin Vefaraætt, Ljónið í Valþjófsstaðahurðinni. Sja umfjollun i grem. Valþjófsstaðakirkjan sem séra Sigurður Gunnarsson iét reisa. sem er mjög fjölmenn á Austurlandi og víðar. Vigfús var mikill búhöldur og tók upp ýmsar nýjungar í búskap. Þegar hann kom í Fljótsdal voru þar ekki fjárhús, nema lambhúskofar. Var það fyrsta verk hans að láta byggja hús fyrir allt féð. Hann áætlaði hverri skepnu ákveðið fóður, sem þá taldist til nýjunga. Einnig jók hann og bætti nýtingu húsdýraáburðar, og tók m.a. upp þann sið að hýsa (traða) stórgripi og jafnvel sauðfé á sumrum til að auka áburðinn. Hann byrjaði íyrstur að veita vatni á engjar austanlands, með því að grafa skurð úr Jökuls- ánni yfir á Valþjófsstaðanesið, og um svipað leyti byggði hann fyrstu kornmylluna á Héraði. „Fór sá orðrómur af honum, sem ei var und- arlegt, að hann væri mestur búmaður á öliu Austurlandi," ritar Ágúst Sigurðsson (Múla- þing 9,1980). Fyrir þessar framkvæmdir fékk hann verðlaunapening frá danska Landbúnað- arfélaginu, sem geymdur er hjá afkomendum hans í Geitagerði. Vigfús var einnig virkur í félagsmálum sveit- arinnar, og stofnaði svonefnt Matsöfnunarfé- lag árið 1800. Það var eins konar tryggingarfé- lag, líklega hið fyrsta af því tagi hér á landi, en eftir miðja 19. öld spruttu slík félög upp víðar í sveitum. Tilgangur þess var að safna mat, svo sem komi, smjöri o.fl., 1 eins konar forðabúr, er síðan mætti nota til að lána úr í harðærum eða sérstökum áföllum. Til eru samþykktir félags- ins í 19 liðum. (Múlaþing 12, 1982.) Börn fá- tæklinga tók hann oft og hafði sem matvinn- unga. Séra Vigfús varð snemma sjóndapur og blindur síðustu árin. Eftir að hann hætti prestsskap bjó hann þó 'rausnarbúi á Arnheið- arstöðum í nokkur ár. Einn af sonum hans var Guttormur stúdent, bóndi á Amheiðarstöðum, sem einnig var frumkvöðull í búskap, en sonar- sonur hans var Guttormur Vigfússon fyrsti skólastjóri Búnaðarskólans á Eiðum. Leikur að stráum Séra Lárus Halldórsson frá Hofi í Vopna- firði var prestur á Valþjófsstað 1877-1883. Hann tók upp ýmsa nýja hætti í starfinu, sem Fljótsdælir virðast ekki hafa kunnað að meta, og gerðist síðar fríkirkjuprestur í Reyðarfirði og Reykjavík. Dóttir hans var skáldkonan Guð- rún Lámsdóttir, sem fórst á besta aldri. Séra Sigurður Gunnarsson gegndi prestsst- arfinu 1883-1894. Fyrsta verk hans var að standa fyrir byggingu nýrrar timburkirkju 1888, er stóð til 1966, og þótti glæsilegt hús. Hann var mikill áhugamaður um uppfræðslu bama og unglinga. Bróðir hans, Gunnar Helgi Gunnarsson, var faðir Gunnars skálds, og bjó um tíma á Valþjófsstað með séra Sigurði, og þar fæddist Gunnar. í fyrsta bindi skáldsögunnar „Fjallkirkjunn- ar“ rifjar Gunnar upp bemskuár sín á Val- þjófsstað, en hann var 7 ára þegar foreldrar hans fluttu þaðan. Lýsingar hans á heimilis- fólkinu hafa mörgum þótt eftirminnilegar og er sú skoðun almenn, að þessir kaflar séu með því besta sem Gunnar hefur ritað. Þeir em oft fluttir í leikritsformi og oft til þeirra vitnað. „Ó blessuð vertu sumarsól" Þórarinn Þórarinsson var prestur á Val- þjófsstað 1894-1938, vinsæll og virtur. Val- þjófsstaðaheimilið var á hans tíma orðlagt fyrir gestrisni og rausn í hvívetna, þó ekki síst fyrir sérstaka menningu, sem kom m.a. fram í tón- listariðkun og söng. Til er saga af því, þegar Ingi T. Lámsson, hið ástsæla tónskáld Austfirðinga, kom ferð- lúinn af Fljótsdalsheiði, og hafði á leiðinni sam- ið lag sem hann vildi spila og syngja. Af því veður var gott, var orgel prestsins borið út á tún, og þar safnaðist allt heimilisfólkið í kring- um tónskáldið, sem frumflutti þar lagið við kvæði Páls Ólafssonar: „Ó blessuð vertu sum- arsól“, sem næstum hver íslendingur hefur kunnað síðan. Og Valþjófsstaðafjallið bergmál- aði sönginn. Sonur séra Þórarins, Þórarinn skólastjóri á Eiðum, hefur sagt þessa sögu, en hann var lengi söngkennari og kórstjóri í Eiðaskóla. Sagan er til í ýmsum gerðum, eins og Sigurður Magnússon hefur nýlega rakið í þætti um Inga T. Lámsson (Múlaþing 25,1998, bis.7-28), en saga Inga sjálfs er þó ótrúlegust. Hann segist hafa verið 7 ára er hann samdi lagið heima á Seyðisfirði. Eftii-maður séra Þórarins, Marinó Kristins- son, ættaður af Suðurnesjum, lét ekki sitt eftir liggja í þessu efni. Hann var um tíma einn efni- legasti einsöngvari landsins, og stóð fyrir líf- legu kórstarfi í Fljótsdal, stjórnaði m.a. 20-30 manna kirkjukór, er söng við ýmis tækifæri. Bjarni Guðjónsson, ættaður úr Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu, var prestur og bóndi á Valþjófsstað, 1963-1998, ástsæll af sóknar- börnum sínum, og góður heim að sækja, enda jafnan glaður og reifur, eins og segir í Háva- málum að menn skuli vera til dauðadags. Nú- verandi prestur er Lára G. Oddsdóttir, Vest- firðingur að upprana. Núverandi kirkja og gripir hennar Núverandi kirkja er byggð úr steinsteypu og var vígð árið 1966. Tum hennar hefur nýlega verið breikkaður og turnspíran hækkuð til muna. I Valþjófsstaðakirkju era ýmsir gamlir grip- ir. Merkasti gripurinn er líklega oblátudósirúr silfri, sem Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður í Kaupmannahöfn, smíðaði og gaf kirkjunni, ásamt Pétri sýslumanni, bróður sínum, til minningar um foreldra þeirra, Þorstein Sig- urðsson, sýslumann á Víðivöllum, og konu hans. Á dósimar em grafnar tvær vísur og fleira letur. Þar er einnig gamall skírnarfontur, sem sagt er að Hjörleifur Þórðarson hafi látið smíða og gefið, svo og gamall kaleikur og pat- ína. Nokkrar minningatöflur vom í kirkjunni, þar á meðal stór tafla um Jón Skjöld vefara, þann mikla ættföður. Þá er í kirkjunni útskorinn stóll, sem að vísu er ekki gamall og fékkst í skiptum fyrir annan miklu eldri, sem kallaður var Prestsmaddöm- ustóll, en Þjóðminjasafnið falaðist eftir á fyrstu áratugum aldarinnar. (Þeir sem vom á móti skiptunum nefndu hann „Fangastól".) Ýmsir gripir, sem getið er í gömlum úttektum kirkjunnar, virðast hafa farið forgörðum, m.a. Maríulíkneski sem var í kirkjunni 1821. (Hugs- anlegt er að það sé sama líkneski og Þjóðm- injasafnið fékk úr Wardssafni, og talið var frá Skriðuklaustri/ sjá Klaustur-Maríu þar). Merkasti gripur kirkjunnar er þó eftirmynd af Valþjófsstaðahurðinni, sem fyrr var getið. Samkomuhúsið (Végarður) Kvenfélag var stofnað í Fljótsdal árið 1909 og ungmennafélag 1910, en þá vom slík félög óvíða til í öðram sveitum. Félögin stóðu að margvíslegri menningarstarfsemi, gáfu m.a. út handskrifuð sveitarblöð: „Leiftur" og „Helga Droplaugarson". Kvenfélagið kom sér upp stóru tjaldi, sem var leigt fyrir ýmsar samkom- ur. Á ámnum 1914-15 byggði Ungmennafélag- ið samkomuhús á gmndunum utan við Val- þjófsstað. Það var kallað „Ungmennafélags- húsið“ og varð nú miðstöð alls félagsstarfs í sveitinni. Húsið var á tveimur hæðum, með anddyri og leiksviði. „Ekkert ungmennafélag í landinu mun eiga jafn veglegt fundarhús...“ segir Jón Kjartansson í Skinfaxa 1918. (J.K.: Ferðasaga. Skinfaxi, maí 1918. Endurpr. í Snæfelli 1981.) Félögin skiptust á um að halda samkomur, með vel undirbúinni dagskrá. Þá vom oft sýnd leikrit sem heimamenn höfðu æft. Um 1960 var samkomuhúsið endurbyggt á sama stað, og skírt Végarður. Það er ennþá félagsmiðstöð sveitarinnar, enda vel í sveit sett, en samsvarar varla kröfum nútímans um þægilega aðstöðu. Utan og ofan við Végarð era fomar tættur, líklega af gamalli skilarétt. Þar var einnig hjá- leigubýlið Gunnhildargerði, rétt við húshornið. Þessi ritgerð er hluti af handriti sem nefn- ist „ Vísað til vegarí Fljótsdal“. Höfundurinn er nóttúrufræðingur og býr ó Egilsstöðum. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.