Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.2000, Blaðsíða 8
Ljósm.: Lesbók/GS Torfbærinn á Hólum í Hjaltadal, kallaður Nýibær. Torfbæir eru eina framlag okkar til byggingarlistar i heiminum. Ljósm.: Ulrich Múnzer Skjaldbreiður er stærsta dyngja heimsins á þurru landi. Raunar er önnur stærri í felum undir Langjökli. / Meðal nýrra mannvirkja á íslandi hefur Bláa lónið sérstöðu. / HVAÐ ER SER-ISLENZKT? EFTIRGISLASIGURÐSSON í: sland er öðruvísi en fl lest nálæg lönd að minnsta kosti og í íslenzkri náttúru er hægt að benda á nokkur „heimsmet" el F hægt er að orða það svo. Meðal | pess manngerða er íslenzk sérstaða fágætari, < en þó er hún til. / IHEIMI, eða heimsþorpi, þar sem allt verður smám saman eins, þykir sér- staða þrátt fyrir allt verðmæt. Eins og allar aðrar velmegunarþjóðir höfum við fengið yfir okkur þessa alþjóðlegu stöðlun sem birtist til dæmis í hverju einasta góðu hóteli, veitingahúsakeðj- um sem stfla uppá staðlað og þekkjan- legt útlit, sama hvar er í heiminum. Sjáið bara auglýsingabæklinga ferðaskrifstofanna; sama hvert farið er. Allar baðstrendur og öll hótel virðast svo til eins. Verzlanir eru meira og minna einsleitar og byggingarlistin er afar áþekk í öllum hinum vestræna heimi. Jafnframt reynum við að koma auga á eitt- hvað sem hægt væri að benda útlendum gesti á og segja: „Sjáðu, þetta er bara til á íslandi." Oftast yrði það eitthvað úr ríki náttúrunnar sem við mundum benda á. Til dæmis laxveiðiá inni í höfuðborg landsins. Það telst bæði sér- stætt og heillandi og að sjálfsögðu minnumst við ekki á minnkandi veiði í Elliðaánum. Það sem helzt kynni að vera sérstætt og sér-ís- lenzkt við laxveiðiárnar okkar er þó því miður ^ Ljósm.: UlrichMunzer Svartir sandar eru víða á íslandi, en þeir munu vera sér-íslenzkt náttúrufyrirbæri. því að vera sér-íslenzkt náttúrufyrirbæri, sagði Jón Jónsson jarðfræðingur. Það helgast af því að í íslenzkum söndum er basalt, og þessvegna eru þeir dökkir yfirlitum. I þeim söndum sem mynda hinar ljósleitu eyðimerkur heimsins og eru margfalt víðáttumeiri er hins- vegar kvarz. Hraun ýmissar gerðar, apalhraun og hellu- hraun til dæmis, eru víðar til en á íslandi; grá- ekki veiðin, heldur verðlagið, sem heldur áfram að hækka þó að veiðin dragist saman. Heimsmet í náttúrunni Þó að margir íslenzkir fossar séu fallegir hafa þeir ekki sérstöðu á heimsvísu. Við gæt- um að vísu haldið því fram að Gullfoss sé feg- ursti foss í heimi, en það væri bara huglægt mat hvers og eins og þá skoðun þýðir ekki að bera á borð. Hinsvegar er staðreynd, að Deild- artunguhver í Borgarfirði hefur þá sérstöðu að vera vatnsmesti, náttúrulegi hver jarðar: gef- ur af sér yfir 220 sekúndulítra af 100 gráðu heitu vatni. Við hverinn vex afbrigði af burkn- anum skollakambi. Sumir grasafræðingar telja hann sérstaka burknategund sem ekki eigi sinn líka í veröldinni. Geysir í Haukadal, sá frægi hver, er nú einhver lygnasti pollur heimsins og bezt að tala sem minnst um hann. Aftur á móti er heitasta borhola sem um er vit- að á Nesjavöllum; þar mældist 340 gráða heitt vatn. Hinir svörtu sandar, Mýrdalssandur, Skeið- arársandur og margir fleiri, eru eitthvað nærri mosi er ekki sér-íslenzkt fyrirbæri heldur. Hitt er sérstakt segir Björn Hróarsson jarð- fræðingur í grein í tímaritinu Aföngum, að hraunframleiðslan frá árinu 1500 hefur verið stórfenglegri á íslandi en á nokkru öðru jafn stóru svæði á jörðinni, enda er þriðjungur landsins virkt eldfjallasvæði. Það telst sér-ís- lenzkt, að á 25.000 ferkm. svæði er að finna nær allar þær gerðir eldfjalla sem til eru á 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.