Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 12
ÞETTA LITILFJORLEGA // I tilefni af flutningi á H-moll messu J.S. Bachs í Hall- grímskirkju á morgun heldur HALLDQR HAUKSSON hér áfram umfjöllun sinni um verkið í seinni grein. IÞESSARI síðari grein verður hugað að því hvernig og af hverju H-moll messa Bachs varð til. í upphafí var að því ýjað að hinir ýmsu kaflar messunnar hafí orðið til á löngu tímabili. Fyrstu tveir kaflarnir, Kyrie og Gloria, litu dagsins ljós árið 1733. Hverfum aftur til byrjun- ar þess árs. Johann Sebastian Bach er á 48. aldursári og hefur í tæpan áratug verið kantor við Tómasarskólann í Leipzig og þar með borið .ábyrgð á tónlistarflutningi við tvær aðalkirkj- ur borgarinnar, Tómasarkirkjuna og Nikulás- arkirkjuna. Hann hefur einnig í nokkur ár stjórnað tónleikum tónlistarfélagsins, Colleg- ium musicum, sem vinur hans Telemann stofn- aði í byrjun aldarinnar. Vinnuálagið er gífur- legt en starfsþrek tónskáldsins og sköpunar- gáfa virðist óendanleg. Allt er þó ekki eins og best verður á kosið. Bach er óánægður með vinnuaðstöðu sína og fínnst borgarráðið beita sig órétti. Maðurinn er skapstór og veit hvað hann vill. Hann hefur áður átt í útistöðum við yfírboðara sína og þurfti meira að segja að dúsa í fangageymslum hertogans af Weimar um mánaðartíma árið 1717. Nú veltir hann fyrir sér hvað hann eigi að gera til að fá leið- réttingu á kjörum sínum og aðstæðum. 1. febrúar á sér svo stað afdrifaríkur at- burður. Friðrik Agúst I, kjörfursti Saxlands og um leið konungur Póllands, undir nafninu Agúst II, lýkur skrautlegri ævi. Hann var kallaður Agúst sterki vegna líkamsburða sinna og átti heiðurinn af að koma höfuðborg kjörfurstadæmisins, Dresden, í tölu stórborga barokktímans. Munnmælasögur herma að hann eigi „barn fyrir hvem dag ársins“. Hvernig sem það nú er, tekur sonur hans, Friðrik Agúst II, við krúnunni og verður síðar einnig konungur Póllands sem Agúst III. Stórmenni á borð við Agúst sterka hverfa ekki úr tölu lifenda á átjándu öld, án þess að þeirra sé minnst með veglegum hætti. Þannig lýsa stjómvöld nú yfír fímm mánaða þjóðarsorg í Saxlandi. A þessu tímabili má engin opinber tónlist hljóma, hvorki í leikhúsum, á tónleikum né í kirkjum, ef einradda söngur er frátalinn. Skyndilega hafa tónskáld landsins ótakmark- aðan frítíma. Langafasta, sem er skammt und- an, er að vísu háð svipuðum takmörkunum í tónlistarflutningi, en er engu að síður venju- lega annasamur tími, þar eð tónskáld vinna að undirbúningi helgihalds dymbilviku og páska. Nú fellur sú tónlist einnig niður. Eina undantekningin frá þessu stranga banni eru athafnir þar sem borgarráð og staðbundin yfirvöld hylla arftakann og heita honum trúnaði sínum. í Leipzig á þetta sér stað hinn 21. apríl. Hyllingareiðurinn er svarinn í ráðhúsinu, en síðan fer fram hátíðarguðsþjónusta í Nikulásar- kirkjunni. Johann Sebastian Bach sér sér leik á borði. Hann ákveður að koma ár sinni vel fyrir borð hjá hinum nýja fursta og leggur allan metnað sinn og kraft í sköpun tónlistarinnar sem flytja á við athöfnina. Hann stjómar drengjunum sínum í Tómasarskólakómum og borgartónlistarmönnunum og saman flytja þeir í fyrsta sinn þá stórkostlegu tónlist sem hálfum öðrum áratug seinna verður fyrri hluti H-moll messunnar. Það skal strax viðurkennt að getgátum var skotið inn í þessa frásögn. Þær má þó rök- styðja með ýmsu móti og áframhald atburða- rásarinnar verður skiljanlegra, ef við gefum okkur að þær standist. Það hafa engar heim- ildir varðveist um tónlistarflutninginn í Niku- lásarkirkjunni 21. apríl 1733. Hinsvegar er ólíklegt annað en að ný tónlist hafí hljómað í kirkjunni við jafn mikilvæga athöfn og um var að ræða og borgaryfirvöld hefðu varla gengið fram hjá hinum virta Tómasarkantor, þegar velja átti tónskáld. Við komum næst við í Dresden, „Flórens Þýskalands". 27. júlí 1733 var embættismanni við hirð kjörfurstans afhentur bunki af nótum, innihaldandi hljómsveitar- og söngnótur að verki eftir Johann Sebastian Bach. Titillinn var „Missa“, og innihaldið kaflarnir tveir, Kyrie og Gloria, sem áður voru nefndir. Nót- unum íylgdi svohljóðandi tileinkun: Hágöfugi Kjörfursti, Náðugi Herra, Með dýpstu lotningu færi ég Yður þetta lít- ilfjörlega verk, sem er til marks um þá kunn- áttu sem ég hefi aflað mér á sviði tónlistar. Ég bið Yður auðmjúklega að líta það náðaraugum og dæma það ekki út frá ófullkominni sam- setningu þess heldur með Yðar heimsfrægu miskunn og að taka mig um leið undir voldug- an verndarvæng Yðar. Ég hefí um nokkurra ára skeið haft um hönd stjórn tónlistar í báð- um aðalkirkjum Leipzigborgar, en hefi orðið að þola eina og aðra óverðskuldaða móðgun og að auki lækkun á þóknunum sem fylgja starf- inu og þær gætu að öllu leyti fallið niður nema Yðar Konunglega Hátign sýni mér þá náð að veita mér titil við hirðhljómsveit Yðar og upp- áleggir viðeigandi yfírvöldum að gefa út til- skipun þar um. Svo náðarsamlegt svar við undirdánugri bón minni mun binda mig ævar- andi þakkarskuld og ég býðst í dýpstu undir- gefni til að sýna fram á óþreytandi iðni mína við samningu kirkjutónlistar sem og tónlistar fyrir hljómsveit, hvenær sem Yðar Konung- lega Hátign þess óskar, og að helga Yður alla krafta mína. Dresden 27. júlí 1733 Yðar undirgefni og auðsveipi þjónn Johann Sebastian Bach „Þetta lítilfjörlega verk.“ Hvílík andstæða við upphrópun útgefandans Nagelis tæpri öld síðar: „Mesta tónverk allra tíma og þjóða!“ Slíkt lítillæti og yfírmáta hógværð var sjálf- sögð í bréfum af þessu tagi, en Bach tókst að koma vanþóknun sinni á yfirvöldum í Leipzig til skila á milli smjaðuryrðanna. Skyldi Bach með þessu hafa verið að sækja um starf í Dresden, eða vonaðist hann einfaldlega til að geta styrkt stöðu sína í Leipzig með skjalfestum stuðningi furstans? Hvort heldur var varð hann að bíða í rúm þrjú ár eftir svari. Frá og með 19. nóvember 1736 gat hann bætt nafnbótinni „konunglegt pólskt og kjörfurstalegt saxneskt hirðtón- skáld“, við titil sinn. En við vorum stödd í Dresden um hásumar 1733. Líklega var það Baeh sjálfur sem afhenti hirðmanninum nóturnar að verkinu sem síðar varð fyrri hluti H-moll messunnar. Tilein- kunin er reyndar rituð af hirðskrifara, en Bach skrifaði undir. Hann hefur að öllum líkindum verið í Dresden til að styðja við bakið á elsta syni sínum, Wil- helm Friedemann, sem hafði sótt um stöðu organista við Sófíukirkjuna. Eng- ar heimildir eru íyrir því að messan hafí nokkum tíma verið flutt í Dresden. Nót- urnar, sem enn eru til, bera þess engin merki að hafa verið notaðar. Getur verið að Bach hafi samið þetta langa og mikla verk án þess að hafa fengið pöntun eða vera með ákyeðið tækifæri í huga fyrir flutning á því og að hánn hafi síðan fært kjörfurstanum það upp á von og óvon? Vissulega naut hann óvenjumikils frítíma þessa mánuði, en þetta er samt í litlu sam- ræmi við mynd okkar af hinu hagsýna tón- skáldi átjándu aldar, sem Bach fellur vel inn í á þessu skeiði ævi sinnar. Mun trú- legra er að messan hafí verið samin sér- staklega fyrir hátíðarguðsþjónustuna, sem áður var nefnd, 21. apríl í Leipzig. Kjörfur- stinn var sjálfur ekki í kirkjunni, en hirðmenn hans voru þar og ef verkið var í raun flutt, hlýtur það að hafa vakið athygli þeirra. Bach hefur kannski vonað eða jafnvel búist við að fögur orð um tónlist hans bærust furstanum til eyma og því ákveðið að láta nóturnar fylgja kvörtun sinni og titilsumsókn. Þeim hefur þá aðallega verið ætlað að minna á verkið sem við gefum okkur að hirðmenn hafí hrifíst af rúm- um þremur mánúðum áður. Þarna er líka komin skýring á því að Bach lét partítúrinn ekki fylgja með. Hirðhljómsveitarstjórarnir gátu lítið gert án hans. Hér skulum við staldra við. Við erum sem sé að velta því fyrir okkur með hvaða hætti og hvers vegna tveir fyrstu kaflar H-moll messunnar urðu til. En hvernig stendur yfír- leitt á því að Bach skyldi semja tónlist við texta kaþólsku messunnar í hinu lúterska Saxlandi? Þess ber fyrst að geta, að í Dresden 'dcro CÍpciLf ~~f~* •'W?««» »»- ***/^»Vt**fír s0*r£i*rr***t' cx £**%■*•**?"}*** I i7tt* $£**%■ i* FRIÐRIK Ágúst II, kjörfursti Saxlands. Bach tileinkaði honum Kyrie og Gloriu, sem mörg- um árum síðar urðu fyrstu tveir kaflar H-moll messunnar. voru báðar kirkjurnar, hin kaþólska og hin lút- erska, við lýði. Agúst sterki hafði nefnilega neyðst til að taka kaþólska trú þegar hann tók við konungskrúnunni í Póllandi og sonur hans fetaði í fótspor föður síns, einnig hvað það varðaði. Þetta hafði þó einungis áhrif á höfiið- borgina. í öðrum borgum Saxlands, þar með talið Leipzig, héldu menn í hina lútersku trú. Marteinn Lúter hafði hinsvegar alls ekki sagt skilið við alla þætti í helgihaldi miðalda- kirkjunnar. Markmið hans var einfaldlega að umbæta kirkjuna, sem honum fannst vera komin af réttri braut. Hann vildi kasta fyrir róða þeim atriðum í starfí hennar sem væru tilkomin vegna spillingar og stæðu í vegi fyrir skilningi manna og hlýðni við fagnaðarerindið HLUTI af tileinkunnarbréfinu sem fylgdi nótunum að Kyrie og Gloriu H-moll messunnar. Bréfið brann í seinni heimsstyrjöldinni en hafði áður birst í tónlistarsögubók. sjálft, eins og það birtist í Biblíunni. Þegar hann endurskoðaði tilhögun messunnar fór hann varlega í sakirn- ar. Uppbyggingu athafnarinnar var í grundvallaratriðum haldið. Vissu- lega skyldi hún að miklu leyti fara fram á móðurmáli safnaðanna, en latínan hélt samt velli í sumum lið- um. Söfnuðunum var veitt talsvert frelsi varðandi skipulag helgihalds og því var misjafnt frá borg til borgar, hversu mikið eymdi eftir af hinum kaþólsku siðvenjum. Þegar leið á átjándu öldina og upplýsing- arstefnunni óx ásmegin fjaraði svo smám undan latínunni innan hinn- ar evangelísku kirkju. Yfírvöld í Leipzig voru tiltölu- lega íhaldssöm i þessum efnum og á tímum Bachs kom staðgóð kunnátta í latínu sér því vel. í sunnudagsmess- um, sem hófust kl. 7 að morgni og gátu staðið yfír í allt að fjórum tímum, voru miskunnai'- bænin (Kyrie) og dýrðarsöngurinn (Gloria) til dæmis sungin til skiptis á latínu (Kyrie raunar á grísku) og þýsku. Oftast voru textarnir sungnir við gregórsk stef, en á vissum hátíðum var þeim gefíð meira rúm og þá voru þeir sungnir við fjölradda tónsmíðar. Þýsk kirkju- tónskáld beindu kröftum sínum aðallega að tón- list við þýska texta, kantötur, mótettur og pass- íur. Þau sömdu þó einnig messur þegar því var að skipta og þá var oftast um að ræða stutta út- gáfu, sem einungis innihélt íyrstu tvo þættina, alveg eins og hjá Bach. Þegar Bach færði kjör- furstanum nótnabunkann sem rætt var um hér að ofan, var því um að ræða tónlist sem gat hljómað jafnt í kaþólskum sem lúterskum kirkjum. Hver svo sem kveikjan var að köflunum tveimur, Kyrie og Gloriu, og hvort sem Bach samdi tónlistina til ílutnings í Leipzig eða sér- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.