Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 6
Ám5dyrí Pafé m Hmtt <v» > pttbw** \ Qititb'. híftv C s&iá: fcfeaaatófeif/ fvtífð :> 6 : ; Q 6rf&rttf« j wqs' t&kf séé ptiti hétfotf 0 : Ítff. ssff. Hntt íifttw mm* 'Uttð T1 e (»sý tr uScfe tMtnam, mgrá m&ti »w MYND úr anddyri Alþingis þar sem dyravörður tekur á móti fólki. Á myndinni má sjá möguleika notkunar á margnotendaumhverfi. LESANDINN SEM SÖGUPERSÓNA TÖLVUTÆKNINA finnum við alls staðar, frá rannsóknum í skammteðlisfræði til leikjagerð- ar. Lítið hefur þó farið fyrir því að bókmenntir séu gefnar út í stafrænu formi og er ástæða þess fremur augljós: það er af- skaplega óþægilegt og þreytandi að sitja fyrir framan blikkandi tölvuskjá og suðandi tölvu þegar lesið er. Hinsvegar eru til textar - stiklutextar - sem eru þannig að uppbyggingu gerðir að þá er ekki hægt að prenta í bók. Þessi textagerð, auk mynda og hljóðs, myndar margmiðlunartæknina sem flestir þekkja af Netinu eða kennslugeisla- diskum. Bragi Halldórsson er fjöllistamaður, tölvunörður, hugsuður og fyrrverandi Akur- eyringur, ásamt fleiru. Hann hefur tekið tölvuna í notkun sem tæki til að segja sögur. Hjá Braga eru m.a. tveir stórir vefir í smíð- um, einn kennsluvefur fyrir börn og unglinga um starfsemi Alþingis og annar sem er gagn- virk bók sem sett verður á Netið í margnot- endaumhverfi sem veitir lesendum bókarinn- ar kost á að ræða söguna eða annað á meðan bókin er lesin. Auk þess er gamall vefur eftir Braga á Netinu á slóðinni www.this.is/bragi. Ég heimsótti Braga á Mímisveginn einn föstudagseftirmiðdag fyrir stuttu, þetta var einn af þessum blautu sumardögum sem þó hleypti sólinni af og til í gegn- um skýin. Inni í stofu voru þrjár stórar tölvur á borði, hlið við hlið, auk einnar lítillar fartölvu. Muldrandi páfa- gaukur, sem talar á við hóp af Spánverjum, flaug um og settist niður hér og þar, oft uppi á hillum sem geyma metravís af geisladiskaplötum eða á pottablómin í gluggan- um. Hér og þar má grilla í einhver verk eftir Braga, því hann hefur fengist við ýmis- legt í gegnum tíðina og meðal annars útgefið bækur, haldið myndlistarsýn- ingar, unnið teiknimyndasögur og gert teiknimyndir. Aðspurður hversvegna hann sé farinn að nota tölvur við listsköpun og hönnun svarar hann því til að hann hafi alltaf verið heillaður af þeirri hugmynd að blanda saman texta og myndum í frásögn og í raun sé frásögnin út- gangspunktur í öllu því sem hann hafi verið að gera í gegnum tíðina. „Ahugi minn á Net- inu og tölvum almennt má rekja til þess að í þessum miðli gat ég farið að vefa saman sögur með texta, myndum pg hljóði þar sem ég býð lesandanum eða skoðandanum inn í söguna. Þetta kalla ég gagnvirka sögu. A slíkri sögu eru mörg form, ferðalögin eru ólík og upp- lifunin er mismunandi eftir hverjum og einum lesanda. Gagnvirkar bókmenntir hafa ekki verið skrifaðar fyrr en á síðustu árum og því eru allir sem fást við þetta að stunda tilrauna- mennsku. Stundum tekst einhveijum að gera eitthvað sniðugt og hinir hrópa þá húrra, en hér er um þróunarvinnu að ræða og akurinn er enn töluvert óplægður." Vefurinn sem Bragi er að vefa fyrir upplýs- inga- og tölvudeild Alþingis ber vinnuheitið „Barna- og unglingavefur Alþingis: Fræðslu- og kennsluvefur um sögu og starfshætti AI- þingis fyrir 10-15 ára“ og er, eins og nafnið gefur til kynna, margmiðlunarkennslutæki fyrir ungt fólk. Bragi sýnir mér vefinn, en í honum er gengið inn í unglingaþinghús, sem hugsað er í bakgarði Alþingishússins á Aust- urvelli og húsvörður tekur á móti manni með kort af húsinu og leiðarvísi. Svo er hægt að ganga um húsið, skoða salarkynnin, lesa sögu þess, kíkja í skjalasöfn, lögbækur og stjórnar- skrána, en það eru textaskjöl sem hægt er að ná í ef bent er á teikningar af viðkomandi bókum. Nemendur geta unnið verkefni um sögu Alþingis eftir gaumgæfilegar rannsóknir á sýndarþinginu og geymt þau í skjalahirslum þess. Hinn vefurinn sem Bragi er að vinna er sagan The Night After, en það er gagnvirk saga þar sem umhvefi Reykjavíkur; hús, göt- ur og persónur eru allar teiknaðar. Hún er um útlending sem millilendir í Reykjavík vegna bilunar í flugvél. Það er laugardags- kvöld og hann ákveður að eyða nóttinni á slarki í bænum. Hann tekur leigubíl í miðbæ- inn og kemst að því að þar hafi einhverjir mjög undarlegir hlutir gerst nóttina áður. Hlutverk lesandans er svo að finna út hvað gerðist þessa nótt og í þeirri viðleitni lendir hann í ýmsum ævintýrum. I horni skjásins er einskonar Philip Marlow-sögumaður sem seg- ir söguna og leiðbeinir manni. Oft bullar hann bara og virkar sem hluti af umhverfinu, en stundum segir hann einhverja mikilvæga hluti. í bænum er alls kyns fólk á ferli og með því að „klikka“ á það lendir maður í samtölum við það. Bókin verður á Netinu og nýtir margnotendamöguleika þess þannig að marg- Hvað gerir bókmennta- þjóðin þegar tölvutæknin haslar sér völl ó flestum sviðum menningarinnar? Hún tekur sig til við að semja bókmenntir fyrir tölvur. ÞÓRHALLUR MAGNUSSON ræddi við rithöfundinn og myndlistar- manninn Braga Halldórs- son sem fæst við að skrifa gagnvirkar bókmenntir. ir lesendur geta lesið hana samtímis og ferð- ast um bæinn „saman“. Lesendur geta því skipst á upplýsingum, hjálpað hver öðrum, eða hindrað og blekkt aðra eftir vild. En hver er meginmunurinn á að skrifa sögu á tölvu og á bók? „Þetta eru gerólíkir miðlar. Maður þarf sem höfundur að vera meðvitaður um það hvernig upplifun lesandans er allt öðruvísi í tölvu en í bók. í bókinni flettir maður og fær á tilfinninguna að verið sé á leið eftir einhverri línu en á skjá er tilfinningin fremur að maður sé á leiðinni inn og tilbaka. Ég hef prófað að smíða vef úr efni sem ég gaf út í bók og niður- staðan er gerólík. Þetta eru svo eðlisólíkir miðlar. Hér er auðvitað einnig verið að vinna með hljóð, myndir og gagnvirkni að auki. Að sumu leyti er bókin eins og tölvuleikur, en þó er á þessu tvennu reginmunur. Ég geri greinarmun á leik og sögu og með gagn- virkninni erum við með alveg nýja vídd í sögugerð. Það reynir virkilega á höfundinn að geta ofið sögu sem lesandinn ferðast um í að vild, en samt getað haldið áhuga lesand- ans. Það þarf að beina honum í gegnum verkið þannig að hann nenni að halda lestrin- um áfram og klára söguna. Þetta er ekki létt verkefni og mun flóknara en í hefðbundnum bókmenntum. Leikurinn lýtur hinsvegar allt öðrum lögmálurc en sagan. Það er svo lítil fagurfræði í leik, þetta eru mest atrennur. Sumir tölvuleikir eru þó á mörkunum á milli sögu og leikjar og má þá nefna t.d. Myst og Raven. Skilin á milli höfundar og lesanda eru að verða óskýrari. Imyndum okkur leikrit sem gerir ráð fyrir því að taka áhorfandann inn í Bragi Halldórsson leiksýninguna. Vel skrifað þannig leikrit og vel uppsett gefur áhorfandanum alveg nýja upplifun, en hann ræður aldrei ferðinni full- komlega sjálfur. Höfundurinn er alltaf sá sem heldur í taumana og stjórnar þeim ferðum sem hægt er að fara. Hér er um nýja upplifun að ræða og með gagnvirkninni breytist vinkill eða upplifun áhorfandans töluvert. Ég hef áhuga á að virkja lesandann og láta hann taka sjálfan þessar afdrifaríku ákvarð- anir sem hann er sífellt að lesa um í bókum. Ég er að reyna að gera mér vonir um að fólk fái á tilfinninguna að það standi sjálft frammi fyrir vandamálinu sem greint er frá í sögunni og þurfi að taka ákvarðanir eins og að sleppa sjálft úr háska en einhver annar deyr. Hægt er að vekja upp ýmsar spumingar sem les- andinn þarf að fást við. Það má smíða senur þar sem fólk stendur frammi fyrir afleiðing- um gjörða sinna. Hér er því ekki verið að lesa um Jón Jónsson og ævintýri hans, heldur er það lesandinn sjálfur sem lendir í hlutunum. Lesandinn er höfuðpersóna sögunnar." Ef höfundurinn þarf að smíða allan heim- inn, mynd, hljóð, texta og svo gagnvirkan söguþráð, er hann ekki farinn að verða meira heimssmiður en höfundur? „Það mætti líkja þessu við leikhúsið. Tím- inn er mikilvægur hluti af jöfnunni og maður þarf að byggja upp persónur og spennu, alveg á sama hátt og í leikriti. Um þetta gilda sömu lögmál í öllum sögum. Hinsvegar getur þetta verið á svo marga vegu: maður getur til dæm- is búið til heim sem er fullkomlega mannlaus. Það sem mér finnst hinsvegar mest spenn- andi er sálfræðileg upplifun lesandans. Hann er alltaf að kljást við sjálfan sig. Maður veit hinsvegar ekki hvort þetta muni nokkum tím- ann heppnast almennilega, en eftir að hafa stúderað fólk spila tölvuleiki hef ég séð að þetta er gífurlega sterkt form sem býr yfir ótrúlegum möguleikum. Gagnvirk saga getur dregið einstaklinginn meira inn í sjálfan sig með því að draga hann út í verkið og atburða- rás þess.“ Hvernig er með sölu á stafrænni list? Get- ur Jistamaður yfírleitt selt verk sem hægt er að afrita endalaust og dreifa án hans vitund- ar? „Sko, það er ekki stuldur á stafrænum verkum fyrr en þú tekur eitthvað og selur þriðja aðila það fyrir pening og höfundur verksins eða útgefandi fær ekki krónu af því. Þá erum við að tala um stuld. Það er ekki stuldur á forriti fyrir mér ef þú ert heima að leika þér á eitthvað forrit, heldur aðeins þeg- ar þú ert farinn að hala inn pening á vinnu sem samin er á forritið. Ef einhver tekur rúnamynd af vefnum mínum, prentar út og hengir upp á vegg hjá sér, þá er mér alveg sama, en ekki ef einhver fer að selja myndina fyrir pening án minnar vitundar. Hérna komum við líka inn á einn þátt í mannskepnunni sem er svolítið skondinn: við erum nefnilega afskaplega hégómleg. A Net- inu er fjöldi síðna þar sem aðdáendur ein- hverra hljómsveita setja tónlist fram ókeypis og því ólöglega, en þetta er einmitt fólkið sem kaupir plötur gefnar út í tak- mörkuðu upplagi og safnar eiginhandaráritunum. Við vilj- um alltaf eiga hlutinn, eitthvað sem er sérstakt og aðskilur hann frá öðrum hlutum. Er ekki munur á geisladisk í fal- legri hönnun og umbúðum og svo ómerkilegri afrítun? Mannskepnan finnur alltaf einhverja leið til að skapa verðmæti. Varðandi veflista- menn, þá munu söfnin kaupa listina af þeim til að öðlast réttinn á að sýna þau. Þetta er ekki stærra vandamál en það sem ljósmynd- arar eða konsept-listamenn hafa alltaf staðið frammi fyrir. Opinberar stofnanir geta ekki stolið list og ef þær vilja sýna hana, þá þurfa þær að jmnga út fyrir henni.“ Við Islendingar köllum okkur bókmennta- þjóð og það er stór hluti af okkar sjálfsmynd. Hvernig sérð þú framtíð bókarinnar og telur þú að svo fari að tölvan ryðji öðrum listfoi-m- um til hliðar? „Nei, ég held að þetta sé ekki þannig. Nýir miðlar eru sífellt að koma fram, en gömlu miðl- amir gera ekki annað en að frelsa fyrri list- formin af formheftingu sem þau hafa verið bundin af. Ljósmyndavélin frelsaði málverkið og gerði það að deleríusu smábami sem æðir um allt og klessir málningu upp á vegg. Mál- verkið hefur svo verið í klemmu í yfir 100 ár. Hvað veit maður um það hvemig Netið og gagnvirkar sögur muni fara með bókina? En tölvan mun ekki ryðja bókinni burt, allavega ekki eins og hún er nú. Tölvan er í raun handónýtt tæki. Það er vonlaust að lesa af skjánum, það þarf að hlúa vel að henni, endumýja hana reglulega og kveikja á henni með heilmiklum tilburðum. Þetta er nánast eins og tilhugsunin um að draga þyrfti í gang handsnúna þvottavél; þú mundir ekki vera til í það. Það er í lagi að rykkja í gang sláttuvél, en ekki þvottavélinni sinni. Tölva er leiðinlegt og ljótt tæki sem krefst þess að maður sitji við það á sérstakan hátt, maður getur ekki legið við hana. Tökum sem dæmi: ég er eitt- hvað niðurdreginn og vil einhverja stemmn- ingu, ég vil lesa ljóð eftir eitthvert skáld sem drakk sig í hel, drekka lélegt viskí og hlusta á rispaða Billy Holiday. Kveikja á kertaljósi og liggja undir teppi. Passar tölvan hér inn? Nei, svarið er einfalt. Allavega ekki í því formi sem hún hefur nú. Möguleikarnir era hinsvegar ótakmarkaðir í þróun tölvunnar og ég tel að hún komi ekki til með að vera í þessari mynd í framtíðinni. Vonandi ekki. Tölvan hefur hinsvegar þennan gífurlega skemmtilega möguleika á margmiðlun og gagnvirkni. Maður fer ekki að skrifa gagn- virkt verk eingöngu vegna þess að það er gagnvirkt. Þetta gerist vegna þess að eitthvað sem maður er að pæla í rekur mann út í það. Ég hef til dæmis mikið verið að hugsa um eðli sagnagerðar og fyrir mér fer raunveraleikinn þannig fram að hann virðist línulegur, en þeg- ar maður dregur sig aðeins út úr sjálfhverfu hinnar persónulegu reynslu, þá sér maður að það eru margar sögur í gangi í einu og allar tengjast þær innbyrðis. Það sem ég er svo spenntur fyrir er, svo að segja, að lyfta sér upp yfir Þingholtin og horfa niður á maurana þar niðri til að átta mig á þeu-ri sögu. Það sem ég reyni að gera með gagnvirkum sögum er að sýna þræðina; hvernig má sýna marga þræði sem eru í raun ein saga, en hún er þó aldrei sögð beint, heldur fær lesandinn aðeins tilfinningu fyrir henni.“ 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.