Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 4
REÐ KRISTNITAKAN ÚRSLITUM UM SAGNARITUN ÍSLENDINGA? EFTIR STEFÁN AÐALSTEINSSON Það sem mest skilur að menningarþróun íslendinga og Norðmanna á 1 lyrstu 130 árum byggðar á íslandi er sú staðreynd að þessar þjóðir voru kristnaðar með afar mismunandi hætti. Það virðist geta skýrt hvers vegna íslendingar urðu þeir sagnaritarar sem raun ber vitni um , en Norðmenn síður. SAGNARITARINN. Málverk eftir Gísla Sigurðsson frá 1988. Goðarnir héldu völdum sínum við kristnitökuna, segir greinarhöfundurinn, og sátu eftir sem áður á Alþingi. Sumir þeirra urðu prestar, en aðrir réðu sérstaka menn til að sinna prestsverkum. Það virðist hafa ráðið úrslit- um um foma menningu á íslandi að ekki hafi verið amast að ráði við henni við kristnitökuna Kvæða- og sagnahefð hefur flust án vandræða úr heiðni yfir í kristið samfélag. MIKIÐ hefur verið fjallað um það hvers vegna ís- lendingar skrifuðu eins miklar sögur af forfeð- um sínum og raun ber vitni. íslendingasögurn- ar eiga sér ekki hlið- stæður í nálægum lönd- um. Þær eru stundum taldar eitt mesta afrek íslendinga frá upphafi vega. Margir hafa enn- fremur velt því fyrir sér hvers vegna nánustu forfeður okkar, Norðmenn, voru eftirbátar okkar í sagnaritun. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram að á Islandi hafi orðið menningar- blanda um landnám milli fólks af norrænum og keltneskum uppruna. Þessi blanda hafi haft mikil áhrif á menningu Islendinga. Hún hafi „gert Islendinga í fjölhæfara lagi, vel gefna og kvikláta að eðlisfari".1 írskir munkar ekki á íslandi fyrir landnám? Fram hafa komið ýmsar fullyrðingar um að írsk byggð hafi verið í landinu fyrir norrænt landnám. Irskur munkur, Dicuil, skrifaði um munka frá Irlandi sem hefðu dvalið á eyju í norðanverðu Atlantshafi nálægt árinu 800. Sumir hafa haldið að sú eyja væri ísland. Ari fróði segir frá Pöpum í íslendingabók og telur þá vera írska. Nýverið hefur Helgi Guðmundsson fært rök að því að ömefni tengd Pöpum hér á landi séu ekki komin úr írsku, heldur sennilega úr mið- lágþýsku. Hann færir einnig rök að því að sögur Dicuils af írskum einsetumunkum á eyju í norð- anverðu Atlantshafi á ofanverðri 8. öld geti ekki átt við ísland og telur að Ari fróði hafi haft rit Dicuils undir höndum og þaðan sé sagan um Papana hér á landi komin í íslendingabók.2 Einar Benediktsson skáld var sannfærður um að hér hefði verið írsk byggð fyrir norskt land- nám og að um þá byggð mætti finna merki í fomu letri í manngerðum hellum á Suðurlandi.3 Einn slíkur hellir hefur verið rannsakaður með hliðsjón af áletrunum á veggjum, án þess að hægt hafi verið að staðfesta að þar væru írskar áletranir frá því fyrir landnám.4 Engar fornar menjar hafa fundist með vissu um byggð í landinu fyrir norrænt landnám, „... heldur hníga öll tiltæk fornfræðileg rök að því að landnám hafi hafist á Islandi á seinni hluta 9. aldar“.6 Blóðflokkar og bólusótt Rannsóknir á uppruna íslendinga út frá upp- lýsingum úr Landnámu gáfu til kynna að 87% þeirra væru komin af Norðmönnum, en 13% væru komin af íram.6 Þegar farið var að rann- saka ABO-blóðflokkana kom hins vegar í ljós að íslendingar höfðu háa tíðni O-flokks, og það benti til sterkari skyldleika við íra en Norð- menn. Þessar niðurstöður vöktu mikinn áhuga. Menn töldu þær byggðar á traustum granni, og þær vora um tíma teknar fram yfir fom fræði sem gáfu aðra mynd af uppruna þjóðarinnar. Við nánari rannsóknir á þessum blóðflokka- skyldleika við íra kom í ljós að ekki er hægt að nota ABO blóðflokkakerfið til að meta skyld- leika milli þjóða. Bólusótt leggst þungt á full- orðið fólk í Á-flokki og margt af því deyr. Fólk í O-flokki lifir bólusóttina frekar af. Hér á Iandi fékk margt fólk bólusótt á fullorðins aldri vegna þess að hún kom í faröldram á um 30 ára fresti. Þá dó margt fólk í A-flokki og við það hækkaði tíðni O-flokks. Norðmenn fengu bólu- sótt sem vægan barnasjúkdóm með fárra ára millibili. Flest börnin lifðu af og vora ónæm fyrir bólu eftir það og hlutföll á milli blóðflokka breyttust lítið í Noregi. Yfirlit um rannsóknir á þessu fyrirbæri er m.a. að finna í Sögu 1992. Þar er einnig lýst fyrirbæram í menningu Islendinga, sem áður höfðu verið talin keltnesk, en reynast vera norsk. íslendingar verða því að teljast að mestu leyti af norskum upprana. Skyldleiki okkar við íra er mun minni en ABO blóðflokk- arnir bentu til.7 Sagnahefðin nerskur arfur í umræðu um íslenska menningu kemur það sjaldan fram að skáldskapur stóð með blóma í Noregi frá því löngu fyrir landnám Islands og allt fram undir kristnitöku þar í landi. Finnur Jónsson dró saman yfirlit um skáld í Noregi á 9. og 10. öld. Skáld sem hann nefnir þar era á þriðja tug talsins, en mörgum er sleppt sem óvissa er um. Hann bendir á að Norðmenn hafi lagt granninn að skáldskaparíþróttinni, en sú íþrótt hafi lagst af í Noregi undir lok 10. aldar.8 Ulfur hinn óargi, hersir í Naumudal, var skáld. Hann var afi Kveldúlfs. „Úlfr orti drápu á einni nóttu og sagði frá þrekvirkjum sínum. Hann var dauðr fyrir dag“. Ölvir hnúfa, mágur Kveldúlfs, var líka skáld. Hann var eitt af sex hirðskáldum Haraldar hárfagra.9 Hann bað um að mega fara frá hirðinni eftir að Haraldur hafði drepið frænda hans Þórólf Kveldúlfsson, en konungur vildi hafa hann hjá sér áfram sak- ir íþróttar hans. Haraldur konungur mat skáldin mest allra hirðmanna sinna.10 Bróðir Ölvis, Eyvindur lambi, var afi Eyvindar skáldaspillis sem var hirðskáld Hákonar góða. Eyvindur skáldaspillir var heiðinn og lifði fram undir lok 10. aldar. Finnur Jónsson telur Ey- vind „síðasta norska skáldið sem beri nafn með rentu (... den sidste egentlige norske dikter)".11 Það þarf því ekki að koma á óvart að Egill Skallagrímsson yrði stórskáld. Foreldrar hans komu frá Noregi og þar stóðu að honum þekkt góðskáld í marga liði í föðurætt. Samkvæmt Heimskringlu höfðu Norðmenn kveðskap og sögur í hávegum í heiðnum sið. Skáldin við hirð Haraldar hárfagra era sérstak- lega nefnd í formála Heimskringlu „...og kunna menn enn kvæði þeirra og allra konunga kvæði, þeirra er síðan hafa verið í Noregi,...".12 Á það hefur verið bent að Hlaðajarlar hafi einnig haft mörg skáld við hirðir sínar og þar hafi skáld- skapurinn verið nátengdur heiðinni trú.13 Fullvíst má telja að þeir menn sem til íslands komu hafi flutt þessa menningu með sér hingað. Sagnahefð og skáldskapur á íslandi er því norskur arfur. Það sem mest skilur að menning- arþróun íslendinga og Norðmanna á fyrstu 130 árum byggðar á Islandi er sú staðreynd að þess- ar þjóðir vora kristnaðar með afar mismunandi hætti. Það virðist geta skýrt hvers vegna ís- lendingar urðu þeir sagnaritarar sem raun ber vitni, en Norðmenn síður. Við kristnitöku vora íslendingar og Norðmenn orðnir að tveimur að- greindum en náskyldum þjóðum. Munur á stjómarfari var einkum sá, að á íslandi var lýð- veldi þar sem lögin og umfjöllun höfðingja á Al- þingi réðu úrslitum um einstök mál. I Noregi vora landshlutaþing, svipuð Alþingi, en konung- ar réðu þar miklu og þeir höfðu hirð og her að baki sér. Egill Skallagrímsson fékk t.d. ekki dæmt á Gulaþingi mál, af því að Gunnhildur drottning lét hleypa upp dómnum.14 ísland kristnað með friði Þegar íslendingar tóku kristna trú gerðist það með einstökum hætti. Menn tóku þá ákvörðun á Alþingi árið 1000 (eða 999)15 að allir landsmenn skyldu verða kristnir. Þar hefur hlutur Þorgeirs Ljósvetningagoða vegið þungt. Hann var þá heiðinn og sagði upp lög fyrir bæði kristna menn og heiðna. Á það hefur verið bent með sterkum rökum, að þegar Þorgeir lagðist undir feld á Alþingi, áður en hann kvað upp úrskurð um trúarskipt- in, „hefði hann beitt gamalgrónum helgisið norrænnar trúar til að komast að niðurstöðu og leita sér úrskurðarvalds í vandasömu ágreiningsmáli".16 Þetta skýrir hvers vegna heiðnir menn sættu sig við úrskurð hans. Þeir skildu aðferð hans og virtu. Þá höfðu goðin tal- að. Þar á þinginu var ákveðið að allir menn skyldu vera kristnir og taka skírn. Þó var leyft í lögum, fyrst eftir að kristni komst á, að menn mættu eta hrossakjöt, bera út börn og blóta á laun, ef ekki yrði vitnum að komið. Sú heiðni var þó fljótlega afnumin. Goðar á Islandi vora valdamiklir menn í heiðnum sið. Þeir héldu uppi blótum og vora leiðtogar þingmanna sinna. Eftir kristnitöku létu flestir goðar byggja kirkjur á jörðum sín- um, í stað hofa sem vora lögð niður, og sáu um kristnihald. Goðamir héldu völdum sínum við kristnitökuna og sátu eftir sem áður á Alþingi.17 Það virðist hafa ráðið úrslitum um forna menn- ingu á Islandi að ekki hafi verið amast að ráði við henni við kristnitökuna. Kvæða- og sagna- hefð hefur flust án vandræða úr heiðni yfir í kristið samfélag. Mörg heiðin minni hafa lifað góðu lífi alllengi eftir að kristni komst á, og sum þeirra hafa komist óbrengluð á fyrstu bækur sem skrifaðar vora.18 Það einkennir íslenska sagnaritun að sögur hér vora skrifaðar á ís- lensku. Því hefur verið haldið fram að sögur á íslensku hafi ekki verið ætlaðar klerkum eða munkum, heldur hafi þær verið samdar og afrit- aðar fyrir auðuga höfðingja og kostaðar af þeim. Til þess þurfti ríka menn, og ríkidæmi sitt eru þeir taldir hafa haft af Grænlandsversluninni. Þaðan fengu menn verðmæta og fáséða vöra, hvíta fálka, hvítabimi, rostungstennur og ná- hvalstennur. Verslun við Grænland tengdist vestanverðu landinu og þá einkum Breiðafirði.19 Noregur kristnaður með sverði I Noregi var þessu öðra vísi farið. Þar vora konungar að brjótast til valda um leið og þeir boðuðu kristna trú. Andstaða heiðingja var barin niður í nafni trúarinnar, og margir þeirra voru drepnir. Sigur í þeim átökum raddi kon- ungum leið til valda. Þegar menn tóku trú í Noregi urðu þeir að afneita öllu sem tengdist heiðnum sið. „Kristnitakan varð miklu erfiðai-i á hinum Norðurlöndunum, bæði í Danmörku og Sví- þjóð, og ekki síst í Noregi!“ segir A. Bugge, þegar hann er að furða sig á því að trúarskipti íslendinga skyldu ganga svo átakalaust.20 Ólafur konungur Tryggvason fór víða með ófriði gegn heiðingjum í Noregi. Þangbrandur prestur hans sem hann sendi hingað til að kristna íslendinga drap hér nokkra menn. Skáld á Islandi ortu níð um trúboða sem hing- að komu, bæði Þorvald víðforla og Þangbrand, og týndu fyrir það lífinu. Hafi heiðin skáld í Noregi lagst gegn kristniboði svipað og íslensk skáld mátti gera ráð fyrir að þau yrðu einnig drepin. Vera má að einmitt það hafi skeð. Það gæti skýrt hvers vegna heiðin norsk skáld hverfa í Noregi undir lok 10. aldar, en kristin íslensk skáld taka við hlutverkinu sem hirð- skáld í Noregi eftir kristnitöku. Ólafur konungur Haraldsson setti kristinn rétt að ráði Grímkels biskups og annarra kennimanna og lagði á það allan hug að taka af heiðni og fornar venjur, sem honum þóttu spilla kristni. Þegar konungur frétti af því hvernig kristni væri haldin á íslandi þótti hon- um mikið vanta á að hún væri haldin eins vel og vera bæri, því að þar væri leyft í lögum að éta hross og bera út börn og fleiri hlutir sem kristnispell væra í. Hér mislíkaði Ólafi konungi sú linkind sem heiðnum venjum var sýnd á ís- landi. Hann sendi síðar íslendingum orð, að þeir breyttu lögum sínum og settu kristinn rétt.21 Refsingar Noregskonunga í Heimskringlu er margt skráð um það hvernig kristni var komið á í Noregi. Þar er því meðal annars lýst hvernig konungarnir Ólafur Tryggvason og Ólafur Haraldsson refsuðu þeim mönnum sem ekki vildu taka trú eða héldu ekki trúna eftir að hafa verið skírðir. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.