Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 2
SAMSTARF LISTAMANNA OG ATVINNULÍFS MYNDHÖGGVARAFÉLAG Reykjavík- ur vinnur þessa dagana af fullum krafti við undirbúning sýningarinnar FIRMA ‘99. Hugmyndin að sýningunni, sem verður opnuð á Menningamótt 21. ágúst, er að leiða saman myndlist og atvinnulíf. FIRMA ‘99 er hluti af sýningarþrennu sem Myndhöggvarafélagið hefur skipulagt og hófst sl. sumar með sýningunni „Strandlengjan", en sú sýning er án efa fjölsóttasta myndlistarsýn- ing í Reykjavík í áraraðir. Tíu myndhöggvarar taka þátt í FIRMA ‘99. Átta þeirra eru úr röðum Myndhöggvarafélags- ins en tveir þátttakendur eru erlendir lista- menn frá öðrum Menningarborgum Evrópu. Erlendu myndhöggvaramir em þeir Jaroslaw Kozlowski frá Póllandi sem kennt hefur við listaháskóla víða um heim og Finninn Jukka Jairmmen sem vinnur mikið með umhverfis- verk. Sýningarþrennan er styrkt af Reykjavík 2000 og Reykjavíkurborg og segir Guðjón Ketilsson, sem er í sýningamefnd FIRMA ‘99, hugmyndina að tengslum verkanna við fyrir- tæki og stofnanir borgarinnar vera þaðan komna. Verkunum er ýmist komið fyrir í hús- næði fyrirtækjanna eða fyrir utan þau. „Sú hugmynd kom fljótlega upp að efla samstarf við atvinnulífið og þá lá beinast við að leita til fyrirtækja og stofnana Reykjavíkurborgar, þar sem verkefnið er styrkt af Menningar- borginni,“ segir Guðjón. Viðbrögð íyrirtækjanna hafa verið ljómandi góð, að því er Guðjón segir. „Þau brugðust strax vel við og urðu upptekin af hugmyndinni. Ég held að það sé óhætt að segja að allt sam- starf hefur gengið mjög vel,“ bætir hann við og segir verkin vera unnin með umhverfi sitt í huga. Á Menningamótt verður boðið upp á kynn- ingu á verkunum. Auður Ólafsdóttir listíræðing- ur kynnir verkin í strætóferð sem farin verður milli íyrirtækjanna. Lagt er af stað frá Árbæjar- safni kl. 12.30 og gert er ráð fyrir að ferðinni ljúld um fimmleytið við Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson INGA Svala Þórisdóttir nýtur hér aðstoðar við að koma verki sínu fyrir í Húsdýragarðinum. MENNINGARNÓTT verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 21. ágúst. Á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir koma að Menningamótt með einum eða öðrum hætti. „Það er fjöldi manns sem tekur þátt í Menningarnótt að þessu sinni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, verk- efnisstjóri næturinnar, þegar blaðamaður forvitnaðist hjá henni um dagskrá Menn- ingarnætur. Líkt og fyrri ár verður í boði fjölbreytt úrval af myndlist, tónlist, leik- list, ritlist og dansi. Hrefna segir erfítt að benda á ákveðna atburði öðrum fremur af þeim fjölda sem í boði er. Hún nefnir þó frumflutning á trommuverki eftir Gunnlaug Briem. Verkið var samið sérstaklega í tilefni næturinnar og verður það flutt aftan á tengivagni sem ekur á hægagangi frá Sól- eyjargötunni, út Lækjargötu og niður á hafnarbakka. Að trommuverkinu loknu hefst síðan hin árvissa flugeldasýning sem Hjálpar- sveit skáta sér um. „Skátarnir sjá um flugeldasýninguna í ár sem fyrr og verð- ur hún að venju glæsileg," segir Hrefna. Hún áréttar að flugeldasýningin, sem að þessu sinni verður við Reykjavlkurhöfn, hefjist kl. hálfellefu en ekki á miðnætti. „Flugeldasýningin markar ekki formleg lok Menningarnætur í þetta sinn en hún er náttúrlega hápunktur dagskrárinnar," segir Hrefna og bætir við að ýmsir við- burðir hefjist ekki fyrr en að henni Iok- inni. Meðal þeirra er ball í Iðnó með hljómsveitinni Sixpack latino og útibíó sem verður í umsjón Júhusar Kemp í Lækjargötu. Hrefna neitar þó að gefa upp hvaða mynd verði sýnd. Islenska óperan opnar dyr sínar á Trommu- verk og útibíó Menningarnótt að þessu sinni. „Þar verð- ur heljarmikil og metnaðarfull dagskrá,“ segir Hrefna. Þar kemur fram tónlistar- fólk auk þess sem kynning verður á leik- verkum. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari munu spila og söngkonurnar Sól- rún Bragadóttir og Signý Sæmundsdóttir koma einnig fram. Þá mun Felix Bergsson kynna leikverk. í Iðnó verður fjölskyldudagskrá sem nefnist Tröllabörn við Tjörnina. „Þetta er dagskrá fyrir börn og foreldra," útskýrir Hrefna. En í Iðnó kemur fram fjöldi rit- höfúnda og má þar nefna þau Guðrúnu Helgadóttur, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Andra Snæ Magnason, Þórarin Eldjárn og Sjón sem ætlar að lesa barnasögur. Einnig verður boðið upp á tónlist og sýnt verður leikritið Tröllabörn sem dagskráin dregur nafn sitt af. „Það er mikil menn- ing í boði fyrir börnin," segir Hrefna. Isflrðingar eru gestir Menningarnætur að þessu sinni og standa þeir fyrir menn- ingardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur. ,Það er stefna stjórnar Menningarnætur að fá sveitarfélög til samstarfs á Menning- arnótt. f fyrra varð Seyðisfjörður fyrir valinu en nú eru það ísfirðingar sem kynna leiklist, tónlist og iistmuni staðar- ins.“ I Norræna húsinu verður Danska aka- demían með bókmenntadagskrá og koma þar fram rithöfundarnir Benny Andersen, Klaus Rifbjerg, Pia Tabdrup, Inger Christiensen, Jorgen Gustava Brandt og Soren Ulrik Thomsen en þeir lesa úr verkum sínum fyrir áheyrendur. Mikið verður líka um að vera í gallerí- um borgarinnar, fjölmargar myndlistar- sýninga verða opnaðar og ýmsar verslan- ir og veitingastaðir standa fyrir uppá- komum. Dansað verður á götum úti og mega gestir og gangandi eiga von á að sjá listdans og suðræna dansa, auk þess sem eldri borgarar munu einnig dansa í bæn- um. Veggjakrot verður einnig liður í dag- skrá Menningarnætur að þessu sinni og kynnt verður nýtt Iistaverk á Fannar- veggnum við Miklubrautina. „Það verður kynning á góðu veggjakroti í boði undir heitinu Reykjavík í sparifötin,“ segir Hr- efna um þennan dagskrárlið. Þá verður Götuleikhúsið með uppá- komur í strætó þennan dag. „Við vonum sannarlega að það dragi fólk í strætó því á svona kvöldi er mjög æskilegt og já- kvætt að taka strætó,“ segir hún og hvet- ur fólk til að forðast alla umferðarhnúta. Undirbúningur næturinnar hefur gengið mjög vel, að sögn Hrefnu. „Fólk hefur verið jákvætt og viðbrögð stofnana og fyrirtækja mjög góð. Fólk leggur kapp á að vera með og það er greinilegur vilji meðai borgarbúa fyrir því að Menning- arnóttin verði árviss viðburður í framtíð- inni.“ MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Asmundar Sveinssonar. Gallerí Stöðlakot Guðný Svava Strandberg. Til 22. ágúst. Gallerí Sævars Karls Pétur Magnússon. Til 26. ágúst. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs List um list/forvarsla. Til 10. okt. Vestur- og Austursalur: Björg Örvar og Dora Bendixen. Neðri salir: Kolbrún Sigm'ðardóttir og Inga Rún Harðardóttir. Til 29. ág. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Sumarsýning á landslagsmálverkum í eigu safns- ins. Sverrissalur: Verk úr listaverkagjöf hjón- anna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sig- urjónsdóttur. Apótekið: Tré- og dúkristur eftir Gunnar Asgeir Hjaltason. Til 23. ágúst. Ingólfsstræti 8 Kjeli Strandqvist. Til 5. sept. Kramhúsið v. Bergstaðastræti Hollenskir hönnuðir. Til 15. ágúst. Kjarvalsstaðir Vestursaiur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listakot Aine Scannell og Jóhanna Sveinsdóttir. Til 14. ágúst. Listasafn ASÍ Asmundarsalur: Stefán Jónsson. Gryfja: Bryn- hildur Guðmundsdóttir. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Tii. 22. ágúst. Listasafn Ámesinga, Selfossi Eduardo Santiere, Faith Copeland og Elisabet Jarstd. Til 22. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Yfiriitssýning á völdum sýnishomum af íslenskri myndlist. Sumarsýning. Rauði veggurinn, Laugavegi 13 Listahópurinn Artemisia. Til 5. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listhús Ófeigs Sex eistlenskir gullsmiðir og myndhöggvarar. Til 18. ágúst. Norræna húsið Ljósmyndir Kay Bergs. Til 22. ág. Anddyri: Ein- ar Vigfússon, Útskornir fuglar. Til 21. sept. Nýlistasafnið Gryfia og Forsalur: Oliver Comerford. Bjarti og Svartisalur: Kristveig Halldórsdóttir. Súmsalur: Áslaug Thorlacius. Til 22. ágúst. Safn Ásgrfms Jónssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ág. Safnhúsið, Borgarfirði Helga Magnúsdóttir. Til 19. sept. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjarnason, Hálfdán Björnsson, Gunnar Árnason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Ósk- ar Beck. Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. Stofnun Áma Magnússonar, Ámagarði v. Suð- urgötu Handritasýning opin ki. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Ánddyri: Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafs- son. Til 31. ágúst. List inúita, Til 4. nóv. Laugardagur Hallgrímskirkja: Árni Arinbjarnarson, org- anisti. Kl. 12. Sunnudagur Hallgrímskirkja:H-moll messan eftir J.S. Bach. Mótettukór Hallgrímskirkju, Þóra Einarsdóttir sópran, Monica Groop alt, Gunnar Guðbjörnsson tenór, Kristinn Sigmundsson bassi og Kammer- sveit Hallgrímskirkju. Kl. 20.30. Vfðistaðakirkja: Hrólfur Sæmundsson bariton- söngvari og Olafur Vignir Albertsson píanóleik- ari. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Peter Tompk- ins, Daði Kolbeinsson og Matej Sare. Kl. 20.30. Salurinn, Kópavogi: Kristinn Sigmundsson, Gunnar Guðbjömsson, Arndís Halla Ásgeirs- dóttir, Signý Sæmundsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja:Jón Stefánsson, organisti. Kl. 12. Salurinn, Kópavogi: Sjá þriðjudag. Kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikliúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 14., fös. 20. ágúst. íslenska óperan Hellisbúinn, lau. 14., fim. 19., fös. 20. ág. Iðnó Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósan, mið. 18., fim. 19. ágúst. Þjónn í súpunni, fös. 20. ágúst. Loftkastalinn S.O.S. Kabarett, lau. 14. ágúst. Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíó Light Nights: lau. 4., fim. 19., fös. 20. ágúst. Upplýsingar um listviðbm-ði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bróflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ingdistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.