Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 8
HERJUM Normanna og Engilsaxa lýstur saman með dramatískum hætti. REFILLINN í BAYEUX EFTIR INGÓLF MARGEIRSSON Rúmlega 900 ára gamall útsaumur hefur vakið aðdáun og eftirtekt manna í meira en níu aldir enda eitt frægasta og merkasta listaverk sem varðveist hefur frá miðöldum í V-Evrópu. Vefurinn er 70 metrar að lengd og um hálfur metri að breidd og segir söguna af Vilhjálmi hertoga af Normandí sem lagði undir sig England árið 1066 eftir orrustuna við Hastings. Listaverkið er að finna f bænum Bayeux í Normandí, Frakklandi, í veglegri byggingu frá 17. öld sem áður hýsti fyrirlestrasali. ;• í »-i *ju*}-**~V •» .I ’ i M( |/> \ * Í i - -» / fj / i % jk ■JsL . Æfwt 4« % í V/ ’ ORRUSTAN við Hastings: Hermenn Normanna voru ríðandi sem r til að tryggja yfirráð Englands eftir sigu REFILLINN er til sýnis í dimmum sal með stórbrotnu hvolfþaki úr timbri. Skrautsaumnum er komið fyrir upplýstum, ílöngum glerkassa á vegg og tey einni hornréttri beygju. Gestum gefst kostur á að leigja heyrnartæki á ýmsum þjóðtungum þar sem innihald refilsins er útskýrt jafnóðum og sýninc Norrænir menn í Frakklandi Forsagan að innrás Vilhjálms Norm- andíhertoga og valdatöku hans í Englandi hefst með búsetu vfkinga í Frakklandi sem tók á sig varanlega mynd á níundu öld þegar þeir undir forystu Göngu-Hrólfs lögðu undir sig víðfeðmt hérað á vesturströnd Frakklands sem kallað var „terra Normannorum“ - land mannanna frá norðri. Síðar fékk svæðið heitið Normandí. Normanar höfðu töluverð samskipti við Eng- land sem þá var stjómað af Engilsöxum. Einkum vom tengslin mikilvæg fyrir hertogann og fjöl- skyldu hans sem sést best á því að Emma, systir Ríkarðs hertoga, var gift engilsaxneska kóngin- um Aðalráði 2. ráðlausa. Þegar Danir lögðu undir sig landið 1013, flúði Aðalráður til Normandí. Sonur Aðalráðs og Emmu, Játvarður góði, varð síðar konungur í Englandi eða árið 1042. Við andlát Ríkarðs 2. 1026 (fyrsti hertoginn af Normandí) tók sonur hans Ríkarður 3. í fyrstu við völdum en ári síðar bróðir hans, Ró- bert. Þetta voru róstusamir tímar og ekki bætti úr skák þegar Róbert hélt í krossferð til Jer- úsalem þar sem hann lést 1035, enn ókvæntur. Hann hafði þó eignast son síðla árs 1027 eða í ársbyrjun 1028 með alþýðustúlku, Herleifu (Arlette) að nafni sem var dóttir sútara. Sonur- inn var skírður Vilhjálmur og fékk fljótlega við- umefnið bastarður. Andlát Róberts Norm- andíhertoga olli uppnámi og deilum í Norm- andí. Líf hins unga Vilhjálms var oft í hættu og reyndar furða að hann skyldi komast á legg og verða hertogi af Normandí. Játvarður góði hafði verið kallaður úr útlegð sinni í Normandí og gerður að Englandskon- ungi er valdatíma danskra konunga lauk í Englandi. Játvarður var bamlaus og eftir kynni sín af Vilhjálmi í Normandí, gaf Játvarð- ur Vilhjálmi loforð um að erfa enska ríkið eftir sinn dag. Á dánarbeðinum skipti hins vegar Játvarður um skoðun og gerði Harald Guðina- son (Guðvinsson) að ríkiserfingja Englands. Þessi umskipti Játvarðar eiga sér skýringu í langvinnum deilum sem hann átti við Guðin, föður Haraldar og jarls af Wessex og vaxandi áhrifum og völdum ættarinnar í Englandi. Refillinn greinir þó ekki frá sinnaskiptum Játvarðar heldur áréttar útsaumurinn þvert á móti loforð kor.ungsins við Vilhjálm. Hins veg- ar er Haraldur Guðinason gerður að glæpa- manni sögunnar. Halastjarna Halleys kemur við sögu Saga refilsins byrjar þegar Játvarður góði Englandskonungur kallar mág sinn Harald Guðinason á sinn fund og sendir hann til Norm- andí að tilkynna Vilhjálmi hertoga þá ákvörðun sína að gera hann að ríkiserfingja Englands. Greint er frá sjóferð Haraldar, ýmsum ævin- týrum og raunum (þar á meðal skipbroti) sem hann lendir í uns hann kemst við illan leik á fund Vilhjálms. Eftir frekari forsögu þar sem Haraldur aðstoðar Vilhjálm við að reka her- menn frá Bretagne út úr Normandí, kemur loks að meginsögunni: Haraldur sver eið að vera Vilhjálmi trúr og aðstoða hann á allan hátt að taka við krúnu Englands eftir daga Játvarð- ar. Haraldur snýr aftur til Englands, hlaðinn gjöfum og hraðar sér til Játvarðar sem þegar liggur á banabeði. Játvarður deyr, (merkileg heimild um konunglegar útfarir þeirra tíma) en í stað þess að kalla Vilhjálm til Englands sem réttmætan konung Englands, setur Haraldur sjálftu- upp kórónuna. Fyrir utan höllina verða sex hræddir menn vitni að undarlegri sýn; eld- kúla með logandi hala flýgur yfir himinhvelf- inguna. Hér er greinilega dramatísk viðvörun æðri máttarvalda að verki. Þessi sýn var raun- veruleg, því halastjarna Halleys sást á himni yfir Englandi milli 24. apríl og 1. maí 1066 þótt aldir ættu eftir að líða þangað til fyrirbærið var skilgreint. Áfram heldur myndasagan: Vilhjálmur frétt- ir af svikum Haraldar, ræðir málin við hálf- bróður sinn, Odo biskup af Conteville. Odo gef- ur Vilhjálmi hið afdrifaríka ráð: Haraldi skal 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.