Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 17
Eg sé að dansarar pessara tveggja pjóða bera með sér svo sterk tengsl við náttúruna ogjörðina. Islenskir og fmnskir dansarar eru miklu fremur jarðbundnir en loft- kenndir eins og svo algengt er með ballettdansara. Eg segi oft um okkur Finna að við séum nýkomnir út úr skóginum. hreyfmgu - og því sem ekki er mjög áber- andi í „Night,“ spíral. Aðferðin snýst um samruna þessara hornsteina og til þess þarf að nýta allan líkamann. Ekki bara handleggi, mjaðmir og fætur. Dansararnir þurfa að vera svo fullkomlega á staðnum á meðan tíminn heldur áfram, nema þannig staðar í dansinum að það verði næstum sýnilegt að tíminn heldur áfram að hreyfast. Hvemig á fólk að skilja þetta, þegar það horfir á sýninguna? „Það hefur nú lengi loðað við nútímaball- ett að fólk skilji hann ekki. Auðvitað skil ég að fólk segist ekki skilja hann, en mér finnst fólk sem vill bara sjá aftur og aftur sömu gömlu verkin, þessi klassísku, vera þröng- sýnt. Við verðum að vera opin fyrir hug- myndum; ekki ákveða fyrirfram hvað við viljum sjálf. Við verðum að vera viðbúin því að taka á móti nýjum hugmyndum. En það er svo sem ekkert alltaf um þröng- sýni að ræða. Viðbrögð okkar við nýjum hlutum geta farið mjög mikið eftir hugará- standi okkar. Fólk getur verið þreytt og illa upplagt, það getur hafa lent í átökum, fengið óþægilegar fréttir. Hver áhorfandi er heill heimur út af fyrir sig. Ballettsýning er ekki bara danssýning, heldur heil leiksýning og það segir sig sjálft að þegar fólk er þreytt og illa upplagt, á það erfiðara með að taka við því áreiti sem leik- hús er. En svo læra áhorfendur auðvitað líka að taka við nýjum hlutum... Nauösynlegt að sjá drasl inni á milli En þeir eru ekkert endilega góðir, þótt þeir séu nýir, eða hvað? „Nei, en það er nauðsynlegt að sjá drasl inni á milli, því þá gerir maður frekar upp við sig hvað er gott og hvað ekki. I rauninni er klassíski ballettinn það sem við getum kallað „öruggt" listform. í nútíma- ballett sérðu sjálfan þig oft miklu betur og þá veröld sem þú býrð í. Það getur verið erfitt. Nútímaballettinn er mun ágengara form en fyrir mér hefur það svo ótal margar hliðar. Það má ekki heldur gleyma því að nú- tímaballett getur haft mjög jákvæð áhrif á áhorfandann. Honum getur liðið betur með sjálfan sig á eftir vegna þess að það eru ekki bara neikvæð áreiti og áhrif í honum, ein- faldlega vegna þess að við sjálf og heimurinn sem við lifum í er ekki bara fullur af nei- kvæðum áhrifum og áreiti. Langt í frá.“ Nú eigið þið Finnar mjög langa balletthefð og ykkur finnst sjálfsagt að eiga dansara bæði fyrir klassískan ballett og nútímaball- ett. Hvort er vinsælla hjá ykkur? „Finnski þjóðarballettinn varð 75 ára á síðasta ári. Það starfa áttatíu dansarar við flokkinn vegna þess að við erum bæði með klassíska og nútíma efnisskrá. Við getum boðið upp á nánast hvað sem er. Hins vegar er það svo að nú til dags þurfa dansarar að hafa vald á hvoru tveggja vegna þess að allir ballettflokkar heimsins eru að auka hlut nútímaballettsins á efnisskrám sínum. Samkeppnin er svo hörð fyrir unga dansara að þeir verða að geta dansað hvoru tveggja. I okkar flokki eru dansarar sem hafa farið út í að sérhæfa sig í nútímaballett og möguleikar þeiiTa eru jafnvel meiri en þeirra sem sérhæfa sig í klassískum ballett. Við ráðum þá í auknum mæli til að mæta kröfum áhorfenda. Finnski þjóðarballettinn stóð fyrii- því að gera skoðanakannanir hjá áhorfendum á tíu ára tímabili, áður en hann flutti í nýja óperuhúsið í Helsinki. Það kom í ljós að á þessum tíu árum höfðu áhorfendur elst um tíu ár. Það komu ekki inn neinir nýir áhorfendur.“ Lögðum út í ballettuppeldi Þegar við fluttum í óperuhúsið var því lagt út í gríðarlega mikið ballettuppeldi og fræðslu. Flogið var með börn frá öllum dreif- býlisstöðum í Finnlandi, til Helskinki, þar sem þau voru við æfingar, hittu dansarana og sáu sýningar. Síðan fóru þau heim og sögðu frá því sem hafði á daga þeirra drifið, kveiktu áhuga foreldranna, þannig að þegar farið var í heimsókn til höfuðborgarinnar, þótti sjálfsagt og eðlilegt að fara á ballett- sýningu - eitthvað sem engum hefði dottið í hug áður. Það er líka mjög skemmtilegt að allar götur síðan hefur rignt yfir okkur kort- um, teikningum og bréfum frá krökkunum. Sumir senda flokknum við og við kort og teikningar, aðrir skrifast á við einhverja til- tekna dansara, þannig að við höldum lifandi því sambandi sem við höfum náð við krakk- ana. Það þýðir ekkert að gleyma þeim bara. Annað sem við gerðum, var að nota litla sviðið hjá okkur til að vinna með framhalds- skólum sem leggja áherslu á listir. Við hjálp- um til við að setja upp sýningar sem þau sýna tvisvar til þrisvar. Þarna mæta félagar þeirra úr skólunum, kennarar, foreldrar, systkini, aðrir ættingjar og vinir. í þessu vinnuferli kynnist allt þetta fólk óperuhúsinu og það hefur aukið áhugann gríðarlega. Við fluttum fyrir örfáum árum úr húsi sem tók 500 manns í sæti, í óperuhúsið sem tekur 1.458 í sæti. A síðasta ári vorum við með 90-100 ballettsýningar og sætanýtingin hjá okkur var að meðaltali 86% sem er mjög gott. Nú, það er fleira sem við gerum til að láta vita af tilvist okkar. A hverju hausti þegar leikárið hefst, dansar flokkurinn á flötinni niðri við ána, fyrir framan óperuhúsið og í haust söfnuðust 20.000 áhorfendur til að horfa á sýninguna þar. Við dönsuðum líka tvö kvöld fyrir framan þinghúsið og þar mættu yfir 30.000 áhorfendur. Þetta var okk- ar leið til að færa dansinn til fólksins. Eg er mjög ánægður með alla þessa kynn- ingavinnu, einkum þá sem hefur með krakk- ana að gera. Sjálfan langaði mig til að læra dans þegar ég var miklu yngri en hafði ekki tækifæri til þess fyrr en ég var fimmtán ára og flutti til Kajana. Eg fór þangað til að læra að verða kokkur, í veitingaskóla. En ég var þar bara til átján ára aldurs því þá var ég bú- inn að taka ákvörðun. Eg vildi dansa. Og í Helsinki vann ég á veitingahúsi og tók öll námskeið sem ég komst yfir í dansskólum borgarinnar í tvö ár. Þá var ég líka búinn að ákveða að verða dansari, komst inn í National Ballet og hætti í veitingabransan- um. Þetta urðu ógurleg vonbrigði fyrir föður minn. Hann varð eiginlega alveg æfur. En hann er löngu búinn að fyrirgefa mér.“ Dansinn er allt mitt líf Dansinn hefur heldur betur undið upp á sig hjá Harri, sem ætlaði upphaflega bara að dansa. Fyrir utan að vera einn virtasti æf- ingastjóri Finna og ballettráðgjafi, hefur hann hannað námsbraut fyrir framhalds- skóla fyrir nemendur sem ætla sér að verða æfmgastjórar. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á það nám á námskrá í Evrópu, þótt Harri hafi haldið slík námskeið sjálfur frá 1986. Hann er stýrir líka alþjóðlegu sam- starfi um námskeið fyrir æfingastjóra, sem mun hefjast næsta haust í Danshögskolan í Stokkhólmi, Rotterdams Dance Academy og í Escola Superior de Danca í Lissabon. „Meiningin er að hefja námið í þessum þremur skólum á sama tíma og síðan verða nemendaskipti á milli þeirra þrisvar sinnum yfír veturinn, til að læra á ólíka dansara og skiptast á aðferðum. Þetta er mjög stórt verkefni og er hluti af Sókratesáætlun Evr- ópusambandsins - en sú markmið þeirrar áætlunar er að þróa nýjar aðferðir í mennt- un. “ Enn eitt starf hefur Harri með höndum. Hann er meðlimur i Finnska dansráðinu, sem ákveður dreifingu opinbers fjár til dans- hópa í Finnlandi og segir að stefna sín í því ráði sé að hafa áhrif á að dans sé kenndur helst í hverju skúmaskoti landsins. „Ég elska dansinn,“ segir hann, „og þetta starf. Þess vegna legg ég allt mitt líf í hann. Þegar ég var ungur fékk ég tækifæri til að bragða á því víni sem dansinn er - og vildi meira. Auðvitað fær maður stundum timbur- menn, en maður lifir þá af og þá vill maður aftur fá meira.“ Hvað um fjölskyldulíf? „Það verður að bíða. Ég hef alltaf sagt að ég ætli að gifta mig um fimmtugt og eignast tvö böm. Það má svo sem vel vera að ég missi af þeim degi, sökum anna.“ FIÐLU- GALDRAR TONLIST I-T] ------- I &*"***+ sigi I «11r diskar LOCATELLI Pietro Antonio Locatelli: L’Arte del Violino. 12 konsertar f. fiðlu, strengjasveit og fylgi- bassa. Elizabeth Wallfisch, flðla. Raglan barokksveitin u. stj. Nicholas Kraemer. Hyperion CDA66721/3. Upptaka: DDD, 7/1992, 1/6/9/1993. Útgáfuár: 1994. Lengd (3 diskar): 213:06. Verð (Japis): 3.499 kr. SÚ STEFNA ekki sízt sumra hinna minni plötuútgefenda á seinni timum að gefa út tónverkabálka í heild, og jafnvel „dekka" samanlögð sköpunarverk ein- stakra tónskálda (sbr. Purcell-röð Hyper- ions) er ekki bara virðingarverð. Fyrir- tæki þurfa líka að lifa, og gætu því heild- arútgáfurnar verið vísbending um vaxandi fjölda plötusafnara sem ekki láta sér nægja að bregða skífu á fóninn endrum og eins, heldur grúska í tónsögu og ferli höf- unda, bera saman eldri og yngri verk og fleira í þeim dúr; fólk sem er ekki í rónni, frekar en eitilharðir frímerkasafnarar, fyrr en það á samfellda röð í hvetri grein. Af því leiðir vitanlega ekki að beri að hlusta á konsertabálk eins og Fiðlulist Locatellis (1695-1764) frá upphafi til enda, jafnvel þótt komist fyrir í einu diskaboxi og taki „aðeins“ tæpa 3 1/2 klst. Til þess var safnið aldrei ætlað, og höfundur sjálf- ur, einn mesti fiðlusnillingur 18. aldar, kvað aldrei hafa flutt fleiri en tvo konserta saman á einum tónleikum. Enda þótt fiðlukonsertarnir, er prentaðir voru í Am- sterdam 1733, séu fullir af góðum hug- myndum og fallegri músík, halda þeir varla athygli fyrir svo langvarandi hlust- un, og kemur manni reyndar aðeins í hug eitt tólf verka barokksafn sem kemst ná- lægt því, nefnilega Concerti grossi Hándels Op. 6. En til að grípa niður í eru þeir ómissandi hverju sæmilegu plötusafni - fyrir utan ótvírætt sögulegt gildi þeirra, þar sem þeir boðuðu þvílíka byltingu í fiðlutækni, að annað eins sást ekki fyir en 90 árum síðar með tilkomu Paganinis - sem að líkindum mun hafa þekkt þessi verk landa síns og fyrirrennara í fíðlugöldrum. Mér er ekki kunnugt hvort ítalski eldi- brandurinn Fabio Biondi og L’Europa Galante hafi tekið fyrir þessi verk; ef ekki, lægi það beinast við. En þó að Frú Wall- fisch hafi ekki til að bera frussandi neista- flug Biondis og verki svolítið innhverf, að maður segi ekki feimin, í samanburði, hef- ur hún engu að síður góða snerpu og leik- ur mjög fallega. Sama gildir um Raglan sveitina, og eins og menn eiga að venjast af Hyperion verður fátt fundið að hljóðrit- unarhliðinni. WENNERBERG Gunnar Wennerberg: Ghíntarnir. Richard Ringmar (Meistarinn), Carl-Olof Jacobson (Glúntinn). Hákan Sund, pianó. BIS Northern Lights BIS-NL-5002/03. Upptaka: ADD, Uppsala 1984. Útgáfuár: 1996. Lengd: (2 diskar): Verð (Japis): 2.890 kr. HINIR þrjátíu dúettar Wennerbergs fyrir barýton og bassa úr kersku stúd- entalífi Uppsala um miðja 19. öld eiga sér enn nokkurn sess í hjörtum Islendinga, þó að spurning sé hvort hin sívaxandi for- enskun á kostnað menningarsamskipta við hin Norðurlöndin geri senn að verkum að yngri kynslóðir fari á mis við þessar litlu perlur. Til dæmis spurði ungur piltur mig nýlega: „Eru þetta ekki diykkjusöngvar?" Enda má svosem til sanns vegar færa, að Glúntunum bregður oftar fyrir á mann- fagnaðarstundum en í tónleikasölum hér- lendis. Hitt er engu að síður jafnrétt, að tónlistin á betra skilið en svo, og þó að textarnir lýsi löngu liðnu umhverfi, mætti Elizabeth Wallfisch segja nákvæmlega það sama um söng- texta Bellmans. Svo mikið er víst, að enn megna þessi smellnu velskrifuðu lög að örva sönggleði manna, og þarf ekki áfengi til. Hið bezta sem sagt verður um þessa út- gáfu er píanóleikurinn. Þótt einfaldur sé, er píanóparturinn afar vel saminn - nán- ast sjálfstæður meðsöngvari - og það bein- línis leiftrar af fisléttum slætti Hákans Sund. Leikaralegur söngurinn stendur hins vegar ekki jafnfætis, þrátt fyrir skoð- un plötubæklingsritara um að einmitt svona eigi að flytja Glúntana, því þótt textinn komist ágætlega til skila, þá eiga Ringmar og Jacobson satt að segja langt í land með að nálgast eftirminnilega túlkun Ingvars Wixell og Eriks Sádén á gömlu Parlophone-útgáfunni frá kringum 1960, sem fyrir löngu ætti að vera komin út á diskum. Háu tónamir eru iðulega klemmdir og óstöðugir, og því miður gerir ski-aufþurr upptakan illt verra. Ríkarður O. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.