Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 5
ENGJAHEYSKAPUR á Víðimýri hjá Riverton. A myndum má sjá að landnemarnir hafa fljótlega eignast föt sem voru ólík þeim íslenzku og þeir hafa kynnst nýrri verktækni. Hér var til dæmis búð að finna upp hjólið og má sjá að heyið er sett á vagna sem öflugir uxar draga. Myndin er úr bókinni Nýja ísland eftir Guðjón Arngrímsson. ÍSLENZKIR og kanadískir byggingarhættir sameinaðir með því að torfþök hafa verið sett á bjálkahús. Myndin er frá Nýja íslandi, en óvíst er hvort búið var í þessum húsum. Fyrstu bjálkahús landnemanna voru örlítil og í fimbulkulda reyndi fólkið að liggja í einum hnapp. Myndin er úr bókinni Nýja ísland eftir Guðjón Arngrímsson. valinkunna Vestur-íslendinga til íslands í kynnis- og auglýsingaferðir. Baldwin L. Bald- winsson var einn þessara manna. Arið 1892 gaf Baldwin út haglýsingu Nýja- íslands. Tilgangurinn var að sýna fram á, svo ekki yrði um villst, að efnahagur Islendinga í Vesturheimi væri betri en í gamla landinu. Baldwin gaf einnig út Agrip af fyrirlestri um bæjarlíf Islendinga í Canada, en það var bók- arkorn sem innihélt fyrirlestur þann er hann flutti vítt og breitt um landið. Fyrirlestrar Baldwins voru fluttir í þeim tilgangi að fá menn til Kanada og sagði hann sjálfur að hann ætlaði sér að sanna þrennt með þeim: I fyrsta lagi að allar lífsnauðsynjar væru miklu ódýrari í Kanada, í öðru lagi að vegna þessa þyrftu menn að leggja á sig minna líkamlegt erfiði til að lifa af og í þriðja lagi að hver doll- ari væri ekki verri en fjórar íslenskar krónur. Baldwin sagði launin í Kanada miklu betri en á Islandi ásamt því sem matvara væri miklu ódýrari. Niðurstaða hans var sú að Islending- ar þyrftu að vinna fjórum sinnum meira held- ur en Kanadamenn til þess að geta keypt sama magn af matvöru og öðrum nauðsynj- um. Það er kannski ekki undarlegt að andstað- an við kynningarferðir Baldwins hafi verið jafn mikil og raun ber vitni. Honum virðist hafa orðið vel ágengt í ferðum sínum um landið að minnsta kosti fluttu 725 íslendingar búferlum vestur um haf árið 1893 og verður ekki betur séð en auglýsinga- og kynningar- herferð Baldvins eigi þar stóran hlut að máli. Það skiptir ekki meginmáli hvort fólk fór vegna Baldwins og kynningarfyrirlestra hans, heldur frekar að andstæðingar vestur- ferðanna töldu Baldwin og umboðsmennina bera ábyrgð á fólksflutningunum. Áköf við- brögð andstæðinganna verða því betur skilin þegar þetta er haft í huga, en það er vafa- samt að gera umboðsmennina eina ábyrga fyrir brottflutningnum; þegar allt kemur til alls voru vesturfararnir fullorðið fólk sem var fullfært um að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Eflaust má rekja rót óánægjunnar til vest- urfaraáranna miklu á 9. áratugnum. Á árun- um 1887-1889 fóru að minnsta kosti 3750 ís- lendingar til Vesturheims og þá þurfti engan Baldwin eða kynningarfyrirlestra. Sýnt hefur verið fram á að andstaðan við vesturferðirnar hófst einmitt á þessum árum og má ætla að þjóðernissinnuðum Islendingum eins og Benedikt Gröndal hafi ofboðið fárið. Það var því eins og að strá salti í sárin þegar Vestur- Islendingar og kanadísk stjómvöld gerðu út BENEDIKT Gröndal skáld ritaði og gaf út bækling þar sem hann réðst harkalega á vesturfarana, og skóf ekki af hlutunum. í fyrsta sinn heyrðist alvarleg gagnrýni á helstu röksemdír upphafsmannanna og leið- toga þeirra. mann í þeim tilgangi að auka vesturfarir frá Islandi. Þessi aukna kynningar- og auglýsinga- mennska lagðist illa í fyrirmenn á Islandi og andstaðan við umboðsmennina jókst til mik- illa muna. Baldwin hafði fengið þá Sigurð Kristófersson og Svein Brynjólfsson í lið með sér. Dagblaðið Þjóðólfur líkti þeim við aðra þrenningu öllu frægari, þá Gísla, Eirík og Helga og sakaði þá um að kríta liðugt og fegra um of lífið í Ameríku, sjálfum sér til hagsbóta. Þessu til sönnunar birtist kafli úr bréfum Vestur-íslendinga þar sem einn þeirra ritaði um vonbrigði sín og eftirsjá. Umræðurnar voru áberandi í íslensku þjóð- lífí og komust alla leið inn á Alþingi. Deilur urðu um útflutningslögin árið 1891 en þingið samþykkti þó engar breytingar. Alþingis- mönnunum var sumum enn í nöp við þau ströngu skilyrði sem sett voru tveimur árum áður. Það má segja að þingheimur hafi skipst í tvo flokka vegna löggjafar um vesturferðirn- ar. Annars vegar voru þeir sem litu þær hom- auga og töldu að lögin skyldu vera nákvæm og ströng. Þessi hópur sigraði þegar viðauka- lögin voru samþykkt árið 1889. Hins vegar voru Alþingismenn sem töldu að lögin mættu ekki skerða frelsi manna, bæði til útflutnings, og svo til að hafa atvinnu af honum. Það má segja að þeir hafi verið hófsamari, en margir þessara þingmanna komu einmitt frá vestur- farasvæðunum á Norður- og Austurlandi. All- ir vora þó sammála um að nauðsynlegt væri að tryggja vesturfarana í hvívetna gegn svik- um og prettum umboðsmannanna. Árið 1893 kom fram viðaukatillaga sem miðaði að því að hefta störf umboðsmannanna og frelsi manna til að tala um Ameríku. Tillagan var róttæk og átti að vernda fólk fyrir lygum þeirra en sennilega hefur tillögunni einkum verið beint að Baldwini, en ferðir hans um landið stóðu þá yfir. Með lögunum var bannað að æsa menn til að flytja af landi burt með ginnandi fortölum, eða með því að halda ræður og fyrirlestra í þá átt, að gjöra menn óánægða með þetta land, en gylla fyrir þeim önnur. Formælendur þess- ara sjónarmiða höfðu sitt fram á endanum því árið 1895 voru breytingar á útflutningslögun- um loks samþykktar en orðalaginu var þá breytt nokkuð. Það er ljóst að fyrstu tillög- urnar voru ekki annað en lítt dulbúin ritskoð- un og greinilegt brot á stjórnarskránni sem íslendingar fengu í afmælisgjöf árið 1874. Þegar Alþingi samþykkti loks frumvarpið hafði orðalag verið mildað nokkuð en þó mið- aði lagasetningin enn að því að hefta rétt manna til að mæla fyrir Ámeríkuferðum og var því brot á málfrelsi landsmanna. Það var heppni íslenskra stjórnvalda að mannrétt- indadómstóllinn í Haag hafði ekki enn verið stofnaður. Á hinn bóginn endurspeglaði lagasetningin viðhorf flestra andstæðinga vesturferðanna. Þeir voru sammála um að erlendir erindrekar ættu mesta sök á vesturferðum almennings. Ritstjóri ísafoldar taldi til dæmis að árið 1893 hafi „vesturfarir verið allmiklar 8-900, þrátt fyrir árgæzkuna enda undirróður í mesta lagi og óhlífnasta af hálfu erindreka vestan að.“ Baldwin og félagar hans héldu þó ótrauðir afram starfi sínu þrátt fyrir öll lætin en vafa- laust hefur þeim ekki litist á blikuna eftir að hafa haldið fund í húsi Góðtemplarafélagsins í Reykjavík. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu. Helstu góðborgarar bæjar- ins voru mættir og hleyptu fundinum upp með blístri og óhljóðum, í miðjum hamaganginum steig maður nokkur á svið og stakk upp á að drekkja agentunum í tjörninni. Baldwin og aðrir ræðumenn flýðu og reyndu að finna lög- reglustjórann, en hann fannst ekki fyrr en hann kom ótilkvaddur skömmu eftir að látun- um linnti. Þessi atburður gefur góða innsýn inn í hugarheim Islendinga. Fólkið var bæði reitt og fannst að umboðsmennirnir svindl- uðu, lygju að og göbbuðu saklaust fólk til að fara til Ameríku á folskum forsendum. Gagnrýni manna og deilur um Vestur- heimsferðimar bera með sér ferskan blæ þess tíðaranda sem einkenndi síðasta áratug 19. aldarinnar. Sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst og margir Islendingar, sérstaklega þeir betur menntaðri, sáu fyrir sér sjálfstæði ís- lands sem hlyti að leiða til betri efnalegrar af- komu. Þjóðemissinnar litu því á vesturfarana sem svikara og sökuðu þá um að bregðast landi og þjóð. Það var hins vegar minna rætt um það að þetta sama land hafði brugðist þeim sem fluttust vestur um haf. íhaldsemi gamla bændasamfélagsins var baggi á al- menningi og Ameríkuferðimar vom eðlileg- asti valkostur margra íslendinga. Togstreitan sem myndaðist milli þessara ólíku hópa er því best útskýrð þegar haft er í huga að hvorki né síðar hafa íslendingar haft jafn meðvitaða skoðun á eigin sérstöðu og sjálfstæði. Þetta andrúmsloft varð til þess að margir urðu til þess að gagnrýna frjálst val einstaklingsins og fordæma þá sem ekki deildu sömu skoðun. Það má því segja að í þessu máli hafi barátta íslendinga fyrir auknu frelsi snúist upp í and- hverfu sína. Helstu heimildir: Alþingistíðindi A-C, 1887-1889 og 1893. Austri 3.-4. árg, 1886-1887. Baldwin L. Baldwinsson: Ágrip af fyrirlestri um bæjarlíf ís- lendinga í Canada, Rvík, 1893. Baldwin L. Baldwinsson: Hagskýrslur fró íslendingabyggð- um í Canada árin 1891- 1892, Rvík, 1892. Benedikt Gröndal: Enn um Vesturheimsferðir, Rvík, 1888. Benedikt Gröndal: Um Vesturheimsferðir, Rvík, 1888 ísafold 60. árg, 1890. Jón Ólafsson: Eitt orð af viti um Vestrfara og Vestrheims- ferðir, Rvík, 1888. Júníus Kristinsson: Vesturfaraskrá, Rvík, 1983. Landsyfirijettardómar og hæstarjettardómar í íslenskum málum, 3. bindi, Rvík, 1890. Stjórnartíðindi 1896 A, Rvík, 1897. Þjóðólfur 43.-45. árg, 1891-1893. , Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Saga íslendinga í Vesturheimi I-II. MARÍA SKAGAN ANDRA Einungis alkyrr andrá fær numið óendanleikann í brjósti þér. Andráin ævarandi Hverfulust alls. ÞRÁÐUR í hugarfylgsnum mínum spann ég mitt hjartaþel sá þráður mun víst ofveikur að ég geti lagt hann í læðing orða er næðu eyrum þínum. ÞÚ SEM ERT FYRIR INNAN Ve trarhrím trjám vaxinn gluggi veiðir kvöldsólarskin í loðna möskva. Þú sem ert fyrir innan og styðst við staf þinn og hækju. Nær safnar þú minningum þínum að sá þeim í vorið. í garðinn fyrir utan. ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR í ÁLÖGUM Við Bárðarbungu er fjallkonan fönguð í víramöskva sem hvíla eins og álög á herðum og nit í bláu hári. Á berangri leika börnin sér við megavæddar landvættir um varpann feta þau slóða járnvarðanna. Þegar höfrungar flækja sporðinn í sæstrengjum synda selkópar í ryðgulri röst við hólma, nes og fjörð. Höfundurinn er húsmóðir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.