Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 2
ÍSLENSK MYNDLIST í HONG KONG OG PEKING HINN 16. mars næstkomandi verður opnuð í Nútímalistasafninu í Hong Kong sýningin Is- lensk málverk á 20. öld. Frá Hong Kong fer sýningin til Peking þar sem hún verður opnuð í Þjóðarlistasafninu hinn 11. maí nk. Málverk- in 49 eftir 28 listamenn eru í eigu Listasafns íslands. Er þetta í fýrsta sinn sem íslenskt myndlist er kynnt með svo veglegum hætti í Kína. The New Hong Kong Museum of Art er 17.500 fermetra listasafn og hluti stærra menningarmannvirkis í borginni. I tilefni af sýningunni prýðir nú stór eftirprentun af mál- verki eftir Ásgrím Jónsson alla framhlið safnsins fyrir ofan innganginn. Helsti hvata- maður að þessari sýningu var íslenski kon- súllinn í Hong Kong, Antony J. Hardy, en sýningin í Peking er styrkt af utanríkisráðu- neytinu og fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa einnig veitt fjárstuðning til verkefnisins. Skipulagning sýningarinnar fór fram í sam- vinnu Listasafns íslands og Listasafnsins í Hong Kong. Þessi sýning gefur vonir um frekara samstarf safnanna tveggja í framtíð- inni og Þjóðarlistasafnsins í Peking en fyrir- huguð er sýning í Listasafni íslands á kín- verskri myndlist frá Peking. Aðstoð við skipu- lagningu sýningarinnar í Peking sinnti sendi- herra Islands þar í borg, Hjálmar Hannesson. Málverk sem spanna öldina Málverkin á sýningunni spanna alla öldina, hið elsta er eftir Þórarin B. Þorláksson og yngsti málarinn er Georg Guðni Hauksson, fæddur 1961. Aðrir listamenn sem verk eiga á sýningunni eru: Asgrímur Jónsson, Jón Stef- ánsson, Jóhannes Kjarval, Júlíana Sveinsdótt- ir, Finnur Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Snorri Arinbjamar, Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur Skúlason, Jón Engilberts, Jóhann Briem, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadótt- ir, Kristján Davíðsson, Louisa Matthíasdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir Ream, Eiríkur Smith, Karl Kvaran, Erró, Hringur Jóhannesson, Einar Hákonarson, Gunnar Örn Gunnarsson, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Jón Óskar og Tumi Magnússon. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns íslands, segir að markmiðið með sýningunni hafi verið að sýna fjölbreytileikann í íslenskri málaralist. Því var ákveðið að sýna einungis fá verk eftir hvern svo listamennirnir gætu verið fleiri. Halldór Björn Runólfsson, list- fræðingur, ritar grein um íslenska myndlist í sýningarskrá og Ólafur Kvaran fer utan til Hong Kong þar sem hann mun, ásamt því að vera við opnun sýningarinnar, flytja fyrirlest- ur um íslenska myndlist í safninu. íslensk myndlist í nýju menningarsamhengi „íslensk myndlist hefur aldrei verið sýnd í þessum mæli áður í Kína svo þetta er stórt tækifæri sem nú býðst,“ segir Ólafur. „Kín- versk yfirvöld hafa þegar óskað eftir því að við höldum sýningu á kínverskri myndlist hér á landi en slíkar sýningar hafa vakið mikla at- hygli í Evrópu að undanförnu. Við höfum því öðlast tækifæri til gagnkvæmra samskipta á þessu sviði. Þá er mjög spennandi fyrir okkur að sjá íslenska myndlist I nýju menningar- samhengi." VERKFALL HUÓÐFÆRA- LEIKARA YFIRVOFANDI Á BROADWAY New York. Reuters. HÆTTA er á að þögnin ein muni ríkja í leikhúsunum á Broadway í næstu viku, verði af yfírvofandi verkfalli hljóðfæraleikara við leik- húsin. Tónlistarmenn í Bandaríkj- unum hafa oft beitt verkfallsvopn- inu en ekki þó á Broadway, þar sem 23 ár eru síðan verkfall lamaði leikhúslífið þar. Deilt er um laun og eftirlaun en tónlistarmennirnir eru ósáttir við að njóta ekki góðs af batnandi hag framleiðenda söngleikjanna, sem margir hverjir hafa hlotið metað- sókn. Verði af verkfallinu munu sýningar á átján söngleikjum falla niður, en hljóðfæraleikarar utan stéttarfélaga leika í tveimur Broa- dway-söngleikjum, „The Lion King“ og „Ragtime“. Er búist við að verkfall muni koma sér vel fyrir aðstandendur þeirra, svo og leikrita, sem flest munu verða sýnd þrátt fyrir verk- fall, ef af verður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÍSLENSKU myndlistarnemarnir sem taka þátt í snjómyndahátíðinni á Grænlandi. Á snjómyndahótíð í Grænlandi SJÖ myndlistarnemar í Myndlista- og hand- íðaskóla Islands taka þátt í snjómyndahátíð- inni Nuuk Snow Festival sem haldin verður fímmta árið í röð á Grænlandi dagana 14.-17. mars. Nuuk Snow Festival er alþjóðleg högg- myndahátíð þar sem keppt er til verðlauna. Nemar frá öðrum norrænum listaskólum taka þátt í keppninni auk starfandi myndlist- armanna víða úr heiminum. Kppnin felst í því að þrír til fjórir einstak- lingar móta saman fyrirfram ákveðna mynd úr 27 rúmmetra snjóblokk (3 X3 X3 m) með handverkfærum. Islenska liðið er skipað tveimur hópum: Þ.e. Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Diana Car- ina Strásen, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Marta María Jónsdóttir og Guðmundur Lúð- vík Grétarsson, Högni Sigurþórsson og Erl- ing Þór Valsson. KRISTINN SÖNG Á AFMÆLIS- SÝNINGU GRUBEROVU KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari tók á dögunum þátt í sýningu á Rakaranum í Sevilla eftir Rossini í óperunni í Munchen sem tileinkuð var einum af mótsöngvurum hans, sópransöngkonunni dáðu Editu Grub- erovu, í tilefni af þrjátíu ára sviðsafmæli hennar. ,úMls voru sýningamar á Rakaranum fjór- ar og svo skemmtilega vildi til að eina þeirra bar upp á þrjátíu ára sviðsafmæli Gruber- ovu,“ segir Kristinn. „Var þetta tilkynnt fyr- ir sýningu og að henni lokinni gerðu aðstand- endur sýningarinnar sér glaðan dag. Þetta var virkilega skemmtilegt.“ Kristinn fer ekki í launkofa með aðdáun sína á Gruberovu, sem er frá SJóvakíu, en þau hafa nokkrum sinnum sungið saman áð- ur. „Það er alltaf heiður að syngja með Grub- erovu en ég hef verið aðdáandi hennar frá því ég heyrði hana fyrst syngja. Gruberova er ótrúleg manneskja - þótt hún sé komin á sextugsaldur og orðin amma er röddin korn- ung. Þar fyrir utan er hún einhver ið sig við bel canto-stílinn og til dæmis aldrei viljað syngja Wagner." Frá Lundúnum til Parísar Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristni þessa dagana. Hann er staddur í París þar sem frumsýnd verður óperan Evgen Onegin eftir Tsjajkovskíj í Bastillu- óperunni 18. mars næstkomandi og í síðustu viku var hann í Lundúnum, þar sem hann þreytti frumraun sína á vegum Covent Gar- den í tveimur konsertuppfærslum á Freisehutz eftir Weber. Stjórnandi var Bernard Haitink, aðalhljómsveitarstjóri Covent Garden, en sungið var í Barbican Hall en, sem kunnugt er, hefur Covent Gar- den verið lokað um skeið vegna breytinga. Sjö sýningar eru fyrirhugaðar á Evgen Onegin fram að páskum en þá kemur Krist- inn heim - „þetta er nóg úthald í bili“. Næsta verkefni hans hér á landi verða síðan tónleik- ar með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara í byrjunjúní. teknískasti og flínkasti söngvari sem ég þekki, enda hefur hún alla tíð valið sér verk- efni sem hæfa röddinni. Hefur aðallega hald- Edita Gruberova Kristinn Sigmundsson MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Steinn Sigurðsson. Til. 22. mars. Galleríi Sævars Karls, Bankastræti Bjarni Sigurbjörnsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son. Til 2. apríl. Stefán Geir Karlsson. Til 1. apríl Gallerí 20 fm Svava Björnsdóttir. Til 29. mars. Gallerí Sýnibox: Sýning á símbréfum. Gallerí Hlust: Haraldur Karlsson kynnir „Harð- stjórann“. Síminn er 551 4348. Gallerí Barmur: Sjgurður Árni Sigurðsson. Kvennasögusafn íslands, Þjóðarbókhlöðu Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) er myndlistarmaður marsmánaðar. Listasafn Akureyrar Vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar. Til 19. apríl. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Elías B. Halldórsson, Matthea Jónsdóttir og Ein- ar Þorláksson. Til 29. mars. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning vetrarins nefnist Svífandi form. Verk eftir Sigurjón Olafsson. Til 5. apríl. Listhús Ófeigs Björnssonar, Skólavörðustíg 5 Jóhann G. Jóhannsson. Til 29. mars. Hafnarborg Victor Cecilia. Til 16. mars. Joan Backes. Til 18. mars. Hallgrímskirkja, anddyri Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í list Sveins Björnssonar. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sigurður Árni Sigurðsson. Til 29. mars. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Rúrí. Miðsalur: Ólafur Elíasson. Til 13. apríl. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - frá hand- riti til samtíðar. Til 9. apríl. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ásmundarsalur: Sigurður Magnússon. Gryfja: Steingrímur Eyfjörð. Til 29. mars. Arinstofa: Ný aðföng. Til 29. mars. Listasafn íslands Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláks- son, Jón Stefánsson Jóhannes Kjarval. Mokkakaffi Nína Magnúsdóttir. Til. 2. apríl. Norræna húsið Anja Snell og Lisbet Ruth. Til 18. mars. Norrænt Ijós og myrkur: Rosa Liksom, Merja Aletta Ranttila, Lars Pirak, Maj-Doris Rimpi, Erling Johansson, Bengt Lindström og Lena Stenberg. Til 22. mars. Nýlistasafnið Marlene Dumas, Þór Vigfússon, Gary Hume, Ge- orgie Hopton, Ráðhildur Ingadóttir og Tumi Magnússon. Til 29. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til marsloka. SPRON, Alfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suð- urgötu Handritasýning. Stöðlakot Steindóra Bergþórsdóttir. Til 22. mars. TÓNLIST Laugardagur 14. mars Kirkjuhvoli, Garðabæ: Rannveig Fríða Braga- dóttir og Gerrit Schuil. Kl. 17. Langholtskirkja: Karlakórinn Heimir. Kl. 16.30. Gerðarsafn: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guð- ný Guðmundsdóttir. Kl. 20.30. Sunnudagur 15. mars Listasafn íslands: Þorstein Gauti Sigurðsson, píanótónleikar. Kl. 17. Langholtskirlqa: The First Baptist Girls Chor og Gradualekór Langholtskirkju. Kl. 15. Fimmtudagur 19. mars Hásólabíó: SÍ. Andrea Catzel. Hljómsveitarstjóri Petri Sakari. LEIKHUS Þjóðleikliúsið Hamlet, fim. 26. mars. Fiðlarinn á þakinu, lau. 14., fös. 20. mars. Grandavegur 7, sun. mars. Meiri gauragangur, mið. 18. Yndisfríð og ófreskjan, sun. 15. mars. Poppkorn, fim. 19.13. mars. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, sun. 15., þrið. 17. mars. Hár og hitt, fös. 20. mars. Feitir menn í pilsum, fös 20. mars. Sex í sveit, sun. 15., fim. 19. mars. Feður og synir, lau. 14. mars. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 14., sun. 15. mars. Fjögur hjörtu, sun. 15., fim. 19. mars. Trainspotting, lau. 14. maí. íslenska óperan Ástrardrykkurinn, lau. 14., fós. 20. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og háðvör Sfðasti bærinn í dalnum, lau. 14., sun. 15. mars. Grafarvogskirkja Heilagir syndarar, fím. 19. mars. Skemmtihúsið Ferðir Guðríðar, sun. 18. mars. Leiklistarklúbbur Leikhúskjallarans Rut Hoffsten fiytur einleikinn Lykckan ár en tal- isman eftir Bodil Wamberg. Kl. 20.30. Kaffileikhúsið Svikamyllan, sun. 15., mið. 18. mars. Revían í den, lau. 14. mars. Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður, lau. 14., sun. 15., fós. 20. mars. Möguleikhúsið Einar Áskell, sun. 15. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.