Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 6
Marlene Dumas er talin í fremstu röð samtímamál- ara og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hún dvelur nú hér á landi í boði Myndlista- og handíða- skóla íslands og Nýlista- safnsins. Þar opnar hún sýningu í dag kl. 16 sem nefnist Neðanjarðar. HULDA STEFÁNSDÓTTIR hitti listakonuna að máli þar sem hún var í óða önn við að koma tvíræðum andlitum sínum upp á veggi safnsins. MARLENE Dumas er frá Höfðaborg í Suður- Afríku þar sem faðir hennar rak vínyrkju- bú. Hún hefur búið í Amsterdam í Hollandi sl. 20 ár. Þetta er fyrsta heimsókn henn- ar til íslands en hún hefur haft kynni af ís- lenskum listamönnum í gegnum tíðina sem kennari við Jan Van Eyck listaháskólann í Maastricht í Hollandi. Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson, sem einnig býr í Amsterdam, átti í skemmtilegum bréfaskrif- um við Marlene um tíma. Bréf þessi eru birt í bók heildarverka Sigurðar frá árinu 1991 í íslenskri þýðingu Aðalsteins Ingólfssonar. Þar lýsir Marlene m.a. því sem hún upplifír sem sameiginleg einkenni landanna tveggja, Afríku og Islands. „Afríka og Island anga enn af fjölkynngi og nærveru forfeðranna. Sú angan loðir við frásögn okkar. Við beitum henni eins og framandi og æsandi ilmvatni, Morgunblaöiö/Kristinn MARLENE Dumas, Ungfrú Mistúlkuð: „Ég leik mér að tvíræðri merkingu og fólk veit þess vegna oft ekki hvernig það á að taka verkum mínum. „EKKERT ER EINS FYNDIÐ OG SORGMÆTT ANDLIT" til að draga fólk á tálar og sannfæra það um djúpvisku okkar.“ Marlene hitti mig að máli eftir langan dag í Myndlista- og handíðaskóla Islands þar sem hún sat í viðtölum við nemendur. Það eru furðulítil þreytumerki á henni að sjá og hún fer strax að ræða við aðstoðarmann sinn um að breyta upphengi allra verkanna. Þeg- ar við setjumst niður byijar hún að tala um viðtöl sín við nemendur og segist forðast að leggja dóm á verk annarra. Hún vilji heldur ræða almennt um hugðarefni viðkomandi og fyrir vikið sé hún fremur í hlutverki sálfræð- ings en kennara. „Ég nýt þess vel og sakna kennslunnar ef ég hef ekki sinnt henni í nokkurn tíma. Það er mér mikil hvatning að fylgjast með því sem yngri kynslóðin er að gera. Og ég komst heldur betur á flug í dag, mátti ekki einu sinni vera að því að fá mér kaffisopa!“ segir Marlene. Persóna verður að ímynd Meginviðfangsefni myndverka Mariene Dumas er mannslíkaminn. Tvíræð og ögrandi andlit sem bjóða upp á fjölmarga túlkunarmöguleika. Aður voru þetta ein- göngu andlit fólks sem hún þekkir, auk sjálfsmynda, og alltaf unnin eftir Ijósmynd- um. Síðar fór hún að nota andlit úr blöðum og tímaritum, - en í stað þess að mála Freud gerði Marlene portrett af Mörtu, konu Freuds. Nú hafa stórstjörnur glanstímarit- anna bæst í ímyndasafnið, þekkt og óþekkt andlit renna saman í eina heild. Þannig er ekki lengur um hefðbundnar portrett-mynd- ir að ræða heldur fremur samsafn ímynda. Og þegar persóna verður að ímynd deyr sjálfíð. Fjarræn andlit án sála - svipmyndir aðstæðna, sem þó tjá allan tilfinningaskal- ann. Þessi andlit gætu staðið sem platónskar frummyndir tilfinninga - sorgar, reiði, óhugnaðar, undrunar, feimni, ótta, nautnar, þreytu eða einhvers allt annars því eins og Marlene bendir á þá getur túlkun mynd- verks aldrei verið einhlít. Öllum þessum and- litum blandar hún saman og raðar þétt upp við hvert annað á veggi sýningarsala, einna h'kast innsetningum í rými. Andlitum á öllum aldri, af báðum kynjum og af öllum kynþátt- um. „Langar að mála öll andlit sem ég sé" Sýningin í Nýlistasafninu nefnist Neð- anjarðar (Underground). Þetta eru blek- teikningar á pappír, neðanjarðar vegna þess að Helena dóttir listakonunnar fékk leyfi til að krota í þær eftirá. „Þessar myndir urðu til af tilviljun. Ég var að reyna að vinna með 6 ára dóttur mína hímandi yfir mér svo það var erfitt að einbeita sér. Þá hugkvæmdist mér að láta hana fá bunka af misheppnuðum blekteikningum til að dunda sér við að lita í. Henni þótti það mjög spennandi, nánast eins og að brjóta af sér, að krota í verk mín. Og svo hlóð hún andlitin glysi og ótrúlegustu lit- brigðum - gaf þeim aftur varalitinn, augnskuggann og skartið sem ég hafði svipt þau! Það sem gerðist síðan fyrir tveimur ár- um var að sýningarstjóri Tvíæringsins í Fen- eyjum sá þessar myndir í vinnustofunni minni og vildi ólmur fá þær á sýninguna. Það varð ofaná að myndimar fóru til Feneyja en margir misskildu verkin og furðuðu sig á því að ég væri að lita ofaní andlitin mín. Það er hins vegar vel við hæfi að sýna þau aftur hér því þá erum við dóttir mín með parasýningu eins og pörin tvö sem sýna á efri hæðinni!“ Helena tók dræmt í áframhaldandi sam- starf með móður sinni. „Ég spurði hana hvort hún vildi vinna fleiri myndir með mér en þá horfði hún hálfhneyksluð á mig og svaraði: Ég er búin að gera með þér myndir og nú þarf ég að sinna öðru!“ segir Marlene og hlær. Ásamt sýninguinni verður hægt að horfa á heimildarmynd um listakonuna frá síðasta ári. „Það sem heillar mig við þessa aðferð þeg- ar blekið og vatnið hálfpartinn fljóta um pappírinn er að í fjarska þá virðast þetta vera ijósmyndir af andlitum en nánari skoð- un leiðir blekkinguna í ljós. Þegar ég byrja að mála þessi andlit þá er erfitt að hætta. Þetta er svo ólíkt málverkinu sem útheimtir mun formlegri vinnubrögð. í vatnslituninni er allt fljótandi og frjálst. Andlitin renna saman í ímyndir sem aðeins eru til í huga mér og blandast einhverju öðru sem ég get ekki borið kennsl á. Það er eins og upplifan- imar streymi um mig hver á eftir annarri og mig langar til þess að mála öll þessi andlit sem mæta mér hvar sem ég fer.“ „Hræðslan við strigann getur verið sterk og vissulega upplifi ég það sjálf. Ég reyni að beina því til nemenda að mála það sem þá langar til fremur en það sem þeir halda að þeir eigi að mála. Ég hef oftar en ekki verið ánægðust með þau málverk mín sem ég vinn hratt og einfalt líkt og blekteikningarnar. Ég held að þessi misskilningur með að maður verði að byggja málverkið upp lag fyrir lag stafi af því að við skoðum meira af myndum á prenti en með berum augum. Munch, Picasso og Matisse unnu allir hratt en þú greinir ekki þessa loftkenndu snerpu í verk- um þeirra á prenti og ímyndar þér að þeir hafi legið yfir þeim mánuðum saman og að það sé hin eina rétta aðferð við að mála. Mörg helstu vandamál listmálaranns má rekja til lotningar gagnvart þessu aldar- gamla fyrirbæri, málverkinu,“ segir Mar- lene. „Málverkið býr yfir svo ótalmörgum ónýttum möguleikum í framsetningu. Það má hengja hátt og lágt, inn og horn og út á gólf. Aðalatriðið er að hafa gaman af og njóta hefðarinnar.“ Ungfrú Mistúlkuð Á síðustu árum hefur Marlene einkum unnið blekteikningar á pappír; bæði andlit og stærri verk af heilum líkömum. Nýverið hélt hún þó sína fýrstu málverkasýningu í tvö ár í galleríi sínu í Amsterdam, sýningu sem hún nefndi Ungfrú alheimur (Miss World). Þama voru stór málverk af konum á 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.