Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 15
 t samtímis. Þegar hún hafði eftir þetta gengið úti í roki og andað að sér lofti og séð annað fólk og allt, sem vai', hafði henni fundist hún vera í lífinu eins og í straumi, hugsað, að farvegur straumsins breyttist ekki mikið, hvað sem hún gerði; henni hafði fundist hún vera örugg, þess vegna. - Þetta var svo góður maður. - Jæja? - Sagði ekki illt orð. Og nú hugsaði hún aftur um flugvélina, til flutnings á kaupsýslumönnum. Hún hafði reynt af andlitum samferðarmannanna að stærðar- greina hættuna þegar vélin leitaði stefnu sinn- ar skjöktandi og skjálfandi; en allir höfðu bara lesið eða skrifað minnispunkta með skjalatösk- una að undirlagi. Og svo hafði hún líka tekið fram pappíra og tússpenna, byrjað að skrifa, í huganum var djúpt dökkt landið fyrh’ neðan og maðurinn sem svaf heima og gagnslaust rifrildi gærdagsins. - Það er sjaldgæft, sagði hún. - Ef ekki í þrjátíuogfímm ár... - Hann talaði annai's ekki mikið ... Var mjög fáorður maður. - Þannig ala með sér daprar hugsanir, sagði hún, og konan leit á hana. - Daprar? Það held ég ekki. Ég tók alla vega aldrei eftir að það væri neitt svoleiðis. - En, sagði hún, þagnaði. í fjai-ska sást þétt- býli: kh'kjutm'n, nokkrar háar byggingar í nánd við hana. - Já, einmitt á þessum árstíma kom það fyr- ir, tvö ár síðan, á elgjaveiðum. Snjórinn kom- inn, ejns og núna. - A elgjaveiðum. Voðaskot - eitthvað svo- leiðis? Konan leit aftur á hana. - Hjartaslag. - Svoleiðis. - Já þannig fór. Hjartaáfall ... það þriðja á tveimur áram, mátti vita það. Líka þrjátíu kíló- um of þungur. Hún sat þegjandi. Hjartaslag, eðlilegur dauðdagi. Andartak skoðaði hún sinn eigin heim, eigin orð, og sá, hvernig þau raun- verulega voru. - Hann var jú orðinn fullorðinn - var jú sex- tíuogfimm. En samt... Líka ég varð að fara að vinna. Vegurinn var aftur beinn. Birtan tók að skera í augun, og nú fór að fmna fyrir að fara of snemma á fætur. Allt umhverfis virtist ósköp venjulegt, hún hafði varla þrek til að hugsa um daga mannanna hér á jörð. - Þér hafið víst skifað eitthvað um svona eins og hjá mér, um dauðann, sagði konan. - Nú eitthvað, að vísu um dauðann, eða lífið, sagði hún. - Ég á eitthvað um það. - Þér eruð ekki giftar? Eruð einhleypar? - Jú, ég er gift. - Æ, þá hefur mér verið sagt alveg rangt til. Svoleiðis. Ég hélt að þér væruð ekki giftar. - Fyrst á síðasta ári var það, sagði hún, eins og afsakandi. - Nú jæja. Hraði bílsins jókst skyndilega. Konan horfði fram fyrir sig, skipti í fjórða. - En getið þér nefnt einhvern rithöfund, kvenhöfund, sem hefur skrifað um eitthvað svipað. Einhverja aðeins eldri. Hún hugsaði. Hún mundi eftir kvenhöfundi, sem hafði misst manninn, og sem hafði skrifað um það. Hún nefndi nafnið. - Nei, ekki hana, hún hefur nú fundið sér nýjan mann, það hefur verið í blöðunum. Hún er nú trúlofuð, sagði konan. - Nú þá veit ég ekki, um heppilega. Það sem eftir var leiðar hugsaði ég þegjandi, og hratt. Þegar við lögðum við hliðina á rauð- um músteinsvegg bókasafnsins, sagði konan: - Við virðumst svolítið seinar ... Nú það gerir ekkert, alltaf fer það svo. Hún hafði séð póstkassann hinum megin við veginn, leitaði að frímerki í veskinu, sleikti það og setti á umslagið, sem á var eigið heimilis- fang. Hún þakkaði fyrir farið um leið og hún opnaði dymar og lagði af stað með bréfið í hendinni yfir veginn. Konan kallaði frá bílnum. - Halló, heyrið þér. Bókasafnið er héma, við erum nú of seinar. Hún fór, án þess að snúa sér við, lét bréfið falla í kassann og kom aftur. Konan hélt hurð- inni opinni og horfði um leið á klukkuna. I fyr- irlestrasalum sátu sex manns. Hún fór að dyr- unum, baðst afsökunar á seinkuninni sem væri vegna aðstæðna, sagðist koma strax. Þegar hún var að fara úr kápunni í anddyrinu, kom konan út úr lessalnum með stafla af kvenna- blöðum í höndunum, kom sér fyrir á stól og fór að fletta þeim. - Þér komið ekki, spurði hún. - Nei ekki ég, mér er svo þungt fyrir hvort sem er, minningarnar koma bara fram í hug- ann. Hún er í sorg. Maðurinn dó fyrir tveimur ár- um, sagði bókavörðurinn, sem var kominn á vettvang og fór að leiða hana í átt að fyrir- lestrasalnum. Hún leit enn aftur fyrir sig í dyr- unum. Konan sat og las, og hún fór fram fyrir áheyrendur og fór að leita að eigin orðum, og því, sem lá raunverulega á bak við þau. Höfundur er finnskur rilhöfundur. FYRIRBÆRI FJOLDAMENNINGARINNAR 3 AUGLYSINGAR AÐ hefur ekki verið mikið fjall- að um auglýsingar á skipulegan hátt á Islandi - í það minnsta ekki frá sjónarhóli lesenda þeirra. Frá sjónarhomi fram- leiðenda eru til markaðsfræði og svo eru til auglýsingasál- fræði og kannanir þar sem aug- lýsendur athuga hvernig auglýsingar virka á neytandann. Árið 1947 höfðu þessi fræði ekki numið land á Islandi, að svo miklu leyti sem þau voru til, og kannanir vom ekki með jafnskipulögðum hætti og nú gerist. Og auglýsingamar sjálfai- vom með allt öðm móti en nú er. Auglýsing frá kjörbúð hljóðaði til að mynda á þessa leið: „Húsmóðirin er ánægð þegar hún fær gott í matinn og þess vegna verzlar hún í Kiddabúð." Bókafor- lag auglýsti: „Er það Helgafells- bók? spyr sá, sem hefur vit á bók- um og bókmenntum." Frá klæð- skera: „Þér þekkið svipinn frá Haraldi.“ „Ekkert kaffi er svo gott, að Ludvig David bæti það ekki“ og „alltaf er hann beztur, Blái borð- inn“ vora slagorð fyrir kaffíbæti og smjöriíki. Hvað hugsum við þegar við les- um auglýsingar af þessu tagi? Jú, þær em dálítið broslegar, næstum hjartnæmar. Þær minna ekki að- eins á liðna tíð heldur er í þeim fólgið einskonar hoi'fið sakleysi. I þessu andrúmslofti sakleysis, árið 1947, kom út hjá bókaútgáf- unni Helgafell bók eftir heimspek- ing um auglýsingar. Hún heitir Auglýsingabókin og er eftir Símon Jóh. Agústsson. Auglýsingabókin leitar fanga í ensk, dönsk, banda- rísk og þýsk sálfræðirit sem fjöll- uðu um efnið og reyndar einnig í fyrirlestur Guðmundar Finnboga- sonar háskólakennara um auglýs- ingar og sálfræði sem fluttur var 1915. Auglýsingabókinni var ætlað að vera handbók auglýsandans. I henni eru sundurgreindar ýmsar aðferðir auglýsinga og helstu formgerðir; leitað svara við spum- ingunni hvað er vænlegast til ár- angurs, til að ná markmiðinu, að fá fólk til að kaupa vömna. „Skip- un“, segir Símon, „er líkleg til að vekja hneigð hjá mönnum til að breyta samkvæmt henni“. Og hann heldur áfram og kann jafnvel að virðast hafa lítið álit á almenn- ingi: „Staðhæfingar og skipanir hafa mikil áhrif á hinn hugsunar- litla almenning." Símon á við aug- lýsingar á borð við „Allt með Eim- skip!“ og „Drekkið kóka kóla!“. En eitt helsta einkenni Auglýs- ingabókarinnar er samt sem áður mikil trú höfundar á lesendum auglýsinga. Honum sýnist þeir vera sífellt vakandi og líta gagn- rýnum augum á hvem staf í aug- lýsingum, láta ekki bjóða sér hvað sem er. f siðferðilegu tilliti er gegnumgangandi þráður í verki Símons sú framtíðarsýn að allt stefni til hins besta í málefnum auglýsinga. Enn finnst honum þó vera misbrestir á: „Helstu blöð höfuðstaðar- ins láta sér jafnvel sæma að birta stórar og mjög ósmekklegar auglýsingar frá geðbiluð- um mönnum." En allt stefndi þetta í rétta átt, áleit Símon. Nú má hugsa sér að Símon hafí aldeilis ekki verið forspár. Hann rekur i bók sinni deilu sem landlæknir átti við ritstjóra blaðs- ins Dagskrár 1897 um auglýsingar á „Kína- lífselexír“. Landlækni fannst það brjóta gegn öllu siðferði að Dagskrá auglýsti skottulækn- ingar, ritstjórinn rökstuddi öndverða skoðun, m.a. í nafni málfrelsis auglýsenda. Deilan öll reynist vera ansi keimlík nýafstaðinni deilu um HerbaLife þótt hún sé hundrað ára göm- ul. Það er einsog hlutirnir hafi staðið í stað. EFTIR HERMANN STEFÁNSSON En skoðun Símons, að allt stefndi til hins betra í siðferði auglýsinga, var ekki byggð á bláeygri bjartsýni. Hann taldi bætt siðferði einfaldlega vera allra hag og því líklegast til árangurs. „Viðleitni tímaritanna til að taka aldrei óheiðai-legar auglýsingar leiðir til þess, að álit þeirra og gildi sem auglýsinga- tækis vex, bæði meðal almennings og kaup- sýslumanna". þessi raunhyggjulega skoðun hans helst í hendur við mannhyggju og trú á gagnrýnni hugsun almennings; svo eðli máls- ins samkvæmt hlaut siðferði auglýsinga að fara batnandi. Símon telur til ellefu atriði sem vandað tímarit í Bandaríkjunum fór eft- ir; þar era skilgreindar tegundir auglýsinga sem tímaritið birtir ekki. Og margar af þess- Hreinsi^ pennann er þjer skriíið l með, hinu' frábæra ^assss J 90IBI „ d\J 1/'V C o olrjoBor sgnr \ „ . i I n i § oHorlo ortAri : "5 Höíðatúnj 8. Sími 718'4. I 1 Bækurnar, sem allir lesa núna: Fjelagi kona Asbjömsons ævintýrin.— Ógleymanlegar sögur Sígildar bókmentapérlur bamanna nntitnuuu ii i^miHMMu eftir Þórberg Þórðarson BÆKUR OG R/TFÖNG P AUGLÝSINGAR úr Morgunblaðinu fyrir 50 árum, eða síðla árs 1947. um reglum hafa í reynd orðið ofan á hér á landi: í dag em ekki birtar „auglýsingar sem upphefja sína vöru á kostnað sams konar vöra á markaðnum“, „auglýsingar um brennda drykki“, „auglýsingar um læknislyf og aðgerðir sem lofa vissum árangri fyrir- fram“, „auglýsingar með grófu, ruddalegu orðbragði" o.fl En sumar lýsingamar á óæskilegum auglýsingum ná til jafnvel meirihluta auglýsinga í dag, einsog „auglýs- ingar með tvíræðu orðalagi". Símon sá ekki fyrir og gat ekki séð fyrir þróunina sem orðið hefur í heimi auglýsinga. Tvírætt orðalag er nær því að vera eðli aug- lýsingarinnar í dag en undantekning. Astæð- an er sú að áherslan hefur í auknum mæli færst frá boðunum, því sem er sagt, til boð- skiptaformsins, hvernig það er sagt. Auglýs- ingar em leikur í tungumálinu og leikur að myndum og formum, leturgerð, uppsetn- ingu; gerð þeirra hefur færst frá auglýsand- anum sjálfum til sérstakra auglýsingastofa sem búa til flestar auglýsingar í dag. „Aug-': lýsingar krefjast [...] skapandi hugarstarfs, hugkvæmni og ímyndunarafls, auk margvís- legrar þekkingar" í enn mefra mæli í dag en árið 1947. Símon sá heldur ekki fyrir aðskilnað rök- legra tengsla milli mynda og texta en fræg- asta dæmið um þetta em líklega umdeildar auglýsingar frá Benetton fyrir nokkmm ár- um: óhugnanlegar myndir, stríðshörmungar, eyðnisjúklingar, sem vom í eng- um tengslum við vömheitið Benetton. En það þarf ekki að leita svo langt; allmargar auglýs- ingar í flokld sem Símon kallar „sefjandi auglýsingar“ em með myndum sem lýsa almennri til- finningu einsog vellíðan. Oftar en, ekki spyr maður: hvað er verið að auglýsa? Tvíræðnin (eða margræðnin) hefur ásamt aðskilnaði röklegra tengsla mynda og texta gert aug- lýsingar að fyrirbæri sem er opið fyrir túlkun. En leikurinn í tungu- málinu lýtur þó ákveðnum leik- reglum; gamla auglýsingin um bláa borðann samrýmist þannig ekki gildandi reglum um auglýs- ingai'. Auglýsing á BKI kaffi verður að setja orðaleik sinn b. form spjirningar: „er BKI Besta Kaffi á fslandi?“. Eitt lítið spurn- ingamerki sker úr á milli feigs og ófeigs. Það má nefnilega ekki segja „besta". Og um eitt lítið spurningamerki geta sprottið túlkunardeilur. KIMS flögur aug- lýstu með myndum af noklcrum stúlkum með flögur í munninum; yfirskriftin var „þær bestu í bæn- um“. Um orðalagið sprattu deilur og þegar auglýsandinn var kærð- ur fólst vörn hans í túlkun: það væm stúlkumar en ekki flögum- ar sem væra „þær bestu í bæn- um“. Auglýsandinn var kominn í áþekka stöðu og rithöfundur í harðstjómarríki sem ber blak af r þjóðfélagslegri dæmisögu sinni eða táknsögu með því, auðvitað, að kannast ekki við neinar auka- merkingar í henni. Málið var leyst með einu litlu spurningamerki: „þær bestu í bænum?“. í þessum þremur auglýsingum má sjá í hnotskum eðlismuninn á auglýsingum þá og nú. Blái borð- inn er alltaf bestur, umbúða- og tvímælalaust, án spurningamerkis og án allrar margræðni og leiks. BKI og KIMS leika sér ekki að- eins að tungumálinu og marg- slungnu sambandi mynda og texta heldur flökta á jaðri gildandi reglna um auglýsingar. Auglýs- ingar í dag gera ráð fyrir miklu þjálfaðri lesendum en vora til ‘47, virkari túlkendum og ekki síst betra myndauga. Sjónvarpsaug- lýsingar felast sumar hverjar í svo öram skiptum mynda að það fer alveg eftir aldri hversu fólk kemur auga á margar myndir. Astæða þess að auglýsingin um Bláa borð- ann gæti aldrei gengið í dag er ekki aðeins sú að hún brýtur litla reglu heldur sú að hún kemur sér beint að efninu. Hún freistar þess ekki að klæða hugsun sína búningi, að leika sér að margræðni í tungumálinu og sam- bandi myndar og texta. Boðin eru í for- granni, ekki boðskiptin; það er ekki verið að orðlengja það: þessi vara er betri en aðrar sambærilegar vörur. En alltaf er hann bestur, Blái borðinn. Höfundur er bókmenntafræSingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.