Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 17
Morgunblaóið/Kristinn Ég opnaóipokann oghann snerti skóna sem snöggvast. Sídan tók hann vió pokanum af mér og ég við pakkanum af honum. Hann henti á kyrrstæða hifreið og sagði: „Þetta er híllinn sem á að aka mér út áflugvöll. “ Eg hugsaði: Og í kvöld verð ég á Bar Messal- ínu. „Guð minn góður! Þeir eru dásamlegir!" Ég huldi skóna aftur, en stóð kyrr um hríð til að leyfa honum að skoða þá gegnum græna silkislæðuna. Ég sneri mér hægt og gætilega við og lét púðann aftur á sinn stað eins og ég væri að leggja umbúðir við sár. Hann leit á mig og starði síðan lengi í átt- ina að skónum. Þá áttaði hann sig á að nú væri kominn tími til að fara, og stóð upp. Við sátum á Café Central. I þriðja sinn síðan við fórum heiman frá mér sagði hann: „Er það þá ómögulegt?" „Það er afskaplega erfitt, “ sagði ég. „Ég veit ekki hvernig ég ætti að fara að því. Það var nógu erfitt að fá hana til að leyfa þér að líta á þá. Þú getur verið viss um að þú ert eini kristni maðurinn sem nokkru sinni hefur séð skóna. Og það mun enginn annar fá það heldur.“ „Ég skil það,“ sagði hann. „En kannski getum við komist að samkomulagi.“ „Ég skil það líka. En hvað get ég gert? Þessir skór eru líf og yndi ömmu minnar. Ef hún kæmist að því að þeir væru horfnir, myndi hún missa vitið eða fá hjartaslag. Mér þykir mjög vænt um hana, eins og gefur að skilja, og ég virði það hvað henni er annt um þessa skó.“ „Ég gef þér tíma til að hugsa málið,“ sagði hann. „En reyndu að telja henni hug- hvarf.“ „Já. En þegar þú hugleiðir hvað það var erfitt að fá hana til að leyfa þér að líta á þá, geturðu ímyndað þér að það verður margfalt erfiðara að telja henni hughvarf.“ „Gerðu þitt besta,“ sagði hann. Ég sagðist mundu gera það en byggist við að það kæmi ekki til greina. Síðan sagði ég: „Heyrðu. Mér kemur ráð í hug. En að- eins með einu skilyrði." ,jHvað er það?“ Ég hikaði andartak. „Segðu mér það. Kannski getum við fund- ið leið.“ „Þú yrðir að yfirgefa Tanger um leið og þú fengir skóna í hendurnar.“ „Það væri allt í lagi,“ sagði hann, skiln- ingsríkur. „Það er prýðishugmynd." „Og ég yrði að koma mér burt frá Tang- er sjálfur og finna mér annan dvalarstað. Ég gæti ekki komið til baka meðan amma mín væri enn á lífi.“ „Nei.“ „Ég gæti ekki verið hér áfram eftir að þeir væru horfnir." „Ég skil það vel.“ „Það eru þessir skór sem halda í henni lífinu, má segja.“ ,(Já, já. Hvað viltu fá mikið fyrir þá?“ Ég leit á hann og rödd mín sagði: „Millj- ón franka.“ „Ó! Nei!“ hrópaði hann. „Það er mjög hátt verð.“ „En þú færð dálítið sem er einstaklega fágætt. Ekkert safn á neitt í líkingu við þá. Og ég mun iðrast gerða minna það sem eftir er ævinnar." „Ég veit. Ég veit. En þetta er mikið fé. Ég skal borga þér hálfa milljón. Ég get ekki borgað þér meira en það.“ „Þú yrðir að borga meira en það,“ sagði ég við hann. „Nei, ég get það ekki. Ég á það ekki til.“ „Þú lætur mig fá heimilisfang þitt og ég skrifa þér þaðan sem ég sest að, og þú getur sent mér afganginn seinna.“ Við horfðum hvor á annan nokkrar sek- úndur. Ég hugsaði með sjálfum mér: Svona nú, segðu það, hr. Stewart. „Gott og vel,“ sagði hann loksins. Stórkostlegt, hr. Stewart, hugsaði ég. „Hvar eigum við að hittast á morgun?“ spurði ég hann. Hann hugsaði sig um augnablik og sagði svo: „Ég skal bíða eftir þér í anddyrinu á Hótel Minzah.“ „Nei,“ sagði ég. „Fyrir utan hótelið, úti á götu. Og þú verður að hafa farmiðann þinn meðferðis, svo að þú getir farið um leið og þú hefur fengið ilskóna í hendurnar.“ „Auðvitað." „Klukkan hvað verður það?“ Meðan ég hikaði hugsaði ég: Svona nú, hr. Stewart, gerðu upp hug þinn. „Klukkan þijú.“ Ég stóð á fætur, tók í höndina á honum og sagði: „Haltu þessu fyrir sjálfan þig.“ „Ég segi ekki orð.“ „Ekki aðeins amma mín mun verða bál- reið, heldur allir sem vita að hún á þessa skó.“ Ég gekk burt. Ég leit um öxl andartaki síðar og sá hann yfirgefa kaffihúsið. Hann beið eftir mér fyrir framan hótelið. Mér sýndist hann taugaspenntur og hann starði stórum augum á pokann sem ég hafði meðferðis. Ég sá að hann var með pakka í hendinni. Hálf milljón, hugsaði ég. Meiri skemmtun, meiri tími til að finna upp á öðrum ámóta brögðum seinna. Litirnir á barnum. Ég benti honum að fylgja mér og nam ekki staðar fyrr en við vorum komnir dijúg- an spöl frá anddyri hótelsins. Við stóðum augliti til auglitis og tókumst í hendur. Hann horfði á pokann minn og ég leit á pakkann sem hann hafði í hendinni. Ég opnaði pokann og hann snerti skóna sem snöggvast. Síðan tók hann við pokanum af mér og ég við pakkanum af honum. Hann benti á kyrrstæða bifreið og sagði: „Þetta er bíllinn sem á að aka mér út á flug- völl. “ Ég hugsaði: Og í kvöld verð ég á Bar Messalínu. Ég settist í sama hornið og venjulega. Ég reykti, drakk og keypti kossa án þess að þrefa um verð. Ég er orðinn leiður á að skemmta mér. Leiður, en þó ekki búinn að fá nægju mína. Ein kona er ekki nóg. „Khemou er á spítalanum,“ sagði Fatin mér. „Og Latifa er á lögreglustöðinni. Hún var full og lamdi Khemou í hausinn með flösku.“ Ég spurði Fatin hveijar stelpurnar tvær væru sem sátu í horninu gegnt mér. Hún sagði að þær væru báðar frá Dar el Beida. Hún tók upp eina minnisbókina mína og arkaði á brott með hána. Ég veifaði til þeirr- ar yngri. Hún spjallaði stundarkorn við vin- konu sína. Ég reykti og drakk og beið eftir fyrsta kossi stúlku sem ég hafði aldrei áður snert. Hún stóð upp og kom yfir til mín. Ég sá að það slakaði á spennunni í litla andlitinu. Munnurinn á henni var eins og jarðarber. Hún byijaði að dreypa á drykknum sem ég keypti handa henni. Varir hennar glitruðu. Munnurinn á henni opnaðist uppi í mér. Jarðarber gegnvott af gini og toníki. Eva að eta kirsuber. Adam nálgast hana, en hún setur síðasta berið upp í sig áður en hann getur náð til hennar. Þá nær hann síðasta berinu milli vara hennar. Kirsuberið kenndi Evu að kyssa. Adam þekkir nöfn á öllum fyrirbærum, en Eva þurfti að kenna honum að kyssa. Tveir menn voru farnir að fljúgast á út af einni stúlkunni. Sá lágvaxnari missti fót- anna. Hinn sparkaði í hann þar til einhver togaði hann aftur á bak. Fatin lagði bláan miða fyrir framan mig. Ég var að drekka, reykja og eta kirsuber úr nýja munninum smáa. Ég las það sem skrifað var á bláa miðann: Ég er ekki sama manneskjan og ég var í gær. Ég veit það en -get ekki sagt það skýrt. Þú verður að reyn a að skilja mig. Nýja andlitið otaði fram tómu glasi sínu. Barþjónninn var upptekinn við að rissa fer- hyrninga á lítið, hvítt blað. „Gefðu henni annan drykk,“ sagði ég við hann. Vinkonan, sem setið hafði með henni, kom nú til okk- ar. „Gefðu henni líka í glas,“ sagði ég. Ég hugsaði með mér: Meiri kirsuber og mannakjöt. Meiri klækjabrögð og meiri pen- inga. Ég fór að skrifa á bláa miðann henn- ar Fatin: Ég má alls ekki reyna að skilja þig. ÞJÓDMÁLA- ÞANKAR UM MANN- DRÁP OG MORÐ EKKI þarf að fara í grafgötur um að lát Díönu prinsessu verður talin frétt ársins. Að auki má telja þetta dauðsfall eitt það áhrifamesta frá því Kennedy féll frá ef a.m.k. morð John Lennons er undanskilið. Athyglisvert er að fylgjast með viðbrögðum fjölmiðla í þessu máli. Þeir fordæma hlut fjöl- miðla í því. Þá heyrist margt annað forvitnilegt sem segir nokkuð til um gerviveröldina sem fjölmiðlar búa til utan um uppáhöld sín. Margir fjölmiðl- ar gangast upp í hreinlyndi sínu og hundelta uppi embættismenn og framámenn sem þeir vilja meina að hafi ekki hreinan skjöld, geti ekki verið hlutlausir eða eitthvað annað sem þeim dettur í hug. Stundum snú- ast þessi mái upp í hreinar nornaveið- ar svo sem mál leikskólastjóra í Hafn- arfirði er að verða. Eitt helsta ádeiluefni þeirra fjölmiðla sem þar fara fremst er hvort viðkom- andi embættismaður sé að fjalla um eigin sök eða eigi hagsmuna að gæta. Þetta fer vel í fjölmiðlaneytendur og lítur illa út fyrir fórnarlambið. Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvernig fjallað verður um hlut fjöl- miðla í tengslum við andlát Díönu og þeirra sem létust með henni og hvort fjölmiðlar nái þar að aðskilja hagsmuni og tengsl sín við málið. Kannski verður alvarlegasta lexían sú að ekki eigi að ögra fólki og ekki eigi að aka undir áhrifum áfengis. Aðeins tíminn leiðir það í ljós og kannski verður málið al- veg gleymt þegar þessi pistill birtist. Eitt það merkilegasta sem ég hjó eftir að kvöldi 31. ágúst voru ummæli þess efnis að Díana hefði kallað eftir um- fjöllun fjölmiðla og því væri ekki við þá að sakast í þessu máli. Þeir eru fjöl- margir sem leita eftir stuðningi fjöl- miðla. Besta dæmið er líklega íþrótta- hreyfingin sem liggur á blaðamönnum til að fá þá á vettvang þegar mót eru haldin, ekki síst í hinum minna merki- legu íþróttagreinum þar sem ekki er verið að höndla knetti. Hins vegar dett- ur forystumönnum þeirrar hreyfingar ekki í hug að þeir verði eltir upp að svefnherbergisdyrum. Það var fróðlegt að heyra Damon Albarn kvarta yfir því í útvarpsviðtali að honum leiddist að vera nýttur sem auglýsing fyrir landið því íslenskir fjölmiðlar fylgja honum hvert fótmál og vaka yfir hveiju hans orði um land og þjóð. Þannig að ef sú tíð rynni upp að erlendar stórstjörnur leituðu hingað til að finna sér frið þá er hætt við að fjölmiðlar yrðu að endurskoða starfs- vettvang sinn svo þær hrektust ekki í burtu. Enda eru íslenskir fjölmiðlar örðnir ótrúlega kræfir í umfjöllun sinni um íslenska þotuliðið. Sem sé, það verða fjölmiðlar sem fjalla um harðræði annarra fjölmiðla og munu halda þannig upp hneykslan almennings. En sáu menn í gegnum þetta með að Díana hefði kallað eftir athygli? Þýðir það að kona sem er í stuttum kjól eða öðrum eggjandi fatn- aði kalli yfir sig nauðgun? Tæplega, enda sé ég ekki að forystumaður í ís- lenskri fjölmiðlun þurfi að réttlæta gerðir þeirra fjársjóðsleitarmanna sem elta fórnarlamb sitt á yfir eitt hundrað kílómetra hraða á götum stórborgar, Það er á flótta með svipuðum hætti og dýr sem flýr hóp af hýenum. Það magnaðasta er að áður en Díana var jarðsett verða menn farnir að velta fýrir sér kvikmyndarétti og beijast um möguleikann á að ijalla um þessa mannúðarbaráttukonu í skrípaleik kvikmyndaheimsins, þar sem aðalleik- konan má eiga von á svipuðum árásum, MAGNÚS ÞORKELSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.