Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 15
MOHAMMED Choukri færir upp fiskinn fyrir Örnólf Árnason á strandstaðnum La Pergola í Tanger. í við mig í áfengismálunum og full ástæða til, því að ég gerði lítið annað en að drekka árum saman, byijaði strax á morgnana og þjóraði allan daginn þangað til ég hneig út af. Upphafið á áfengisneyslu minni var að ég laumaðist gjarnan inn á bari Evrópumann- anna þegar ég var ellefu eða tólf ára gamall og drakk það sem þeir skildu eftir í glösun- um. Ég man enn hvað mér þótti þetta gott, bæði bragðið og áhrifin." Þegar þjónninn er búinn að hella upp á okkur aftur og færa okkur að gjöf tvær patt- aralegar sardínur í sterkri, rauðri sósu, segir Choukri: „Ég er fyrsti rithöfundurinn í Mar- okkó sem skrifar um lífið í lægsta þrepi sam- félagsins. Það eru margir sem ekki þola að ijallað sé um þá eymd og það óréttlæti sem þar ríkti og ríkir enn. Þeir vilja banna slíkar bækur því þeir segja að þær sverti landið og þjóðina í augum útlendinga. Ég get vissulega verið þjóðernissinnaður sem persóna. Til dæmis ef einhver segir eitthvað ljótt um Marokkó í viðurvist minni er ég vís til að taka upp hanskann fyrir land mitt. En sem rithöfundur er ég ekki þjóðernissinni. Rithöf- undur sem fæst við að mæra land sitt eða breytir frásögn sinni til að bæta ímynd þjóð- ar sinnar, er enginn rithöfundur. Slík sjónar- mið eiga ekki við í bókmenntum. Ég skrifa heldur ekki bara fyrir Marokkóbúa eða bara fyrir arabaheiminn. Ég skrifa fyrir alla les- endur, hverrar þjóðar og hverrar trúar sem þeir kunna að vera.“ Talið berst að upphafi rithöfundarferils hans, meðal annars að hlut bandaríska tón- skáldsins og rithöfundarins Pauls Bowles (The Sheltering Sky) í því að skrásetja og þýða bækur rithöfunda í Marokkó og koma þeim á framfæri við umheiminn. Bowles hef- ur verið búsettur í Tanger næstum hálfa öld, vel þekktur í hópi bandarískra rithöfunda en öðlaðist e.t.v. ekki heimsfrægð fyrr en nú á síðustu árum. Auk bóka Choukris hafa ensk- ar þýðingar Bowles á verkum eftir Mo- hammed Mrabet, Larbis Layachis, Adbessal- ams Boulaich og fleiri höfunda runnið út eins og heitar lummur. Mrabet og Layachi semja á mohgrebi, tungumáli berba, sem ekki er til sem ritmál, og tala sögur sínar inn á band. Choukri er alltaf eins og þrumuský á svip- inn, nema stöku sinnum þegar gamanmál eru á döfinni. Þá er eins og sólin brjótist fram úr skýjunum og lýsi upp andlitið sem snöggv- ast. _ „Ég var dálítið farinn að fikta við að skrifa greinar og smásögur og eitthvað af þeim hafði birst í blöðum hér,“ segir Choukri. „Ég kynntist Paul Bowles fýrst í ársbyijun 1970. Það var rithöfundurinn Edouard Roditi, vinur hans, sem leiddi okkur saman. Hvorki Roditi né Bowles höfðu lesið neitt eftir mig, því að þeir kunnu ekki arabísku, en ég sagði Roditi eina af sögunum. Þá stakk hann upp á að við færum til Bowles og fengjum hann til að þýða sögur mínar á ensku. Mér var ekki ljóst hvernig hann átti að geta það úr því að ég skrifaði á klassískri arabísku. Þá stakk Roditi upp á að við notuðum spænsku sem brú milli tungumálanna. Enn hafði ég efasamdir um að þetta væri hægt, t.d. vegna þess að ég sá fyrir mér vandkvæði á að þýða nokkuð af arabísku án þess að glata stílnum. Skrif byggjast ekki síður á stíl en söguþræði. Og stíll er annað en vandað mál og góð málfræði, annars væru kennarar bestu rithöfundamir, en sú er ekki raunin. Bowles tók okkur vel og það varð úr að hann þýddi nokkrar smásögur á ensku eftir munnlegri þýðingu minni á spænsku. Meðal þeirra er sagan Ilskór spámannsins sem birt- ist í fíarpers-tímaritinu og vakti allmikla at- hygli. Paul var mjög ánægður með viðtökurn- ar og hefur sjálfsagt hugsað með sér að kannski væri eitthvað í mig spunnið sem rit- höfund. Við héldum því áfram að þýða sögur á þennan hátt, þær em alls níu talsins. Nokkr- ar þeirra komu út í Ameríku í bókinni Five Eyes,safni smásagna eftir höfunda frá Mar- okkó. Storkun Riff-búans Árið 1972 kom svo hingað til Marokkó breski útgefandinn Peter Owen, sem nýlega hafði gefið út bók Larbis Layachi Life Full of Holes og skáldsöguna Love With a Few Hairs eftir Mohammed Mrabet, sem Paul Bowles hafði skrásett fyrir þá á ensku. Peter Owen hafði auk þess gefið út bækur eftir Paul Bowles og konu hans Jane Bowles. Því miður vissi ég ekki að þessi maður hafði vont orð á sér fyrir að hlunnfara rithöfunda, en ég komst að því síðar að hann var væg- ast sagt fastur á fé. Við þessir óþekktu þriðja heims höfundar og sögumenn, sem Paul Bow- les léði enskt orðfæri, vomm tilvaldir græn- ingjar til að plata. Og nú var ég næstur. Það þekkti mig náttúrlega ekki nokkur kjaftur í Evrópu, en fáeinar sögur höfðu birst eftir mig í öðmm Arabalöndum, í bókmennta- tímaritum í Líbanon, Egyptalandi og írak. Allir vissu hver uppmni minn var og að þar væri eftir ýmsu að slægjast. Ég var auðvitað ólmur að koma mér á framfæri svo að ég sagði Owen að ég væri þegar búinn að semja sjálfsævisögu mína. Þetta var ekki fullkom- lega sannleikanum samkvæmt, en heldur ekki uppspuni því að ævisagan var tilbúin í kollinum á mér. Þá sagði Owen: Komdu hingað á morgun og við skrifum undir útgáfusamning. Síðan takið þið Paul Bowles til óspilltra málanna og látið ekki deigan síga fyrr en ævisaga þín er komin á ensku. Ég skrifaði undir, fékk 100 sterlingspund, og síðan byrjaði ég að skrifa söguna á arabísku. Ég þuldi svo fyrir Paul 2-3 síður á spænsku á hveijum degi og svo mikið var mér niðri fyrir að ég var alltaf á undan að semja. Hann granaði aldrei að ég væri að skrifa bókina jafnóðum. En þegar verki okkar lauk u.þ.b. tveim mánuðum síðar sagði ég við Bowles að ég hefði ekki verið búinn að skrifa staf þegar ég gerði samning- inn.“ „Hvemig datt þér í hug að gera samning um sölu á einhvetju sem ekki var til?“ spurði hann. „Það er storkun Riff-búans,“ sagði ég. Við Paul Bowles héldum áfram samstarfi. Hann þýddi fyrir mig bókina „Jean Genet í Tanger" sem ég var búinn að skrifa á arab- ísku. Genet kom hingað 1968 og dvaldi marga mánuði í Tanger. Ég kynnti mig fyrir Genet sem rithöfund- ur, þó að ég stæði varla undir því nafni. Mig langaði að kynnast honum. Genet hafði ekki lesið neinar bókmenntir frá arabaheiminum svo hann vissi ekki hvort ég sagði satt. Hann þekkti aðallega stráka af götunni, því hann var upp á karlhöndina. Það var samt ekki bara kynferðislegt. Hann hafði mikla samúð með smástrákunum sem vom að basla við að hafa ofan í sig og gaf þeim peninga og mat.“ „Þið hljótið að hafa átt talsvert sameigin- legt, Genet og þú,“ segi ég. „Þið komuð báð- ir úr neðsta lagi þjóðfélagsins og áttuð báðir feiknaerfiða æsku, meira að segja afbrotafer- il.“ „Já, þess vegna tók hann mér líka vel og var mjög vinsamlegur við mig frá byijun. Meðan hann dvaldi hér kærði hann sig ekk- ert um að umgangast Evrópumenn eða Amer- íkana. Hann vildi vera í hópi innfæddra.“ Aftur förum við að ræða um Bowles og það er þungt í Choukri því að þeir samstarfs- mennirnir fyrrverandi eiga nú í illdeilum og meira að segja málaferlum. Choukri er að auki nýbúinn að gefa út á arabísku bókina „Paul Bowles og útlegðin í Tanger" þar sem ýmislegt misjafnt er sagt um Bowles og verk hans. „Paul Bowles gerði mér greiða með því að þýða bækur mínar og koma þeim þannig á framfæri,“ segir Choukri. „En hann hafði engan rétt til að láta prenta á þær höfundar- réttarstimpil Paul Bowles. Höfundarrétturinn var minn, en hann tók við greiðslunum og borgaði mér svo bara það sem honum sýnd- ist. Því urðu vinslit okkar á milli.“ Mohammed Mrabet Við Choukri höfum ákveðið að borða sam- an í dag og hafa þann háttinn á að ég kaupi físk á markaðnum og hann matbúi hann í eldhúsi veitingastaðarins La Pergola á strönd- inni í Tanger. Choukri velur fiskinn af kost- gæfni, þuklar hann, skoðar tálknin og þefar. Loks fínnur hann „dþröðu" sem honum líkar. Hún er tæplega kíló og kostar 260 ísl. kr. þegar Choukri hefur prúttað við fisksalann af hörku eins og siður er í Marokkó. Hann kaupir einnig ferskar kryddjurtir af ýmsu tagi, heilu knippin, en grænmetið fáum við á strandbarnum. Við gætum ósköp vel haldið á þessu en Choukri er líklega minnugur upp- mna síns og ræður vel eygðan og brosmildan lítinn dreng í rifínni skyrtu og lélegum skóm sem burðarsvein. „Nú er Mrabet hættur að semja nokkuð því að Bowles er orðinn of gamall og las- burða til að skrifa niður fyrir hann,“ segir Choukri á göngu okkar niður brattar brekk- umar áleiðis til strandar. „Mrabet er skrítinn fugl. Hann hatast við allt sem fólk kallar menningu af því að hann hefur svo takmark- að sjálfstraust og er hræddur um að mennta- menn líti niður á sig. Honum er meinilla við mig af því að hann telur að ég sé orðinn svo mikill bókmenntamaður og vaxinn honum upp fyrir haus og hættur að láta Paul Bowles þýða og snurfusa texta mína.“ Ég segi þá að Mrabet sé auðvitað bók- menntamaður þótt hann skrifi ekki heldur hljóðriti sögur sínar. „Það er alveg rétt,“ segir Choukri, „en hann veit það ekki sjálfur. Mrabet argast út í bókmenntir og segir að þær séu „tilbúning- ur“. Hann segir að maður eigi að hafa það sem rétt er og satt, en ekki að gefa út bæk- ur fullar af uppspuna. Þetta er náttúrlega hreint bull. Allar bókmenntir eru í eðli sínu tilbúningur. Það er ekki til neinn vemleiki sem hægt er að miðla öðrum í orðum. Við erum ein með okkar „veruleika“, hver sína útgáfu. Allt sem við gerum er okkar eigin prívat-upplifun. Til dæmis þegar við drekk- um, étum og höfum samfarir er það bara okkar eigin reynsla og einskis annars. Mra- bet heldur að sögur hans séu „sannar" af því að hann eltir uppi gamla karla í kaffihús- um og tekur upp frásagnir þeirra sem hann notar svo sem efnivið í það sem hann þylur ,L. fyrir Bowles. Svo notar Bowles sumt af því í sögur Mrabets en annað segir Mrabet að skjóti upp kollinum í sögum eftir Bowles með einum eða öðmm hætti. Hann er hirðusam- ur, Paul Bowles, lætur ekkert fara til spillis." Prettir og sukk Nú spyr ég Choukri hvernig standi á því að allir rithöfundarnir af hans kynslóð í Marokkó skrifi í anda prakkarasagna, þ.e.a.s. „picaresque" stílnum sem ættaður er frá Spáni og á frægasta fyrirmynd í „Lazamsi frá Tormes". „Ég skrifa ekki í prakkarastíl,“ segir Cho- ukri. „Að vísu er mikið um brögð og pretti 'v' í sögum mínum, en þannig er lífið hér. Tang- er lifir á prettum. Án pretta myndi Tanger- búinn leggjast upp í loft og geispa golunni." Þegar ég hlæ að þessum ummælum Cho- ukris, segir hann: „Þetta er alveg satt. Per- sónuleiki Tanger-búans er þannig að hann er ólmur að græða peninga en vill ekki leggja á sig neina vinnu. Hann vill fá allt upp í hendurnar án þess að svitna. Sagt er um Tanger-búann: Hann hefur augað á sjónum, eyrað á hviksögunum og rassinn á steini. Þetta er góð lýsing, því að Tanger-búinn sit- ur eins og klessa og bíður eftir að eitthvað reki á fjörur hans. Ef ég hefði fæðst í annarri borg, Tetouan, Casablanca eða Marrakech, myndi ég skrifa öðruvísi. Tanger er miklu alþjóðlegri, og fleiri.y vindar blása hér. Borgin er ekki „týpísk" og stílhrein eins og Fez, Taroudannt eða Marr- akech. Hér í Tanger sullast saman í eina súpu mislitir straumar mannkynsins.“ Þegar við erum komnir í eldhúsið og Cho- ukri byijaður sneiða niður grænmeti til að leggja undir fískinn í steikarfatið spyr ég hann hvort eitthvað sé eftir af þeirri spillingu sem Tanger var áður alræmd fyrir. „Nei, þetta er mestallt farið,“ segir hann. „Það eina sem það hefur skilið eftir sig er „nostalgía", fortíðarþrá. Rauðljósabarirnir, hórukassarnir, piltahúsin og allt heila svínarí-, ið horfið. En ljúfsár minningin situr eftir.“ „Ég sé að það er meira að segja búið að loka tehúsinu hennar maddömu Porte,“ segi ég, „þar sem fínna fólk bæjarins kom saman til hanastéls- og sjússadrykkju, þegar ég var hér tíður gestur á áttunda áratugnum.“ „Synd að við skyldum ekki þekkjast þá,“ segir Choukri og mylur kryddjurtir yfir físk- inn. „Þá var ég nefnilega stöðugt á skallan- um. En ég drakk aldrei á svo dýrum stöðum. Meira að segja Bowles, Boroughs og Gins- berg fóru þangað ekki nema múraðir gæjar á borð við Tmman Capote, Gore Vidal eða Tennessee Williams væra í bænum og borg- uðu brúsann." Talið berst að Zoco chico, aðaltorgi medín- unnar, gömlu borgarinnar, en þar var mið- stöð svallsins í Tanger meðan borgin laut - alþjóðlegri stjórn, frá 1912 til 1956. „Kránum við Zoco chico var lokað 1958, tveim ámm eftir að Marokkó varð sjálfstætt ríki,“ segir Choukri. „Þá var öll áfengissala bönnuð í medínunni. En áratug síðar upp- hófst nýtt blómaskeið á Zoco chico þegar hipparnir gerðu innrás sína, strákar og stelp- ur í neðanafklipptum gallabuxum, með poka á baki og hasspung í leðuról um hálsinn. Þetta unga fólk hersat torgið fram á áttunda áratug. Þarna voru stöðugt að takast á, eða rekast á, evrópsk menning og íslömsk. Bók mín „Zoco chico“ fjallar um þetta tímabil, þegar margt gerðist hér, bæði jákvætt og neikvætt. Kynnin við unga Evrópufólkið ýttu enn frek- ar undir löngun okkar hér að læra meira sjálf- ir, þrá eftir nýrri og betri tíð hér í landi með- öflugri menningu og upplýsingu. Við þráðum heitast það sem hippamir vom að flýja.“ Húsbeendur og h|ú Ég spyr Choukri um áhrif fyrmefndu rithöf- undanna útlendu sem hér dvöldu svo oft og lengi. Choukri segir að þeir hafí haft talsverð félagsleg áhrif og breytt mörgu í lífi þeirra sem þekktu þá. En áhrif þeirra á skrif inn- lendra rithöfunda telur hann lítil eða engin. „Fáir þessara höfunda skrifuðu nokkuð um Tanger," segir Choukri. Hann þegir augna- blik, enn þyngri á svip en venjulega, rennir fiskskúffunni inn í ofninn, lokar honum og, segir svo: „Það er eitt sem þú verður að skilja. Það var ákveðin fjarlægð milli þessara Vest- urlandamanna og Marokkóbúanna, eins kon- ar veggur eða regindjúp. Það var aldrei neitt jafnræði með þeim. Marokkóbúarnir voru^. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.