Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1997, Blaðsíða 12
ggilipi ■ ■ Myndadeild Þjóðminjasafns íslands LANDFASTUR hafís og innikróuð skip á Djúpavogi 1873. i á íslandi. Þar var næg atvinna og gnægð físks og flykktist fólk þangað, einkum af Suðurlandi. Á Seyðisfírði eignuðust þau þijú böm og árið 1890 eignuðust þau eigið hús sem þau nefndu Grýtuáreyri. Kringum húsið var eins kýrfóðurs tún en Hallur gerði út báta á sumrin til fískveiða. En svo hvarf síld- in og útgerðinni varð sjálfhætt. Árið 1904 tóku þau á leigu hálfa jörðina Geitavík í Borgarfírði eystra en undu sér ekki þar og fluttu aftur að Grýtuáreyri árið eftir. En sökum aflaleysis var afkoman erfíð og þau sáu ekki fram á að geta lifað við þetta. Vetur- Tnn 1903 var óvenjulega mikið talað um Ameríkuferðir og vestur-íslensku blöðin báru góðar fregnir af afkomu íslendinga í Vestur- heimi. Þann vetur var einnig á ferð Sveinn Brynjólfsson agent Kanadastjómar og taldi hann marga á að fara vestur. Þar á meðal vom Hallur og Guðrún. Við komuna til Winnipeg fékk Hallur strax vinnu hjá íslenskum byggingameistara. En byggingavinnan var bundin við sumartimann og á vetuma var mikið atvinnuleysi. Árið 1904 settust þau að vestan Manitoba- vatns í íslendingabyggð sem nú heitir Reykja- vik. Þau keyptu sér álitlegan bústofn, tvo hesta og net til að stunda veiðar í vatninu. Búnaðist þeim vel þama næstu árin og vom framtíðarhorfur góðar. Þrátt fyrir gott gengi kvöldust þau af heim- þrá til íslands. Vorið 1908 afréðu þau að selja bú sitt og fara aftur til íslands með það fýrir augum að eyða þar ævinni. Við komuna heim tóku hósti og bijóstþyngsli sig upp hjá Halli og varð það til þess að þau kvöddu ísland aftur sama haust. í þetta sinn settust þau að austan Man- itobavatns þar sem nú heitir Silver Bay. Þar búnaðist þeim vel. Árið 1918 var búið orðið þeim ofviða og fluttu þau til Gimli í Man- itoba. En búferlaflutningum þeirra var hvergi nærri lokið. Tvö af bömum þeirra bjuggu í Palo Alto í Kalifomíu og fluttu foreldramir þangað til þeirra. En þau söknuðu Gimli og íslenska félagsskaparins þar og úr varð, að árið 1931 fluttu þau aftur til Gimli. Heilsu Halls fór að hraka og að læknisráði fluttu þau aftur til Palo Alto 1935. Nú var aðeins eftir ferðin yfir móðuna miklu og í hana lagði Hallur 1937. Guðrún bjó hjá dóttur sinni í Kalifomíu þar til hún lést. Sagan af Sigurbirni og Mariu í Vesturförum, námshefti Helga Skúla Kjartanssonar, era nokkrar frásagnir af nafn- greindu fólki sem gafst upp í harðindunum á íslandi seint á 19. öld. Þar segir svo um fjölskyldu norðan úr Þingeyjarsýslu: Meðal vesturfaranna 1889 var fjögurra manna fjölskylda frá smábýlinu Hólmavaði í Aðaldal. Þar fór Sigurbjöm bóndi Jóhannsson með konu sinni, Maríu Jónsdóttur, og tveim- -hr bömum, Jakobínu og Siguijóni. Sigurbjöm var roskinn maður, varð fímmtugur síðar á sama ári, en María, seinni kona hans, var innan við þrítugt og bömin ung, fímm og þriggja ára. ÓLAFUR Óiafsson bóndi á Vatnsenda með fjölskyldu sinni 1883, fjórum árum áður en ógæfan dundi yfir. Myndirnar eru úr bókinni ísland fyrír aldamót eftir Frank Ponzi. ÓLAFUR Ólafsson frá Vatnsenda á fullorð- insárum. Hann var auðastur íslenzkra vest- urfara árið 1888, en snauður og nærri blind- ur sneri hann aftur heim til íslands 1918. Sigurbjöm hafði ekki ætlað sér til Amer- iku. I nærri 20 ár höfðu Þingeyingar verið að flytjast til Vesturheims, meðal annarra eldri bróðir Sigurbjöms, en sjálfur vildi hann hasla sér völl sem bóndi í föðurlandi sínu, og bóndi var hann raunar orðinn. En búskapur var ekki auðveldur norður í Þingeyjarsýslu á þessum ámm. Árið 1882 var hið harðasta í manna minnum. Hafís lá við Norðurland allt sumarið fram í september og fylgdi honum kuldatíð og hríðarveður svo að gras náði varla að spretta. Árið eftir fóru fleiri íslendingar til Ameríku en nokkm sinni fyrr. Sigurbjöm og María fóm þó hvergi, og árið eftir eignuðust þau dótturina Jakobínu. Þegar Siguijón litli fæddist tveimur ámm seinna var að hefjast langur harðindakafli. Vetumir vom kaldir og snjóþungir svo tók fyrir beit. Á vorin kom hafís og lá við land langt fram á sumar. Hann tmflaði siglingar og olli köldu veðri. Verst var árið 1887. Þá var víða matarskortur, síðasta hungursneyðin á íslandi. Þá fóm líka nærri 2000 íslending- ar til Ameríku, fleiri en á nokkm öðm ári. Enn þraukuðu Sigurbjöm og María, en þeim gekk illa að lifa af búskapnum, og tveim- ur ámm seinna fóm þau með bömin af stað til Ameríku. Þá orti Sigurbjöm þessar vísur: Fyrr ég aldrei fann hvað hörð fátækt orkað getur. Hún frá minni móðuijörð mig í útlegð setur. Eftir hálfrar aldar töf, ónýtt starf og mæði, leita eg mér nú loks að gröf langt frá ættar svæði. Sigurbjöm og María settust að í nágrenni við eldri bróður Sigurbjöms í íslendinga- byggðinni Argyle fýrir vestan Winnipeg. Þar var gott land til akuryrkju, og Sigurbjörn átti eftir að yrkja hlýlega um nýju sveitina sína þótt hann færi þangað tregur í fyrstu. HELGI SÆMUNDSSON UNDIR HAUST Lifað hef ég lángan dag, ljúfan vitað sólaryl, numið óðfús nýjan hrag, notið þess að vera til. Læddist tónn um laut og hlíð, lækur blítt við grasi hló, eyra hverju ár og síð Island töfrahörpu sló. Gladdi mig sem blómstur blátt blessuð döggin hrein og skær. Brosti jafnvel gijótið grátt geingi ég þeim skápum nær. Drynur hafið rámri raust, rökkvar brátt í sveitum hér. Út í fjarska undir haust ágætt sumar hverfur mér. Höfundurinn er skóld í Reykjavík og fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók sem vænt- anleg er i október og heitir Streym- ondi lindir. Hún verður jafnframt 7. Ijóðabók höfundorins. MARÍA SKAGAN SEIÐUR Brimsilfri drifmn sandurinn svartur kveður sín kynngiljóð skýjum á hvörfum ofar skuggadölum. Hvílíkan seið efla þá nornir í djúpinu. EYJARNAR Alkyrrar Eyjarnar kenndar við Vestmenn hefja sig yfir kvikan hafflötinn líkastar kynlegum fuglum. í grænum skrúða roðna þær við hinsta koss dags á hvörfum bak við fjöllin í fjarska svo reginblá. SVEITIN MÍN Jökulskjöldum fimm leikur sveitin mín græn að bláum víðernum ellegar skýjahrönnum. Dimmur niður brimsins við sandinn læsir sig eftir jörðinni inn í fjarskann. Ef til vill alla leið hingað hvar ég kúri í rúmi hestlaus næstum fótalaus - orðin reisa. Höfundurinn er fró Bergþórshvoli í Landeyjum, nú vistmaður hjó Sjólfs- björg í Reykjavík. >| 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.