Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 15
SYNING A JAPANSKRI SAWTIMAMYNÐLIST I HAFNARBORG SAMRUNIAUSTURS OG VESTURS SÝNING á samtímamyndlist frá héraðinu Saitama í Japan opnar í Hafnarborg í dag. Sýnd verða verk níu ólíkra listamanna með sameiginlegan bakgrunn heimahéraðsins Saitama sem liggur skammt norðan Tókýó og telur 6,75 milljónir íbúa. Sýningunni lýkur 4. ágúst Aðalhvatamaður að sýningunni er hér- aðsstjóri Saitama, hr. Yoshihiko Tsuchiya, en hann komst í kynni við Vigdísi Finnboga- dóttur þegar hún gengdi embætti forseta íslands og hreifst af landi og þjóð. Hefur hann borið sig eftir því að kynna íslenska menningu í Japan allar götur síðan. Að sögn Kristínar ísleifsdóttur, fyrrver- andi formanns Japansk-íslenska vinafélags- ins og eins aðstandenda sýningarinnar eru tildrög sýningarinnar þau að árið 1994 héldu myndlistarmennirnir Gestur Þor- grímsson og Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna) sýningu á verkum sínum í nútímalistasafni Saitama. í framhaldi af því hafi verið ákveð- ið að kynna myndlist Saitamahéraðs hér á landi og veita japönsku listamönnunum jafnframt færi á návígi við íslenska menn- ingu en hópurinn er nú staddur hér ásamt dóttur héraðsstjórans, þingkonunni Shinako Tsuchiya sem er verndari sýningarinnar. Fjölbreytni japanskrar myndlistar Kristín segir sýningunni ætlað að varpa ljósi á fjölbreytni japanskrar samtímalistar. Hvert hérað hafi sín sérkenni og hér sé Saitamahérað sérstaklega kynnt. „Japansk- ir myndlistarmenn byggja á sterkri hand- verkshefð en vestrænna áhrifa gæti mjög samtímalistinni enda dregur sífellt úr bilinu milli austurs og vesturs," segir Kristín. Rúna bendir á að japanskir myndlistarmenn séu orðnir þreyttir á því að heyra að verk þeirra séu í vestrænum anda. „Japanir til- heyra vestrænni menningu rétt eins og Ástralir og Evrópubúar," segir Rúna. „Kannski myndlistarmaðurinn Tatsuo Maj- Morgunblaðið/Jim Smart JAPÖNSKU myndlistarmennirnir (f.v.) Kasuhiro Negishi, Tatsuo Majima, Yugen Onodera og Yoshiyuki Takashima. YUKO Tange gerir grein fyrir verkum sínum. ima sýni þessa nálgun við vestræna mynd- listarhefð best í verki þar sem hann hefur djúpsteykt eftirlíkingu Venusar af Míló. Tilheyrir vestræn myndlist austrinu ef hún er matreidd samkvæmt austurlenskri hefð?,“ spyr Rúna. Veslrœn daegurmenning eg japanskar heföir Umræddur listamaður er sá yngsti í hópi japönsku myndlistarmannanna. Tatsuo Majima lauk námi frá Guilhall listaskólan- um í Ijondon en býr og starfar í Japan. Hann sýnir myndbandsverk tileinkað Eiríki rauða en þar kemur einnig við sögu al- þekkt teiknimyndapersóna, Mikki Mús. Auk þess sýnir hann verkin Von (Hope) og Frið- ur (Peace) og vísar til japanskra sígarettu- tegunda sem bera þessi nöfn. Við opnun sýningarinnar hyggst hann djúpsteikja lítil plastdýr, naut og geit, en verkið kallar hann Pulsur. Tatsuo segist vera að reyna að komast í samband við hluti sem áður voru honum framandi. „Með því að vingast við vestræna popp-list með tilvísunum í mína eigin sögu tekst mér vonandi að tengja saman austur og vestur," segir Tatsuo. Verk myndlistarkonunnar Yuko Tange eru talsvert frábrugðin myndlist Tatsuo. Hún lærði við listaháskóla Saitamahéraðs og málar með olíu á striga. Hún segir verk sín vera hugleiðingu um heiminn, um Kosm- os og Kaos og fegurð tjáningarinnar. Hún byggir verkin upp með lífrænum formum og andstæðum litum sem hún segist nota til að kalla á athygli áhorfandans. „Ég upplifi ekki list mína sem sér-japanska og ég vísa til heimsins alls í vali á viðfangs- efni,“ segir Yuko. Kristín bendir á að jafnvel þó að viðfangs- efni listamannanna séu ólík og vísi alla jafn- an ekki beint til japanskrar menningar þá sé það nú svo þegar litið er yfir salinn að verkin endurspegli öll með einhverjum hætti það umhverfi sem þau eru sprottin úr. NORRÆN NU- TÍMAHEIÐLIST TONUSr Sígildir diskar HOLMBOE Vagn Holmboe: Sinfóníur nr. 1—13; Sinfonia in Memoríam. Sinfóníuhljómsveit Árósa u. stj. Owains Arwels Hughes. BIS 843/846. Upp- taka: DDD, Tónlistarhúsinu í Árósum, 1992-96. Útgófuár: 1997. Lengd (6 diskar): 6:01.50. Verð (Japis): 4.999 kr. Hljómkviðan var Hólmbúans helzta unglingsglingur en varð þó síðar í höndum hans hvöss sem byssustingur. Vagn Holmboe er allur. Hinn hægláti Jóti frá Horsens sem unni svo mjög Færeyjum og norðurslóðum yfirleitt - hann heimsótti einnig ísland á 8. áratugnum - féll frá sl. september, bókstaflega með penna í hendi, eftir nærfellt 70 ára tónsmíðaferil, sem skildi eftir einhvern glæstasta bálk stórverka nor- rænna tónskálda á okkar aldarhelmingi sem um getur, þ. ám. 13 sinfóníur (meðal ann- arra sinfónískra verka), 21 strengjakvartett (auk 9 ótölusettra kvartetta úr æsku), 13 kammerkonserta, hátt á annan tug konserta fyrir einleikshljóðfæri og hljómsveit, auk ógrynnis kórverka og verulegs fjölda kamm- erverka. Magnið eitt segir auðvitað ekki allt. En eftir umsögnum manna að dæma sem fylgst hafa með ferli Holmboes, þá gæti þó eitt og annað bent til, að þar hafi fallið í valinn einn af merkari meisturum klassískustu tónatján- ingargreina sem Norðurlönd hafa alið á ofan- verðri 20. öld. Um það er að vísu enn erfitt að slá neinu föstu, þó ekki væri nema af því, að enn mun meginhluti afkastanna óút- gefinn á hljómplötum, en miðað við þau út- gáfuátök sem nú eru í gangi, virðist þó farið að styttast í dóm sögunnar. Kontrakvartett- inn hefur hafið innspilun á kvartettunum (sem Kaupmannarhafnarkvartettinn hóf en lauk ekki við), Radiounderholdningsorkestret á kammerkonsertunum, og fyrstu heildarút- gáfu á sinfóníum Holmboes lauk á þessu ári með hérumræddu 6 diska framlagi Árósa- sveitarinnar á BIS undir stjórn hins velska Owains Arwels Hughes. Holmboe kynntist Carl Nielsen í lifanda lífi, og þó að hann nyti ekki beinnar kennslu þessa mikla fjörgara sinfónískrar nýsköpun- ar, þá hlutu áhrifin samt að segja til sín, eins og gerðist hjá heilli kynslóð danskra tónskálda á 4. áratug, t.d. í upphafi 5. sinfón- íunnar, er hljómar verulega nielsenskt. En hriffletir urðu miklu fleiri, meðal þeirra Bart- ók (í fyrstu strengjakvartettunum), Strav- insky (í 4. sinfóníu (Sinfonia Sacra), einu sinfóníu Holmboes með kór, sem ber skynjan- legan enduróm af Sálmasinfóníunni), og módala tóntakið í þjóðlögum almennt og rúm- enskum þjóðlögum sérstaklega, en til þess lands sótti tónskáldið bæði innblástur og eig- inkonu sína Metu, píanista, ljósmyndara og glerlistamann, snemma á 4. áratug. í skyndiúttekt sem þessari er helzt við að bæta, að Holmboe þróaði upp frá 6. sinfóníu sinni, um svipað leyti og Niels Viggo Bent- zon, það tónsmíðaverklag er kennt hefur verið við „metamorfósu" eða umbreytingu, þar sem framvindan mótast af organískum vexti smáfrumna, er þeir kollegar kölluðu „form okkar tíma“. Hélt Holmboe blýfast sínu striki, að mestu ótruflaður af uppákomu- umróti 7. áratugar, og virðist tíminn þar óneitanlega hafa unnið með honum. Síðan er svo spurningin: hvað varðar þetta allt al- mennan áheyranda í dag? Það sem fellur einna fyrst í eyrun er tilfinn- ingin fyrir lagrænm framsetningu, sem ásamt öruggum tökum á pólýfóníu (Holmboe nam þá grein hjá engum verri manni en Palestrina- sérfræðingnum Knud Jeppesen) ljær efninu sérkennilega tímalausu gegnsæi. Einnig má fljótt kenna óbilandi næmi höfundar fyrir vexti og framvindu, sem tryggir víðast hvar upplifun af samfelldri heild, enda þótt tóna- málið sem slíkt þróist langan veg frá síðróm- antískulegu upphafi 4. áratugar að fjölhliða völundarhúsi þess flókna veruleika sem menn búa við hér í aldarlok. Svo mikið er þó víst, að hvar sem ber niður, þá má oftast finna hvort tveggja hlið við hlið: ljóð- og lagrænan tærleika og kraftmikla byrstingu, er komið gæti ýmsum á óvart. Effektar eru ævinlega hannaðir til að endast fremur en að koma hlustendum í opna skjöldu hér og nú. Ef benda ætti - að lífi viðlögðu - á íslenzka hliðstæðu, dytti manni helzt í hug Jón Nor- dal, þó að höfundarnir séu vissulega álíka skyldir og nótt og dagur að stíl. En vegir heiðlistar á 20. öld eru órannsakanlegir, og Vagn Holmboe býr yfir ýmsum leyndum dóm- um sem ljúkast fyrst upp eftir ítrekaða hlust- un. Hver sá er finnur innra með sér, að feg- urðin er systir hrottans, ætti að skilja þetta. Flutningurinn er innlifaður og snarpur. Menn hafa einkum kvartað yfir tvennu, of fáliðuðum strengjum og of þurri akústík, en ekki fannst mér það samt frágangssök. Að öllu samanlögðu verður að segja, að fyrir útlagðan kostnað fáist hér afar eigulegt heild- arsafn af líklega fremsta sinfóníusmið vorra tíma á Norðurlöndum. Ef nokkuð væri til að vasast út af, væri það sjóskíðayfirferð Knuds Kettings í bæklingnum, en á hinn bóginn er takmarkað hvað gera má 14 stórum hljóm- sveitarverkum skil á 4 tungumálum (ensku, dönsku, þýzku og frönsku) á jafn rúmlitlum vettvangi. BERWALD Franz A. Berwald: The Complete String Quartets (strengjakvartettar nr. 1-3.) Yggdrasil-kvartettinn. BIS 759. Upptaka: DDD, Lanna kirkju, Svíþjóð, 1996. Utgáfuár: 1996. Lengd: 76:58. Verð (Japis): 1.490 kr. Engin furða ef nýútkomnum strengja- kvartettum Jóns Leifs á BIS hefur vegnað vel meðal plötuumfjallenda í fyrrasumar, því hvað sem segja má um kosti tónverkanna sjálfra, þá hafa þau ekki komizt hjá því að færast í æðra veldi í meðförum Ygg- drasil-kvartettsins sænska. Þetta má a.m.k. álykta af hérlægum hljómdiski með öllum þrem strengja- kvartettum Berwalds, þar sem tónamál höfundar veitir öllu auðmetanlegri saman- burðargrundvöll en hinn einstaki stuðlabergs- stíll Jóns. Sænsku piltarnir í hinum til þess að gera kornunga Yggdrasil-kvartett (st. 1990) leika nefnilega af þvílíkri snilld að leiðir hugann að skærustu stjörnum kammer- festingar, og nægir að nefna Amadeus kvartettinn, þar sem Yggdrasilsfélagar voru reyndar „í læri“ um hríð. Með fullri virðingu fyrir Anton Kontra og dönskum félögum hans væri sannarlega ekki ónýtt að fá að heyra hinn mikla kvartettabálk Vagns Holmboes hljóðritaðan í heild með þessum ungu virtúósum. Það er því komið að hinni sígildu spurn- ingu: var Franz Berwald (1796-1868) virkilega svona góður, eða er hann bara afburðavel fluttur? Svar: líklega hvort tveggja. Þó að Berwald hafi ekki tekizt að höfða til undirritaðs með nýuppvakinni róm- önsu-skotinni óperu sinni „Estrella de Soria“ (Musica Sveciae MSCD 523), þá má heyra alla þá breidd, dramatík og hugmyndaauðgi sem þar virðist vanta á strengjakvartettum hans frá 1818 (nr. 1 í g-moll) og 1849 (nr. 2 og 3 í a-moll og Es-dúr). Og meira til, því í raun eru kvartettamir með því framsæknasta sem kom frá Norðurlöndum á sínum tíma og að mörgu leyti langt á undan samtíðinni, enda mætti þeim algjört skiln- ingsleysi heima fyrir, þó svo að nafni höfundar sunnan Eystrasalts, Franz Liszt, hafi haft á þeim miklar mætur. Ber að harma að Berwald auðnaðist ekki að semja fleiri kvartetta, því vald hans á greininni er nánast ótrúlegt. Og, sem sagt, ekki versna verkin í þessum flutningi, sem ber öll helztu aðalsmerki samstillingar, snerpu og fágunar. Upptakan nær einhveijum bezta óskahljómi sem kvartettunnandi getur farið fram á. Sannkallaður ijómi ijómans! Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.