Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 3
l.lSBOk MORGLNBLAÐSBVS ~ MENNEVG LISTIH 29.tölublað - 72. árgangur EFNI Auga aldarinnar, er heiti á grein eftir Þorra Jóhannsson og fjallar um sýningu í Madrid um hinn heimsfræga, spænska kvik- myndagerðarmann, Luis Bunuel, sem starfaði í útlegð í Mexíkó í 30 ár eftir sigur fasista. Þesi sýning í Menningarmið- stöð Soffíu drottningar þykir afbragðs vel gerð og skoðandinn kemst vel inn í hugarheim Bunuels. Eiríkur prestur í Vogsósum i Selvogi hefur orðið þjóðsagnapersóna fyrir fjölkynngi, en við nánari athugun kemur Hjós vammlaus maður og innhverfur, sem aldrei kvæntist og var barnlaus, segir Konráð Bjarnason fræðimaður í grein um Vogsósaklerkinn. Yfir Sandinn Það er annar hluti greinar Tómasar Ein- arssonar sem hér birtist og fjallar um hrakninga og villur, sem menn lentu í fyrr á tímum, þegar farið var yfir Sprengisand ýmist ríðandi, gangandi eða á skíðum. Sumir náðu aldrei í áfangastað og meðal þeirra er Starkaður sá, sem átti unnustu syðra og varð úti undir steini, sem síðan er við hann kenndur. Ofvirkni er heiti á 6. grein Þorsteins Antonssonar, rithöfundar, um farvegi þeirra, sem eru öðruvísi. Meðal ofvirkra ólátabelgja, sem margir kannast við, er teiknimyndaper- sónan Denni dæmalausi, en einkennin eru t.d. óeirð, athyglisbrestur, ómarkviss at- hafnasemi og afbrigðilegt málfar. Þrír eldar er útilistaverk eftir Huldu Hákon sem vígt var i bænum Vefsn í Nordland-fylki í Noregi fyrr í sumar. Verkið er eitt 33 verka sem listamenn um heim allan voru beðnir um að vinna fyrir jafnmarga bæi í fylkinu. í samtali við Lesbókina segir Hulda frá verkinu sem var þijú ár í vinnslu. ON lceland 1997 nefnist sýning sem hefst i Nýlistasafninu um helgina en þar verða sýnd verk mynd- listarmanna sem vinna í tímatengda miðla. Hulda Stefánsdóttir kynnti sér dagskrána og ræddi við Hannes Lárusson sem haft hefur umsjón með verkefninu. JÓHANN GUNNAR SIGURÐSSON ÍVAL Riddarinn hallast við brotinn brand, bærist hans kalda vör: „Nú er dauðinn að nálgast mig, nú er mér horfið fjör.“ Riddarinn hallast við brotinn brand, blæðir hans djúpa und: „Lífið var áður svo Ijómandi bjart, nú lokast hið hinsta sund.“ Riddarinn hallast við brotinn brand, bleik er hans unga kinn: „Ekki er ég vitund hræddur við hel, en hefndu mín, vinur minn.“ Riddarinn hallast við brotinn brand, bíður hans mannlaust fley: „Ég ætlaði að vinna mér fé og frægð og festa mér unga mey. “ Riddarinn hallast við brotinn brand, brosir svo hægt og rótt: „Kóngsdóttir fyrir handan haf, lyartað mitt, góða nótt. “ Jóhann Gunnar Sigurösson, 1882 - 1906, fæddist að Milclaholtsseli í Mikla- holtshreppi. Hann orti Ijóó og somdi smósögur og eftir daga hans kom út bókin,- Kvæði og sögur (1909). Forsíðumyndin er af útilistaverki Huldu Hókon, Þrír eldar, í Vefsn í Noregi. RABB VINNUBRÖGÐ SEM ENGU SKILA Um daginn varð á vegum mínum hefti af banda- ríska tímaritinu „Time“. Á forsíðu þess var mynd af Babelsturninum og hjá honum stóð að helm- ingur tungumála heims- ins ætti ekki annað fyrir sér en deyja út og var spurt, hvort það skipti máli. I grein sem forsíðumyndin vísar til er sagt að þar sem tjáskipti, ferðalög og viðskipti séu að gera heiminn sífellt minni, deyi tungumál nú út með ógnvænlegum hraða. Sagt er að um það bil 6.500 tungumál séu nú töluð í heiminum og séu mörg þeirra í stórhættu eða þá um það bil að hverfa. Málfræðingartelja að eitthvert tungumál deyi út einhversstaðar í heimin- um allt að því aðra hverja viku. Michael Krauss, sérfróður um tungumál í hættu, við Fairbanks-háskólann í Alaska, telur hættu á að 95% af tungumálum heimsins deyi út á næstu öld ef fólk bregðist ekki hart og fljótt við vandanum. En er eitthvað að óttast þótt þannig fari? Tungumál er, þegar öllu er á botninn hvolft, tæki okkar til að skilja hvert ann- að, og ætti því beinlínis að vera hagræði að því fyrir fólkið í heiminum að tungumál- unum fækki og sem flestir tali sama mál, svo það eigi auðveldara með að skilja hvert annað án þess að eyða fyrst ótæpilegum tíma og fyrirhöfn í að læra framandi tung- ur sem lærast þó aldrei til hlítar nema fyrir langdvöl í viðkomandi landi. Já, það er mikið að óttast. Með hveiju töpuðu tungumáli glatast heill menningar- heimur. Eins og dauði dýralífs á tilteknu svæði gerir það fátækara, gerir glataður menningarheimur viðkomandi svæði aum- ara, þeim andlegu fjársjóðum sem þar sköpuðust verður fleygt í ruslagáminn og ruðurnar vekja ekki áhuga neinna al- mennilegra manna. Sú þjóð, sem ekki stendur vörð um menningu sína og tungu, líður undir lok og má líða undir lok. Að slíkri þjóð er engin eftirsjá. Og við þessa hugsun staldraði ég. Hættan blasir við, á því er enginn efi, en ég trúi því ekki að þjóð eins og okk- ar, sem barðist eins og ljón fyrir sjálf- stæði sínu og tungu eigi eftir að lyppast niður í þeim amlóðahætti að glata tungu- máli sínu. Víst er erfitt að standa vörð um mál sem aðeins milljónarfjórðungur talar og við ættum aðgang að ólíkt meiri fjölda af íbúum heimsins og menningu þeirra ef við töluðum t.d. ensku, spænsku eða kín- versku. En lætur nokkur þjóð sem er annt um menningu sína, hana í skiptum fyrir aðra og framandi menningu, hversu góð sem hún annars kann að vera? Ekki trúi ég því. En til þess að þetta fari ekki á verri veg þarf að taka upp markvissa baráttu fyrir vernd málsins og auðgun þess. Ekki með því að búa til sérviskuleg orð yfir það sem tjáð hefur verið mannsöldrum saman með öðrum orðurn, jafnvel þótt þau hafi ekki þótt vera gallalaus fyrsta kastið. Ekki með því að taka upp hallærisorð eins og Mexíkói og mexíkóskur, fyrir orð sem voru löngu orðin föst í málinu, mexíkani og mexíkanskur, enda þótt ending þeirra kunni að minna nokkuð á enskar ending- ar. Við megum ekki þjást af svo miklu ofnæmi gagnvart enskunni að við þolum ekkert orð sem ber keim af því máli. Það minnir á einstaka málfarslega hreinlífis- menn sem eru enn að betjast við „dönsku- slettur". Mér flýgur einnig í hug orðið „hómi“ sem ágætur og velviljaður maður vildi láta koma í stað orðsins „hommi“ sem allir nota. í því sambandi dettur mér í hug annar íslenskuvinur sem spurði afgreiðslu- stúlku í búð hvort hún ætti til „togs- meygju“ (teygju). Stúlkan roðnaði við og sagði: „Nei, en ég held þær fáist í apótek- inu.“ Nei, við vinnum ekkert á með svona asnalegum vinnubrögðum. Við verðum að muna að íslenskan hefur drukkið í sig fjölda erlendra orða á undanförnum öldum og gert þau íslensk. Auðvitað heldur sú þróun áfram. Laxness sagði eitt sinn að rithöfundur notaði þau orð sem hann þarfnaðist til þess að gera listaverk sitt eins úr garði og hann óskaði, hvort sem þau væru íslensk eða erlend. En við þurf- um að ráðast að vandanum við rætur hans. Kenna börnunum að tala skýrt og rétt mál frá upphafi, með því að lesa fyrir þau og láta þau lesa, láta þau læra utanbókar vísur, kvæði ogtalshætti, sem við lærðum sjálf í bernsku, og ef því er ekki sinnt á heimilunum verða skólarnir að skerast í leikinn og sleppa ekki hendinni af nemend- unum fyrr en þeir geta talað og skrifað tungumál sitt skammlaust. Mér er ljóst að margir foreldrar og sumir kennarar eru lítt til þessa fallnir fyrir slælega menntun sína og andlega fátækt. Og mér er líka ljóst að kennslustarfið verður að efla til góðra hluta og búa kennurum þau launa- kjör að gáfaðir og hæfir menn fáist til þeirra starfa, svo að hægt verði að losa stéttina við óhæfa starfsmenn. Okkur er deginum ljósara hversu málfari hefur hrakað meðal nokkurs hluta íslensks æskufólks. En það er ekki aðeins æsku- fólkið sem talar vont mál með óskýrum framburði. Jafnvel þulir í sjónvarpi og við- mælendur þeirra láta út úr sér ambögur og málvillur sem ekki heyrðust fyrir nokkr- um áratugum. Þulur verður að vera það vel að sér í íslensku máli að hann geti leiðrétt augljósar málvillur í textanum sem hann les. Við segjum ekki að bátur brotni í spað, heldur í spón. Við segjum ekki: „hann hríndi eins og barn“, heldur „hrein“, við spyijum ekki: „Ert þú með eitthvað uppi í handraðanum?“, við segjum ekki: „flest eru þetta harmlausar tegundir“, við segjum ekki „hitinn kólnaði“ og við segjum ekki að Napóleon hafi sigrað hveija orr- ustuna á fætur annarri og ekki heldur að Spánveijamir hafi fundist „heilir á höldnu." Allt eru þetta dæmi úr sjónvarp- inu og hefur Stöð 2 vinninginn í fram- leiðslu slíkra málblóma. Augljóst er að taka verður á svo um munar til þess að vemda tunguna. Ekkert kák dugir, heldur barátta sem byggð er á viti. Það þýðir t.d. ekkert að koma með ■ skrár yfir hin einu sanníslensku manna- nöfn sem nota megi hér á landi en láta sem menn sjái ekki að þorri landsmanna gefur þessum reglum langt nef. Baráttan fyrir því að nota orðið „hönd“ í nefnifalli og þolfalli er löngu töpuð og skiptir ekki miklu máli, finnst mér. Öll tungumál breyt- ast nokkuð með tímanum og ræður notkun fólksins mestu um hvaða orð ná fótfestu og hvaða breytingum þau taka. Orðin „þota“ og „þyrla“ eru góð dæmi um ágæt- ar tillögur sem sigruðu á augabragði. Og hvað sem moðhausar segja er frábær að- ferð til að kenna börnum gott mál að láta þau læra utanbókar - en aðeins ljóð og laust mál af því besta sem finnst í menn- ingu okkar. TORFI ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.