Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 13
BACHSVEITINNI hefur vaxið fiskur um hrygg á tíu árum og fer í sína fyrstu tónleikaferð til útlanda í byrjun ágúst og fyrirhugaðar eru upptökur með leik sveitarinnar. HRATT LEIKIÐ í SKÁLHOLTI SUMARTÓNLEIKAR Skál- holtskirkju eru að þessu sinni tileinkaðir Guðmundi Óla Ólafssyni staðarpresti, sem láta mun af embætti í lok þessa árs. Bachsveitin var stofnuð árið 1986 og hefur nú í fimmta sinn fengið fiðlu- leikarann Jaap Schröder til að stjórna tón- leikum í Skálholti, en hann hann leikur jafn- framt einleik á fiðlu og Ólafur Kjartan Sig- urðarson syngur einsöng. Snörp og hröð strok Bachsveitin notar sem fyrr barokkhljóð- færi á tónleikunum sínum, en slík hljóðfæri voru notuð á þeim tíma sem Bach og Vi- valdi kepptust sem ákafast við skriftir. Barokkhljóðfæri eru mun léttari en seinni tíma hljóðfæri, sem gerir það að verkum að leika má mun hraðar en ella. Bogar strengjahljóðfæranna eru mun léttari og eru þannig betur fallnir fyrir snörp og hröð strok. Þrátt fyrir að heimildum beri ekki alltaf saman um hversu hratt tiltekið tón- verk var leikið á baroktímanum má þó halda því fram með nokkurri vissu að barokverk séu leikin hægar í dag. „Aðalheimildirnir um hraðann frá baroktímanum eru pendúl- mælingar, en taktmælar voru þá enn ekki komnir fram á sjónarsviðið," segir Helga Ingólfsdóttir listrænn stjórnandi Sumartón- leika Skálholtskirkju. „Við rannsóknir kem- ur fram að barokkverk voru sum hver leik- in ákaflega hratt. Hins vegar átti hver þjóð sín sérkenni og verkin leikin mismunandi hratt eftir því hvort það var í Þýskalandi, Ítalíu eða Frakklandi. Hlutirnir voru ekki eins staðlaðir og nú.“ Úr dómkirkju i dómkirkju Bachsveitin fer í sína fyrstu tónleikaferð í byrjun ágúst og er förinni heitið til Frakk- lands,en tónleikaferðina hefur Jaap Schröd- er undirbúið. Bachsveitin leikur á fernum tónleikum og meginuppistaðan í efnis- skránni eru óþekkt verk eftir Handel, Purc- ell, Telemann og fleiri frá sautjándu og átjándu öld, sem Jaap hefur grafið upp í tilefni fararinnar og einnig leikur Bachsveit- in verk eftir Jón Leifs auk gamalla and- legra söngva frá sautjándu öld. „Fyrstu tónleikarnir verða í Dómkirkj- unni í Bourge, sem er dásamleg bygging, en hugsunin er sú að tengja saman dóm- kirkjur frá Bourge til La Prée og Saint Outrille," segir Jaap um ferðina. Tónlistar- fólkið mun einnig fara í skoðunarferðir og dvelja í húsakynnum Jaaps í Bourge. Bach- sveitinni hefur farið stöðugt fram að mati Jaaps og segir hann að gott sé að vinna Þriója tónleikahelgi Sum- grtónleikg Skólholtskirkju hefst í dag. Bachsveitin undir stjórn Jaap Schröd- ers er þar í aóalhlutverki og nólgast aó auki nýtt skeió í starfssemi sinni eins og ÖRLYGUR STEINN SIGURJQNSSON komst aó er hann heim- sótti listafólkió ó æfingu. SUMARTÓNLEIKAR Skálholtskirkju eru nú haldnir í 23. skipti og eru þeir tileinkaðir Guðmundi Óla Ólafssyni staðarpresti, sem lætur af störfum f árslok. með íslensku listafólki ekki síst vegna þess hversu áreiðanlegt það sé. Þá eru fyrirhug- aðar upptökur með sveitinni áður en langt um líður svo ljóst má vera að vinna síðasta áratugar hefur heldur en ekki skilað ár- angri. Röddin ■ heilbrigóa endurhæfingu A tónleikunum um helgina syngur Olafur Kjartan Sigurðarson baríton meðal annars kirkjulög eftir Jón Leifs og var hann því spurður hvernig þau féllu inn í efnisskrána með verkum baroktónskálda. „Jón Leifs fer afskaplega vel við barokkverk og verk hans hæfa hljóðfærunum ákaflega vel og ég held að hann muni sóma sér vel á þeim stöðum í Frakklandi sem við munum flytja efnisskrá okkar,“ segir Olafur. Hann söng nokkuð eftir Jón Leifs á námstímanum og segja má að verk hans hafi orðið til þess að Ólafur tók þá ákvörðun að fara í söng- nám á sínum tíma. Hann hefur lítið komið fram á íslandi síðustu þtjú árin að undan- skildum Sumartónleikum í Skálholtskirkju og segir það dýrmæta reynslu að fá að vinna með því mæta fólki sem standi að sumartón- leikunum. „Þessi söngstíll barokksins er ólíkur óperusöngnum sem ég er vanur og það er eins og röddin komist í heilbrigða endurhæfingu þegar maður syngur barokk- ið,“ segir Olafur. „Maður hefur ekkert að fela sig á bak við og nákvæmnin í söngnum þarf að vera mikil. Það er ekki hægt að að láta röddina vaða áfram heldur þarf raddstjórnunin að vera mikil.“ Ólafur fékk sendar hugmyndir að efnisskránni frá Helgu og Jaap í ársbyijun og því næst völdu þau í sameiningu þau verk sem nú eru á efnisskránni í samræmi við rödd Ól- afs og hljóðfæraskipaninni. Erindi um hljóófaeraeign íslendinga óóur fyrr Dagskráin í Skálholti hefst í dag kl.14 með erindi Guðrúnar Kvaran um hljóðfæra- eign íslendinga áður fyrr og kl. 15 stígur Bachsveitin fram og leikur söng- og strengjaverk eftir Purcell, Leclair og nána ættingja Bachs. Kl. 17 flytur Bachsveitin söng- og strengjaverk eftir Handel, Biber og Telemann. Á morgun, sunnudag hefst dagskráin kl. 15 með úrvali úr efnisskrám laugardagsins og kl. 16.40 syngur Ólafur Kjartan Sigurð- arson kirkjulög eftir Jón Leifs. Þessari þriðju tónleikahelgi Sumartónleika Skál- holtskirkju lýkur svo með messu með þátt- um úr tónverkum helgarinnar og stólversi eftir sr. Einar Sigurðsson í Eydölum. Boðið er upp á barnagæslu á meðan tónleikunum stendur og aðgangur er ókeypis. AÐ MATI Flindt Christensen fellur Madonna í skuggann af Andreu Gylfadóttur. íslenskt leikhúslíf til umfjöllunar í Information Engin miðnætursól án myrkurs DANSKA leiklistargagnrýnandann Anne Flindt Christensen, sem skrifar í Information, skortir ekki orð til að lýsa íslensku leikhúsi, sem hún kynnti sér í miðnætursólinni fyrr í sumar. Er skemmst frá því að segja að Flindt Christensen er stórhrifin af íslensku leikhúslífi og raunar öllu því sem fyrir augu ber hér á landi, „þvi allt hér á íslandi er óvefengjanlega öðruvísi. Villt- ara og ákafara en á hinum Norðurlönd- unum - og stjórnlaust á þennan ómót- stæðilega, náttúrustýrða hátt; eldfjall er eldfjall er eldfjall.“ Flindt Christensen sá Evítu og hrósar Andreu Gylfadóttur í hástert, segir Madonnu falla algerlega í skuggann af mikilli náttúrurödd hennar. Andrea tjái sig með glæsileik hetjunnar og blæ- brigðaríkum sársauka. Egil Ólafsson segir hún ólga af kynþokka, konurnar í plussklæddum stólunum mali af frygð þegar hann syngi og leiki. Flindt Christensen segir Andrési Sigurvinssyni leikstjóra hafa tekist að skapa „náttúrulegan" leikstíl og að til- finningin sem sitji eftir að sýningu lok- inni sé að áhorfandinn hafi hitt raun- verulegar manneskjur, sýninging sé nokkurs konar „nándar-Evíta“. Leikar- arnir nái svo góðum tengslum við áhorf- endur að það veki manni nánast óró- leika. Sviðsmynd Axels Hallkels Jóhannes- sonar segir Flindt Christensen hug- myndaríka og nýta lítið rýmið afar vel. Og dansararnir fá ennfremur góða umsögn, Hany Hadaya og Sigrún Waage dansi tangó af sömu spennu og fimi og Argentínumenn. „Vissulega má halda því fram að það sé bijálæði að leika Evítu í Reylyavík ... En þegar þessi suð- ur-ameríska saga heppnast svo frábær- lega hér í hinu kalda norðri er það væntanlega vegna þess að stolt og frá- sagnargleði, sem er einfaldlega íslensk, bera sýninguna uppi.“ Líkamarnir ráða Sýning leikhópsins Augnabliks á Trist- an og Isól fær einnig góða umsögn. „Með heiðarlegum íslenskum tilfinninga- hita er aflijúpaður harmleikurinn um parið sem hittist og verður óskaplega ástfangið, þvert á fordæmingu ojg hjóna- bönd sem ekki var óskað eftir. I þessari sýningu eru það líkamamir sem ráða. Þegar Tristan skríður fyrsta sinni á fjór- um fótum að ísól, liggur hún á bakinu og hreyfir útglenntar tæraar eins og hún sé reiðubúin að ná honum með hverjum vöðva líkamans." Ásta Arnardóttir er „fögur og grann- vaxin en sterk“ og Erling Jóhannesson líkist hetjumyndinni en sá sem stelur senunni er Björn Ingi Hilmarsson sem hefur sterka nánd á sviði. Skipulögð tjáning „Tristan og ísól er áhugaverð sýning vegna þess að hún eys mögnuðum áhrifamiðlum sínum á hirðuleysislegan og húmorískan hátt yfir áhorfandann ... Þess utan hreyfa leikararnir sig af skipulagðri tjáningu sem gerir orðin oft óþörf. Eins þversagnakennt ogþað kann að hljóma, þá eru hreyfingarnar ekki fallegar. Líkamarnir engjast og beygja sig í vellíðan og sársauka, svo að fegurð- inni er snúið á rönguna og viðkvæmnin breytist í löngun. Og á sama hátt bland- ast hinn teinrétti íslenski líkamsburður við afskræmdar hreyfingar sem eru eins og þær séu teknar beint úr hinum jap- anska butoh-dansi, þar sem ljótleikinn er hafður í hávegum. Með þessum áhrifavöldum skapar hið íslenska leikhús órjúfanlega tengingu við gróft hraunið og óútreiknanlega jökla. Listin hreinsar náttúruna, en bak- hliðina er ekki hægt að fela. Engin miðnætursól án myrkurs.“ LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.