Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 7
stjóri“ eftir Valle sem Gironela var að mynd- skreyta. „Ef við deyjum ekki eins og við lifðum er það vegna þess að lífið sem við lifðum var ekki okkar“. Hann segir í nýlegu viðtali: „Dauðinn heldur áfram að vera óþægileg- ur gestur sem hefur ekki hætt grimmum hryllingi, spillingu og sársauka. En það gerast líka ólíkir hlutir. Uppreisn sú sem Zapatistar hafa gert undir forystu Marcosar er það mikilvægasta sem hefur gerst í Mexíkó síðustu ár.“ Gironella heldur mikið upp á Emiliano Zapata og var boðaður á fund Marcosar og heiðraður af hreyfingunni, og verk hans voru þar á heiðursstalli. Sýn aldarinnar Sýn aldarinnar heitir aðalhluti sýningar- innar. Þar tekur á móti manni negatív-upp- lýst portrett Man Rays af meistaranum. Bækur Bufiuels liggja ofan í hringlaga steyptu formi með gleri yfír að utan og á ofan er vitnað í síðasta handritið. Sex stór- ar myndir lárétt í röð í ljósakössum sum- staðar úr ólíkum kvikmyndum þar sem ver- ið er að gera svipaða hluti eða tengda. Sama þemað og stundum þijár úr einni kvikmynd saman er beggja megin veggja í löngum salnum. í næsta hringformi eru fímm sjónvörp í óreglulegri uppröðun með trommumúsík og óteljandi trommuleikurum sem berja skinnið í gegn. Þú horfir niður á þessa trommuskrúðgöngu og ofan á gler- inu stendur að Bufiuel hafi fyrst heyrt í trommu átta mánaða. Næst er gömul kvik- myndavél er rennur á teinum á palli sem fer fram og aftur og kastar breytilegum myndum á tjald á enda brautarinnar. Sex sjónvörp eru á hliðunum undir brautinni, með ártölum og tímabilum er tengjast ævi og tímaskeiðum aðalpersónunnar og eru myndirnar mjög hraðklipptar ofan í hver aðra. Á veggnum er frasi frá De Sade sem sagði: Allt er leyfilegt því í okkur er allt guð. Eftir endilöngnum miðjum salnum eru skilrúm sem mynda sexhyrning með mynd- verkum eftir súrrealista, vini Bufiuels og fleiri myndverkum er tengjast efniviðnum. Myndirnar eru sitthvorum megin á skilrú- munum. Þar er Picabia, Raúl Ubal með sykurhaus- kúpu í anda dags hinna dauðu í Mexíkó, Dalí og hauskúpa, dauðadýrkunar- og guðl- astsmyndir og mjög svo demonískar marg- ar, t.d Remedios Varo kona og andi nætur- innar 1952. Sex myndaseríurnar eru í sam- hengi við þetta og eru flestar nærmyndir. Allsber vel vaxin kven-Jesú frá 5. áratugn- um úr tré á róðurkrossi eftir ónafngreind- an. Mikið um afbakaðar krossamyndir. Málverk af hlæjandi Jesú með þyrnikórónu að skoða innaní kirkju eftir Clois Troille 1942. Guðlaststeikning eftir rússneska kvikmyndagerðarmanninn Eisenstein. Bre- ton með þyrnikórónu og lokuð augu, en guðlastið var súrrealismanum nauðsyn. Súrrealistar vildu líka brenna söfn. Mikið um mexíkönsk dauðahauskúpuáhrif og ser- ía eftir Max Ernst. Ríkjandi dauðaþrá eða fóbía sem getur haldist í hendur. Á hliðunum eru tréstöplar með samtals- brotum úr myndunum og ef maður hallar sér að þeim getur maður heyrt þessi völdu samtöl en stundum aðeins tónlist úr mynd- unum. Myndverk og ljóð eftir Lorca 1934 sem heitir „Aðeins dauðinn". Dauðadýrkun og enn ein mexíkönsk hauskúpumynd eftir Man Ray. Setning á vegg: „Ekkert heldur okkur jafn vel vakandi og að hugsa stöðugt um dauðann.“ Luis Bufiuel. En mikið er um frasa á veggjum. Síðan kemur kaflinn um kynhvötina. Myntlíkjöra glasajakki Dalís. En myntlíkjör þykir erótískur í Frakklandi. Tanguy og Masson. „Því í mannverunni eru tvö eðli. Eðlið sem móðirin og systirin held- ur við. Það er hið skynlausa eðli, óvinur mannsins sem heldur niðri frumdýrinu í börnum sem eru ekki undirgefin lögum þeirra.“ F.G. Lorca. Stendur stórum stöfum á veggnum. Undarlega samsettar dúkku- myndir eftir Hans Bellmer. Sjónvarpskoss með sömu myndinni. Guðdómlegt svall. „Þeir kalla Buftuel öllum illum nöfnum, svikara, anarkista, öfugugga, myndbijót, guðlastara og níðing. En þeir kalla hann ekki bijálaðan. Það er augljóst að það er bijálæði sem hann sýnir en ekki hans eigin heldur bijálæði siðmenningarinnar." Henry Miller. Ein af tilvitnunum á veggjunum. Vefa frelsisina Í 4. sal er Vofa frelsisins, stór mynd þar sem allir sitja saman við borð og drekka og ræða en eru með girt niður um sig á klósettum. Skambyssur í glerkassa og lang- ur listi yfir vopnasafn Bufiuels. Gamlar byssur eru fyrirferðarmiklar í sögu augans. Súrrealistaávörp og áróður í glerkössum. Miró og Jean Arp. Saga augans II 1929-45. Augntaktmælirinn þekkti eftir Man Ray og augnamyndir eftir því. Er það ekki einhver- staðar talið innan sálfræðinnar að augna- þráhyggjumyndir lýsi ofsóknaræði. Angist- armyndir eru margar. Hreyfimynd af sporð- drekum slást á steini í svarthvítri tunnu ofaní hringlaga brunni. í svartfóðruðum bíósal er saga augans þar sem ríkir kapellustemmning, súrreal- istávörpin liggja í glerkassa og passamynd- irnar af meðlimum hópsins sem fylgdu eru uppstækkaðar og baklýstar á svörtum veggjum. í innra herberginu eru myndirnar af Dali og Bufiuel andspænis hvor öðrum 1927. Andalúsíuhundurinn er frumsýndur var 1929 er sýndur þar. Myndin rúllar og þá sé ég hvað augljóst er að skoma augað er úr dauðum asna en hræið kemur svo seinna einnig fyrir í myndinni, bundið í píanóið sem aðalhetjan dregur. Brot úr fílm- um klipptum úr Andalúsíuhundinum í ljós- kassa. í játningum sínum eignar Dalí sér að sjálfsögðu allan heiðurinn. Hann skrifaði handritið en móðir Bufiuels fjármagnaði. Tilgangurinn var að hrista upp í borgara- legu snobbi og pirra menntamenn Parísar. Myndin var hreyfímálverk Dalís er með miklu höggi sýndi snilld hans og hæfíleika Buftuels sem var sendiboði frægðar snill- ingsins. Handrit Bufiuels var barnalegt en Dalí skrifaði honum að hann væri einmitt með handrit sem myndi bylta samtímakvik- myndagerð og hann yrði að koma strax. Hann kom. Niðurstaðan var Andalúsíu- hundurinn og Bufiuel snéri aftur til Parísar með handrit undir hendinni. Myndin átti að draga hvern áhorfanda til hinna leyndu djúpa unglingsáranna, töfra draumanna, leyndar lífs og dauða. Þetta var verk sem átti að þurrka út viðtekinn hugsunarhátt. Á hálftíma var ætlunin að undirstrika nafn- ið Dalí með eldi og höggva inní minningar áhorfendanna með martraðarfullum og súr- realískum stöfum. Svo listmálarinn gæti stokkið inn á svið frægðarinnar risaskref- um. Þetta var þá andkvikmynd gegn öllum reglum formsins með uppreisn, angist, draumi, ímyndun og skatalógíu. Kvikmyndasagnfræðingar verða að við- urkenna að þessi þá hneykslanlega mynd markaði tímamót í kvikmyndalistinni. Bufiuel valdi aðalleikarann Pierre Barchef sem gat verið út úr augnrifunni í byijun myndarinnar. Hann þjáðist í óstöðugu jafn- vægi á mörkum meðvitundar og meðvitund- arleysis og hélt sér vímuðum með eter til að geta verið viðstaddur í þessum heimi. Hann fyrirfór sér á síðasta tökudegi og var það ekki til að spilla fyrir frægðinni. Félag- arnir urðu þekktir meðal Parísarsnobbsins og voru teknir inní súrrealistahreyfinguna. Spænska skáldið Eugenio Montés sem tíu árum síðar var lykilmaður Falangista- hreyfíngarinnar skrifaði eftir að hann sá myndina: „Þetta er mynd sem hrekur allt..sem er þekkt sem góður smekkur, fallegt, ásættanlegt, farsótt, franskt...Spánn er pláneta þar sem rósirn- ar eru rotnir rassar..Spánn er Escorial... Á Spáni blæðir kristunum á krossunum raunverulega...Þetta er dagsetning mörk- uð blóði, eins og Nietzcshe vildi hafa það, eins og Spánn hefur alltaf gert það! “ Franco sá Viridinu Ivisvar Viridina var fyrsta myndin sem Bufiuel gerði á Spáni eftir útlegðina og fékk gullpál- mann í Cannes 1961. Hún var samstundis bönnuð af ritskoðuninni á Spáni. Forstjóri kvikmyndastofnurinnar var rekinn fyrir að stíga upp á svið og taka við pálmanum fýrir þessa spænsku mynd. Vegna allra lát- anna bað Franco um að sjá myndina. Hann sá myndina tvisvar og sá ekkert sérstakt er stangaðist á við ritskoðunina. Sýningar voru þó ekki leyfðar á Spáni fyrr en 1977, sama dag og Kommúnistaflokkurinn var leyfður. Það er gaman við þetta nútímalistasafn að krakkarnir sem voru öryggisverðir við safnið frá einhveiju öryggisgæslufyrirtæki sem eru mörg nú á Spáni voru í fíflaleik þegar þau héldu að enginn sæi. Ekki mjög hátíðleg stemmning en þeim virtist leiðast óskaplega. Þessi sýning er eitthvað fyrir liststjórana til að hanna eða hefur því ekki verið haldið fram lengi að safn og sýningarstjórar sem hægt er að kalla liststjóra séu búnir að taka allt frumkvæði af listamönnum og ráði því hvernig listin er kynnt og framsett? Sýningin í Menningarmiðstöð Soffíu drottningar, einu af nýrri listasöfnum Madrídborgar, er vel úr garði gerð. Skoð- andinn kemst vel inn í mynd og hugarheim Bufiuels. Það tekst að fanga andrúmsloft mynda hans og ekki tilviljun að hún var sett upp á Goyaári þar sem skyldleiki þess- ara tveggja aragónsku meistara er augljós. BUNUEL og Gironella í verki þess síðarnefnda. ÞÓRHALLA GUÐMUNDSDÓTTIR ÞRJÁR LÍFS- MYNDIR I Renfield Bermúdaþríhyrningurinn ranghverfur í huga mínum Lífskraftur skordýranna í blóði mínu Meistari ég híð þín II Cyrano Augu þeirra eru augu mín orð þeirra eru mín orð Þau eru ekki raunveruleg ég bjó þau öll til handa þér Þú heyrir orð mín þú eignar þau öðrum Þú horfir í augu mín þú eignar þau öðrum En þú finnur ekki hjarta þeirra því það hef ég III MacLeod Sverð mitt reitt til höggs gegn útsendurum ljóshærðrar eyðimerkurinnar Og hvort í augum annars finnum við himindjúpið LÍFIÐ TÍMINN OG ÉG Lífið hökti í gang þú ert 98 oktön blýlaus Tíminn sveif í ómælisvíddir þú ert spíri 80 prósent Ég vona að bremsurnar bili ekki vona að bak við næsta horn sé enginn lögreglubíll Höfundur er nemi í finnsku i Hóskóla íslands. ARNAR PÁLL BIRGISSON LJÓSIÐ / skugga bæjarins sé ég Ijós. Ljós bæjarins kemur úr öllum áttum til mín. En þegar ég horfí í það finnst mér eins og eitthvað búi yfir því, orka, kraftur, birta. Ljós heimsins. Höfundurinn er 9 óra Garðbæingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.