Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 16
ÞETTA sló flest annað út bæði hvað varðar færni og snjalla samsetningu. SIRKUS Á FLJÚGANDI FERÐ Sirkus er ekki aóeins sjúskaóir pallíettubúningar og þreytuleg sýninggratriói, heldur getur einnig verió nútímalegur og ferskur, eins og SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR komst aó ó sýningu hjó Cirkus Cirkör í Málmey. m A, HÉRNA... hvernig er þetta I nú hægt?“ varð mér og ellefu ára sessunaut mínum hvað eftir ann- að að orði, þegar við sátum og horfðum á listamennina í Cirkus Cirkör. Við erum bæði einlægir áhugamenn um sirkus, en þetta sló flest út sem við höfðum séð áður, bæði hvað varðar líkamlega færni og snjalla samsetningu atriðanna. Hefðbundinn sirkus á það til að vera ofurlítið rykfallinn og nútíma sirkus er stundum meira villtur en sirkus, en í Cirkus Cirkör hefur þeim ' tekist að samræma annars vegar færni og hæfileika eins og best gerist í sirkus, en hins vegar að setja hefðbundin sirkusatriði upp á ferskan og nýstárlegan hátt. Sýning- -| ar hans hafa verið hafnar til skýjanna af einróma gagnrýnendaskara og áhorfendur streymt að. Og ofurlítill íslenskur strengur er í sýningunni, því tveir Finnar í henni, eftirminnilegir grínistar, eru nemendur Kára Halldórs úr látbragðsdeild leiklistarskólans í Stokkhólmi. Finnska parið var strax á ferðinni, þegar gestimir streymdu að, íklætt bláum stökkum hreingerningafólks og það gustaði af því. Þau töluðu finnsku eins og það væri móður- mál okkar allra, bardúsuðu með hreingern- ingu og að hafa stjórn á því, sem þeim kom ekki við og mynduðu þannig ramma um i- sýninguna, sem fór að mestu fram á svið- inu, utan hvað að klaufskur náungi þramm- aði og velti sér yfir áhorfendur, sem skemmtu sér greinilega vel. Finnarnir spil- uðu bæði á þjóðemi sitt og trúðahefðina af öryggi og léttleika. Fljótlega kom fram á sviðið náungi, sem hafði af því mesta yndi af troða einhveiju yfir hausinn á sér. Fyrst byijaði hann með teygju af niðursuðuglasi, sem hann tróð yfir hausinn og jafnvel yfir öxlina og aðra hendina, svo úr varð hin furðulegasta flækja. Síðan birtist hann með gúmmíhanska, sem hann setti á hausinn á sér, dró yfir nefið og blés upp. Hanskinn liktist fyrst hana- kambi og þá spígsporaði náunginn um eins og galandi hani, en hann hélt áfram að blása... og hver hefði getað trúað því að gúmmíhanski gæti orðið um metra hár, áður en hann sprakk á endanum. Öldungis furðuleg og fáránleg sjón. En hann kunni fleira með blöðrur. Hann blés eina upp, líka með því að draga hana yfir hausinn og blása hana upp með nefinu. En þessa blöðru dró hann niður og á endanum var hann inni í blöðrunni, sem hann hoppaði um í. Enn ein uppákoma, sem var langt handan við það sem annars getur að líta í sirkus. Frummyndir hefóarinnar og nútimalegar útfærslur Mörg atriðanna hjá Cirkus Cirkör eru þeirra eigin útfærslur á hefðbundnum sirkus- atriðum. Línudansinn er gott dæmi um þetta. Frummyndin af línudansara er stúlka í stuttu ballettpilsi, sem stendur beint út í lofti og það eru meira að segja til spiladósir með fíg- úrum af þessu tagi. Cirkus Cirkör heldur fast í ballettbúninginn, en línudansarinn er bara ekki þokkafull stúlka, heldur ungur, hávaxinn og sköllóttur karlmaður, sem held- ur þó í kvenlega hæversku með því að stijúka feimnislega yfir pilsið sitt um leið og hann ENN ein uppákoma, sem var langt handan við það sem annars getur að líta í sirkus HEFÐBUNDIN sirkusatriði eru sett upp á ferskan og nýstárlegan hátt. leikur hinar ótrúlegustu listir á línunni af slíkum yfirburðum að það er engu líkara en að hann sé uppteknari af að halda í hæversk- una en að halda jafnvæginu. Jafnvægið er honum greinilega jafneðlilegt og okkur hinum að draga andann. Sömu feikilegu yfirburðirnir lýstu af boltamanninum, sem var ekki í vandræðum með að jafnhenda nokkra á lofti. Hann byij- aði hægt og hikandi, en það kom fljótt í ljós að hikið Var meira til að skemmta áhorf- endum en að hann væri eitthvað óviss með boltana. Og það tókst vel, því áhorfendur voru síundrandi á hæfileikum boltamanns- ins, sem kom stöðugt á óvart með æ flókn- ari og snjallari boltabrögðum. Loftfimleika- parið spilaði bæði á hefðina og nýjungarnar og svo var það náunginn, sem virtist ganga í loftinu og þegar hann missti eitthvað úr höndunum skildi hann ekkert í af hveiju enginn gat rétt honum dótið. Og þannig spannst sýningin áfram og áfram og þar fór jafnt saman hin gamal- gróna hefð og óvænt, snjöll og nútímaleg útfærsla hennar. Þar sem dýr eru ekki með í sýningunni er sirkusinn hreyfanlegur og flytur sig auðveldlega milli landa. Gaman væri að hann fengi tækifæri til að sýna list- ir sínar á íslandi, þar sem sirkushefðin hef- ur aldrei náð neinni fótfestu. Ég og hinn ellefu ára félagi minn vorum sammála um það eftir sýninguna að við hefðum orðið vitni að óvenjuvel útfærðri og snjallri sýn- ingu, sem kom okkur stöðugt á óvart. t 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.