Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 4
RÍKISBÁTARNIR, 36 lesta, í smíðum 1945-47. ÖLD FRÁ FÆÐINGU ATHAFNA- MANNS EDTIR ÞÓRHALL GUTTORMSSON Áttunda apríl síóastlióinn hefói Einar Sigurósson, bátasmióur á Fáskrúósfirói, oróió eitt hundraó ára gamall. I sumar reisir Verkalýós- oq siómannafélaq Fásknjósfjaróar honum varóa og heiórar minningu stórbrotins velgiöróarmanns og máttarstólpa byggóarlagsins. Vert er að minnast þess manns sem gerði sjávarplássið Fá- skrúðsfjörð að stórveldi í bátasmíði á Austfjörðum og þótt víðar væri leitað um strendur landsins. Talið er að fyrr á öldum hafi aust- firskir bátar verið minni en í öðrum landshlutum. Á tímabilinu 1397- 1570 munu 27 teinæringar (með fimm árar á borð) vera nefndir í Fornbréfasafni en enginn þeirra á Austurlandi og frá 1186 til 1570 eru engir áttæringar nefndir fyrir austan en a.m.k. 43 annars staðar. Nokk- urra sexæringa mun þó vera getið. Fram á fyrsta tug þessarar aldar var svipað uppi á teningnum, stærstu bátar í eigu íslend- inga voru ekki austfirskir. Því er líklegt að Austfirðingar hafi einkum notast við fjögra og tveggja manna för og í litlum mæli sex- æringa. Ástæða þess að austfirskir bátar voru ekki stærri er sú að ekki var róið fyr- ir Austurlandi á vetrum, heldur um sum- ur,vor og haust. Til sóknar á miðin á þeim árstímum þurfti ekki stórra báta við. Alveg fram til þessarar aldar voru bátar á Austur- Iandi smíðaðir úr rekaviði eða viði úr strönd- uðum skipum, að því er heimildir greina. Svo sem kunnugt er varð sú umbylting í austfirskri útgerð á síðustu áratugum 19. aldar að Færeyingar og síðar Norðmenn tóku að flykkjast á fískimiðin fyrir Austur- landi. Bjarni Sæmundsson fískifræðingur tók svo til orða (1898) að „allur veiðiskap- ur er nú á Austfjörðum með útlendara (fær- eysku og norsku) sniði en nokkurs staðar annars staðar á landinu" og í byijun þessar- ar aldar voru langflestir austfirskir bátar smíðaðir erlendis. EN HÉR er átt við árabáta því þegar bjarma tók af nýrri öld hélt tími vélbáta innreið sína á Austfirði. Stefán Th. Jóns- son á Seyðisfirði var þar frum- kvöðullinn, keypti hann árið 1904 mótorbát í Danmörku. Var báturinn látinn heita Bjólfur og kom til landsins í aprílmánuði. Þegar í stað lukust augu útgerðar- og sjó- manna upp fyrir því að þar var komið fley sem fengur væri í. Stefán auglýsti að þeir sem vildu gætu pantað hjá sér mótor og bát „ ... hingað kominn með öllum áhöld- um ... “ Er ekki að orðlengja það að inn- fluttum dönskum bátum fjölgaði svo ört hér á landi að ekki leið á löngu þar til dansk- ar bátasmíðastöðvar höfðu ekki undan að sinna eftirspurn frá Islandi. Hlaut þá að draga til þess sem raunin varð að íslending- ar kæmu sjálfir á laggirnar bátasmíðastöðv- um. En áður en drepið verður á austfirskar bátasmíðastöðvar þykir hlýða að lýsa í stuttu máli, landkröbbum til hægðarauka, gerð hinna fyrstu innfluttu vélbáta. Þeir voru súðbyrtir tvístefnungar eins og það er kallað, með því er átt við að borðin í skrokknum mynduðu skarsúð þar sem hvert borð, talið að ofan, gekk að hluta yfir á næsta borð fyrir neðan og stefni voru að framan og aftan(skutur). Borð og bönd (v-laga máttarviðir sem liggja þvert um bátinn og borðin eru boltuð og hnoðnegld gegnum böndin og líkja mætti við sperrur í húsi) voru úr eik. Bátarnir voru jafnan 6-10 tonn á stærð (þ.e. báru þann þunga) og vélarkraftur 6-10 hestöfl. Um vélina var skýli eða kassi því að henni varð að hlífa.I fyrstu voru bátamir opnir, þiifarslausir, og eftir fá ár höfðu flestir verið styrktir með því að Qölga böndum og var lúkar settur að framanverðu. Enn síðar voru þeir með stýrishúsi. Víkur nú sögunni að austfirskum vélbáta- smíðastöðvum. Voru tvær settar upp í byij- un, á Seyðisfirði og Eskifírði. Hin seyð- firska snemma árs 1905 og var Stefán Th. þar að verki og umsjón með því hafði Frið- rik Gíslason úrsmiður. Fyrsti báturinn var Lagarfljótsormurinn og flutti fólk og varn- ing á Lagarfljóti. Þórarinn Tulinius átti bátasmíðastöðina á Eskifirði. Fyrri hluta árs 1906 tók stöðin til starfa og stýrði smíðinni danskur mótor- bátasmiður. Þessar fyrstu vélbátasmíða- stöðvar áttu að vísu ekki langlífi að fagna en vélbátaöldin var gengin í garð og að fyrstu stöðvunum slepptum tóku allmargir til hendinni við bátasmíðar og verður haft fyrir satt að þriðji fjörðurinn, þar sem bát- ar voru smíðaðir, hafi verið Norðfjörður. Eftir fyrstu hrinuna í vélbátasmíði á Austfjörðum dró brátt verulega úr starf- seminni og fyrstu bátasmíðastöðvarnar lögðu upp laupana eða færðust minna í fang. Einstaklingar sinntu áfram bátasmíði á flestum fjörðum, smíðaðir voru litlir ára- bátar (skektur), trillur og jafnvel þilfarsbát- ar. Á þriðja áratugnum færðist trillusmíði mjög í aukana því að slík veiðitæki þóttu henta vel á grunnmiðum. Þá var og ærið að sýsla í viðhaldi og endurnýjun flotans og breytingum og stækkun eldri báta, jafn- vel við að setja vélar í róðrarbáta. Gerð þeirra báta, sem smíðaðir voru fyrir aust- an, mun hafa verið í svipuðu fari og hinna fyrstu innfluttu vélbáta. Breytingar urðu þó að sjálfsögðu á lagi þeirra hjá sumum skipasmiðum og áferðin önnur, hekk var sett að aftan og þeir urðu sumir lóðréttir að framan. í stað þess að vera súðbyrtir var farið að kantsetja byrðinginn, borðin voru iögð hvert upp af öðru en sköruðust ekki svo að báturinn varð sléttur að utan. Tekið var að byggja utan á nokkra báta, þeir tvöfaldaðir eins og sagt var. Slík að- ferð var höfð á Eskifirði og eitthvað á Fá- skrúðsfirði, ytra byrðið var kantsett og slétt, jók það á fegurð bátanna og styrkleika. NÚ SKAL vikið að aðal- persónu þessa greinar- korns, Einari Sigurðs- syni. Hann fæddist á Djúpavogi 8. aprfl 1897. Foreldrar hans, Guðrún R. Ögmunds- dóttir frá Svínhólum í Lóni og Sigurður Einarsson úr Hálsþinghá í Berufirði, áttu heima í Hlíð á Djúpavogi, urðu búendur á Teigarhorni þegar Einar var tveggja ára en fluttust að Búðum í Fáskrúðsfirði árið 1901 þar sem Sigurður vann í vélaviðgerðum og við smíðar því að hann var mikill hagleiksmaður. Útgerð stundaði hann líka. Sonurinn Einar hefur því frá barnsaldri hrærst í umhverfi sem markaði honum framtíðarstarf og verkefni því að hann lærði handtökin af föður sínum og snemma beygðist krókurinn til þess sem verða vildi. Um tvítugt hélt Einar til Reykja- víkur, vann og nam um skeið í trésmiðju Völundar og lauk jafnframt iðnskólanámi og varð meistari í húsasmíði. Eftir það fór hann til náms og starfa í húsasmíði á Sand- nesi í Noregi. Síðar lærði Einar skipateikn- ingar í Reykjavík og hlaut meistararéttindi í skipasmíði. Árið 1921 settist Einar að á Fáskrúðs- firði og hófst handa við iðngrein sína. Stofn- aði hann trésmíðafyrirtæki ásamt Benedikt Sveinssyni húsasmið. Hlaut það nafnið Tré- smíðaverksmiðja Austurlands. Samstarf þeirra Benedikts varð skammætt og að því loknu starfrækti Einar fyrirtækið einn síns iiðs. Það var í sjóhúsi föður hans og síðar, þegar umsvifin jukust, fjölgaði húsunum, byggð voru bátaskýli og hús undir vélsmíði og verslun. Verkstæðishúsin voru innst í Búðaþorpi skammt fyrir utan Odda, íbúðar- hús Einars sem hann hafði reist sjálfur. Verkstæðið var jafnan kennt við Odda og nefnt Oddaverkstæðið. Ekki þýddi að hefja trésmíðar áhaldalaus. Sá Einar í blaði að danskt fyrirtæki auglýsti trésmíðavélar svo að hann brá undir sig betri fætinum, hélt til Danmerkur og samdi við fyrirtækið um kaup á vélum. Komu þær til Fáskrúðsfjarð- ar 1925. Þær helstu voru : stór bandsög, hjólsög og þykktarhefili, knúnar með olíu- mótor úr bát föður hans þangað til rafmagn leysti hann af hólmi. Þá þurfti og að kaupa handverkfæri, sem urðu mörg rafknúin í tímans rás. HJÁ Oddaverkstæðinu unnu að jafnaði ekki færri en tíu menn og oft miklu fleiri þegar stór verkefni biðu úrlausnar. Smíði árabáta var meðal þess fyrsta sem Einar tók sér fyrir hendur. Bátar og bátasmíðar urðu mestu áhugamál hans en ekki skal því gleymt að inn á milli sinnti hann ætíð af miklum dugnaði ann- arri smíði, húsasmíði og gerð hafnarmann- virkja. Reisti hann tugi húsa í heimabyggð og annars staðar, íbúðarhús, félagsheimili, sundlaugar, verksmiðjuhús, sláturhús og 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.