Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 5
EINAR Sigurðsson 50 ára. ODDI byggður 1920 af Einari og Sigurði föður hans. frystihús. Hafnarmannvirki gerði hann á Fáskrúðsfirði, Seyðisfirði og Eskifirði. Ein- ar sinnti h'ka fjölmörgum viðhaldsverkefn- um, gerði við og endurbætti báta og mann- virki í stórum stíl því að aldrei sat hann auðum höndum né lét verk undan drag- ast. Smátt og smátt varð Oddi og Odda- verkstæðið alhliða þjónustumiðstöð, opin gestum og gangandi þar sem allt var gert til að leysa úr vanda þeirra og allt búið til, frá barnavögnum, hjónarúmum og lík- kistum tii stórra báta. Til marks um það hvílíkur umsvifamaður Einar var má til- færa sem dæmi að hann hafði samtímis undir eða í smíðum, auk bátasmíðinnar, hús á Búðum, prestshúsið á Kolfreyjustað, Franska spítalann, sem verið var að endur- reisa í Hafnarnesi, og hús á Þorvaldsstöð- um í Breiðdal sem reist var úr afgangsviði úr gamla spítalanum. Svo fljótur var Einar í förum að hann fór á alla þessa staði yfir land, fjörð og fjallaskörð ef svo bar undir til eftirlits á einum degi, en auðvitað höfðu umsjón með tilteknu verki menn sem hann treysti. SVO AÐ aftur sé vikið að báta- smíðinni sem Einar hafði sí- fellt meiri og meiri áhuga fyrir þá tók hann árið 1926 að smíða opinn vélbát sem hann ætlaði raunar sjálfum sér en seldi þó bóndanum á Urðarteigi við Berufjörð. Lauk hann því verki á mánuði eða svo. Gekk það svo greiðlega að það hvatti hann til frekari dáða í bátasmíði og næstu ára- tugi runnu út af Oddaverkstæðinu fjölmarg- ar trillur og skektur. Sjálfum taldist Einari svo til að hann hefði smíðað um 100 opna vélbáta á starfsferli sínum og tugi árabáta. Þilfarsbátarnir urðu tuttugu. í bátasmíði fór Einar Sigurðsson ekki troðnar slóðir, hún mótaðist einkum af hugmyndum hans sjálfs um það hvernig bátar ættu að vera til að hæfa og standast sjólag fyrir Austur- landi, þar sem straumkast er mikið og hnút- ar myndast. Krafan um vandvirkni sat allt- af í fyrirrúmi. Bátarnir voru léttir og gang- góðir enda settir upp daglega. Ekki þykir hér ástæða til að lýsa trillum Einars í smá- atriðum en tekið skal fram að þær voru jafnan 22 fet á lengd og um 6 fet á breidd með um 20 þverböndum. Nefna verður til sögunnar Peter Wige- lund, færeyskan skipasmið sem vann að bátasmíði á Fáskrúðsfirði árin 1928 og 1929. Hann hafði lært iðngrein sína í Kaup- mannahöfn og starfaði síðan í Danmörku, Færeyjum og Reykjavík þar sem hann vann ■ llfe Wej? f|§|, L K' 1111 1- S" m | ilBPy--' m l||| w ■i JÍL |mj jff "' ' 'm'? EINAR á ferðalagi erlendis. Á myndinni, talið frá vinstri: Einar Sigurðsson, Bárður Tómas- son, Reykjavik, Runólfur Jóhannsson, Vestmannaeyjum og Egill Þorfinnsson, Keflavík. HADDUR, 15 lestir, smíðaður 1962. BÁRA, 19 lestir, einn af samvinnubátun- um. EINN af ríkisbátunum á sjómannadaginn. t ' jÚ: - 'v' RAN, 4 lestir, smíðuð 1942, SUNDLAUGIN á Fáskrúðsfirði byggð 1947. við bryggjusmíði. Hann smíðaði líka nóta- báta fyrir útgerðarfélagið Kveldúlf. Fyrir beiðni útgerðarmanns á Fáskrúðsfírði fór Wigelund þangað austur, smíðaði Kötlu, kantsettan bát og tvo aðra litla vélbáta og leiðbeindi Einari Sigurðssyni sem þá var nýliði í smíði kantsettra báta. Kaflaskipti urðu i bátasmíði Einars Sig- urðssonar síðara árið sem Wigelund var á Fáskrúðsfírði. Tveir þilfarsbátar voru þá smíðaðir á Oddaverkstæðinu, Þór og Björn. Einar lærði margt af Wigelund sem fylgd- ist vel með smíði bátanna og miðlaði Ein- ari af reynslu sinni og þekkingu. Haft er eftir Einari að Wigelund hefði verið besti kennari sinn í bátasmíði. Á Reykjavíkurtíma sínum vann Einar hjá Wigelund í slippnum og þótti hann margra manna maki. Að lokinni smíði tveggja fyrstu þilfars- báta í smiðju Einars Sigurðssonar varð þess nokkur bið að slíkir bátar yrðu búnir til á Fáskrúðsfirði enda var heimskreppan tekin að segja til sín hér á landi. Ekki misstu menn þó móðinn því að árið 1934 var stofn- að Samvinnufélag Búðahrepps sem gekkst fyrir útgerð og efldi annað atvinnulíf á staðnum. í framhaldi af því var Einari í Odda falið að smíða á vegum félagsins þrjá 19 tonna báta. Voru þeir úr eik og furu að færeyskri fyrirmynd og teiknaði Wige- lund þá þótt hann væri löngu fluttur til Norðfjarðar. Samvinnubátarnir, Alda, Bára og Hrönn, voru í smíðum frá því í septem- berlok 1934 til útmánaða 1935. Þar hefur því rösklega verið staðið að verki og sam- kvæmt fyrirframgerðri áætlun. Unnið var að smíði þeirra allra samtímis og reist var af nauðsyn véla- og jámsmíðaverkstæði hjá Oddaverkstæðinu svo sem fyrr getur. Andr- és, bróðir Einars, sá um niðursetningu véla og tækja, enda járnsmíðameistari. Báta- smíðin var orðin afar umfangsmikil og við- gerðir á bátum færðust mjög í aukana. í verksamningi Einars við Samvinnufélagið var það ákvæði að hann átti að borga dag- sektir ef verkið drægist á langinn hjá hon- um en félagið var firrt allri ábyrgð þótt það stæði ekki við sitt um efnisöflun. Slík var staða verktaka í þá daga. Sagan segir að samvinnubátarnir hafi upphaflega átt að heita Gunnar, Njáll og Skarphéðinn. Þegar hin nöfnin urðu ofan á sagði gömul, fram- sýn kona í plássinu að fyrst breyta ætti nöfnunum hlekktist þeim öllum á. Eftir að bátarnir höfðu verið seldir fór Aldan upp í Grindavík og hafnaði í stórgrýti, Hrönn fór upp í kletta við Gvendarnes og Báran fékk á sig feiknabrot í Hornafjarðarósi. En allir komust á flot á ný. Það hefðu ekki allir bátar gert. Eftir að samvinnubátunum var hleypt af stokkunum lá smíði þilfarsbáta á Fá- skrúðsfirði að mestu leyti niðri til ársins 1944. Seint á því ári tók nýsköpunarstjórn- in svokallaða sér fyrir hendur að endurnýja framleiðslutæki þjóðarinnar enda var úr mikilli fjárhagslind að ausa, stríðsgróðan- um. Fiskiskipaflotinn skyldi stækkaður og nýbyggingaráð lagði til um smíði og stað- setningu nýrra framleiðslutækja, m.a. um fimmtíu báta sem íslenskum bátasmíða- stöðvum var falið að smíða. Það kom í hlut Einars Sigurðssonar að smíða fjóra Land- smiðjubáta, nýsköpunar- eða ríkisbáta, eins og þeir voru ýmist nefndir. Hófst verkið í Oddaverksmiðjunni árið 1945 og átti að afhenda þá fullgerða á árunum 1946 og 1947. Þijátíu og fimm manns unnu við smíði bátanna undir stjórn Einars og voru engin válynd veður látin hamla fram- kvæmdum. Allir þilfarsbátar Oddaverk- stæðisins voru smíðaðir eða frágengnir ut- andyra en einstaka hlutir í þá inni í húsun- um. Þeir voru afhentir á tilsettum tíma, þrjátíu og níu tonn að stærð allir og þóttu vandaðir í hvívetna. EFTIR þetta mikla verkefni tók mjög að sneiðast um báta- smíðar á Fáskrúðsfírði og hlé urðu ætíð á milli. Þau voru nýtt til viðhalds báta og ann- arra verkefna. Árið 1960 var á Oddaverkstæðinu smíðaður 13 tonna þilfarsbátur, Andey. Sá bátur var fyrsti frambyggði vélbáturinn á Austurlandi. Kostir frambyggðra báta eru t.d. þeir að dekkrými er þá meira og áhöfn- in er í skjóli þegar mikil bræla er. Síðasti þilfarsbáturinn, sem smíðaður var á Odda- verkstæðinu undir stjóm Einars, var Haf- borg 1967. Nú skal vikið nokkru nánar að því um- hverfi sem Einar Sigurðsson hrærðist í. Allt fram til miðrar þessarar aldar var Fá- skrúðsfjörður einangrað samfélag. Hann var ekki í þjóðbraut og ekki lögðu aðrir leið sína þangað landveg en þeir sem áttu erindi í fjörðinn Ruddar götur og slóðir voru fyrir hesta um heiðar og skörð en bil- fært varð ekki frá Búðum og alla leið til Reyðarfjarðar fyrr en 1954 og til Stöðvar- fjarðar litlu fyrr. En Fáskrúðsfirðingar voru að mestu sjálfum sér nógir. Nýtnir og góð- ir bændur, hörkuduglegir sjómenn, lagnir handverksmenn og úrræðagóðir verslunar- menn mynduðu þann rarnrna sem hélt sam- félaginu fastmótuðu. Góð og náin samvinna þessa fólks var lífsakkeri þess þar sem enginn hlekkur mátti bresta. Oddaverk- stæðið var einn hlekkurinn, sveitin annar, sjósóknin hinn þriðji, framleiðslan og út- gerðin hinn fjórði. Sjávarútvegurinn var auðvitað mjög háður Oddaverkstæðinu og ef gera þurfti við bát sat það fyrir. Þar til nógu stór vörubíll kom til sögunn- ar verður ekki annað sagt en efnisaðdrætt- ir hafí verið Oddaverkstæðinu örðugir. Efn- inu var skipað upp á bryggju úti í þorpi, síðan var því fleygt í sjóinn og dregið inn að Odda. Til að koma því í land voru notað- ir kaðlar með króki á endanum sem höggv- inn var í blakkirnar. Hver maður var með sinn krók svo að hægt var að koma jafn- mörgum að og þurfa þótti til að toga. ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5.JÚLÍ1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.