Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 26.tölublað - 72. órgangur EFNI Bátasmiðurinn á Fáskrúðsfirði, Einar Signrðsson, hefði orðið hundrað ára á þessu ári. Þótt báta- smíðar væru hans hjartans mál sinnti hann einnig öðrum verkefnum og smíðaði hús og hafnir. I sumar reisir Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar honum minnisvarða. Kirkja og kirkjuskrúð heitir sýning, sem stendur _um þessar mundir yfir í Þjóðminjasafni Islands á kirkjumunum frá miðöidum úr Þjóðminjasafni Islands og sambærilegir gripir úr norskum söfnum og kirkjum. Tveir íslenskir gripir koma úr Þjóðminja- safni Dana í Kaupmannahöfn; sá Grund- arstóllinn sem Danir héldu eftir 1930 og helgiskrín frá Keldum. Ennfremur eru til sýnis líkön af norskum stafkirkjum frá miðöldum og nýsmíðað líkan af íslenskri miðaldadómkirkju en dómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum voru stærstu timbur- hús á þeim tíma í norðanverðri Evrópu. Þá hefur verið endurgerð í fullri stærð lítil kirkja eins og þær munu hafa tíðkast í sveitum hér á landi i upphafi kristni. Elsti skipulagsuppdráttur í vörslu borgarinnar er dagsettur í Kaupmannahöfn í janúar 1904. Hugmyndir hans hlutu lítinn hljóm- grunn hjá bæjaryfirvöldum, en sama ár heimilaði þó Sljórnarráðið lagningu vegar yfir Arnarhólstúnið og 1906 hóf Iðnaðar- mannafélagið undirbúning að því að reisa styttu í minningu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Finnur Kristinsson fjallar um þennan elsta skipulagsuppdrátt og nokkra aðra. Aflakóng kvikmyndasögunnar kaliar Jónas Knúts- son bandaríska kvikmyndagerðarmann- inn Steven Spielberg, sem hefur frá því Okindin kom á hvíta tjaldið gert sex af tuttugu vinsælustu bíómyndum kvik- myndasögunnar og tvær þeirra eru best sóttu myndir allra tíma. Að auki er hann atkvæðamikill kvikmyndaframleiðandi. SNORRI HJARTARSON BIÐ Ég sat við efans byrgðu bogadyr og beið, ég vissi ei bvers, og tíminn leið á þungum væng um þetta dapra svið, en þó of hratt, því sífellt skyggði meir af dimmri nótt með gráan geig í för, glámeygan vom, er sýndi mér og bauð mér inn um hrímsteint hlið, en bak við það var hraustleg rökkurauðn. Þá komu boð frá þér og orð þitt strauk af himni húmsins ryk og hliðið varð að grænna skóga sveig þar suðrænn blær með söng og angan lék um sorgarbörn að leik, um þig og mig; og langþráð von mín, sál þín sæl og rík, úr sólhyl augna þinna í breiddan faðm minn steig. Snorri Hjartarson, 1906-1986, fæddist 6 Hvanneyri í Borgarfirði. Hann sigldi til Noregs til listmólaranóms, en snéri sér að skóldskap og hvarf aftur heim til Islands. Fró Snorra komu fjórar Ijóðabaskur og fyrir Hauströkkrið yfir mér fékk hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaróðs 198). Forsíðumyndina tók Jim Smart af Kambi eftir Einar Hókonarson, en verkið stendur við nýjan listaskóla í Hveragerði. RABB HAMINGJU- ÓSKIR! NÚ NÝLEGA heim- sótti mig ungur maður, gamall nem- andi minn, útskrif- aður kennari fyrir fáum árum. Hann sagði mér að hann væri hættur að kenna, uppsögn hans lægi á borði skóla- stjóra. Ég spurði hann fyrir siða sakir hvetju sætti. Ungi maðurinn sagði mér að hann gæti ekki rekið sjálfan sig einhleypan í leiguíbúð og gert út þriggja gíra reiðhjól að auki. Þetta kom mér vitaskuld ekki á óvart; það þarf engan reiknimeistara til að sjá að það dæmi gengur engan veginn upp. Af því að við ungi maðurinn erum ágætis kunningjar spurði ég hann um einkahagi hans. Hann er nú í blóma sinnar karlmennsku og hinn sjálegasti og ég innti hann eftir hvort hann væri búinn að festa sér konu. Hann brást við spurningu minni með gríðarlegum hlátri. „Ertu galinn?" spurði hann mig. „Hver heldur þú að vilji mann í minni stöðu?" Síðan fékk ég að heyra að svo væri komið að um leið og hann gerði sig líkleg- an við konur og greindi frá starfi sínu brygði svo við að öll náttúra rynni af þeim eins og víma, jafnvel af tilkippileg- ustu konum hríslaðist mestallt kvenlegt eðli við slík ótíðindi af högum elskhug- ans óheppna. Þeir sem fylgjast með auglýsingum dagblaðanna eftir starfsfólki hafa vísast veitt því athygli að kennarar eru nú um stundir eftirsóttasta stétt landsins (nema í hjónasæng eins og fram hefur komið). í viku hverri er auglýst eftir hundruðum kennara um allt land. Og fleira blasir við. Svo er að sjá sem sumir þeirra, sem sárast skortir kennara í byggðarlag sitt, hafi gert sér grein fyrir því að kennara- laun séu svo hlægilega lág að það sé hreinn dónaskapur að bjóða upp á slíka smán. Þeir bregða því á það ráð að bjóða gylliboð. Víða eru boðin hærri grunnlaun en samið hefur verið um. Svokallað flutn- ingsgjald þykir sjálfsagt víða. Frítt hús- næði er ekki tiltökumál, ókeypis vist barna á dagheimilum og leikskólum auk yfirvinnu í skólanum, jafnvel sumarvinna hefur verið nefnd. Þetta á við úti á lands- byggðinni. Það þarf ekki einu sinni gripsvit til að sjá í hendi sér að stefnt hefur verið að því leynt og ljóst í aldarfjórðung að leggja íslenska menntakerfið í rúst. í því hafa stjórnvöld landsins gengið harðast fram. Það er útbreiddur misskilningur margra að í stjórnmálum æxlist mál eft- ir tilviljunum, slysni eða komi bara að óvörum fyrir einhvern dæmalausan klaufaskap. Svo er ekki. Það gerðist ekki óvart eða fyrir slysni að stétt, sem fyrir nokkrum árum þáði þokkaleg laun, er nú orðin að ölmusustétt. Allir íslensk- ir stjórnmálaflokkar eiga þar svarta sögu nema Kvennalistinn, kannski fyrir það að hann fékk aldrei tækifæri til að ganga til þessa ljóta leiks. Við og við er rokið upp til handa og fóta og lappað upp á eitthvað sem aflaga hefur farið, eins og menn reyni að hreinsa samviskuna - sem sannarlega hefur ekki veitt af. Nú seinast var einsetning skóla sett á oddinn, allt of seint eins og vænta mátti. En einstakar tilviljana- kenndar úrbætur í skólamálum verða bara einhver dæmalaus fíflagangur með- an grundvöllurinn er ekki fyrir hendi, sá grundvöllur að starfsfólkið geti með ein- hveijum hætti framfleytt sér á launum sínum. Einsetning skóla varð þannig til þess í mörgum tilvikum að binda enda- hnútinn á starf kennara; sjötíu þúsundin í ráðstöfunartekjur á mánuði reyndust ekki nóg. Á það má og benda að einsetn- ingin olli því að mörgum ungum kennur- um bauðst ekki einu sinni full kennsla. 80% staða kennara þykir alveg boðleg og geta menn reynt að gera sér í hugar- lund hvernig er að draga fram lífið á launum fyrir slíkt. íslenska skólakerfið er á hnignunar- braut og er nú svo komið að yfirvöld hafa áhyggjur. Menn benda á ýmislegt til úrbóta en forðast undarlega oft að nefna þær lausnir sem eru forsenda allra gæða í skólastarfi. Vinsælt er einnig að finna blóraböggla hnignunarinnar og er þá bent á kennaramenntunina, aga- leysi nemenda, sumarleyfi kennara, o.fl. Þeir, sem fátt er gefið, hanga enn á því að á bak við þetta standi Stalín og kommahyskið og rita um það lærðar greinar. Gríðarlegur flótti á sér nú stað úr stétt kennara og ástandið víða úti á landi er hörmulegt. Kennarar, oft réttindalausir og alls óhæfir, koma til starfa þar, dvelj- ast eitt til tvö ár áður en þeir taka pok- ann sinn og aðrir setjast í þeirra stað. Sýnist mönnum slíkt ástand efla stöðug- leika í skólamálum? í ljósi þessa ástands ber að skoða niðurstöður samræmdra prófa víða um land. Hvar skyldi það þekkjast meðal menn- ingarþjóða að einstæðum mæðrum í kennslustarfi sé boðið upp á að skúra kennslustofur og skólaganga að lokinni kennslu til þess að þær eigi möguleika á því að sjá sér og börnum sínum far- borða? Jú, rétt hjá ykkur. Þetta getur auðvitað gerst á íslandi - og gerist. Þekkið þið, kæru lesendur, þess nokkur dæmi meðal siðaðra þjóða að reynt sé að búa til stundatöflu fyrir karlkennara slíka að þeir ljúki kennslu sinni klukkan eitt til þess að þeirgeti farið að vinna? Jú, þetta er gert á Islandi. Hvað er ekki gert í íslenskum menntamálum ef það er nógu skammarlegt? Svo sem ég sagði hér á undan tókst það sem stefnt var að og margt hefur því farið úrskeiðis. Þegar fólki lánast það sem það vinnur að hörðum höndum er það kurteisi að óska því til hamingju. Það skal nú gert. Til hamingju, þið sem málið varðar. Þykir ykkur ekki rjúka fallega úr rústun- um? ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.