Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 8
MEÐ LIKUM SVIP Sýningin Kirkjg og kirkjuskrúó stendur um þessar mundir yfir í Þjóóminjasafni Islands en þar er mió- aldakirkjan í Noregi og ó Islandi í brennidepli, samstæóur og andstæóur. QRRI PÁLL ORMARSSON heimsótti sýninguna, fletti veglegri bók sem gefin hefur verió út í tengslum vió hana og ræddi vió ------------7----------- Lilju Arnadóttur safnstjóra. SAGA íslands og Noregs var samtvinnuð um aldir. Úr Noregi komu flestir land- námsmennirnir, til Noregs leituðu íslendingar, einkum á þjóðveldisöld sér til fjár og frama, og eftir að íslending- ar gengu Noregskonungi á hönd urðu þau samskipti vitaskuld náin. Menningin var og lengi með líkum svip, þannig að oft er erfitt að greina, hvað átti sér upptök í Noregi og hvað á.íslandi, eins og Þóra Kristjánsdóttir bendir á, í bók sem gefin hefur verið út í tengslum við norsk- íslensku sýninguna Kirkja og kirkjuskrúð í Þjóðminjasafni íslands — sýningu sem fær- ir okkur á þessum síðustu og verstu tímum heim sanninn um það að þegar allt kemur til alls sameinar fleira þjóðirnar en sundrar þeim. Miðaldakirkjan í Noregi og á íslandi, samstæður og andstæður, er undirtitill sýn- ingarinnar sem fjallar um samband Islands og Noregs á miðöldum en löndin tilheyrðu á þeim tíma líkum menningarheimi og eiga sér að talsverðu leyti sameiginlega fortíð. Fjölmargar skriflegar heimildir eru til um sögusviðið en eins og Erla B. Hohler ritar í fyrrnefnda bók, kann sumum að þykja þær of fjarlægar og fræðilegar. „Aþreifan- legir gripir geta veitt þeim beinni tengsl við veraleikann. Skriflegar heimildir öðlast þannig aukið líf þegar við höfum hlutina fyrir augunum.“ „Tengsl Noregs og íslands eru mörg og augljós þegar um er að ræða kirkjur og kirkjulist," heldur Erla áfram. „Kirkju- búnaður í löndunum er oft náskyldur; í sumum tilvikum svo að segja nákvæmlega eins. Þess vegna er kirkjubúnaður góður inngangur að rannsókn á menningartengsl- um. Margir þessara hluta hafa jafnframt mikið listrænt gildi og era allrar athygli verðir þar sem þeir eru meðal þess ágæt- asta sem skapað var á miðöldum á norrænu menningarsvæði.“ Á sýningunni era valdir kirkjumunir frá miðöldum úr Þjóðminjasafni íslands og sam- bærilegir gripir úr norskum söfnum og kirkj- um en að sögn Lilju Árnadóttur safnstjóra er aðdáunarvert hve fúsir Norðmenn voru að lána muni á sýninguna. „Það er orðinn sjálfsagður hlutur í starfsemi safna að lána muni sem er mikil breyting frá því sem var fyrir tíu til fimmtán árum. Auk þess fengum við sama svarið í kirkjunum sem við leituðum til — „sjálfsagt mál“.“ islensk mióalda- dómkirkjq Tveir íslenskir gripir koma úr Þjóðminja- safni Dana í Kaupmannahöfn þar sem þeir hafa verið vistaðir í hátt á aðra öld og fáir íslendingar hafa séð. Ánnar er sá Grundar- stóllinn sem Danir héldu eftir 1930 en hitt er helgiskrín frá Keldum. Ennfremur eru til sýnis líkön af norskum stafkirkjum frá miðöldum og nýsmíðað lík- an af íslenskri miðaldadómkirkju en dóm- kirkjurnar í Skálholti og á Hólum voru stærstu timburhús á þeim tíma í norðan- verðri Evrópu. Þá hefur verið endurgerð í fullri stærð lítil kirkja eins og þær munu hafa tíðkast í sveitum hér á landi í upphafi kristni. Umsjón með gerð líkansins og kirkj- unnar hafði Hjörleifur Stefánsson arkitekt en smíði annaðist Gunnar Bjarnason. Við síðarnefnda verkið var tekið mið af elstu kirkjurúst sem rannsökuð hefur verið hér á landi, á Stöng í Þjórsárdal, sem mun vera frá því um 1100. Að sýningunni lok- inni verður kirkjubyggingin flut að Þjóð- veldisbænum í Þjórsárdal. Mikilog flókin vinna Kirkja og kirkjuskrúð er unnin fyrir fjár- veitingu úr norsk-íslenskum menningarsjóði sem stofnaður var af Norðmönnum árið 1994 í tilefni af fimmtíu ára afmæli ís- lenska lýðveldisins. Rennur ein milljón nor- skra króna í sjóðinn árlega, eða tæplega tíu milljónir íslenskra króna. Að sögn Lilju stóð undirbúningur sýn- ingarinnar á þriðja ár en að honum komu íslenskir og norskir miðaldasérfræðingar, arkitektar og smiðir en hönnun sýningar- innar hafði norski arkitektinn Ketil Kiran með höndum. „Þetta var mikil og flókin vinna en afar skemmtileg. Norsku gripirnir komu ekki fyrr en viku áður en sýningin hófst, þannig að það var mikill handagang- ur í öskjunni síðustu dagana og dagur lagð- ur við nótt undir það síðasta. Allir lögðust hins vegar á eitt um að gera sýninguna eins vel úr garði og unnt var og óhætt er að fullyrða að árangurinn sé betri en við þorðum að vona.“ Grióarlegur ávinningur Að sögn Lilju er Kirkja og kirkjuskrúð gríðarlegur ávinningur fyrir Þjóðminjasafn Islands. Safnið kosti kapps um að sækja fram í sýningarhaldi enda eigi það feikimik- inn efnivið sem það vilji koma á framfæri við almenning. „Það styrkir okkur mikið að fá tækifæri til að efna til sýningar af þessari stæi'ðargráðu, þar sem hvergi er til sparað.“ Lilja segir að aðsókn að sýningunni, sem var opnuð á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, hafi verið með ágætum og við- brögð fólks verið góð. Margir hafi til að mynda haft á orði að þeir hafi lært mikið á því að ganga um sýninguna. Þá gerir Lilja ráð fyrir að Kirkja og kirkjuskrúð verði mikill fengur fyrir grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu í haust — og í raun öll skólastig. „Þessi sýning á erindi við okkur öll!“ í tengslum við sýninguna hefur óvenju vegleg bók, verið gefin út á þremur tungu- málum, íslensku, norsku og ensku, en til hennar var vitnað hér að framan. Hefur hún að geyma greinar um sitthvað tengt sýningunni, auk þess sem í henni er fjöldi ljósmynda og teikninga. Kirkja og kirkjuskrúð mun standa út september en héðan fer sýningin til_ Noregs þar sem hún verður sett upp í Ósló 12. nóvember og síðar í Björgvin og Þránd- heimi. Islensku munirnir koma því ekki aftur til landsins fyrr en síðla árs 1998. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.