Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 20
STÍLLINN var töluvert vandamál," segir danski rithöfundurinn, Jon Hoyer, sem skrifað hefur skáldsögu sem gerist á íslandi á þjóðveldisöld. „Á hvernig máli skrifar maður líka sögu sem á að gerast á þjóðveldisöld, á þeim tíma sem sagt hefur verið frá af hinni mestu list? Ég valdi að skrifa söguna með allt öðrum hætti en gert er í íslendinga sögun- um, með allt öðrum stíl. í bók sem ég skrifaði um Egil Skalla- grímsson og kom út árið 1977 leysti ég þetta vandamál með því að nota eins konar ljóðsöguform. í þessari bók læt ég gamla konu segja söguna rúmri öld eftir að atburð- ir hennar eiga sér stað. Hún byrjar á því að segja frá vígaferlum og grimmd þessara tíma á mjög beinskeyttan hátt eins og tíðk- aðist í sögunum en fljótlega gefst hún upp; hún segist ekki geta sagt söguna með þeim hætti því hann taki of mikið mið af þessum tímum, því hann beri of mikinn keim af þeim og heiminum sem þá var. Hún vill finna sinn eigin frásagnarhátt. Hennar saga á að vera önnur en þær sem þegar er búið að segja um þessa vargöld sem var. Hún vill segja að sögurnar séu skáldskapur. Hún a^Ul segja söguna sem gleymdist." Ællardeilur Skáldsaga Hoyer, Den glemte historíe (Sagan gleymda), byggist á sögulegum at- burðum á Islandi á þjóðveldisöld. Höfðing- inn Hafliði á ungan, ofstækisfullan og hefni- gjarnan frænda, Má að nafni. Már á í deil- um við Óiaf, frænda Þorgils, annars valda- mikils höfðingja. Deilurnar leiða til átaka milli ætta þegar Már vegur Ólaf. Sagan er sögð rúmri öld eftir atburðina af sonardóttur Más sem misst hefur mann sinn, þijá syni og sjö sonarsyni í vígaferl- um. Hún spáir þjóðveldinu falli vegna sun- Kallast á við núlimann - Hvers vegna skrifar þú skáldsögu um þjóðveldisöldina? „Það vaknaði mikill áhugi hjá mér á þess- um tíma, öðrum þræði vegna þess að hann kallast á við nútímann, við það sem er að gerast í Evrópu í dag. Það geisa borgara- styijaldir og menn vita engan veginn hvern- ig þeir eiga að bregðast við þeim eða stöðva þær. Þjóðveldisöld getur kannski ekki kennt okkur að stöðva styijaldir en við ættum held ég að gefa gaum að hugsunarhætti hennar. Við ættum líka að skoða þá valda- baráttu sem átti sér stað á þessum tíma því það er sami hluturinn og við verðum vitni að suður í Evrópu nú.“ Heillaöur af sagnaarfinum „Svo er ég auðvitað heillaður af þessum merkilega sagnaarfi sem við norrænir höf- undar eigum í íslendinga sögunum og ekki síst Sturlungasögu,“ heldur Hoyer áfram. „Úr henni hef ég bakland skáldsögunnar, nánar tiltekið úr Þorgils sögu og Hafliða. Það liggja miklar rannsóknir á sögunni og þjóðfélaginu sem hún lýsir á bak við söguna mína. Og ég lagði ekki síður mikið upp úr því að kynna mér landið sem sagan á að gerast í, söguslóðirnar. Ég nota ákveðna hluti úr Sturlungu, upplýsingar um þjóðskipulag, hefðir og ann- að sh'kt en að öðru leyti er þessi saga önn- ur en sú sem sögð er þar. Þetta er skáld- saga.“ - Hafa skandinavískir rithöfundar ekki verið að sækja sífellt meira í íslenska sagna- arfinn? „Jú, ég hugsa það. Þeir geta auðvitað ekki horft framhjá honum. Það er ekki hægt að vera norrænn höfundur og kynna sér ekki þessar sögur.“ Morgunblaðið/Kristinn „ÞJÓÐVELDISÖLD getur kannski ekki kennt okkur að stöðva styrjaldir en við ættum held ég að gefa gaum að hugsunarhætti hennar,11 segir danski rithöfundurinn Jon Hoyer sem hefur skrifað skáldsögu sem á að gerast á íslandi á þjóðveldisöld. drungar innanlands, en allt logar í ófriði. saman í þeirri von að geta náð undirtökum Norðmenn gera sitt til að etja ættunum og að lokum lagt landið undir sig. NORRÆNIR HOFUNDAR GETA EKKI HORFT FRAMHJÁ SAGNAARFINUM LISTMUNA- STRÍÐ AUSTURS OG VESTURS Washington. The Daily Telegraph. Reuter. LISTMUNASTRIÐ hefur nú brotist út á milli Bandaríkjanna og Rússlands, vegna listmuna frá Romanov-tíman- um, sem þeir fyrrnefndu hafa að láni og hafa sýnt í Washington. Til stóð að senda munina á sýningu í Texas en nú hafa rúss- neskir diplómatar fengið skipun um að gera allt sem þurfi til að endurheimta gripina hið snarasta. Bandaríkjamenn neituðu að skila gripunum á þeirri forsendu að þeir hefðu fengið þá að láni í tvö ár til að sýna víðs vegar um Bandaríkin, en urðu þó að gefa eftir og hafa gripirnir verið fluttir í rússneska sendiráðið. Dýrustu hlutirnir, demantar og íkonar úr eigu rússnesku keisarafjölskyldunnar eru læstir inni í geymslu Krýningarlistasafninu í nágrenni Hvíta hússins í Washington, en málverk og fatnaður, m.a. einn kjóla Katrín- ar miklu, voru fastir í loftkældri bifreið fyr- ir utan safnið í sex daga. Bifreiðin komst hvergi því bifreiðar rússneska sendiráðsins lokuðu hana inni. Þær heyra undir friðhelgi sendiráðsstarfsmanna og gátu verið eins lengi og bílstjórunum þóknaðist, án þess að verða dregnir burt. Hið kaldhæðnislega er að sýningin átti áð vera til marks um bandarísk-rússneska samvinnu á listasviðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem rússneska ríkis- stjórnin gefur leyfi til þess að gripirnir séu lánaðir. Um er að ræða krúnudjásn Ró- manov-fjölskyldunnar og hafa þeir verið til sýnis í Washington frá því í janúar. Á með- al gripanna er armband sem í er einn stærsti slípaði demantur heims, egglaga rúbínsteinn sem kallaður er Rúbín Sesars og 260 kar- ata safír. Alls eru 115 skartgripir og óslípað- ir steina, mikill fjöldi klæða keisarafjölskyld- unna, sá dýrasti er metinn á 650 milljónir en hann er frá tímum Péturs mikla. Lánið á gripunum bar upp á að 125 ár eru liðin frá því heimsókn Alexis stórhertoga til Bandaríkjanna. Verði hætt við frekari sýningar, kunna Bandaríkjamenn að tapa um 200 milljónum ísl. kr. í ýmis gjöld, undirbúning og fleira. Mikið var lagt í undirbúning enda um stóra sýningu að ræða, sem fékk mikla aðsókn í Washington, um 80.000 manns sáu hana þar. Ástæða þess að Rússar vilja fá djásnin, segja þeir sýningu í tilefni 850 ára afmælis Moskvu-borgar, auk þess sem þeir saka Bandaríkjamenn um að gæta gripanna ekki nægilega vel. Safnstjóra krýningarlista- safnsins í Washington, og fleiri, grunar að hin raunverulega ástæða sé peningar, Rúss- ar vilji hirða ágóðann af sýningunni, eftir að ljós kom hversu vel hún gekk en þeir hafa nú þegar fengið greiddar um 25 milljón- ir fyrir að lána gripina. Yfirvöld safnsins hafa ákveðið að bíða átekta, enda mun einn- ig óljóst hveijir hafa yfir gripunum að segja í Rússlandi. Reuter EIN AF myndunum á sýningunni á munum rússnesku keisarafjölskyldunnar. Málverkið er af Alexöndru Feodorovnu keisaraynju. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.