Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 5
Snorri Sturluson. Teikning eftir Christian Krogh. í kunnustu landnámsfrásögn af svipuðum toga, frásögninni af öndvegissúlum Ingólfs, er kveðið nákvæmlega á um fundarstað önd- vegissúlnanna og þá haft mið af nafngreindu kennileiti: „Þau missari fundu þeir Vífill ok Karli gndvegissúlur hans við Amarhvál fyr- ir neðan heiði.“'° Þar er að sjálfsögðu átt við fjöruna neðan við Arnarhól, þar sem síðar var reist Jörundarvígi og enn síðar Seðla- bankinn. Svo sem sjá má, hefur höfundur Egils sögu (vafalítið Snorri Sturluson) haft yndi af ömefnum og örnefnaskýringum, sem hann hefur trúlega í flestum dæmum samið sjálf- ur, og notað örnefnin hiklaust sem sagn- kveikjur og fyllingarefni. Fetar hann þar í fótspor fyrri sagnaritara, svo sem Land- námuhöfunda og reyndar einnig erlendra sagnaritara (t.d. höfundar Engil-Saxa- krönílcu),11 og hefur með fordæmi sínu trú- lega ýtt undir höfunda yngri Islendingasagna að nota örnefnin á þennan hátt. Leitað Kistu-örnefnis „Cherchez la femme!“ (Leitið konunnar [á bak við deilunaj!) var vígorð Alexandre Dumas eldri (1802-70). Ef hann hefði feng- izt við rannsókn íslenzkra fornsagna, hefði hann mátt smíða vígorðið: „Cherchez le nom de lieu!“ (Leitið örnefnisins [á bak við sögn- ina]!). Hér er rétt að svipast um eftir Kistu- örnefni. Ekki þarf að þreyta langa leit. Sunnan Borgarfjarðar, beint andspænis Digranesi (Borgarnesi), gengur langt og mjótt nes fram í fjörðinn og heitir Kistuhöfði. Þetta nafn er ekki gefið eftir Egils sögu, eins og líklegt er, að örnefnið Kveldúlfshöfði sé, heldur er það að öllum líkindum fornt. Skammt ofan við Kistuhöfða er bærinn (nú eyðibýlið) Kista. Hennar er fyrst getið í rituðum heim- ildum árið 1420, er hún var goldin Hvann- eyrarkirkju.12 Síðar verður nánar vikið að aldri þessara nafna. Hvað merkir bæjarnafnið Kista? En hvað getur bæjarnafnið Kista merkt? Nafnorðið kista “hirzla með sérstöku (kassa)- lagi” (Orðabók Menningarsjóðs) er fomt tökuorð úr fornensku ciste (ensku chest), úr latínu cista “skrín”, grísku kíste “karfa, fata- hirzla” (ísl. orðsifjabók). Orðið kemur fyrir í norskum og íslenzkum fomlögum, svo og í Eddukvæðum og íslenzkum fomsögum. Kistur vom mikilvægustu geymsluhúsgögn á miðöldum (fata-, vopna-, bókakistur o.s.frv.).13 Einnig kemur orðið kista fyrir í fjölda örnefna. Það er því ljóst, að orðið hef- ur borizt hingað til lands með landnáms- mönnum. En þó að eitt og sama orðið sé í öllum Kí.víM-örnefnum, er oft um marga skýringar- kosti að ræða, þegar reynt er að grafast nán- ar fyrir um uppruna og merkingu þessara nafna, eins og brátt mun koma í ljós. Stund- um má komast að nokkuð ömggri niður- stöðu í þeim efnum, en í öðmm tilvikum getur það verið erfítt eða jafnvel ógerlegt. Líkingarnafn - lokuð kista eða opin Bæjarnafnið Kista ætti að geta verið dreg- ið af einhverju kistulöguðu í landslagi. I fyrsta lagi gæti verið um að ræða hæð, klett eða fjall, sem minnti að lögun á lok- aða kistu, svo sem Kista í Vindheimajökli, Bárðarkista norðvestan Snæfellsjökuls, Gullkista í Miðdalsfjalli í Laugardal, Kistu- fell í Esju og miklu víðar. I öðru lagi kynni að vera átt við hyl eða gjá, dæld eða tjöm og jafnvel vík, sem minnti á opna kistu, t.d. Stóra-Kista í Laxá í Dölum, Óskista í Ósnum í Breiðuvík í Rauðásandshreppi (djúp renna), Kista í Stóru-Ávík í Árneshreppi (gjá með þver- hnfptum veggjum og sandbotni, þar sem fram fór síðasta galdrabrenna á Islandi), Kista ofan við Hallormsstað (sléttur hjalli í fjallshlíð, innst milli tveggja beinna kletta- veggja að sögn Sigurðar Blöndal), Gullkista á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd (lægð í sjávarkamp með smátjörn með miklu fugla- lífi), sbr. enn fremur að orðið kista er til í merkingunni “mógröf’ (OM). I Noregi er Kista allalgengt heiti tjarna og smávatna, og hér á landi er Kistuvatn á Mýram vestra, í Miðfirði og á heiðunum fram af Vopnafirði. I Svíþjóð era víkurnöfn eins og Aborrekist- an'4 og Kisteviken'5 talin geta verið dregin af því, að víkurnar líkist opnum kistum, þ.e. eru strendar með kistubotni, og sama virð- ist t.d. geta átt við Kistevik hjá Follafoss í Norður-Þrændalögum.16 Bæjarnafnið Kista í Noregi Þrír bæir í Noregi heita Kiste eða Kista: 1) Kiste í Slemdalhéraði á Þelamörk (Kistw þgf. um 1400). Albert Kjær segir í bæjanafnariti Ryghs, að nafnorðið kista komi fyrir í samsettu nöfnunum Kistedalen, -fossen, -viken og Kistelven. I fossa- og ár- heitum sé sennilega átt við bratta árbakka. Kiste á Þelamörk dragi væntanlega nafn af fossi eða flúðum í árfarveginum milli vatn- anna Gorningen og Lakssjóen.17 Asbjprn Bakken segir hins vegar, að þeir, sem þekki landslagið hjá Kiste, eigi erfitt með að við- urkenna skýringuna í bæjanafnariti Ryghs, að nafnið sé dregið af einhverju, sem líkist kistu í landslagi, svo sem háum árbökkum.18 2) Kiste í Botnehéraði á Vestfold (Kistu þgf. um 1400). Albert Kjær telur, að bæjar- nafnið kunni að vera dregið af kafla árfar- vegar.19 Bærinn stendur nokkuð frá Mofjpl- elva, sem er nánast lítill lækur, og kynni fremur að draga nafn af lægð hjá bænum, sem kemur fram á korti.20 Johan Kiste í Kiste (f. 1913) tekur undir það í mín eyru og segist telja, að bærinn dragi nafn af lægð- inni suður af bænum milli tveggja samhliða ása, Kisteásen og Solumsásen. Vitnar hann um það álit til föður síns, og svo sé einnig talið í Botne bygdeboka eftir Sigurd Unneberg. 3) Kista í Rpdóyhéraði í Norðurlandsfylki (Kiste 1610). Bærinn er við vatn, sem nefnt er Kista á kortum (og inn af því lnnerkista), og úr því fellur stutt á í botn Værangfjarð- ar. Sunnan við bæinn handan vatns er Kist(a)tinden, og telur Karl Rygh, að senni- legt gæti virzt, að fjallið hafi upphaflega heitið *Kista og bærinn og vatnið fengið nafn af því. En þar sem Fritzner telji, að kista í ömefnum merki ‘skarð’ eða ‘þrengsli’, kynni þó nafnið í öndverðu að hafa verið heiti á þrengslunum, sem áin fell- ur um út í vatnið, eða á ánni sjálfri.21 Hér virðist mér eðlilegra að ætla, að Kista (og Innerkista) séu upphafleg heiti vatnanna, sbr. mörg slík vatnaheiti í Noregi, og Kist(a)tinden sé kenndur við vatnið. Tor Strpmdal í Jektvika í Værangfirði (f. 1943, bjó í 30 ár í Straumdal inn af Kista) kveðst vera sömu skoðunar. Kista í Andakfl Kistuhöfðinn fyrrnefndi hjá bænum Kistu í Andakíl er ekki með kistulagi, og hjá bæn- um er engin kistulaga borg eða hæð. Ekki er þar kistulaga dæld eða tjörn, og bakkar Andakílsár era ekki mjög háir við Kistu. Jón Sigvaldason (f. 1927) bóndi í Ausu, næsta bæ fyrir ofan Kistu, segir mér, að hann viti ekki til þess, að umtalsverður hylur sé í ánni hjá bænum, en kveðst þó ekki nógu kunn- ugur því. Til greina virðist helzt koma, að hinn stutti Kistufjörður, sem Andakílsá fell- ur í og kalla má, að líkist opinni kistu (með kistubotni), kynni að hafa heitið *Kista í upphafi, sbr. fyrmefnd víkurnöfn Abor- rekistan og Kisteviken \ Svíþjóð og Kistevik í Noregi, og bærinn, sem stendur skammt frá fjarðarbotninum, geymi þá fjarðarnafnið. Ákvæðislið hefði þá verið bætt við hið upp- haflega nafn, svo sem algengt er, t.d. *Tré- kyllir (‘timburskjóða’) > Trékyllisvík, Surtr (‘hinn dimmi’) > Surtshellir. Varðandi strandlínu Kistufjarðar er þess að gæta, að hún kann að hafa breytzt nokkuð frá land- námsöld vegna landsigs og nokkurs land- brots. Reyndar gætir þar ekki brims og út- hafsöldu eins og á Mýram, en Jón Sigvalda- son í Ausu segir þó, að nokkurt landbrot sé þar í suðvestanátt. I Egils sögu segir, að skammt út frá Hvanneyri skerist inn „vík ein eigi mikil; fundu þeir þar andir margar ok kplluðu Andakíl, en Andakflsá, er þar fell til sjóvar“ (28. kap.).22 No. kíll merkir “djúpur, lygn lækur eða árkvísl sem líður hægt fram; síki, lón; grasi vaxin lægð með blautum jarðvegi í botni” (OM). I norsku merkir kil “smal bugt som gaar langt inn i landet” (Torp). Víkin (Kistufjörðurinn), sem nú er um 1 'h km á breidd, má hafa breytzt mikið frá land- námsöld, ef hún hefur þá borið -Á:;7.y-nafn. Reyndar er ekki berum orðum sagt í Egils sögu, að víkin í heild hafi verið nefnd Anda- kíll, og er spurning, hvort hugsanlega sé átt við ána sjálfa á leiranum. Jón Sigvaldason og Torfi Hjartarson tollstjóri (1902-96, var á Ytri-Skeljabrekku 1907-15) sögðust báðir helzt hafa sett nafnið í samband við svo- nefnda stokka eða kíla, sem einkenna engj- arnar í Andakfl. Enginn einn stokkur sker sig þó úr. Jón Sigvaldason segir, að endur hafi helzt haldið sig á ánni og nokkuð á stokkunum, en lítið á firðinum, áður en þeim fækkaði stórum, eftir að minkurinn korn til sögunnar. Kista í Vesturhópi Annar bær heitir Kista hér á landi, í Vest- urhópi, V-Hún., og er hans fyrst getið í heimildum 1467.23 Hugsanlegt virðist, að bærinn dragi nafn af klettahöfða, sléttum að ofan, svonefndum Kistubjörgum, ofan við bæinn; þau væra þá hin upphaflega *Kista. Eggert Konráðsson, fyrrum bóndi á Kistu (f. 1920, bjó þar 1953-90), segir mér þó, að neðan við klettahöfðann sé djúpur grasbolli með nafnlausri tjöm, lítið eitt sporöskjulag- aðri, og fínnst honum sennilegra, að það sé kistan, sem bærinn dragi nafn af. I þriðja lagi má nefna þann kost, að innsti hluti Sig- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.