Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 11
 striga, 130x195 sm. Eigandi: Listasafn Reykjavíkur. Ljósmynd/Kristinn I942. Olía á striga, 79x60 sm. Eigandi: Lands- rtrettin eru á sýningu á myndum af skáldinu, í Þjóðarbókhlöðunni. HALLDÓR Pétursson: Halldór Laxness. Olía á striga, 41,7x31,9 sm. Eigandi: Fjóla Sig- mundsdóttir. EINAR Hákonarson: Halldór Laxness, 1984, Olía á striga, 109x79 sm. Eigandi: Listasafn- ið á Akureyri. ERFIÐIRTIMARI ULTIMA THULE _________BÆKUR_____________ Skáldsaga SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Laxness. J.A. Thompson þýddi á ensku. Inngangur eftir Brad Leithauser. Vintage Intemational. Vintage Books. New York, 1977. Sjálfstætt fólk kom nýlega út öðm siimi í Banda- ríkjunum, en fyrri útgáfan var 1946. Eftirfar- andi ritdómur um bókina birtist í bókablaði The New York Times á sunnudaginn 21. apríl. SÖGUHETJAN, stoltur bóndi, Bjartur að nafni, birtist okkur eins og hetjur gömlu skáld- anna í afar eyðilegu landslagi, draumkenndu og blóðugu, þar sem allt virðist liggja í augum uppi og fólkið stritar eins og það hefur gert í 8.000 ár, allt frá upphafi akuryrkjunnar. Hann og hans fólk býr í torfbæ, sambyggðum fjárhús- unum, sem hýsa líka hund og hest. Það eru engin efni til að vera með kú. Þau eiga hins vegar það stolt, sem fylgir því að vera sjálfstæð- ur. „Fyrst af öllu kemur sjálfstæðið." Að óreyndu hefði ég haldið, að sænska bók- menntaakademían útdeildi ekki Nóbelsverðlaun- um fyrir skemmtiefni. Samt er „Sjálfstætt fólk“ jafn skemmtilegt og Beckett — og af sömu ástæðu. Mannsandinn neitar að gefast upp í baráttunni. Til þessarar skemmtunar heyrir „hálfdauð" gamla konan, sem er alltaf nærri í gegnum alla áratugina. Hún segir, að sér hafi aldrei orðið misdægurt, að minnsta kosti ekki meðan kalla mátti, að hún væri lifandi og jólin byija alltaf á þvf,_ að hún finnur og notar eyrnaskefílinn. A vorin fær fjölskyldan aðeins mat í eitt mál; á hörðu vori nærist hún á störinni. Konan hans, sem er alltaf við rúmið, elur hvert andvana barnið á fætur öðru og þegar hún deyr og næsta kona líka, kemur heimspekin upp í Bjarti. Þau vinna 16 tíma á dag við heyskapinn og eftir að hafa gleypt í sig trosið leyfir Bjartur sér að kasta sér aðeins í fjórar mínútur. Oft endar það með því, að hann veltur ofan í ein- hvern pollinn. Laxness segir um þessa kotbænd- ur, að þeir hafi kunnað mikið af kvæðum. Lánlaus börnin stela næstum því senunni. Drengurinn læðist út að næturlagi til að segja steinunum, að móðir sín sé veik. Hann vonar, að álfarnir geti hjálpað henni. Hann talar við 30 steina vegna þess, að hann veit ekki í hverj- um álfarnir búa. Móðir hans deyr eftir sem áður. Ásta Sóllilja er óskilgetin dóttir fyrri konu Bjarts. Þau unnast með þeim hætti, sem stund- um verður milli foreldris og barns, sem ekki eru bundin blóðböndum. Hún þráir ævintýri og rómantík og geti ekki orðið af því, þá bara eitt- hvað. í bjargarleysi sínu er hún eins og svang- ir synir Bjarts, sem verða alltaf heldur undir- furðulegir þegar eitthvað nýtt ber fyrir augu. Þeim verður svo mikið um að sjá hnappana á skyrtu ókunnugs manns, að þeir verða að líta undan. Kjálkabein og skeljar eru leikföngin þeirra. Á engjunum fá þeir hálfúldinn fisk og regnblautt slátur. Setji að þeim hroll segir fað- ir þeirra, að það sé eins og hver önnur sérviska að vilja vera þurr. Laxness þefur gaman af því að stríða lesend- um sínum. í kirkjunni þar sem drengurinn bíður þess að koma auga á ástina sína segir prestur- inn frá krossfestingunni. „Kæru kristnu systk- ini,“ segir hann. „Tíminn líður. Áðan var klukk- an eitt. Nú er hún orðin tvö. Bráðum verður hún þijú. Svo verður hún fjögur." Þessi velvilj- aða ertni byijar snemma, við fæðingu Ástu Sóllilju. Þegar Bjartur kemur heim úr eftirleit- inni finnur hann konu sína örenda á gólfinu í storknuðu blóði; hún hafði látist af barnsförum. Hundurinn hafði haldið hita á nýfæddu barn- inu, sem hafði soltið í nokkra daga. Þegar Bjart- ur kemur til nágrannans kemur hann sér ekki að því að biðja um hjálp. Þess í stað fer hann að ræða um veðrið og orma í sauðfé. Að lokum nefnir hann „líf“ — „Þetta er sí og æ að kvikna eins og þið vitið" og gefur barnið í skyn og veltir því fyrir sér hvort það væri „reynandi að spýta í þetta volgri mjólkurglætu, ef öndin skyldi þá tolla í því frameftir nóttinni". Þegar konan kemur og velgir barninu í vatni spyr Bjartur hvort hún ætlaði að sjóða það. Síðar segir hann hálfafsakandi, að það sé „ekki að búast við að þetta sé mikið fyrir sér ... mikil skelfing sem mannkynið getur verið aumt þegar maður lítur á það einsog það er í raun og veru“. Barnið lifir og Bjartur veltir því fyrir sér hvaðan börn- in komi og hvers vegna þau séu alltaf að koma. J. A. Thompson, þýðandi bókarinnar, á sérstakt hrós skilið fyrir að koma til skila hinum fínu en sérstöku blæbrigðum í sögu Laxness. Bestu verk norrænna listamanna eru ýmist ljóðræn eða natúralísk en Edvard Munch lagði sig eftir hvorutveggja af mikilli ástríðu. Hin Ijóð- rænu verk hans voru einföld og táknræn en í þeim natúralísku nostraði hann við landslagið. Eftir Ingmar Bergman liggja „Sjöunda innsigl- ið“ og samfélagsleg greining hans á hjónaband- inu. Ibsen skrifaði um púrítanska siðavendni í „Brandi" og uppgötvaði álfana og hinn stórkost- lega „Pétur Gaut“. Síðar venti hann sínu kvæði í kross og skoðaði fj'ölskylduna í „Afturgöngun- um“ og gagnrýndi samfélagið í „Brúðuheimil- inu“. Knut Hamsun skrifaði „Sult“ og síðar „Gróður jarðar“ þar sem hann boðar afturhvarf tii einfalds lífs. „Sjálfstætt fólk“ fellur undir þessa tvíhyggju, hún er goðsagnakennd með dálitlu af Marx. ísland er runnið Laxness í merg og bein. Víðáttur norðursins og síbreytilegur himinn kveikja í hug hans stórkostlegar myndir. Hljóðl- át dögunin og dimmumótin eru í ætt við eilífð- ina og sumarnæturnar hlúa að draumnum. Siða- vendni lúterstrúarinnar er aðeins sem þunnt skæni yfir heiðnum óttanum. Það er erfitt verk að eija jörðina á norðlægum breiddargráðum og ranglætið, sem felst í stritinu, hefur oft orð- ið rithöfundum að yrkisefni. Náttúran er hvort- tveggja í senn, grimm og gæskurík, og fólk ann í senn stundlegu réttlæti og andlegri fegurð. Aðeins eftir að hafa lesið 200 blaðsíður af bókinni veit lesandinn, að sagan gerist á þess- ari öld. Tímarnir snúast þá líka öndverðir gegn Bjarti, sem áttar sig smám saman á því, að hin nýju lögmál efnahagslífsins eru ekki hliðholl öllu hans erfiði. Kaupmennirnir og síðan bank- arnir arðræna hann og steypa í gjaldþrot áður en hann getur greitt af kotinu. „Laxness," sagði vinur minn einu sinni. „Hann er rithöfundur, sem fékk Nóbelsverðlaun- in fyrir að vera marxisti." Vissuiega vantar ekkert á kraftmikla þjóðfélagsgagnrýnina en hún stendur alveg utan við fegurðina, samúð- ina, dýptina. Laxness gerði fyrsta uppkast að „Sjálfstæðu fólki" í Los Angeles af öllum stöðum. Á árunum 1928 og 1929, þegar verðbréfamarkaðurinn reis og hneig, sá hann marga umkomulausa atvinnuleysingja í görðum borgarinnar. Það var þessi sjón, sagði hann, sem gerði hann róttæk- an. Ferð hans til Sovétríkjanna 1932 varð til að skerpa á stéttaskilningi hans en söguna gaf hann út í tveimur bindum 1934 og 1935. Getur verið, að rithöfundur viti hvað hann er að gera? Alkunna er, að skáldum og rithöfundum líka ekki gagnrýnendur, sem líta fram hjá listinni en hamra þess í stað á pólitíkinni, sem höfundur- inn hefur kannski óafvitandi ofið inn í verkið. En hvað þá ef höfundurinn sjálfur segir, að sagan sé þjóðfélagsrýni? Gagnrýnandinn Peter Hallberg fann fyrstu drög Laxness: „Sýnir hvernig stórbændurnir kúguðu kotungana, jafnt pólitískt sem efnahagslega.“ Ætla mætti, að hér væri á ferðinni versta skáldsaga, sem skrif- uð hefur verið. Staðreyndin er sú, að hún er ein af þeim hundrað bestu. Við biðjumst raunar undan hans eigin túlkun og verið getur, að vegna sinnar djúpu, skáldlegu sýnar komi hann sjálfur ekki auga á hina miklu verðleika sögunnar. Halldór Laxness var afkastamikill rithöfundur. Þegar- hann var 68 ára að aldri hafði hann gefið út 16 skáldsögur, sem sumar voru svo stórar, að þær voru gefnar út í tveimur eða þremur bind- um. Á sama tíma hafði hann skrifað þijár minn- ingabækur, þijú smásagnasögn, fjögur leikrit, tvær ferðasögur, níu ritgerðasöfn og hinar ólík- legustu þýðingar — „Vopnin kvödd“, „Veisla í farángrinum" og „Birtíng“. Laxness var 53 ára gamall þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin. Þá hafði hann gengið ka- þólskri trú á hönd og síðan marxisma. Einu sinni sagði hann, að lífið sjálft ómerkti allar kenning- ar og á sinni löngu ævi hefur hann haldið í sann- færinguna — ekki kenninguna — sem hann lýsir með tregafullum hætti undir lok bókarinnar, „Sjálfstæðs fólks“, þegar hann segir, að upp- spretta hins fegursta söngs sé samúðin. Samúð Laxness nær jafnvel til hundsins, hestsins og nýju kýrinnar. Um hamingju hennar þegar hún á kálfinn, segir hann, að það hafi verið „einsog allt hafi rætst fýrir þessari skepnu á einum degi“. Hann vissi að sjálfsögðu ekkert nema vegna samúðar sinnar með fólki, því að, eins og hann segir, þá er maðurinn í rauninni einn og þess vegna á að hafa samúð með honum, elska hann og finna til með honum í raunum hans. Annie Dillard L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.