Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 8
FARVEGIR ÞEIRRA EM ERU ÖÐRUVÍSI IV EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON r Islenski sérvitringurinn, þessi sem er hluti af þjóðarkarakternum, er í mörgum dæmum atgervismaður sem hefur orðið að binda sig við sína torfu og hún fyrir vikió orðió honum að tilefni þróhyggju. Aráttusérvitringarnir eru kapituli útaf fyrir sig. Þeir sem kenndir eru við fræðimanninn Asperger, samkvæmt staðlinum og fjallað hefur verið um í þessum greinaflokki. Um lýsingu er að ræða fremur en skýringu. Það kann að vera ofmælt en þó helgað af tilgangi sínum að kalla asp. hugsandi einhverfa, sem Bandaríkjamenn og fleiri gera, engan veginn er ljóst hvort nokkur frekari tengsl eru í milli en fólks yfirleitt. Hins vegar fer ekki milli mála að lýsing- in á asp. kemur heim og saman við svo sem fimm af hveijum þúsund í mannlífsflórunni; fólk, og þá einkum karlmenn, sem lenda í örðugleikum með að samræma kenningu sína um hugann upplagi sínu. Einkum fyrir áráttukenndan hugsunarhátt sem í meira eða minna mæli tekur að stjóma hugsunum þeirra fremur en háttvís menningin og leið- ir til margskonar vandkvæða og umtals- verðs fmmleika. Áráttur geta sett svip á gerðir allra manna, a.m.k. um skeið. Spum- ingin er því hvers vegna þrályndið verður svo ríkt í fari asp. sem reynist. Hér verður þeirri kenningu varpað fram um asp. sérstaklega að vandi þeirra sé eink- um fólginn í miklu misræmi á mótunar- skeiði milli félagslegrar aðbúðar og eigin þroskaþarfa, annarra en líkamlegra, og þá vegna andlegra hæfileika. Afleiðing svo gagntækrar einangrunar er þráhyggja, þ.e. ósjálfræði um hugsanir og þar með að nokkru um athafnir, endurtekningasemi, ófélagslyndi, og allt að því ófyrirleitni við að rekja málefni til enda og þar með ijúfa þögult samþykki manna í milli að halda í horfi þrátt fyrir að fæstum spurningum hafi verið svarað að gagni og kannski meira að segja verið um margt iogið. Manni sem hefur þráhyggjukennt skap- lyndi hætti fremur til að einangrast en öðr- um sem reynist hvers manns hugljúfi. En full ástæða er einnig til að ætla að áráttur og þráhyggjur leiði af langvinnri félagslegri einangrun. Röng kenning um huga kann einnig að einangra einstaklinginn frá upp- runalegum þörfum sínum eins og t.d. kyn- lífsþörfum. Slík firring leiðir í mörgum dæmum til sjúklegs ástands. Afleiðingin getur orðið þráhyggjukenndur hugsunar- háttur sem af einhveijum ástæðum tekur sig upp á hvaða sviði sem er, kannski fyrir átök sálrænna þarfa og hins lítt hæfa huga. Tilefni þrályndis kann þó að vera annað og djúplægara. Um það skal ekki dæmt hér. Hlutskipti asp. er ósamræmi milli menn- ingar og upplags og þar af leiðandi einangr- un. Þjóðleg sérviskueinkenni leiðir af sömu kjörum. Skyldleikinn þarf ekki að teljast meiri en þetta. Islenski sérvitringurinn, þessi sem er hluti af þjóðarkarakternum, er í mörgum dæmum atgervismaður sem orðið hefur að binda sig við sína torfu og hún fyrir vikið orðið honum að tilefni þráhyggju. Séniiö Asp. er á hinn bóginn maður sem á róman- tískari tímum en okkar kynni að vera kallað- ur af rökstuddum ástæðum séní og talinn undanþeginn lögum meðalmennsku og boðið að móta huga sinn sem mest til samræmis við geníalar þarfir sínar, auðvitað helst á sviði skáldskapar. Óhjákvæmilegt er annað en viðurkenna hvarvetna að til er fólk sem er öðru vísi, fólk sem ekki flokkast í viður- kenndar kategoríur en ber þó merki um vitsmuni á sína vísu. En á tíma firringar eins og okkar, frá hinum mennskari mannlífseinkennum, verð- ur niðurstaðan ekki að um séní sé að ræða heldur eru dregnar fram kenningar þýsku- mælandi manns, Hans Aspergers, frá árum síðari heimsstyijaldarinnar, nú eftir að ger- völl heimsbyggðin hefur fengið ótrú á hinum nitsíska afburðamanni, en á hinn bóginn jafnljóst og alltaf að ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að til er öðru vísi fólk sem ekki flokkast í neina viðurkennda Nú ordid birtist afburóamenniö helst í kvikmyndum ogá pá í vitsmunaglímu vid heiminn, ofurklár og affráleitu tilefni. kategóríu, ekki frekar en séníin gerðu fyrr á tíð. Þessar kenningar Austuríkismannsins þykja samræmast betur mannskilningi okk- ar tíma sem á smáborgaralega vísu afgreið- ir þann sem öðru vísi er oftast nær sem ill- an. En eins og spekingurinn sagði: hið illa er sprottið af sársauka. í stað þess að leita róta sársaukans er hvarflað undan með þess- ari afleiðingu. Núorðið birtist afburðarmennið helst í kvikmyndum og þá í gervi raðmorðinga sem ber einkenni asp. Sá á í vitsmunaglímu, áráttukennt, kerfisbundið, við heiminn, hvorki meira né minna. Ofurklár. Og af frá- leitu tilefni. Afburðamennska á sér vissulega farvegi innan menntakerfisins þrátt fyrir þær mót- sagnir sem óhjákvæmilega fylgja því að verða að mennta marga saman samkvæmt fyrirfram ákveðinni námskrá. Og í annan stað grundvalla alla þekkingu á fyrirfram gefinni aðferð. Afburðamennska kann á hinn bóginn að vera bundin með ósjálfráðum hætti sjálfsbjargarþörf mannverunnar á frumstigi lífs síns, ósjálfráð, einsleitin þörf fyrir að bjargast af með sérkennum sínum og einstaklingsupplagi. Þar með er hún lítt eða ekkert skyld getunni til að fylgja settum reglum í sérhæfðu menntakerfi, miðuðu við stað og tímabil. Sé þetta svo sem líklegt er þá er harla líklegt að í þeim dæmum komi upp megnt þráhyggjuástand milli upp- eldisaðila, hvort sem þeir eru foreldrar, skólakerfi eða samfélagssiðir, og sérþarfa einstaklingsins, togstreita sem leiði til tilvilj- unarkennds vals hans á þekkingarsviði eins og oft einkennir asp. og fylgir þá ruglkennd- ur, ósjálfráður, framgangur mála á sérsvið- inu fyrir sívirk áhrif frá þráhyggjuhneigð viðkomandi einstaklings. Það hefur svo langt aftur sem nokkur maður veit verið haft í flimtingum hve margt er oft Iíkt með af- burðamanni og afglapa, báða einkennir oft getuleysi til að fóta sig meðal fólks og eru þrályndir þegar kemur að áhugamálum. Valdir snillingar uppsláttaritanna eru oft þessu marki brenndir. Asp. þurfa ekki endilega að vera skynsamir samkvæmt þeim skilningi sem helst er lagður í orðið; sama fyrirvara verð- ur að hafa á um alhæfingar þegar fjallað er um heilkennin og aðrar manngerðir, fjöl- breytnin kann sér engin takmörk, engir tveir einstaklingar eru eins. Samt er hægt að draga fram helstu þætti við lýsingu skap- gerðar eins og hér hefur verið gert. Um skyldleika afburðamennsku og ár- áttukenndrar sérvisku verður ekki ljallað frekar, en látið duga að lýsa því yfir sem virðist almennt álit manna um allan hinn menntaða heim að séníið sé dautt og demon- ískari persónuleiki kominn í hans stað, hættulega greindur og án takmarks og til- gangs nema þá að marka sér spor með öll- um tiltækum ráðum. í stað rómantískra vangaveltna um upplag og eðli höldum við okkur við raunsæið, við hversdagsleikann ef stætt er á því á annað borð. Úrrœöi Spurningin er um úrræði við asp., hvern- ig á slíkur maður að lifa meðal manna? 1. Asp. er haldin nokkurskonar huglægri ofvirkni; gagnstætt þeim einhverfa er hann sífellt að efla og stækka huga sinn með sín- um hætti. Mikil þörf er því á að leiða hann til sjálfsþekkingar og það ætti að vera hægt samkvæmt þessu. Hann þarf að koma sér upp huga til samræmis við sérstætt skap- lyndi sitt. Þekkja sjálfan sig, getu sína og takmörk og umfram allt veikleika sína. Þetta þýðir að sjálfsmyndin verður að koma heim og saman við það hvernig hann er gerður, hversu erfið sem þau boðskipti kunna að reynast leiðbeinandanum. Asp. verður að vita að hann er asp. og ieiðbeinandi hans að búa yfir almennri þekkingu á fyrirbær- inu, - og til hennar er nú efnt víða, hérlend- is og annars staðar, af miklum móð. 2. Ekki síður en sjálfsþekkingin er mikil- vægt fyrir asp. að koma sér upp ijarstæðu- veruleika samhliða þeim sem lýtur að meira eða minna leyti stjórn þráhyggju hans. Fjar- stæðurnar veita aðhald gegn því að verða ofurseldur þráhyggjuhugsunum ef þeim er þannig fyrir komið að ekki er hægt að sigr- ast á þeim. Þetta kann að reynast torskilin þörf ef ekki er tekið með í reikninginn að greindarmerki þess sem hér um ræðir, rö- kvísin, er vanviskuleg þrákelkni sem setur svip á allt hans far eins og hver önnur þrá- hyggja. Hún leiðir ekki til neins mann- fagnaðar, sem við þó ætlum að sé tilgangur lífs hans eins og annarra manna. Asp. hæf- ir því að temja sér órökvíslegt athæfi og þá fyrir aðhald einhvers annars en sjálfs hans því að sjálfum sér getur hann ekki treyst að þessu leyti fyrr en hinar órökvís- legu venjur hans eru orðnar mjög sterkar og hann hefur með sjálfum sér viðurkennt gildi þeirra og mikilvægi fyrir hann sérstak- lega. Asp. getur kosið sér menningarlegt að- hald til að ná þessum árangri. Sé hann gæddur sköpunargáfu sem margir asp. eru þótt fræðin segi annað - þau fjalla einkum um þá asp. sem reynast ósjálfbjarga - þá er upplagt að viðkomandi taki fyrir ein- hveija listgrein, rýni hana fræðilega og þá samkvæmt fyrirframgefinni reglu eða jafn- vel gerist listamaður sem kann að vera 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.