Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 14
 m MATVÆLI seld og fatnaður saumaður úti á götu. Hér eru kannski aðeins 2-3 fermetrar til umráða en þeir eru nýttir til hins ýtrasta 44 Ji! 4 i —j— i i ! L ATVINNUREKSTURINN býr ekki alltaf við stórfenglega aðstöðu, kannski eitt frumstætt borð og nokkra stamþa, potta eða tunnu. Þarna eru engu að síður búin til góð og ódýr matvæli. VETUR í Peking. sturtuna á fullt og sprautaði yfir allt í bað- herberginu, veggi, gólf, baðkar, salerni, handklæði - brosti síðan út að eyrum. Verk- inu var lokið. Hér er ekki til siðs að þurrka vatnið af, það hverfur sjálft! Gólfið var jafn óhreint eftir sem áður. Ég gafst upp. Þreif fagurgrænu plastskóna vandlega. Notaði þá eftirleiðis. Leiddi hjá mér öll óhreinindi. Setti helst ekki upp gleraugun. Ryksugur voru hvergi sjáanlegar, en stúlkurnar sóp- uðu samviskusamlega með bastvendi dag- lega. Svona fallegum brosmildum stúlkum getur maður fyrirgefið allt. Kannski gæti ég kennt hreinlæti á vegum Sameinuðu þjóð- anna einhvern tíma seinna? Fyrsta daginn hætti ég mér ekki langt. Gekk meðfram löngum áveituskurði. Fann dálítinn grænmetismarkað þar sem tómatar, kál, laukar (margar tegundir), egg, fiskar á stærð við síld, chili, paprika og ferskjur voru á boðstólum. Fann líka litla búðarholu sem seldi drykki og sígarettur. Keypti tvær kínverskar bjórflöskur (aðeins 25 krónur fyrir hálfan lítra) og bar heim í ísskápinn. Aldrei varð bjórinn samt jökulkaldur. Kost- aði það Ástralann minn ómældar þjáningar. Næstu daga uppgötvaði ég að aðeins tíu mínútna gangur var til þorpsins sjálfs. Og meðan bóndi minn hamaðist við kennsluna í 33 stiga hita og raka í óloftkældri kennslu- stofu (ioftkælitæki biðu uppsetningar) virti ég fyrir mér lífíð í þorpinu. Notaði augu og eyru þótt ekki skildi ég orð af því sem sagt var. Þarna iðaði allt af lífi kvölds og morgna. Þarna var landbúnaðarháskóli og fjöldi ungs fólks á ferli. í mesta hitanum um hádegið hvíldist fólk þó og var ég ekki lengi að til- einka mér þá reglu. Oftar en ekki var mér boðið sæti á lágum trékolli. Þessi mjaltakoll- ar, eins og ég nefndi þá, eru svo mjóir að vandi er að halda jafnvæginu. Eitt sinn var mér lánaður blævængur - það skipti þetta indæla fólk máli að mér Iiði sem best í þessu framandi umhverfi. Rúmbotnar voru sums staðar notaðir sem söluborð. Reiðhjólabjöllur klingdu í sífellu, stöku vélhjól stritaðist við að komast leiðar sinnar. Ávextir í bastkörf- um, kínverskt rokk á snældum. Móðir með bam á bijósti að selja hárskraut, varaliti o.fl. Ungur listamaður að selja tréflautur. Fólk starir á þessa framandi veru. Skuggsælt stræti, tré beggja vegna, fjör- ugur lyklasmiður með gleraugu, bláa svuntu og í hvítri nærskyrtu undir, gerir við plast- töskur og plastskó (leðurvörur eru afar dýr- ar). Bleikt djús í plastpokum dmkkið með röri eftir að horn hefur verið klippt af. Upp- stoppaðir bijóstahaldarar, bækur á borði, m.a. Hamlet á kínversku. Leikföng og eld- húsáhöld úr plasti. Sérstakt veitingahúsa- stræti þar sem matreitt er á stundinni, plastdúkar á borðum. Stemmningin minnir á 17. júní heima. Reiðhjól hallast upp að hveiju tré. Nýjar verslanir teknar að kræla á sér. Þar sem viðskiptavinir ganga inn og eru afgreiddir yfir búðarborð. Allt í einu í öllu öngþveitinu birtist karlangi sem er að tala í farsíma! Ýmsar þjóðfélagsbreytingar nálgast óðfluga. Eftir örfá ár verður þetta „veröld sem var“. Eftir nokkra daga vandist fólk því að ég væri þarna á sveimi, en á þessum stað er fólk með blá augu og ljóst yfirlit eins sjald- séð og hvítir hrafnar. Vissulega var starað, en sú hjátrú að gæfa fylgdi því að snerta ljóshærða manneskju var ekki fyrir hendi eins og var á Jövu. Seinni vikuna dró ég fram myndavélina og það var eins og við manninn mælt, allir vildu láta mynda sig. Það er sama hvar maður er, Aleppo í Sýr- landi, Jövu, Kína - fólk vill helst læra á myndavélina líka. Þarna býr óspillt fólk, ákaflega vinsam- legt og hjálplegt. Með ólíkindum hve maður komst langt með brosi, því að geta boðið góðan dag eða geta sagt þökk fyrir á tungu- málinu þeirra. Verst var að geta ekki keypt aðrar veitingar en gos eða bjór í flöskum. Slíkt getur verið varasamt, því vatnið er mengað og hreinlæti ábótavant. Iæirtau á útviveitingastöðunum er ekki þurrkað. Byij- uðu Kínveijarnir sjálfir æviniega á því að þurrka glösin, pijónana eða skálarnar með pappírsþurrkum. Aldrei óttaðist ég um ör- yggi mitt en hins vegar varð mér um og ó þegar ég gekk fram á mann á sundi nokkru sem var að slátra tveimur grísum. Kyrti hann þá með leðuról. Dauðahrinurnar eltu mig ekki aðeins út göngin heldur í marga daga. í þessum sömu göngum sat stundum spámaður og þegar kínverskur vinur minn fór með mér í göngu einn daginn bað ég hann að túlka. Spámaðurinn lét mig kasta upp skildingum á rauðum klúti með fornum merkjum og las í hægra lófa mér. Ekki vantaði fögur orð. Hamingja í formi peninga átti að koma til mín úr norðvestri, lífið yrði betra og betra. Maður borgar bara fyrir ef spádómurinn er góður og því meira eftir því sem hann er betri! Á kvöldin ríkti sérsakt andrúmsloft í þorp- inu. Flestir dvöldu úti við. Drekaflugur á lofti. Ekkert sjónvarp til þess að loka sig af með. Drengur situr og snæðir kvöldverð á rúmstæðinu sínu. Þegar kemur að hátta- tíma er rúmstæðið fiutt inn. Fólk spjallar og hlær, fær sér matarbita, te eða ölglas - hér kemur fólk enn hvert öðru við. Við starfsmannahús rannsóknarstofnun- arinnar er malbikaður körfuboltavöllur. Stundum er þar ungt fólk sem leikur badm- ington í rökkrinu. Síðdegis iðkar eldra fólk- ið þar líkamsæfingar við tónlist. Á föstu- dags- og laugardagskvöldum er dansað við kínverska danstónlist. Börnin fá ævinlega að vera með. Flestallir dansa. Ungu stúlk- urnar eru einkar snyrtilega og fallega klæddar. Ungu mennirnir í hreinum skyrtum og síðbuxum. Stendur parið alveg kyrrt áður en fyrsta danssporið er stigið. Kínveij- ar dansa listavel og auðvelt reyndist að fylgja herrunum eftir. Síðasta kvöldið var okkur boðið heim til ungra hjóna. Heimilið var tandurheint og fallegt. Margir gómsætir réttir á borðum. Kveðjustundin reyndist erfið en minningarn- ar standa óhagganlegar. Eignist maður kínverskan vin á maður hann til æviloka. Höfundurinn býr í Ástralíu. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.