Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 6
LEIRLISTARFELAGIÐ STENDUR FYRIR SYNINGU A VERKUM FELAGSMANNA I HAFNARBORG ■« INGUNN Erna Stefánsdóttir við verk sitt Hvell á sýningu Leirlistarfélagsins, Leir ílok aldar, í Hafnarborg ■ Hafnarfirði. Morgunblaðió/Árni Sæberg LEIRVERK LÍÐANDI STUNDAR LEIR í lok aldar er yfirskrift sýn- ingar sem Leirlistarfélagið gengst fyrir þessa dagana í Hafnarborg í Hafnarfirði í til- efni af fimmtán ára afmæli sínu. Eyðir sýningin öllum efa um að íslenskir leirlistarmenn geti í senn myndað sterka heild og staðið fyrir sínu sem einstaklingar, að mati Ingunnar Ernu Stefánsdóttur, for- manns félagsins. „Markmiðið var fyrst og fremst að mynda sterka heildarsýn en þeg- ar sýningin var komin upp var jafnframt athyglisvert að sjá hvað hver og einn lista- maður nýtur sín. Það er svo sannarlega enginn fjöldaframleiðslustimpill á íslensk- um_ leirlistarmönnum." Á sýningunni eru „leirverk líðandi stund- ar“, eins og Ingunn kemst að orði, í brenni- punkti en sýningarhefð Leirlistarfélagsins ku hafa verið rofin með tvennum hætti að þessu sinni. Annars vegar var hönnuð- ur, Pálmar Kristmundsson, fenginn til að setja sýninguna upp í stað listamannanna sjálfra o g hins vegar var öllum félagsmönn- um boðið að taka þátt í sýningunni í Hafn- arborg, en fram til þessa hafa þeir verið valdir. „Með þessum hætti stendur hver og einn og fellur með sínum verkum,“ seg- ir Ingunn en 26 af 39 félagsmönnum þáðu boðið en 13 höfðu öðrum hnöppum að hneppa. Bjartsýnt fólk Það var síðia vetrar 1981 sem stofnend- ur Leirlistarfélagsins héldu fyrsta fundinn. Segir Ingunn þetta hafa verið bjartsýnt fólk á framtíð leirlistar í landinu, þótt ekki hafi verið löng saga að baki til stuðnings og hvatningar. „Þótt níu þúsund ár séu úti í heimi frá tilurð fyrsta leirhlutarins voru á þessum tíma einungis fimmtíu ár frá brautryðjendastarfi Guðmundar Einars- sonar frá Miðdal.“ Segir Ingunn markmið félagsins hafa verið margvísleg, svo sem að gæta hags- muna starfandi leirlistarmanna, hafa list- ræna víðsýni út fyrir landsteinana og gefa landsmönnum hlutdeild í þessari ungu list- grein. „Víst er að þetta tókst þeim og eru flest þeirra starfandi enn á einhveiju sviði myndlistar," segir formaðurinn og telur upp Borghildi Óskarsdóttur, Eddu Oskars- dóttur, Elísabetu Haraldsdóttur, Gest Þor- grímsson, Guðnýju Magnúsdóttur, Hauk Dór Sturluson, Jónu Guðvarðardóttur, Jón- GUÐRUN Indriðadóttir. „Unaðsbrunnar. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.