Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 16
FURÐULEIKHUSIÐ FRUMSYNIR MJALLHVITI OG DVERGANA SJO A MORGUN KREFJANDIVINNU- FERLI EN GEFANDI SÝNINGARFERLI Morgunblaðió/Arni Sæberg MARGRÉT Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir í hlutverkum sínum í Mjallhvíti og dvergunum sjö. FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir leikritið Mjallhviti og dvergana sjö i Möguleikhús- inu á morgun, sunnudag, kl. 14. Er þetta um þrjátíu mínútna löng farandsýning fyr- ir börn á aldrinum tveggja til átta ára sem unnt er að panta hvert á land sem er. I leikgerð Furðuleikhússins á þessu sí- gilda ævintýri eru farnar ýmsar nýjar leið- ir, að þvi er fram kemur í máli Gunnars Gunnsteinssonar leikstjóra. Tveir leikarar, Margrét Kr. Pétursdóttir og Ólöf Sverris- dóttir, leika öll hlutverkin, auk þess sem börnunum er ætlað að taka virkan þátt í sýningunni, svo sem að syngja með og aðstoða leikarana með margvíslegum hætti. „Þetta er einföld sýning en við von- um að formið kveiki í ímyndunarafli barn- anna og hvetji þau til að búa til eigið leik- hús,“ segir Gunnar. Leikkonurnar segja að sýningin sé öðr- um þræði liður í viðleitni þeirra til að finna nýtt leikform en þær eru nýkomnar af barnaleikhúsnámskeiði í Svíþjóð. „Það má eiginlega segja að við séum að byija að tína inn vitneskjuna þaðan,“ segir Margrét og bætir við að barnaleikhúsið sé á mjög háu plani á Norðurlöndunum — nokkuð sem Islendingar ættu að taka sér til fyrir- myndar. Þremenningarnir draga enga dul á að barnaleikhúsið eigi undir högg að sækja hér á landi. Til að mynda hafi Furðuleik- húsið hlotið sinn fyrsta styrk á dögunum, eftir tæplega þriggja ára starf, þegar Bamamenningarsjóður lét 80.000 krónur af hendi rakna til uppfærslunnar á Mjall- hvíti og dvergunum sjö. „Þótt við séum atvinnuleikhópur er útilokað fyrir okkur að sinna barnaleikhúsinu eingöngu, eins og við helst vildum. Við erum því öll í annarri vinnu líka,“ segir Ólöf. Handrit að sýningunni á Mjallhvíti og dvergunum sjö er eftir Margréti og Ólöfu, Aslaug Leifsdóttir hannar leikmynd og lokalagið er eftir Ingólf Steinsson. Sakir skorts á fjármagni, tíma og að- stöðu segjr Gunnar að Furðuleikhúsið hafi tekið þá stefnu að vera farandleikhús. „Það var vissulega fárra kosta völ en það breytir því ekki að þetta er áhugavert og krefjandi form sem felur í sér að við þurf- um alltaf að finna einföldustu lausnina — sem getur verið þrautin þyngri. Leiðin að einföldustu lausninni er oft sú lengsta." Jólin hennar ömmu Næsta verkefni Furðuleikhússins verður jólaleikritið Jólin hennar ömmu, þar sem sjónum verður beint að jólunum eins og þau voru hér áður fyrr á íslandi. Mun sýningin eðli málsins samkvæmt bera keim af íslenskri þjóðtrú og „þróunarsögu jóla- sveinsins", svo sem Gunnar kemst að orði. Að likindum verða Jólin hennar ömmu jafnframt farandsýning. Þá stendur til að leikritinu Bé-tveir, sem Furðuleikhúsið sýndi á liðnum vetri, verði breytt í farand- sýningu eftir áramót, auk þess sem einleik- ur Ólafar, Tanja tatarastelpa, verður sýnd- ur áfram i vetur. Þá segja þremenningarn- ir að fyrsta sýning leikhússins, spunaverk- ið Furðufjölskyldan, njóti enn mikillar hylli. Furðuleikhúsfólk hefur bersýnilega í mörg horn að líta en hvar hyggst það helst drepa niður fæti í vetur? „ Við stólum náttúrlega mest á leikskólana og grunn- skólana, auk þess sem fyrirtæki eru farin að panta sýningar í auknum mæli. Annars leikum við bara fyrir þá sem vilja sjá okk- ur en hinir ýmsu staðir eru orðnir mun opnari fyrir uppákomum af þessu tagi í seinni tíð,“ segir Ólöf. Það er sem sagt engan bilbug á Furðu- leikhúsinu að finna enda segja þremenn- ingarnir alltaf jafngefandi að leika fyrir börn, auk þess sem það haldi þeim í góðri þjálfun. Eða eins og Gunnar segir: „Vinnu- ferlið er krefjandi en sýningarferlið gef- andi.“ er frægt undir heitinu Erkihertogatríóið, og Tríó nr. 2 op. 67 eftir Sjostakovítsj. Erkihertogatrióió Beethoven samdi átta píanótríó og er þetta frægast þeirra, samið árið 1811 eða á síðasta skeiði ferils tónskáldsins. „Þetta er eitt af frægustu verkum Beethovens," segir Halldór, „hann samdi það fyrir Ru- dolph erkihertoga sem var vinur hans og » velunnari. Þess má geta að á þeim tíma sem Beethoven var að semja verkið var hann tíður gestur á heimili manns nokkurs að nafni Brentano og þeir sem sáu nýlega bíó- , mynd um tónskáldið kannast við. Menn hafa leitað logandi ljósi að stúlkunni, sem þar var kölluð hin ódauðlega ást í lífí Beet- hovens, og síðustu heimildir sem ég hef komist yfir segja að hún hafi heitið An- tonie og verið dóttir Brentanos þessa.“ Gleymist ekki Tríó Rússans Sjostakovítsj er samið 133 árum seinna en verk Beethovens, eða 1944. „Þetta verk samdi Sjostakovítsj í lok stríðs- ins,“ segir Gunnar Kvaran, „til að minnast ! þeirra fjölmörgu sem hurfu á Stalínstíman- um og þá sérstaklega vinar síns, Ivans Solerntinskíj, sem var tónlistarvísindamað- ur. Sjálfur sætti Sjostakovítsj mikilli gagn- rýni fyrir verk sín á Stalínstímanum sem þóttu ekki samin í réttum anda. Hann var þó ekki sendur í fangelsi enda var hann orðinn svo frægur að yfirvöld hafa ekki þorað það. En maður getur rétt ímyndað sér hvernig það hefur verið fyrir jafn næman listamann og Sjostakovítsj að lifa og starfa við þessar aðstæður. Listasagan segir okkur hins vegar að miklir listamenn virðast margir hveijir hafa svo mikinn andlegan styrk að þeir geta skapað stórbrotin verk við erfiðustu aðstæð- ur. Við þekkjum til dæmis söguna af heyrn- arleysi Beethovens en Erkihertogatríóið samdi hann einmitt þegar hann hafði misst heyrnina." Meðlimir tríósins eru allir sammála um að þessi tvö verk séu með mestu og fræg- ustu píanótríóum tónbókmenntanna. „Marg- ir þekkja bæði þessi verk,“ segir Guðný, „en það er þó mjög merkilegt að tríó Sjostako- vítsj virðist hafa óvenju sterk áhrif á fólk, jafnvel það sem er að heyra það í fyrsta skipti. Við höfum oft upplifað það að fólk hefur munað sérstaklega eftir því frá tónleik- um okkar - og vill alltaf fá að heyra það aftur. Svo virðist vera sem fólk gleymi því ekki hafi það heyrt það einu sinni." Morgunblaóió/Þorkell TRÍÓ Reykjavíkur, sem skipa Gunnar Kvaran, Halldór Haraldsson og Guðný Guðmundsdóttir, hefur starfað í átta ár en nú verður breyting á þess þegar Halldór kveður með tónleikum annað kvöld. HALLDOR HARALDSSON KVEÐUR TRÍÓ REYKJAVÍKUR TRÍÓ Reykjavíkur hefur starfað í átta ár en í því eru Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu- leikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari, og Halldór Haraldsson, píanóleikari. Sú breyt- ing er nú að verða á tríóinu að Halldór lætur af störfum með því en í hans stað kemur Peter Máté, píanóleikari. I tilefni þessa heldur tríóið sérstaka kveðjutónleika til heiðurs Halldóri á morgun, sunnudag, kl. 20 í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. I samtali við Morg- unblaðið sagði Halldór að hann væri að hætta í tríóinu vegna anna í starfi sínu sem skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. „Þetta hefur verið geysilega skemmtilegur tími og samstarfíð við Guðnýju og Gunnar afar gefandi. Þótt Tríó Reykjavíkur sé að- eins átta ára gamalt þá höfum við starfað saman miklu lengur, ég spilaði til dæmis undir hjá þeim báðum þegar þau depúter- uðu á sínum tíma.“ Á efnisskrá tónleikanna verða tvö verk sem Tríóið hefur oft leikið í gegnum tíðina, Tríó í B-dúr op. 97 eftir Beethoven, sem 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.