Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS - MENNlNG/liSTIR 38. TÖLUBIAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Stokkhólmur verður menningarborg Evrópu 1988 og vonazt er eftir Ólympíuleikum 2004. A ráðstefnunni Nordisk Byggdag í ágúst sl. kom fram að Svíar eru að endurbæta Stokkhólm af miklum metnaði, hluti af miðborginni verður alveg endurbyggður, nýtt Nútímalistasafn er í byggingu og staður fyrir Ólympíuleikvanginn hefur verið ákveðinn. Gísli Sigurðsson var á ráðstefnunni og segir frá því helzta sem þar var fjallað um. Klaustrió í Viðey var stofnað á 13. öld og Þorvald- ur í Hruna, faðir Gissurar jarls, var vígð- ur til kanoka. Klaustrið efnaðist og eign- aðist gott bókasafn en allt var það eyði- lagt í villimannlegri árás Diðriks frá Minden og manna hans 1539. Siglaugur Brynleifsson skrifar greinina. Forsíðumyndin: A Hötorginu í Stokkhólmi. Ljósm Leir í lok aldar nefnist afmælissýning Leirli- stafélagsins í Hafnarborg í Hafnarfirði. Ingunn Erna Stefánsdóttir, formaður fé- lagsins, segir að markmiðið hafi fyrst og fremst verið að mynda sterka heild, „en þegar sýningin var komin upp var jafn- framt athyglisvert að sjá hvað hver og einn listamaður nýtur sín. Það er svo sann arlega enginn fjöldaframleiðslustimpill á islenskum leirlistamönnum." Öllum fé- lagsmönnum var boðið að taka þátt í sýn- ingunni í Hafnarborg og þáðu 26 af 39 félagsmönnum boðið. .: Gísli Sigurðsson. Edinborg er á hveiju ári í ágústmánuði vettvangur alþjóðlegrar menningar- og listahátíðar, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum. í ár var hún haldin í fimmtugasta sinn. Hátíðin skiptist að mestu í tvær hátíðir; aðalhátíðina og óháðu hátíðina Bergljót Arnalds skrifar um Edinborgar- hátiðina en þar voru á sjötta hundrað atburðir auglýstir á hveijum degi. SAFFÓ Á LESBOS TIL UNGRAR STÚLKU Gísli Jónsson þýddi Sæl er hver sú af sönnu gyðju yndi, er setjast má hjá þér, nálgast fegurð þína, horfa svo á þig, hlýða á vara þinna unaðsfull orðin. Hljómfagur seiðir hlátur þinn og laðar, af hjartslætti mínum þrútnar hrjóst og titrar. Er fegurð þín áfeng auga mínu birtist má eg ei mæla. Tungan er löm sem brostin ör á boga, um blóð mitt fer heitur logi sjafnargirndar. Augu mín dimmir, eyrun brimskafl heyra steyta á ströndu. Hitna og svitna eg öll af brími ástar, armurinn titrar, bliknar hörunds litur, líkamann máttur flýr, sem feigðar vigur hníti við hjarta. Skóldkonan Saffó (6. öld f.K.) kenndi ungum stúlkum af tignum aettum söng og dans ó eynni Lesbos, þar sem hún var fædd. I Ijóðum sínum lætur hún oft ósthrifningu sína af ungu stúlkun- um í Ijósi með óstríðufullum hætti. Til Saffóar og eyjarinnar Lesbos rekja menn orðið lesbía. RABB FRELSI AÐ VELJA ér er sagt að einn forfeðra minna, Gellir að nafni, hafi á æskuárum sínum verið í vinnumennsku hjá góðbónda austur á landi einhvern tímann á síðustu öld og ástir tekist með honum og heimasætunni á bænum. Föður hennar líkaði prýðilega við piltinn og hafði ekkert út á störf hans að setja, en kvaðst ekki vilja hann fyrir tengdason því að hann væri of bókhneigður. Góður bóndi yrði að vera vakinn og sofinn í búskapnum og honum litist svo á þennan mann að hann myndi ævinlega vera með hugann við annað þótt hann stundaði einhvern búskap. Kæmi ung kona í dag heim til sín með pilt, sem hún ætlaði sér eitthvað með, má gera ráð fyrir að foreldrum þætti meira til þess að koma að hann væri upp á bókina, en að hann væri verklaginn og vinnufús. Ekki vegna þess að afkoma námshestsins yrði endilega betri, síður en svo. Hann myndi að öllum líkindum verða ríkisstarfsmaður. En hann kynni að eiga vísan stað í virðingar- stiganum líkt og góður búmaður áður fyrr. Tækni og framfarir breyta áherslum og ytri aðstæður ráða því hvaða þekking og hæfni er í mestum metum hverju sinni. Engu að síður er gaman að skoða hvernig almennt gildismat gjörbreytist með nýjum tímum. Það næddi um hjartað á manni þegar maður las á sínum tíma um vinnuþrælk- un kvenna í Sovétríkjunum sálugu. Þær TIL fengu ekki einu sinni að ala upp börnin sín sjálfar. Þau voru alla daga á ríkis- reknum dagheimilum, þannig að maður sá þetta fyrir sér sem nokkurs konar ríkisuppeldi. I dag er hið vestræna gildis- mat gjörbreytt. Börn eru nú víða kominn á dagheimili eða til dagmæðra nokkurra mánaða gömul og veija þar dagstundum sínum fram að skólaaldri. Pláss á slíkum heimilum er nánast talið til mannréttinda og þá vísað til félagsþroska barnanna. Þarfir barna í dag eru þó þær sömu og þær hafa verið á öllum tímum. Börn hafa ekki breyst. Aftur á móti hefur þjóðfélagið breyst og foreldrarnir hafa fengið nýjar þarfir. Réttur þeirra til að nýta hæfileika sína á almennum vinnu- markaði er réttur dagsins. Hins vegar heyrist ekkert um réttindi barna önnur en þau, að fá dagheimilispláss. Til dæm- is þau réttindi að fá að vera í foreldrahús- um þar til þau eru farin að tala, svo að þau geti tjáð sig um líðan sína á þeim stöðum sem þau eru send á. Mér hefur alltaf þótt það ljóður á jafn- réttisbaráttu kvenna, svo þörf og brýn sem hún annars var og er, að í ákafanum var ekki aðeins ráðist á gamla fordóma, heldur skipt út gömlum fordómum fyrir nýja. Vanþóknuninnni, sem áðurbeindist að því að konur ynnu utan heimilis, var snúið upp í vanþóknun á því að konur væru heima hjá sér og sinntu sjálfar þeim störfum sem þær annars greiddu öðrum fyrir að inna af hendi. í kvennahópi heyrir maður stundum talað um þann tíma sem konur neyðast til að verja heima hjá sér, til dæmis kring- um barnsburð, sem nokkurs konar stofu- fangelsi. Félagslega einangrun. Berist talið að heimavinnandi húsmæðrum, eða einhverri sem gæti vel hugsað sér að vera það ef hún hefði efni á því, má gera ráð fyrir að vorkunnarsamur undr- unarsvipur færist yfir hópinn. Þetta eru eðlileg viðbrögð einstaklinga sem hafa menntað sig, farið beint út á vinnumark- aðinn og aldrei litið á sjálfan sig öðru visi en sem fyrirvinnu, hvort sem um karla eða konur er að ræða. Fólk mótast af því lífi sem það lifir. Hins vegar hef ég upp á síðkastið verið að rekast á ungar mæður, sem vilja eignast fleiri börn, vera heima hjá þeim og frekar láta annað á móti sér. Flestar þessara kvenna hafa háskólamenntun og eru í góðri vinnu. Ein þeirra, sem alltaf var framúrskarandi nemandi og getur valið úr störfum, var spurð hvort henni þætti það ekkert súrt að láta menntun sína fara til spillis. — Menntun fer aldrei til spillis,, sagði hún,“ ég get alltaf notað hana seinna og bætt við mig ef því er að skipta, en þetta, að ala upp börnin sín og rækta fjölskylduna, það er lífið sjálft.“ Ég verð að viðurkenna að sjónarmið þessara ungu kvenna koma mér dálítið á óvart, en sjálfstæði þeira gleður mig. Ríkjandi viðhorf í þessum efnum hefur nánast verið í ætt við samfélagskúgun. Réttindi snúast nefnilega um frelsi til að velja, ekki að láta troða upp á sig lífs- máta sem maður í hjarta sínu kærir sig ekkert um. Ný viðhorf þurrka ekki endi- lega út það sem fyrir var. Þau auka hins vegar valmöguleikana. Mér er til dæmis sagt að sambýli þroskaheftra í þéttbýli sé nú álitið eina viðunandi umhverfið fyrir þá. Sambýli í sveit jafngildi einangr- un og útilokun. Sé þetta rétt hermt má skilja þetta svo að íslenska þjóðin eigi nú öll að streyma á mölina. Sveitalíf jafn- gildi félaglegri útlegð. Fólk er ólíkt og hefur mismunandi þarfir. Jafn réttur allra hlýtur að beinast að því að hver og einn geti notið sín sem best í samræmi við upplag sitt og eigin- leika. Skilaboðin frá samféalginu eru þau, að virðinguna sæki menn í háskóla, konur eigi að hasla sér völl á vinnumark- aðnum og öll börn eigi rétt á dagheimilis- plássi. Raunverulegt jafnrétti felst hins vegar í því, að það sé jafn fínt að mennta sig á verklegum sviðum og bóklegum, að það sé jafn sjálfsagt að hjón komi sér saman um að annað þeirra sé heima eins og að bæði vinni utan heimilis, og það sé viðurkennt að sum börn taka hröðum framförum og þroskast fallega á dag- heimilum, en önnur missa þar lit og ljóma. Það sem gerir einn hamingjusaman getur verið óhamingja annars. En ekkert getur verið mikilvægara en frelsið til að vera maður sjálfur — og virðing annarra fyrir þessu frelsi. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.