Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 12
SKOPTEIKNING Halldórs af Birni Th. Björnssyni. HESTAR og hestamenn voru það viðfangsefni sem Halldór LEIKHÚSIÐ og leikarar, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og sérhæfði sig mest f og hann hafði hreina unun af því. Um Þjóðleikhúsinu, nutu góðs af færni Halldórs. Hér hefur hann ieið skiigreindi hann stundum ýmis þjóðleg einkenni. teiknað Guðmund Jónsson í óperuhlutverki. STJÓRNMÁLAMENN í hita leiksins, viðfangsefni sem Halldór hafði gaman af. Hér situr Magnús Torfi Ólafsson á einhverri póli- tískri meri sem hefur sligast, en þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Njörður P. Njarðvík bisa við að ná henni á fætur. Að baki eru annarsvegar Gylfi Þ. Gíslason, Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson og hinsvegar Ólafur Jóhannesson. í ÞJÓÐLEGUM myndlýsingum var Halldór á heimavelli. Hér hefur hann teiknað séra Sigvalda og Hjálmar tudda úr Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. AÐ KORT- LEGGJA ÞJÓÐAR- EINKENNIN Minnst Halldórs Péturs- sonar sem hefói oróió óttræóur 26.þ.m. og var í þrjá áratugi teiknari í sérflokki og skildi eftir skaró sem í rauninni hefur ekki verió fyllt. Halldór Pétursson fæddist í Reykjavík 26. sept. 1916 og voru foreldrar hans Pétur Halldórsson borgarstjóri og Ólöf Björnsdóttir kona hans. Halldór varð stúdent frá MR 1935, en þegar á skólaárunum fóru að koma í ijós óvenjulegir teikni- hæfííeikar hans og hann naut þá einkakennslu hjá Mugg (Guðmundi Thorsteinsonjog Júlíönu Sveinsdóttur. Að loknu stúdentsprófi stundaði Halldór nám í Kunsthándværkersko- len í Kaupmannahöfn og hélt síðan til fram- haldsnáms á árunum 1942-45 í Minneapolis School of Art og einnig í Arts Students Leage í New York. Eftir 1945 átti Halldór heima í Reykjavík. Hann kvæntist Fjólu Sigmunds- dóttur og þau eignuðust þijú börn. Á 32 ára tímabili var Halldór Pétursson ómetanlegur maður fyrir alla þá sem stóðu í blaða- og bókaútgáfu. Viðfangsefni hans voru ótöluleg. Nú hafa nokkrir ungir menn tekið við þessu hiutverki og í nýlegri umfjöllun um þá í Morgunblaðinu kom fram að þeir álíta Halldór stórmeistara í þessari grein og að skarð hans hafí ekki verið fyllt. Það er rétt að því leyti, að Halldór stóð föstum fótum í tveimur ólíkum heimum: Annarsvegar í hinu forna íslenzka bændaþjóðfélagi og hinsvegar í íslenzkum samtíma sínum. Það var alveg sama hvar niður var borið, alltaf gat Halldór teiknað uppúr sér það sem með þurfti og hann gerði það bæði á persónulegan hátt og af þeirri leikni sem fáum er gefin. Halldór málaði geysimörg portret og hann fékkst við olíumálverk eftir því sem aðstæður leyfðu. En viðfangsefni hans á sviði teikninga voru einkum femskonar: í fyrsta lagi stjórn- málaatið og þá fyrst og fremst skopmyndir af stjórnmálamönnum. Sigmund sem allir þekkja úr Morgunblaðinu og Halldór bera höfuð og herðar yfir alla sem hafa lagt stund á þá grein, en brautryðjandinn var Tryggvi Magnússon, þekktur teiknari Spegilsins. Sér- grein Halldórs innan þessa geira voru afburða snjallar skopmyndir, dregnar ótrúlega fáum dráttum, samanber myndin af Birni Th. Björnssyni, sem hér fylgir með. Sumar þess- ara mynd, t.d. af Gylfa Þ. Gíslasyni og Sig- urði Nordal eru snilldarverk. í annan stað voru hestar og hestamenn eftirlætis viðfangsefni Halldórs og allt það myndefni meðhöndlaði hann bæði á alvarleg- an og skoplegan hátt. í þriðja lagi teiknaði Halldór urmul mynda í leikhúsi, bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu. í ijórða lagi var Halldór stundum fenginn til að fanga augnablikið í spennandi viðureign af einhveiju tagi, eða til þess að teikna lista- menn á sviði. Hans síðasta verk var að teikna menn í skákeinvígi árið 1977, þá aðeins nýorð- inn sextugur, en hafði kennt sér nokkurs meins án þess að láta mikið á því bera og lézt hann nóttina eftir á heimili sínu. Kannski var það markverðasta afrek Hall- dórs að greina og túlka íslendinginn; draga fram allt það sem einkennir okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða ver. GS. L 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.