Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 30
J.B. Príestley. L I 4 ■ TB T 1 JKfMMkS %**?*&■ . h *• • 4 ■—r , i . 1 ÚR SÝNINGU L.R. á Hvað er sannleikur? frá 1962 í leikstjórn Indriða Waage. Frá vinstri: Guðrún Ásmundsdóttir (Betty Whitehouse), Guðmundur Pálsson (Charles Trevor Stanton), Sigríður Hagalín (Olwen Peel) og Helga Bachman (Frieda Caplan). „V íð erum ekki ein - við erum lim A sama stofni“ Aþessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu enska leikritahöfundarins J.B. Priestleys. Á þessu ári er verið að leika ýmis verk hans um heim- inn. Óvænt heimsókn (An Inspector Calls) hefur verið sýnt að undanfömu bæði í London Á aldarafmæli enska skáldsins J.B. Priestley er verið að sýna leikrit hans víða um heim, þ.á.m. á Akureyri. Þekktustu leikrit hans, svo sem „Ég hef komið hér áður“, „Tíminn og við“, „Hvað er sannleikur?“ og „Óvænt heimsókn“ eiga alltaf erindi þótt tíminn líði. Eftir SIGURÐ SKÚLASON og New York við góðar undirtektir og mikið lof, sýning sem hefur sópað til sín ýmsum ieiklistarverðlaunum á báðum stöðum. Hér á íslandi verður Óvænt heimsókn frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar nú um jólin og Ríkisút- varpið flytur einnig leikrit eftir Priestley - Eg hef komið hér áður - nú á jólum. Leikrit Priestleys hafa verið snar þáttur í íslensku leiklistarlífi undanfama hálfa öld, jafnt á sviði sem í útvarpi. Priestley var fyrst kynntur hér á landi í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Ég hef komið hér áður í nóv. 1943. John Boynton Priestley var kennarasonur, fæddur í Bradford, iðnaðarbæ á Norður-Eng- landi h. 13.9. 1894. Hæfileikar hans og löng- un til ritstarfa komu snemma í Ijós. Hann hætti í skóla 16 ára gamall og fór að vinna í spunaverksmiðju og tók að sinna ritstörfum í frístundum. Tvítugur að aldri var hann kall- aður í herinn í fyrri heimsstyrjöldinni og gegndi herþjónustu fyrir Breta í Frakklandi öll styrjaldarárin. Eftir stríðið sest hann á slcólabekk að nýju og stundar kennslu og blaðamennsku samhliða námi. Árið 1922 söðl- ar Priestley um og flyst til London, ákveðinn í að helga sig alfarið ritstörfum, þá þegar búinn að skrifa eina bók og farinn að skrifa í blöð og tímarit. Hann verður fljótt þekktur blaðamaður og gagnrýnandi og skrifar um þjóðfélagsmál, bókmenntir og leikhús. Fyrst skrifar hann í The Daily News, síðar í New Statesman og Nation og reyndar fleiri blöð, jafnt á Englandi sem í öðrum löndum. Á þriðja áratug þessarar aldar hefst eiginlegur rithöf- undaferill Priestleys, því þá eru gefnar út fyrstu skáldsögur hans. Með þriðju sögu sinni, The Good Companions, verða þáttaskil I lífi hans og starfi, því hún vekur alþjóða athygli og færir honum ýmsar viðurkenningar, sem hann fylgir svo fast eftir með næstu sögu sinni, Ángel Pavement. Sagt er að Priestley hafi verið einn mest lesni höfundar síns tíma, hann er talinn hafa mikla frásagnarhæfileika til að bera og takast sérdeilis vel upp í per- sónusköpun, hefur stundum verið líkt við Dickens hvað það snertir, einkum þó í þessum tveim fyrmefndum sögum. En það eru þó leikritin, sem helst hafa haldið nafni hans á lofti. Fyrsta leikritið sem hann skrifaði heitir Dangerous Corner eða Hættulegt horn og kom fram árið 1932. Hann skrifar svo í allt upp undir 50 leikrit á ferli sínum, flestöll á þremur áratugum, á milli 1930 og 1960. Hér á Islandi hafa mörg leikrita hans verið flutt á sviði eða í útvarpi og af þeim eru þau lík- lega kunnust tímaleikritin hans og Óvænt heimsókn. Hættulegt horn var fyrst flutt hér á landi í útvarpinu árið 1948 í leikstjórn Þorsteins Ö. Stephensens og þýðingu Ingu Laxness. Leikfélag Reykjavíkur tók það svo til sýning- ar í Iðnó árið 1962 í leikstjórn Indriða Wa- age, en þýðandi var sami og áður. Þá hafði nafni verksins verið breytt í Hvað er sannleik- ur? Þetta leikrit er talið eitt af þremur tímale- ikritum Priestleys og hin tvö þá talin vera Ég hef komið hér áður og Tíminn og við. Samheitið tímaleikrit er til komið af því ann- ars vegar að þau fjalla um spurningar um tímann og áhrif hans á manninn. Hvað gerir tíminn okkur? Hvað gerum við við tímann? Hvers konar fyrirbæri er tíminn eiginlega? Og hins vegar af því að í þessum leikritum er gripið til áhrifabragða hvað snertir fram- vindu í tíma með því að kljúfa tímann og sýna hvað hefði getað orðið, ef eitthvað hefði verið sagt eða ósagt, gert eða ógert á ákveð- inni stundu - eða þá að við fáum að sjá fram í tímann og koma svo aftur til baka og sjá það sem er að gerast með þessa framtíðarvitn- eskju í fersku minni. Reyndar byrjaði þetta leikrit ekki vel, því eftir fyrstu fimm sýningar á því í London 1932 var ákveðið að hætta sýningum vegna slæmrar útreiðar gagnrýnenda og lélegrar aðsóknar. Priestley greip þá til sinna ráða og fékk því framgengt að sýningum var hald- ið áfram og er upp var staðið var þetta leik- rit eitt það vinsælasta sem skrifað hafði ver- ið. Hættulegt horn/Hvað er sannleikur? ger- ist kvöldstund eina á heimili Caplan-hjónanna í Counterbury Close í útjaðri London. Þar eru samankomin nokkur hjón og einstaklingar til þess að skemmta sér. í byijun sitja fjórar konur í stofunni og hlusta á lokaþátt fram- haldsleikrits í útvarpi, en að því loknu koma aðrir gestir fram á sjónarsviðið og það hefj- ast umræður um efni leikritsins, einkum það hvað sé sannleikur, og ein athugasemd sem látin er falla í ógáti verður til þess að hrinda af stað atburðarás, sem enginn sér fyrir end- ann á. Undir lok leikritsins er síðan byijað á því upp á nýtt, en athugasemdinni umræddu sleppt þegar að henni kemur, og áhorfandan- um gefið tækifæri á að sjá fyrir hvað gerist án hennar. Hvað er sannleikur? var frumsýnt í Iðnó h. 1. febrúar, 1962 og hér í Morgun- blaðinu var sagt frá frumsýningunni 2 dögum áður með þessum orðum: „Hvað er sannleik- ur? er fyrsta leikritið sem J.B. Priestley samdi og var það frumsýnt 1932. Þykir það enn besta leikrit höfundar." Morgunblaðið birti síðan leikdóm Sigurðar A. Magnússonar h. 4. febrúar og þar sagði m.a.: „„Hvað er sannleikur?" tekur til með- ferðar það sem kalla mætti „klofinn tíma“, þ.e.a.s. þá hugmynd að á ákveðnu augnabliki sé um tvær leiðir að velja sem leiði í gagnstæð- ar áttir. Leikritið er haglega gert, bygging hnitm- iðuð og spennan óslitin frá upphafi til enda. Það minnir allmjög á velsamið sakamálaleik- rit, enda eru sakamálin jú uppistaða í sjálfri atburðarásinni. Samt er því ekki að neita að sums staðar eru tök höfundarins dálítið við- vaningsleg, einkum fremst í fyrsta þætti ... Það sem hins vegar lyfir verkinu upp yfir venjulegt sakamálaleikrit er hinn heimspeki- legi undirtónn þess, sú viðleitni höfundarins að komast undir yfirborð hlutanna, sjá dýpra samhengi í atburðunum, bregða Ijósi yfir þau óræðu rök tilverunnar sem stjórna gerðum okkar. Sýningunni var mjög vel tekið af áhorfend- um ... Leikritið ætti að geta orðið vinsælt, því það er bæði spennandi og auðskilið, en það ristir hvergi sérlega djúpt.“ Tíminn og við (Time and the Conways) er skrifað árið 1937. í því er brugðið upp mynd af lífi Conway-fjölskyldunnar í iðnaðarborg í Norður-Englandi. 1. þáttur fer fram á heim- ili frú Conway sem er ekkja og 6 barna móð- ir haustkvöld eitt árið 1919. Það er afmæli- sveisla - ein dóttirin, Kay, er 21s árs þennan dag. Raunar fer 3. þáttur leikritsins einnig fram þetta sama kvöld, en þessi kvöldstund er fleyguð með 2. þætti sem gerist tæpum 20 árum síðar. Þannig að í 3. þætti sem er beint framhald af 1. þætti sjáum við þetta unga fólk, leik þess, vonir og drauma í allt öðru ljósi en í 1. þættinum, þegar við höfum fengið vitneskjuna um það hvað gerist í lífi þeirra síðar, þegar við vitum meira en persón- umar sjálfar. 1. og 2. þáttur mynda miklar andstæður, þ.e.a.s. þetta sama fólk er 20 árum síðar allt annað fólk, lífið hefur farið á annan veg en flesta dreymdi um og hefur markað djúp spor biturrar reynslu. Brostnar vonir væri e.t.v. réttnefni eða yfirskrift lýsing- ar á lífi þeirra þá. 3. þátturinn fær svo allt aðra og dýpri tilfinningu eða vídd með at- burði 2. þáttar í fersku minni. Áhrifamikið bragð sem rótar upp í tilfinningunum og veit- ir nýja sýn og annað og stærra samhengi. Tíminn og við var frumsýnt hjá L.R. h. 6. nóvember, 1960 í leikstjórn Gísla Halldórsson- ar og þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar. Hér í Morgunblaðinu sagðist Sigurði Grímssyni svo frá í leikdómi sínum 4 dögum eftir frumsýn- ingu: „í leikritinu Tíminn og við er meginefn- ið hin mikla spuming: Hvað er tíminn? Er hann aðeins hugarórar og blekking, eða er hann illt og óhagganlegt lögmál, sem ekki verður umflúið? Höfundur gefur eðlilega ekki beint svar við þessum spurningum, en með því að láta áhorfendur skyggnast bak við fortjaldið til hins ókomna gefur höfundur í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.