Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Blaðsíða 12
/SAUÐLAUKSDAL. íbaksýn erkauptúniðá Patreksfirði. Ljósm.: Jóhanna Björnsdóttir. Kóngsins gæska hefur Island úr duftinu Seint verður ofmetin sú andlega og veraldlega leið- sögn sem íslenskir sveitaprestar veittu samfé- lagi, þar sem stöðnun og jafnvel afturför setti mark sitt á þjóðlífið, öld fram af öld. Við erfiðar aðstæður, einangrun og oft og tíðum kröpp kjör Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal er einn merkasti brautryðjandi sem ísland hefur átt. Hann er upphafsmaður kartöflu- og kálræktar hér á landi og fyrstur til að stöðva landeyðingu af sandfoki. Hann lét bæði eftir sig búnaðarrit og íslenzk-latneska orðabók, auk þess sem hann orti sjálfur. Eftir ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON héldu þeir merki menntunar og framfara hátt á lofti. Um fáa ef nokkra íslenska presta á þetta jafnvel við og séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og síðar Set- bergi við Grundarfjörð. Sem forgöngumað- ur í landbúnaði, afkastamikill rithöfundur og fræðimaður á hann fáa sér líka á 18. öld - eða hvaða tíma öðrum sem við kjós- um til samanburðar. Á þessu ári er 200. ártíð séra Björns, og því við hæfi að minn- ast þessa merka frumkvöðuls, sem allt of lengi hefur legið í þagnargildi. Séra Björn fæddist í Vogshúsum í Sel- vogi árið 1724, einn tíu systkina sem öll náðu fullorðinsaldri. Ættimar sem að hon- um stóðu voru sterkgáfað kyn, þar sem prestar og lögréttumenn voru áberandi kynslóð eftir kynslóð. Faðir hans var séra Halldór Einarsson, sem þá þjónaði til Sel- vogsþinga. Hann þótti vitmaður og allvel lærður, en almúgann grunaði að hann kynni fleira fyrir sér en það sem beinlínis væri spunnið af toga guðsorðsins, og kvað hann „margvísan“. Grun samtíðarinnar um fjölkynngi séra Halldórs mátti rekja til þess, að í Selvogi tók prestur við kalli af séra Eiríki Magnússyni, sem þjóðtrúin hefur talið fjölkunnugastan íslenskra galdrameistara fyrr og síðar. I Vogshúsum kom því séra Halldór „svo að segja í volgt galdrahreiðrið“ eins og fræðaþulurinn Hannes Þorsteinsson komst síðar að orði. Móðir Björns var hins vegar Sigríður Jóns- dóttir, sem Eggert Ólafsson skáld og lög- maður sagði í bréfi til Jóns Grunnvíkings að væri „fróðust og minnugust kvenna hér á Iandi“. Hún var að langfeðgatali skyld sálmaskáldinu séra Einari í Heydölúm, og má vera að úr þeim farvegi hafi rannið skáldið, sem spratt út í séra Birni, eftir að _kom vestur í Sauðlauksdal. Á fyrsta ári fluttu foreldrar hans að Stað f Steingrímsfirði, þar sem sveinninn fæddist upp við bærileg efni. Þegar Björn var ijórtán vetra dó séra Halldór frá barna- hópnum eftir glímu við langvinnt þung- lyndi. Þá um haustið komst hann til náms við Skálholtsskóla fyrir tilstilli Jóns bisk- ups Árnasonar, sem sá hvert efni bjó í pilti. í Skálholti þótti hann afbragðs náms- maður; og að loknum fimm vetram við skólann var hann prófaður vorið 1745 af sjálfum Lúðvík Harboe, er síðar varð Sjá- landsbiskup. í stúdentsvottorði segir að Bjöm Halldórsson sé siðprúður og vandað- ur í hegðun, hafi stundað allar námsgrein- ar af kappi, en sé þó best heima í latínu, grísku og guðfræði. Ári síðar vantaði Ólaf Ámason, sýslu- manninn í Haga á Barðaströnd, vaskan mann til aðstoðar við að útfæra stefnu konungs gagnvart vestfirskum almúga. Þarmeð höfðu Vestfirðir lagt á hann sinn alkunna galdur. Þá var í Sauðlauksdal þjónn Drottins, Þorvarður Magnússon, og hneig að aldri. Séra Þorvarður vakti máls á því við Björn, að hann léti af þénustu sinni við hið veraldlega vald en nýtti frem- ur atgervi sitt til að brjóta út jaðar þess akurlendis sem kirkja Drottins plægði. Birni leist vel á Sauðlauksdal, þekktist boð um að gerast aðstoðarprestur séra Þor- varðar, og tók vígslu í Skálholti haustið 1749, nálega 25 ára gamall. Tveimur áram síðar var séra Þorvarður allur, og aðstoðarpresturinn færðist til þeirrar upphefðar að verða höfuðklerkur Sauðlauksdalssóknar. Björn tók boði sýslu- manns, og þar með hófst nýr kafli í fram- farasögu Islands, sem átti eftir að spanna fyrsta skipulega landgræðsluátakið hér á landi, farsælar tilraunir í ræktun innfluttra matjurta, samningu gríðarmikillar lat- neskrar orðabókar, ritun merks annáls, og gerði Sauðlauksdal, um það er lauk, að fræðasetri sem naut orðstírs langt út fyrir landsteinana og færði staðarprestin- um margvíslegar viðurkenningar. Hamingjuárin Séra Björn sat Sauðlauksdal mestan hluta preststíðar sinnar, alls 31 ár, eða þangað til hann fluttist búferlum að Set- bergi við Grundarfjörð árið 1781. Þá hafði hann verið prófastur Barðstrendinga fullan ijórðung aldar. Hamingjuár sín lifði séra Björn hins vegar í Sauðlauksdal; sat þar í vinafagnaði og frænda, orti nýstárleg ljóð í moldina og önnur af orðum til dýrð- ar Guði sínum og náttúru. Þegar kom á Setberg hallaði hins vegar undan fæti; klerkur steig glímu við elli og vanheilsu, og síðustu átta ár ævinnar mæddi hann alger blinda. í annálum sínum getur hann á einum stað um mikinn töframann sem fór um álfuna og opnaði haldin augu. Má vera að það hafi síðar kveikt hjá honum veika von um lækningu, því blindur hélt hann í sína fyrstu og einu utanför, orðinn 63 ára gamall, beinlínis í lækningaskyni. En það kom fyrir ekki. í Skálholti eignaðist hann vin, sem hann bast við tryggðaböndum sem héldu meðan báðir lifðu. Skólabróðirinn úr Skálholti var enginn annar en Svefneyingurinn Eggert Ólafsson, skáld og vísilögmaður, sem löngu síðar ýtti til sinnar hinstu farar frá kaldri Skor. Rannveig hét systir Eggerts og þótti blómi breiðfirskra kvenna. Efalítið hefur vináttan við Eggert leitt þau saman, því sama ár og séra Björn varð prófastur Barðstrendinga gekk hann að eiga Rann- veigu. En Drottinn blessaði ekki þjón sinn með kynsæld; því einkabarn þeirra Halldór dó á þriðja ári. Þau syrgðu hann ákaf- lega, en Eggert var þá á vistum með þeim í Sauðlauksdal og reyndist betri en enginn meðan sárasta sorgin gekk yfir. Var til þess tekið að hann „... með sinni um- gengni og fortölum sefaði mjög sorg þeirra hjónanna, “ að sögn séra Björns Þorgríms- sonar á Setbergi. í stað Halldórs ólu prestshjónin upp fjögur fósturbörn, og áttu raunar þátt í að koma fleirum til manns. En sorgin kvaddi á nýjan leik dyra. Eitt þeirra, fjórt- án vetra systursonur prests, hvarf fyrir augum hans niðrum veikan ís á jólaföst- unni 1774 og varð ekki heimtur til lífs. Séra Björn reyndist atorkumaður við hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur, en þótti sérlega framkvæmdasamur þegar byggingar vora annars vegar. Bygginga- gleði hans birtist með skýrum hætti bæði í Sauðlauksdal og að Setbergi. Við Sauð- lauksdal tók hann fátækur, einsog góðra presta er háttur, og bæði staðarhús og kirkja voru þá illa farin og sum að hruni komin. Hvorutveggja byggði hann upp á skömmum tíma af fádæma dugnaði. Þegar hann tók við Setbergi var aðkoman líkt og í Sauðlauksdal forðum; hús öll í bágu standi og kirkja hrörleg. Þó klerkur væri lúinn að aldri réðst hann eigi að síður í framkvæmdir, tók þegar á fyrsta ári að velli ijórðung bæjarhúsanna og að liðnum þremur árum var lokið endurbyggingu þeirra allra, og guðshúsið komið í bærilegt lag. Frumkvöðull í Kartöflurækt í Sauðlauksdal voru það þó nýjungar hins unga prests í jarðrækt sem vöktu mesta athygli og hafa til þessa dags hald- ið nafni hans á lofti. Án efa sætir frum- kvöðulsstarf hans um kartöflurækt sögu- legustum tíðindum á því sviði. Hann hóf fyrstur íslendinga að rækta jarðepli, og braut sérstakan garð undir þau. Áður hafði þó danskur maður gert lítilsháttar tilraunir hérlendis með þennan ávöxt jarð- arinnar, sem hingað barst um Danmörku alla leið frá nýlendunum í Vestur-Indíum. í riti sínu Korte Beretninger lýsir hann upphafi tilrauna sinna með kartöflur. Þar kveðst prestur fyrst hafa pantað útsæði frá Kaupmannahöfn vorið 1758. En Hafn- arskip gengu í þann tíð seint og illa út til Islands, og það var ekki fyrr en í byijun ágústmánaðar árið eftir, sem útsæðið danska barst heim í Sauðlauksdal. Það var þá spírað mjög umfram gott hóf, og auk þess hrakið af sjó. Prestur hugði því dönsk jarðepli sín til lítils nýt. Hann lét þó ekki hugfallast heldur setti niður í stórt, moldarfyllt kerald í Herrans nafni og ijöru- tíu. Og það kom strax í ljós að auk trúar- hita og góðra gáfna var prestur gæddur grænum fingrum. í október uppskar hann nokkrar afar smáar kartöflur úr fati sínu; þær stærstu ekki meira en piparkorn að stærð. En þarmeð var fyrir alvöru hafin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.