Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 8
Karls Simrocks á íslensku Eddukvæðun- um. Hún hélt bragarhætti þeirra, sem hentaði sérlega vel til tónlistarflutnings (enda bendir ýmislegt til að ljóðin hafí stundum verið sungin til foma). Þetta hafði mikil áhrif á Wagner er hann gerði texta Niflungahringsins, sem dregur dám af bragarhætti Eddukvæðanna. Einnig er frásagnarstfll verksins ósjaldan í ætt við gömlu hetjusögurnar og kvæðin; óorðnir atburðir eru gefnir í skyn til að auka dramatíska spennu, táknrænir hlutir látnir tengja saman nútíð, þátíð og fortíð o.s.frv. Þá má nefna að í þætti Wanderers í Sieg- fried er notaður sami frásagnarmáti og í þætti Ganglera í Heimskringlu, þ.e. einn spyr og annar svarar. „í Dresden lenti ég í miklum vandræðum með að kaupa mér bók nokkra, sem hverg-i var lengur fáanleg í bókaverslunum. Eg fann hana loks í Konunglega bókasafninu. Hún heitir Völsungasaga — þýdd úr nor- rænu af H. von der Hagen (1815)... Þessa bók þarf ég nú að nota aftur .. ég vil ít- reka að það er ekki til að hafa textann eftir óbreyttan... heldur til að rifja ná- kvæmlega upp sérhvem þátt sem ég hef áður notfært mér úr efni bókarinnar." (Richard Wagner í bréfí til vinar árið 1851.) Af þessari upptalningu er alveg ljóst að þáttur íslenskra fombókmennta í tilurð Niflungahringsins er mjög stór, enda dró Richard Wagner enga dul á það sjálfur. Hitt er okkur Islendingum e.t.v. ekki alveg jafn Ijóst hvflíka þýðingu Niflungahringur- inn, stærsta og glæsilegasta verk ópem- sögunnar, hefur haft fyrir kynningu á okkar gamla þjóðararfi úti í hinum víða heimi. Um fá listaverk sögunnar hefur jafn mikið verið fjallað í ræðu og riti á undanförnum hundrað ámm og enn í dag er það talin skylda hvers óperahúss, sem hefur einhvem snefll af heilbrigðum metn- aði, að setja upp Niflungahringinn. í hvert skipti sem það gerist falla fjölmargir fyrir töfmm verksins svo að þeir fá ekki aftur snúið og munu veija ótal stundum í að hugleiða boðskap verksins og tilurð þess. Og er þá enn ótalin hin dásamlega tón- list ... í Völsungasögu eru þessi eftirmæli um Sigurð Fáfnisbana: „Nú segir það hver er þessi tíðindi heyr- ir að engi maður mun þvflíkur eftir í veröld- unni og aldrei mun síðan borinn slíkur maður sem Sigurður var fyrir hversvetna sakar og hans nafn mun aldrei fyrnast í þýðverskri tungu og á Norðurlöndum með- an heimurinn stendur.“ Með Niflungahringnum gerði Richard Wagner sitt ítrasta til að láta þessi orð Völsungasögu verða að áhrínsorðum; að orðstír Sigurðar Fáfnisbana muni aldrei deyja. ÚRVINNSLA WAGNERS Snilld Richards Wagners fólst ekki síst í því hvernig honum tókst að notfæra sér mismunandi heimildir til að flétta í saman eina dramatíska heild og að tvinna saman margar mismunandi persónur hinna fornu sagna í eina. Hann gerði sér einnig grein fyrir því, að þjóðsagan og goðsögumar hafa að geyma þann sannleik sem er sígild- ur, því hann geymir uppsafnaða reynslu margra kynslóða. Með slíkum sögum er hægt að setja fram boðskap sem allir skilja á öllum tímum. Það tók Wagner mörg ár og mörg drög að texta að fá fram endanlegt handrit. Eitt erfíðasta verkefni hans var að setja saman lokaatriði verksins — ferst heimur- inn með hruni Valhallar? í upphafi snerist allt um persónu Siegfrieds, hinnar óspilltu hetju, sem skyldi frelsa heiminn. Þá var Niflungahringurinn látinn enda á upprisu Siegfrieds og Brynhildar; nýr heimur reis úr öskustónni. Með aldrinum gerðist Wagner raunsærri — eða tortryggnari — og hann lét heiminn farast, fórn Siegfrieds og Brynhildar hafði verið til einskis. Áður en yfír lauk þroskaðist Wagner enn frek- ar; endirinn var hafður óræður eins og líf- ið sjálft, en tónlist lokaatriðisins gefur þó von um nýja framtíð fyrir allt mannkyn. Vonandi hafði Wagner rétt fyrir sér, en gleymum því ekki að það gerist aðeins ef við emm reiðubúin til að taka ástina og manngildið fram yfír söfnun auðs og valda. Vituð ér enn eða hvað? - Ljóðatilvitnanir em úr Völuspá nema „Muntu einn vega ..." og „Sefur á fjalli ...“ sem em úr Grfpisspá. Höfundur er læknir. H A U S T R O M I I Leiðin til Cybele g hef daginn fyrir stafni frá því snemma morg- uns, Kveð fyrrverandi kardínálabústað og nú- verandi hótel og drekk morgunkaffi í dagstof- unni svokölluðu ... við Navona-torg. Er orðin daglegur gestur á einu kaffihúsinu. Aldirnar renna saman. Hingað og heim. Sniðugt hjá Agústínusi kirkjuföður og heimspekingi að nota tímann sem hugtak til að komast að Guði. Ekki tímann mældan í mínútum og árum, heldur hinn margslungna tíma skynjunarinnar. Eftir KRISTÍNU BJARNADÓTTUR Spámenn gærkvöldsins em horfnir úr hlið- argötunni og andlitsteiknararnir eru örugg- lega ekki allir komnir á fætur, því hver ætli vilji svo sem láta teikna sig fyrir hádegi! Hér við torgið er vinnustaður margra, einkum þegar líður á daginn, en spámennimir koma ekki fyrr en undir kvöld með litlu stólana sína og litlu borðin sín og spilin sín. Þá raða eir sér við litla götu við hliðina á stóru affihúsi, kveikja á kerti á borðinu sínu og bjóða innsýn í framtíðina og lífíð fyrir tutt- ugu þúsund lírur. Einstaka eru svo vinsælir skemmtikraftar, að það þarf að þjappa sér til að heyra gegnum þvöguna sem myndar áhorfendahring. Og þegar spáin er búin leys- ist hringurinn upp og í ljós kemur einmana spámaður við borð sitt. Eins og svartklæddi homminn sem les hugsanir og spáði því að ég myndi koma hingað aftur. Hann hafði lag á að vera fyndinn bæði á eigin kostnað og þess sem hann var að spá fyrir og draga svo í land til að móðga ekki. Draga spádómana á langinn og segja brandara. Laus við flestar tennur, með svartan hatt, ferköntuð gleraugu á nefinu og í augljósu uppáhaldi hjá ungum Rómveijum á kvöldgöngu, um leið og sýning- in byijar og meðan á stendur. Yfírgefinn um leið og hún endar. Fyrir aðkomufólk er þetta „heimilislegt" torg með Neptun-gosbrunninum nyrst (frá árinu 1878 eftir Zappala og Bitta), Morens- bmnninum eftir Bernini syðst og milli þeirra fjögurra-fljóta-gosbrunnurinn hans, með mikilli óbelísku uppúr sér, fyrir utan kirkju heilagrar Agnesar af Agone þar sem eitt sinn var sirkus, sem keisari Dometian (81-96 e.Kr.) lét byggja í grískum stíl. Og Agnes var ekki talin heilög frá byijun. Fyrst þarf að þjást. Sagt er að vændishús hafi verið innbyggt í sirkusinn og Agnes í haldi þar inni mönnum til gamans og kannski til gagns. Varla hefur hún verið einsömul í búrinu, það hef ég ekki kynnt mér, en nöfn hinna skyldu þó ekki hafa glatast, eins og svo margra sem létu lífið í sirkusum og skylmingaleikhúsum keisaranna. Arkitektinn Borromini á heiður- inn af gáskafullu barokkútliti sem kirkjan fékk seinna, eða um það leyti sem Bernini var að semja gos- bmnninn. Hvort tveggja verk frá miðri sautjándu öld. Það er sagt að þeir hafi strítt hvor öðr- um og sú stríðni sjá- ist í verkunum. Það er líka sagt að hér á torginu hafí verið settir á svið sjóbar- dagar eða „naumac- þia“. Og allt fram á nítjándu öld var haldið við hefð sem minnti á slíkan leik. Afrennsli gosbrunn- anna var þá teppt og þegar hæfilegt flóð var á torginu voru götustrákarnir æstir upp og látnir busla í því meðan „betri borgarar" óku um, horfðu á og skemmtu sér úr hestvögnum sínum í hæfilegri fíarlægð. En á dögum keisar- ans fyrrnefnda var veðhlaupabraut á Piazza Navona og pláss fyrir fimmtán hundruð áhorfend- ur. Á þessu ílanga torgi, sem mér skilst að sé byggt oná leik- vangi Dominitians. Eitt af torgum kjöt- kveðjuhátíðanna. Er ég í leikhúsi eða í alvörunni? Ein- kennilega oft fæ ég þá tilfinningu að ég sé frekar í leikhúsi. Ef til vill af því að ég er gestur og ef til vill af því að margt er enn mjög vel sviðsett hér. Og hlutverkin nokkuð greinileg og ekki sí- fellt verið að skipta um búning. Prestarnir setjast ófeimnir inn á veitingastað í hempun- um, nunnurnar láta sína búninga segja hvaða reglu þær tilheyra... en það sem fær mig til að efast augnablik em ungu mennirnir sem ganga yfir torgið sokkalausir í sandölun- um og í nýsaumuðum munkakuflum. Það er eitthvað hömlulaust við hreyfíngar þeirra sem stangast á við fordóma mína um það hvem- ig munkar eigi að bera sig. Kannski em þeir á leiðinni frá saumastofunni og eru að fara á æfingu í öðm húsi, fyrsta æfing með öllu og þeir eru ekki á sviðinu fyrsta hálftímann, nógur tími að fínna andann. Ég hugsa þetta áður en ég átta mig á að ég er orðin veru- leikavillt. Hér er núið mikið í sér því verksum- merki margra tíma þröngva sér inn í það, skýrara en ég á að venjast og virðast samtím- is sjálfsagður hluti af daglegu lífi fólks. Áldirnar renna saman. Hingað og heim. Sniðugt hjá Ágústínusi kirkjuföður og heim- spekingi að nota tímann sem hugtak til að komast að Guði. Ekki tímann mældan í mín- útunum og árum, heldur hinn margslungna tíma skynjunarinnar. Ég vil burt frá sléttunni sem kennd er við stríðsguðinn Mars og þar sem er kjarni Rómaborgar nútímans. í rauninni þarf ég bara að komast bak við hina einkennilega hvítu „ritvél" Mussolinis hjá gröf óþekkta hermannsins við Piazza Venezia. En ég þarf ekki að stefna beint framan í hana eins og gatan Via del Corso gerir. Ritvélin sú er óskrifandi, hún er steinsteypt og hvítkölkuð, stór eins og höll, bara í laginu eins og göm- ul ritvél, og ég stefni í hina áttina til að byrja með. Leið mín liggur niður að ánni Tíber. Ég nýt morgunloftsins, svalt með sól- argeislum sem brotna framan í mér og ef Ioftið væri ekki blýþungt af bílapústi frá hvínandi umferðinni væri það örugglega ferskt. Ég horfí ýmist á byggingarnar hinu- megin við Tíber, eða niður á bakka hennar, með grænleitum ræmum neðst við múrvegg- inn. Það má segja að ég gangi upp á veggn- um, þar sem er gangstétt meðfram breiðri götunni, með steyptu handriði yst, sem hægt er að halla sér upp að og láta sig svima. Horfa oní gruggugt vatnið sem mér finnst endilega að renni upp í mót, fínnst það ætti að fara í aðra átt ef það væri á leið til sjáv- ar. Sú tilfinning mun stafa af þeim hlykkjum sem áin leggur á sig gegnum Róm og ég fylgi þessum hlykkjum sannfærð um að sjá brátt eyjuna, sem mín megin tengist landi með elstu brúnni, Ponte Fabrizio, upphaflega byggð árið 64 f.Kr. eða fyrr, samkvæmt áletr- un segir að Fabricius vegamálastjóri hafi látið byggja brúna og samþykkt hana árið 62 f. Kr. Brúin út í Tíbereyjuna. Þaðan er smáspölur að næstu brú, Ponte Palatino, og þar má veit ég taka stefnuna til vinstri á Velabrum, seftjörnina þar sem hirðirinn Faustulus fann bræðurna Romulus og Re- mus, eða þá á uppþurrkaðan flóa, Circus Massimo, hægra megin upp með Palatínhæð- inni. Hún rennur svo djúpt, hin langa granna leirlita Tíber, að erfitt er að ímynda sér há- flæðið þegar hún stígur um og yfir sautján metra. Fyrr á tímum flæddi hún þá upp um allar götur, enda stakk Garibaldi víst upp á því á sínum tíma að láta færa hana norður fyrir borgina. En áin er hér enn og Traste- vere hinumegin. Ég sé dökkar þústir hér og hvar á bökkun- um þegar ég horfí niður fyrir múrvegginn og velti því fyrir mér hvort ég eigi að taka einhveijar tröppurnar niður á þessa mjóu ræmu af gróinni jörð, burtu frá bílapústinu. Ofanfrá séð tekur jiað mig smátíma að greina manneskjur í þústunum sem mynda þyrpingar hér og hvar. Það er fólk sem sef- ur. Fólk sem býr þarna húslaust. Búslóðin er aðallega það sem það hefur oná sér. Ein- staka manneskja er komin á stjá. Enginn bátur við bakkann, bara þessi jarðræma að sofa og ganga á. Vera í friði á. „Englaborgin" hinumegin við ána er að baki mér og Péturskirkjan blasir ekki lengur við. Ég er komin á móts við Corsini-höllina þar sem Kristína drottning af Svíþjóð átti heima f meira en tuttugu ár. Barnið sem var fædd drottning í ríki þar sem dauðarefsing gat verið dómurinn fyrir að játast katólskri Við Trevibrunnina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.