Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 5
Rómaveldi: Bronsborð með marmaraplötu, fannst í Pompeji. Klassískur stíll: Enskt skrifborð frá því um 1800. EndurreisnarstíII: Útskorinn skápur, smíðaður í Hollandi á 17.öld. Rokokó: LangstóII eða „SesseIon“, vinsælt hægindi um 1730. Modernismi: Stofa og húsgögn í funkisstíl, en málverkin abstrakt. Sýningarstofa Le Corbusiers á heimssýningunni í París 1925. Modernismi 1920-1930: Stóll úr samanlímdum, formbeygðum beykiþynnum, sem finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði. JUGENDSTÍLL OG MOD- ERNISMI Á síðustu áratugum 19. aldar verður eins- konar geijun, sem er undanfari modernis- mans. Myndlistinni er svipt inná nýjár braut- ir með impressjónisma og síðar kúbisma og í arkitektúr verður modernisminn til sem stefna snemma á 20. öldinni. Stíll húsgagna fylgir í kjölfarið; fyrst með dálítið einkenni- legu hliðarspori um aldamótin: Jugendstíl, sem stóð stutt og byggðist á sveigðum línum og skreytingum, sem áttu sér fyrirmyndir í náttúrunni. En nokkumveginn samhliða abstrakt, eða óhlutbundnu málverki og funkisstíl í í bygg- ingum, var funkisstefnan yfirfærð á hús- gögn. Útlitið réði þá alveg ferðinni, en minna var fengizt um hægindi. Þessi módernismi í húsgagnagerð lifði síðar meir sérstakt blóma- skeið á Norðurlöndum og þetta hefur úti í heimi verið kallaður Skandinavísksur stítl. Arkitektinn Alvar Aalto og síðar danskir hönnuðir, svo sem Finn Juhl og Hans J. Wegner formuðu þá stóla, sem síðan geta kallast sígildir. íslenzkir húsgagnahönnuðir tóku þátt í þessari byltingu og frá þeessum tíma, um og fyrir 1960, eru til íslenzk hús- gögn, einkum stólar, sem geta talizt með því albezta í sögu húsgagnagerðar á íslandi. Þar má nefna eikar- oj| nautshúðarstól Gunnars H. Guðmundssonar, armstól og fótaskemil bókarhöfundarins, Helga Hallgrímssonar, formspennt húsgögn Gunnars Magnússonar og stóla eftir Svein Kjarval. Eftir 1960 er eins og þróunin hafi farið sér hægar og enginn algerlega nýr stíll hefur litið dagsins ljós, hvorki hér né erlendis. Ein- ungis er byggt á því sem áður var búið að forma' og finna upp. Einstakir athyglisverðir hlutir hafa-að sjálfsögðu orðið til; ekki sízt skrifstofuhúsgögn, sem á tölvuöld hafa tekið umtalsverðum breytingum. Ekki er fjallað um þau í bókinni. Hinsvegar eru þar tveir athyglisverðir, léttir stólar eftir íslenzka hönnuði: Raðstóll Péturs B. Lútherssonar frá 1980 og stóllinn „Sóley" eftir Valdemar Harðarsson frá 1983. GÍSLI SIGURÐSSON Modernismi 1960: Armstóll og fótaskemill eftir Helga Hallgrímsson, innanhúss- arkitekt og höfund bókarinnar um stíl húsgagna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.. OKTÓBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.