Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 7
um nóttina, en skorar hann um leið á hólm að morgni. Áður en til einvígisins kemur uppgötva þau Siegmund og Sieg- linde að þau eru systkini, en fella samt sem áður hugi saman og elskast. Um nótt- ina flýja þau saman, en Hunding fylgir á eftir þeim. Nú víkur sögunni til Óðins, sem ætlar sér ekki að sitja aðgerðarlaus hjá. Hann kallar á valkyijuna Brynhildi, uppáhalds- dóttur sína, og biður hana að fara og veita Siegmund liðsinni í bardaga hans við Hunding. Inn stormar þá Frigg, eiginkona Óðins og verndari hjónabandsins. Hún er æf yfir þeirri ætlun Óðins að styðja hjónad- jöfulinn Siegmund í bardaganum. Eftir harða deilu þeirra hjóna verður Óðinn að gefa eftir. Sér þvert um geð kallar hann á Brynhiidi, trúir henni fyrir áhyggjum sínum og vanda og felur henni að sjá til þess að Hunding sigri í viðureign þeirra Siegmunds. Aftur víkur sögunni til Siegmunds þar sem hann bíður hjá Sieglinde, sem hefur örmagnast á flóttanum. Brynhildur birtist honum og býður með sér til Valhallar að bardaga loknum. Þegar Siegmund heyrir að Sieglinde fái ekki að fylgja honum þang- að afþakkar hann boðið og býst til þess að fyrirfara sér og Sieglinde, því þannig muni þau fylgjast að til heljar. Hin djúpa ást Siegmunds snertir Brynhildi djúpt og snýst henni hugur; hún lofar að styðja Siegmund í uppgjörinu við Hunding. (Segja má að afstaða Siegmunds og skilningur Brynhildar sé lykilatriði í öllu verkinu; Siegmund kastar frá sér hefðbundnum venjum og sinnir ekki kalli valdsins sakir ástar sinnar á Sieglinde, en þar á milli verður hann að velja.) Hunding birtist og þeir beijast. Bardag- inn er þó ekki fyrr hafinn en Óðinn kemur þar að ævareiður yfir óhlýðni Brynhildar og brýtur sverð Siegmunds, sem þá verður Hunding auðveld bráð. Brynhildur flýr með Sieglinde af vettvangi. Hún ráðleggur Sieglinde að fela sig í drekaskóginum dimma, en sjálf bíður hún Óðins í skjóli systra sinna valkyijanna. Sá hún valkyijur vítt um komnar, görvaraðríða til Goðþjóðar Óðinn er Brynhildi afar reiður og þrátt fyrir elsku sína á henni refsar hann henni með því að svipta hana guðdómleikanum. Hann breytir Brynhildi í mennska konu, sem skal liggja sofandi á bjarginu umvaf- in vafurlogum og ekki vakna fyrr en mik- il hetja fær sigrast á logunum og vakið hana með kossi. Eins og Rínargullinu lauk með vígslu Valhallar, tákni auðs og valda, lýkur nú Valkyijunni á hinni sofandi meyju, sem bíður þess að verða vakin af ókunnum elskenda; — andstæðurnar eru fullkomnar. Á þessu stigi virðist ráðagerð Óðins um að endurheimta gullið vera runnin út í sandinn. En áður en næsta ópera hefst kemur það fram sem enginn hafði séð fyrir nema Brynhildur — Sieglinde hefur fætt son þeirra Siegmunds í skóginum. Þar hafði hún fengið vist hjá dvergi nokkr- um, sem reynist vera svartálfurinn Mímir. Hann bíður færis á að ræna gullinu frá drekanum Fáfni, sem hafði búið um sig í skóginum. Drengnum hefur verið gefið nafnið Siegfried (Sigurður fáfnisbani) og hefur hann alist upp hjá Mimi þar sem Sieglinde lést skömmu eftir fæðingu hans. SlEGFRIED Óperan Siegfried hefst í bæli þeirra Mímis og Siegfrieds. Siegfried er náttúru- hetjan, sem ekki kann að óttast, og hefur Mímir í hyggju að láta Siegfried drepa drekann fyrir sig, en hirða sjálfur gullið. Þangað kemur Öðinn í líki förumannsins (Wanderer) og fær hann Mími í eins konar spurningaleik við sig. í svörunum er rakið efni Rínargullsins og Valkyijunnar (sbr. spurningar Ganglera í Gylfaginningu Snorra-Eddu). Muntu einn vega orm inn frána þann er gráðugur liggur á Gnitaheiði Siegfried smíðar sér sverð og ræðst með því til atlögu við drekann Fáfni og hefur sigur. Hann drepur síðan Mími er hann kemst að sviksemi hans og heldur á vit nýrra ævintýra. Sefur á fjalli fylkis dóttir björt í brynju Valkyrjan, lokaatriði. Óðinn kveður Brynhildi sofandi. Metropolitanóperan 1992. Uppfærsla Ottos Schenk. Niflungahringurinn í Bayreuth 1896: Óðinn. Niflungahringurinn Siegfried. í Bayreuth 1899: Ragnarök, lokaatriði. ValhöII brennur, mannkynið fylgist meðþviísjónvarpsfrétt- unum. Bayreuth 1991. Uppfærsla Harry Kupfers. Von bráðar kemur Siegfried að vafur- loganum á bjarginu, æðir í gegnum hann og vekur Brynhildi með kossi. Óperunni lýkur svo með ástarsöng þeirra. Nú sýnist allt gott og blessaðj gullið er komið í hendur afkomanda Óðins. Sá hængur er þó á að Siegfried veit ekkert um sögu gullsins né þýðingu þess og alls ekki að því væri best skilað aftur til Rínard- ætra svo jafnvægi komist aftur á í heimin- um. (Þessari stöðu svipar til þeirrar að kjarnorkusprengja kæmist í hendur óvita nú á tímum!) Aður en næsta ópera hefst hafa góðar ástir tekist með Siegfried og Brynhildi og þau búið saman um hríð. Ragnarök (GöTTERDÁMMERUNG) Siegfried er fullur ævintýraþrár. Hann kveður Brynhildi að sinni og heldur af stað niður Rínardal. Þar hittir hann fyrir höfðingja þá sem kallast Gjúkungar (Gibbichungen) og fer Gunnar (Gunther) fyrir þeim. Þar eru einnig Guðrún systir Gunnars og hálfbróðir þeirra, Högni (Hag- en), sem reyndar á svartálfinn Alberich fyrir föður (í gegnum Högna reynir A1 berich að leika svipaðan leik og Óðinn í gegnum Siegfried í því augnamiði að ná aftur gullinu). Að ráði Högna er Siegfried byrlaður óminnisdrykkur svo hann gleymir Bryn- hildi, en giftist Guðrúnu. Ekki nóg með það heldur bregður Siegfried sér einnig í dulargervi og sækir Brynhildi, sem hann færir Gunnari fyrir eiginkonu. Brynhildur er agndofa og Siegfried ævareið. Hún gerir bandalag við Högna um að drepa Siegfried, sem Högni gerir svo þegar hann er á veiðum með Siegfried í skóginum. En þegar lík Siegfrieds er borið heim renn- ur upp ljós fyrir Brynhildi. Hún öðlast nú skilning á því hvernig mál hafa æxlast frá upphafi vega og áður en hún kastar sér á bálið þar sem lík Siegfrieds brennur, þá skilar hún hringnum aftur til Rínardætra. En það er of seint, æsirnir hljóta að taka út refsingu fyrir misgjörðir sínar og Val- höll brennur. En ferst þá allur heimurinn líka...? Hvort „Munu ósánir akrar vaxa böls mun alls batna Baldur mun koma.“ ! eða verður „Vindöld, vargöld iður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma.“ ? ÍSLENSKUR BAKGRUNNUR íslendingar munu kannast við ýmislegt úr fornbókmenntum okkar í þessari stuttu samantekt á efni Niflungahringsins. Er þó ýmsu sleppt sem Wagner sótti í Eddurn- ar, svo sem persónu völvunnar Erdu, sem ein skilur alla hluti, Ein sat hún úti þá er hinn aldni kom yggjungur ása og í augu leit: Hvers fregnið mig? Hví freistið mín? og örlaganornunum Urði, Verðandi og Skuld, sem hefja óperuna Ragnarök spinn- andi örlagaþræði sína. Þegar Wagner samdi sögu og texta Nifiungahringsins leitaði hann víða fanga í fornum fræðum. Helsta heimildin um þann bakgrunn er Wagner sjálfur, en árið 1856 var hann spurður um heimildir sínar og nefndi þessar í svari sínu: 1. Niflungaljóð, sem er mikið söguljóð samið í Austurríki um 1200. Þar er m.a. sagt frá dauða Sigurðar Fáfnisbana og eftirmálum. Höfundur leggur áherslu á ósættanleg sjónarmið óstjórnlegrar valda- fíknar og mannlegra verðmæta, en það finnst mörgum einnig vera meginstefið í Niflungahringnum. Einnig er sagt frá Alb- erich, sem Wagner bræðir saman við per- sónu dvergsins Andvara sem sagt er frá í Eddukvæðum. 2. Þýskar hetjusögur frá 1827, en í því er safn sagna um þýskar hetjur á miðöld- um. 3. Eddukvæði (Sæmundar-Edda, rituð á 13. öld, en sjálf kvæðin eru miklu eldri). I efni þeirra og í Gylfaginningu Snorra- Eddu sækir Wagner flestar persónur Rín- argullsins; Óðin, Frigg, Loka, Frey, Þór og valkyijurnar auk nokkurra persóna hetjusagnanna, sem síðar koma við sögu. 4. Snorra-Edda frá því um 1220 geym- ír m.a. skýringar á Eddukvæðunum og segir frá norrænni goðafræði í Gylfaginn- ingu. 5. Heimskringla Snorra Sturlusonar rit- uð um 1220-30, þar sem sagt er frá Óðni sem breyskum og mannlegum ættföður norrænna konunga. 6. Þiðriks saga — safn hetjusagna skrif- að í Noregi um 1260. 7. Völsungasaga, samin á íslandi eða í Noregi um miðja þrettándu öld. Óperan Valkyijan er að mestu leyti byggð á efni sögunnar. Sagan steypir efni hetjukvæða í Eddu, svo sem Helga kviðu Hundings- bana, saman í eina frásögn. í upphafi seg- ir frá Völsungi syni Óðins og börnum hans Sigmundi og Signýju, en Signý var gegn vilja sínum gefin Siggeiri. Síðar er sagt frá Sinfjötla syni þeirra systkina og svo Helga Hundingsbana, syni Sigmunds og Borghildar, sem síðar drepur Hunding konung. Einnig er þar sagt frá Brynhildi og Sigurði Fáfnisbana. 8. Þýskar hetjusögur — safn þeirra og útskýringar eftir Wihelm Grimm frá 1829. 9. Þýsk goðafræði — eftir Jacob Grimm frá 1835, en í henni er safnað saman öllum upplýsingum sem höfundur komst yfir um forna guði og goðsögur germanskra þjóða. Að auki má nefna nákvæma þýðingu SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.. OKTÓBER 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.