Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 2
Hinir eftirsóttu stólar ráðherranna á Alþingi. „ Völd og vegtyllur fáeinna einstakl- inga skipta meira máli en velferð almennings“, segir greinarhöfundur. úr garði gert að við getum lagað okkur að markaðsaðstæðum í viðskiptalöndunum. Þess vegna er nauðsyn að Island sé í örugg- um markaðs- og viðskiptatengslum við ná- grannaþjóðir og stór markaðssvæði, svo sem Efnahagsbandalag Evrópu og Bandaríkin. Hvemig þeim tengslum er hagað er álita- mál sem hér verður ekki rætt. Skoðun min er samt sú að tvíhliða samningar um þessi málefni við einstök ríki eða samsteypur sé öm'ki eins og íslandi hagstæðari leið en samflot með hópi smáríkja þar sem við hljót- um hvort sem er að vera á útjöðrum og hafna vísast í tvöfaldri jaðarstöðu sem ekki sýnist vænleg til áhrifa. Við þau tímamót sem við nú lifum er þess vegna hyggilegt að marka stefnu til lengri tíma. Raunhæft virðist að innan 20-30 ára komi aðeins um helmingur af útflutningstekjum þjóðarinnar frá sjávarafla (fullunnin matvæli úr sjávarfangi þar með talin) en hinn helmingurinn frá öðrum grein- um; t.d. 15-20% frá ferðaþjónustu, 10-15% frá orkufrekum iðnaði, 10-15% frá smáiðn- aði og 5-10% frá þekkingaröflun og hug- búnaðarvinnu. Ég held raunar að landbún- aður hljóti að geta lagt eitthvað af mörkum auk þess sem framleiðsla matvöru til sölu innanlands á markaðsverði jafngildir gjald- eyrisöflun. Gjaldeyristekjur íslendinga hafa um ára- tugaskeið að langmestu leyti komið frá sjáv- arafla (u.þ.b. 80%) og þar af er mikill hluti fluttur út sem hráefni eða hálfunnin vara. Þessi einhæfni efnahagslífms er varhuga- verð eins og reynslan sýnir. í nútíma verk- skiptu þjóðfélagi er sjálfgefíð að efla þann atvinnuveg og þann rekstur sem mestum arði skilar. Á íslandi skipar sjávarútvegur þessa stöðu nú og sennilegt að svo muni áfram verða. En þjóðfélag — jafnvel þótt lítið sé — lýtur ekki nema að hluta til sömu lögmálum og fyrirtæki. Pjölbreytni í mennt- un og störfum er frumatriði í skipan samfé- lags ef þar á að blómgast margbrotið mann- líf, einnig í félagslegu og menningarlegu tilliti. Sérstæði íslands í heiminum og tilvera okkar sem sjálfstæðs ríkis byggist beinlínis á íslenskri tungu og bókmenntum. Varð- veisla tungunnar ætti því að vera æðsta skylda lýðveldisins. Þessu eru flestir eða allir sammála í orði kveðnu. En til .að ná árangri í þessu efni þarf samstillta viðleitni uppalenda, fjölmiðla og menntastofnana. Gott uppeldi og traust menntun þegnanna er frumforsenda fyrir sjálfstæði smáþjóðar eins og íslendinga og hæfíleikar fólksins mikilvægasta auðlindin. Stefnu í þessa veru þarf að móta enn skýrar en gert hefur ver- ið en þó einkum að fylgja henni betur fram í verki. Sem dæmi um vankanta í fram- kvæmd á þessum vettvangi mætti nefna vöntun á leikskólum og furðulegan seina- gang að koma á heilsdagsskóla í þéttbýli. Listuppeldi í grunnskólum er stórlega van- rækt og sama er að segja um verkmenntun almennt. Skeið þjóðlegrar endurreisnar, sem hófst á íslandi fyrir nær 200 árum, er runnið á enda. Helstu stefnumið brautryðjendanna hafa ræst vonum framar. En breyttir tímar eru framundan og horfur tvísýnar. Hvemig má reisa merki nýrrar endurreisnar? Flokkaskipanin Úrelt Þeir sem fylgst hafa með þjóðmálaum- ræðu á íslandi síðustu áratugina kannast vel við staðhæfingar í þá átt að flokkakerf- ið íslenska sé úrelt, úr samhengi við íslensk- an veruleika og til þess megi rekja rætur úrræðaleysis og kyrrstöðu ef ekki beinlínis spillingar. Ég er þeirrar skoðunar að þessi gagnrýni hafí á hveijum tíma átt við mikil rök að styðjast. En hafi svo verið áður má fullyrða að svo sé miklu fremur nú. Á þetta hefur margsinnis verið bent af þeim sem láta sig landsmál annars einhverju varða. Á síðustu áratugum hafa reyndar verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að ijúfa hið flokkspólitíska mynstur. Áhrifamestu dæm- in eru stofnun flokks Frjálslyndra og vinstri manna um 1970, Samtaka um kvennalista og myndun Borgaraflokksins rétt fyrir kosn- ingar til Alþingis sumarið 1987, auk annarra sviptinga einkum á vinstri væng stjórnmál- anna. En þessar tilraunir hafa runnið út í sandinn og ekki haft varanleg áhrif á flokka- skipan í landinu. — Kvennalistinn er þó undantekning. Flokkarnir íslensku, sem urðu til á 2. og 3. tug þessarar aldar, spruttu annars vegar úr hugmyndum og pólitískum viðhorfum sem voru að ryðja sér til rúms á Vesturlönd- um o g hins vegar runnu þeir upp af atvinnu- háttum sem þá voru ríkjandi á Islandi. Sjálf- stæðisbaráttunni var enn ekki að fullu lokið og stefnuskrá flokkanna tók svip af því. En síðan hefur margt breyst eins og allir vita. Sannfæring mín er sú að endurskipan flokkakerfisins sé ekki aðeins eðlileg heldur brýn nauðsyn. Því valda stórfelldar breyt- ingar sem orðið hafa bæði hér á íslandi og úti í heimi. Fyrir okkur íslendinga skiptir auðvitað búseturöskunin mestu máli, en hún hefur verið svo mikil að tala má um land- nám öðru sinni. Ennfremur segir til sín ört vaxandi tækni og nýr markaðsgrundvöllur samfara hruni pólitískra hugmyndakerfa og umbrota á flestum sviðum víða um veröld. Við íslendingar ættum því að athuga rækilega hvemig er komið okkar hag og endurmeta stöðu okkar í heiminum. Þetta á alveg sérstaklega við um stjómmálaflokk- ana sem eru lykilaðilar stjómkerfísins í lýð- ræðisríkjum. Hvemig gegna flokkarnir í dag hlutverki sínu? (Sérstök löggjöf um starf- semi stjórnmálaflokka í landinu mun ekki enn hafa verið sett og ekkert opinbert eftir- lit er með fjárreiðum þeirra.) í blaðagrein sem þessari er ekki unnt að gera úttekt á stöðu hvers flokks um sig eða rökræða hvaða horfur era á að hann skili verkefni sínu á viðunandi hátt. Aðeiris er unnt að nefna fáein dæmi til að gefa vísbendingar um hvað við er átt. Alþýðuflokkur Og Alþýðubandalag Alþýðuflokkurinn var stofnaður til að beijast fyrir bættum kjörum alþýðu og launafólks, sérstaklega í bæjunum. Grund- vallarmarkmið og langtímasjónarmið flokksins vora hins vegar sótt í hugmyndir sameignarmanna um breytta þjóðfélags- skipan og atvinnurekstur á grunni þjóðnýt- ingar þótt flokkurinn hyrfi fljótlega að hóf- samlegri framkvæmd slíkra kenninga. Kommúnistaflokkur íslands var svo stofnað- ur 1930, klofningshópur úr Alþýðuflokknum. Sameiningarflokkur alþýðu, Sósílistaflokk- urinn, verður til 1938, þegar gerðar vora misheppnaðar tilraunir til sameiningar þess- ara flokka. Og svipuð áform um sameiningu og tilheyrandi umbrot komu af og til upp á yfirborð stjórnmálanna næstu áratugina. Tilkoma Alþýðubandalagsins sem stjórn- málaflokks á seinna helmingi sjöunda ára- tugarins var hin pólitíska niðurstaða þess- ara átaka. Sama má segja um stofnun flokks Frjálslyndra og vinstri manna um 1970. Gagnslaust er að róta í fortíðinni í þeim tilgangi að finna sökudólga. Hér er heldur ekki rúm til að rekja hina flóknu sögu sam- einingar og klofnings á vinstra væng ís- lenskra stjórnmála. Hins vegar fínnst mér almenningur eiga kröfu til að þessir tveir flokkar — Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið — sem báðir eiga sér uppruna í hugmyndum sameignarmanna, geri skil- merkilega grein fyrir stefnu sinni um ís- lensk samtíma málefni. Þetta finnst mér hvoragur flokkurinn gera á trúverðugan hátt. Að vísu hefur annar þeirra, Álþýðu- flokkurinn, haft forystu um aðild íslands að EES-samkomulaginu en hinn, Alþýðu- bandalagið, barist gegn þeirri aðild. Ef bet- ur er að gáð virðist þó margt á huldu um raunverulega afstöðu flokkanna, bæði í þessu máli og öðrum sem því tengjast. Flokkamir verða að gera upþ fortíð sína nema þeir hyggist þrauka sem sértrúarhóp- ar og lifa á óánægjufylgi þegar illa árar. Annars hljóta þeir að leggja fram nýja stefnuskrá í samræmi við stöðu mála heima og erlendis. Þá sést væntanlega einnig hvað þessa flokka greinir raunveralega á um eins og má! horfa nú. Og það má svo sem iíka spyija hvað greini alþýðuflokksmenn frá þeim hópi fijálslyndra sjálfstæðismanna sem stundum eru nefndir mið-demókratar með óljósri tilvísun til flokka í Danmörku. Eða hvað skilur að landsbyggðarþingmenn úr röðum sjálfstæðismanna og framsóknar- manna eða jafnvel alþýðubandalagsmanna? Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn var upphaflega bændaflokkur. Grundvöll framfara og menningar var að áliti stofnenda flokksins aðeins að finna í bændasamfélaginu og efl- ing búskapar í sveitum því talin höfuðnauð- syn. Hlutverk flokksins var öðru fremur að vera annars vegar pólitískur armur bænda- stéttarinnar og hins vegar kaupfélaganna. Nú fækkar bændum ár frá ári og hlutur .samvinnufélaga minnkar einnig ört svo að tala má um hran þeirra samtaka. Orsakir þessarar þróunar eru margvíslegar og i sjálfu sér óháðar starfi og stefnu Framsókn- arflokksins. En fram hjá þeirri staðreynd verður þó ekki gengið að flokkurinn var frá upphafi pólitískur málsvari þessara samtaka og þau að sínu leyti helsti bakhjarl hans á vettvangi þjóðlífsins. Spurningin er þá þessi: Hefur flokkurinn á siðustu misserum lagt fram stefnuskrá þar sem vandi íslensks samfélags er brotinn til mergjar og ný fram- tíðarsýn kynnt líkt og framherjar flokksins gerðu á öðrum áratug aldarinnar þegar landsmenn lifðu líka á tímamótum og ringul- reið ríkti í stjórnmálum? Ef svo er þá hefur sú stefnumótun farið fram hjá mér. Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn varð til við samruna tveggja flokka, íhaldsflokksins og Fijáls- lynda flokksins, undir lok þriðja áratugar- ins. Flokkurinn hefur löngum talið sig „flokk allra stétta“ og þess vegna mætti lýsa hon- um sem einhvers konar „þjóðarflokki". Ekki getur þó neinum dulist að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur frá upphafí fyrst og síðast gætt hagsmuna eignamanna og atvinnurek- enda, einkum í sjávarútvegi og verslun. Styrkur flokksins hefur líka alltaf verið meiri í þéttbýli en dreifbýli og Reykjavík hans höfuðvígi. Markaðshyggja í einhveiju formi ásamt óljósri skírskotun til „framtaks einstaklingsins" hefur dugað flokknum býsna vel sem sameiningartákn. Sjálfstæðisflokkurinn er þannig eins kon- ar regnhlífasamtök þar sem saman era komnir fulltúar ólíkra hagsmuna og við- horfa, stétta og byggðarlaga. í þessu felst vitanlega viss styrkur en einnig mikil hætta á sundrangu og togstreitu. Byggðaröskun, breyttir atvinnuhættir og efnahagsvandi valda því að jafnvægisleikurinn verður sí- fellt flóknari. Viðvarandi valdastreita í flokknum undanfarin 15-20 ár er til vitnis um þetta. Hér er ekki aðeins um persónuleg- an metnað manna að ræða. Barátta einstakl- inga um völd í forystusveit flokka lognast fljótt út af ef hún styðst ekki við hagsmuni og raunveralegan skoðanamun. Flest bendir til að átökin milli hagsmunahópa í flokknum muni enn fara vaxandi eftir því sem krepp- an í efnahagslífinu dýpkar. Spurningin er þessi: Hljóta ekki svo djúpstæð ágreinings- efni hagsmunahópa að lama frumkvæði flokksins á því sviði sem hefur a.m.k. hing- að til verið talið aðalverkefni stjórnmála- flokka: að móta heildarstefnu í landsmálum? Eða er kannski meiningin að markaðurinn sjái framvegis alfarið einn um það verkefni? Samtök Um Kvennalista Þátttaka íslenskra kvenna í stjórnmálum, fyrst í kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík og síðar með formlegri stofnun stjórnmálaflokk's, hefur haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Samstaða kvenna í svo ríkum mæli innan eigin stjórnmálaflokks mun vera séríslenskt fyrirbæri og hefur vakið athygli út um heim. Flokkurinn nýtur þess að hann er enn ungur og forystukonur hans þekkja af eigin raun líf og starf ungs fólks í landinu, ekki síst á þéttbýlissvæðun- um. Tillögur þeirra og málflutningur er því oftast jarðbundnari og trúverðugri en óljós loforð fjórflokksmanna. Ég er samt þeirrar skoðunar að Kvenna- listinn, ef flokkurinn ætlar sér alhliða hlut- verk í landsmálum, geti varla til lengdar byggt stefnuskrá sína einhliða á sérstakri lífssýn og reynslu kvenna og hagsmunabar- áttu þeirra, hversu réttmæt sem þau sjónar- mið annars kunna að vera. Fleira verður að koma til. Flokkarnir Valda Ekki Hlutverki Sínu Niðurstaða hugleiðinga minna um ís- lensku stjórnmálaflokkana er eitthvað á þessa leið: Gömlu flokkarnir á íslandi eru kyrfilega staðnaðir. Þetta á ekki aðeins við um markmið og framtíðarsýn flokkanna heldur einnig og ekki síður um vinnubrögð forystumanna og skírskotun þeirra til kjós- enda. Á síðastliðnu ári kom út í Þýskalandi bók sem byggð er á viðtölum tveggja blaða- manna við Richard von Weizsácker forseta landsins. { bókinni fjallar forsetinn opin- skátt um mörg helstu vandamál Þýska- lands. Þar er einnig að fmna kafla um stjóm- málaflokkana þýsku og átelur forsetinn margt í starfsemi þeirra. Gagnrýni von Weizáckers beinist ekki síst að sjálfu flokks- ræðinu sem leiki lausbeislað utan og ofan við stjórnvöld ríkisins, enda séu flokkunum engar skorður settar í stjórnarskránni. Þetta telur hann bæði undarlegt og hættulegt þar eð flokkarnir séu sjálf höfuðforsenda lýð- ræðislegra stjórnarhátta í lýðríkjum okkar tíma. Mörg þau einkerini sem von Weissácker lýsir og telur að hrjái þýsku flokkana eru einnig . áberandi hjá stjómmálaflokkunum íslensku. Flokkshagsmunir virðast settir ofar þjóðarhagsmunum. Völd og vegtyllur fáeinna einstaklinga skipta meira máli en velferð almennings. Bein spilling meðal flokksgæðinga og valdamanna er skammt undan. Um slíkt mætti nefna nýleg dæmi bæði erlendis frá og hérlendis. Alkunna er að ungt fólk hefur flest lítinn áhuga á starfsemi stjómmálaflokka um þessar mundir. Því má vera að færra hæft fólk sé nú starfandi innan flokkanna en áður var. Yfir þessu er víða kvartað á Vest- urlöndum og erfitt að segja hvað veldur. Nú þegar hefðbundnir atvinnuvegir era annaðhvort komnir í jaðarstöðu eins og land- búnaður eða á heljarþröm eins og sjávarút- vegur þá er þetta áhugaleysi unga fólksins á vandamálum samfélagsins þjóðinni sér- lega hættulegt. Nýmæli í atvinnurekstri fara oft út um þúfur vegna flausturslegs undirbúnings af hálfu opinberra aðila; flest ýmist í ökla eða eyra, stundum alger vantrú eða þá að einhver nýjungabóla á öllu að bjarga. Og hvað er helst til ráða? Ekki virðist skortur á hugmyndum. Það sem vantar fínnst mér vera markviss úrvinnsla tillagna, setning markmiða bæði til lengri og skemmri tíma og myndun samtaka á lýðræð- islegum grunni þar sem unnið er að félags- pólitískum úrlausnum út frá mismunandi forsendum fólks. Það er sögulegt hlutverk stjórnmálaflokka að marka meginlínur í þjóðmálum. íslensku flokkarnir bregðast allir meira eða minna í þessu tilliti. Ef marka má reynslu síðustu áratuga er ekki sennilegt að mikil breyting verði að þessu leyti á næstunni. Þess vegna legg ég til að þjóðin — fólkið í landinu — knýi sjálft fram breytingu á starfsháttum flokkanna. Til þess er í rauninni ekki nema eitt ráð: stofn- un nýrra samtaka — utan við núverandi flokka. Smátt og smátt munu svo þessi samtök leysa gömlu flokkana af hólrni. Þetta gerðist á 2. og 3. áratug þessarar aldar og það getur enn gerst. Stundum heyrist því haldið fram, einkum af yngra fólki, að vandi nútíma samfélags verði ekki leystur á pólitískum vettvangi; þau verkefni leysist best og að mestu leyti sjálfkrafa fyrir tilstilli markaðarins og tækn- innar. Besti kosturinn fyrir okkur íslendinga sé því að sækja strax um fulla aðild að EB, ekki síst þar sem pólitísk forysta okkar sé jafn léleg og raun ber vitni. Ég er ekki sömu skoðunar eins og þessi grein er til vitnis um þótt ég sé því sammála að endur- skilgreina þurfi hlutverk og stöðu stjórn- málaflokka og stjórnmála almennt í nútíma samfélagi. Niðurlag í næsta blaði. Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Islands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.