Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 11
 Þekkir einhver þetta fólk? Myndina tók Hallgrímur Einarsson í barnaskól- anum í Reykjavík um aldamótin síðustu. Ef les- endur Lesbókar telja sig þekkja fólkið á mynd- inni, eru þeir vinsamlegast beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri, því þar er þessi mynd varðveitt. Póst- hólf Minjasafnsins er nr. 341, 602 Akureyri; einn- ig er hægt að hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það þekkir. Þótt þið kannist aðeins við einn, eða örfáa á myndinni, eru allar upplýsingar vel þegnar. Af þeim sem þegar eru þekktir má nefna nr. 2: Guðmund Jónsson, Reykjum í Mosfellssveit, f. 1890, skipstjóra á Skallagrími. Nr. 11 er sögð vera María, kærasta Helga frá Brennu, nr. 14 er Sigríður Siemsen, gift Páli Einarssyni sýslu- manni á Akureyri og er Einar Pálsson verkfræð- ingur sonur þeirra. Nr- 15 er Þórdís Ásgeirsdótt- ir, f. 1889, frá Knarrarnesi á Mýrum. Hún var send tvo vetur í Barnaskólann í Reykjavík og giftist Bjarna Benediktssyni á Húsavík. GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR Sumar kveður Enn er sól og sunnanvindur. Svífur fugl um klettaskarð. í fjarlægð blámast fagur tindur - fjallabrún og klettaskarð. í vatni speglast hnjúkar, hólar, hraun og drangar miklu nær. A borði þess er bjarmi sólar - og birta himins silfurtær. Á háum kletti er krummi á þingi - kjói á flugi - litlu fjær. Rjúpa á rölti í lágu lyngi. - Rákar vatnið sunnan blær. Fálki gjóar um fuglaheima fránum augum, eftir bráð. Á litlum vængjum lóur sveima. - Lífsbaráttan hörð er háð. Undir klettsins bratta bergi berjalyng og mosi grær. í huga mínum get ég hvergi hjartans friði komist nær. Dagar koma. - Sumar kveður. - Kyngir snjó á fjallasnös. Blómin fölna - fleira skeður. - Falla lauf og sölna grös. Þó tíðin kólni og kannski frjósi. - Kuldi næði yfir storð. í geisla sólar - gullnu Ijósi gárast vatnsins yfirborð. Höfundur er húsmóðir í Hafnarfirði. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók, sem heitir Sitthvað. PÁLMI EYJÓLFSSON Haust á Þingvöllum Tveir hrafnar fljúga hægt í austurátt og ofar þeirra vængjum loftið blátt er skreytt með skýjabreiðum. Það ríkir helgiblær hjá Öxará, við aldinn hamrakór og forna gjá, en móða birgir sýn að háum heiðum. Og værð er yfir vatnsins fríðu mynd við vesturbakkann tært sem bergvatnslind, en dimmblátt þegar dregur út frá landi. Hér vakir kirkjan vígðum grafreit hjá og víst er bærinn þjóðlegur að sjá í fögru fjallabandi. Er klukka landsins klingdi á þessum stað, með kveinstöfum sá dæmdi miskunn bað. Hér grét hinn gæfurúni. Er fátæk þjóð fékk fyrstu stjórnarskrá, í fögnuði sitt land í draumum sá og hóf hér fána að húni. í gráan mosann haustið hæglátt fer en hraunið breytist ei, þó frjósi ber og litadýrð á lyng og birki færist. Þú geymir þessa gullnu mynd hjá þér svo gleðistraumur hljótt um brjóst þitt fer því ást til lands og lífsins endurnærist. Höfundur býr á Hvolsvelli. HRAFN HARÐARSON Kópavogur Kópavogur 1955 árið 2000? Það var í húsi hérna austar Ég veit að öll bárujárnsklæddu í bænum lágreistu húsin í bænum auðvitað með risi munu víkja fyrir fram- og mörgum kvistum eins og gömlu tré vindunni. Og ég geng þess ekki heldur að útburður dulinn — nú Moggans að sjálfsögðu — að í þeirra stað varð ekki úti kemur meiri depurð einsemdar heldur innlyksa í steinsteyptum í gömlu ævintýri fjölbýlishúsum um gamla norn sem var prinsessa í álögum fyrir gamalt fólk. og varð að lesa fyrir hana Og nú er sagan hálf. dánartilkynningar, helstu fréttir frá útlöndum, Afar gamalt fólk, Ferdinand og dagbókina okkur sjálf. á hverjum morgni allan veturinn uns hann var sendur í sveit vestur í Dali um vorið. \ Það varð honum til lífs að kunna að Iesa Höfundur er skáld og bókavörður í Kópa- ungur. vogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.