Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 9
SVEINBJÖRN JÓNSSON Árstíðirnar Þegar vorar vetur flýr vaknar allt úr dróma grær úr foldu gróður hlýr grös og fjöldi blóma Sumar þegar sest er að síli leika í tjörnum sólin vermir hlíð og hlað hlær við jarðarbörnum Haustið þegar húmar það heiðar litar blóði listagyðjan leikur að litadýrðarflóði Síðan breiðir værðarvoð veturinn á skrautið voldugt meðan geislagoð gyllir suðurskautið Höfundur býr á Suðureyri við Súganda- fjörð. Hik Hamlets amlet, eftir William Shakespeare, er án efa eitt frægasta leikverk allra tíma. Til marks um sígildi verksins nýtur það enn geysilegra vinsælda, tæplega fjórum öldum eftir að það var skrifað og ekki sér fyrir endann á öllum þeim umræðum og deilum sem risið hafa um túlkun verksins og boðskap. Deilurnar snú- ast einkum um þá töf sem hinn ungi Danaprins lætur verða á því, að hefna fyr- ir morðið á föður sínum. í því sam- bandi er venju- lega rætt um hik Hamlets og hafa ýmsar kenningar verið settar fram til skýringar á því. Hér mun ég greina í grófum dráttum frá nokkrum þeirra. SÖGULEG SKÝRING: Til að útskýra hik Hamlets leggja sumir höf-. uðáherslu á hinn sögulega bak- grunn sem verk- ið styðst við. Og vissulega ber að hafa í huga nokkrar sögu- legar staðreynd- ir þegar rýnt er í verkið: Sagnfræðileg- ar og bókmenn- talegar rann- sóknir benda til þess að leikritið gerist einhvern tíma á 10. öld þegar Danir réðu lögum og lofum yfir norðurhöf- um og áttu tölu- verð ítök á Bret- landseyjum. Það beytir ekki því, að öll listaverk ber að skoða út frá Mel Gibson í hlutverki Hamlets í kvikmyndinni Hamlet, sem hér Þe*.m heimi sem hefur verið sýnd að undanförnu. hofundar þeirra lifa og hrærast 1. Óhætt er að fullyrða, að end- urreisnarmaðurinn Shakespeare (1564- 1616) hafi verið uppi á tímum mikilla um- brota: Það hrikti í stoðum lénsveldisins. Á sama tíma og konungur og aðrir lénsherrar betj- ast um völdin innbyrðis fá hugmyndir endur- reisnarinnar byr undir báða vængi og borga- rastéttinni vex fiskur um hrygg. Sótt er í viskubrunn Forn-Grikkja og ein- staklingshyggjan er vakin upp að nýju: Ein- staklingnum ber fyrst og fremst að rækta sjálfstæða og gagnrýna hugsun og treysta fremur á dómgreind sína en halda blindri tryggð við hefðir samfélagsins og skyldur. Og ávallt ber að hafa kærleikann að leiðar- ljósi því hið illa er fáfræði. Þessar hugmyndir stungu óneitanlega í stúf við hinar rótgrónu hefðir og skyldur samfélagsins sem hvíldu oft og tíðum þungt á einstaklingnum. Það var til að mynda trú manna, að kon- ungurinn hefði vald sitt frá Guði og að krún- an gengi í erfðir. í engu mátti hrófla við konungsskipaninni. Það stríddi beinlínis gegn hinu „náttúrulega ástandi” og „eðli hluta”. Samkvæmt tíðarandanum var föður- morð því hin hreinasta „ónáttúra” sem bar að uppræta sem allra fyrst, hvað sem það kostaði. I leikverkinu Hamlet fellur sú kvöð á Helstu andmælendur veiklyndiskenningarinn- ar líta á Hamlet fyrst og fremst sem fórnarlamb ríkjandi aðstæðna; hann sé hugsjónamaður sem eigi erfltt um vik í gerspilltu þjóðfélagi, honum sé því vorkunn. Eftir BENEDIKT SIGURÐSSON hinn unga Danaprins, réttborinn erfingja krúnunnar. Sumir hafa skoðað hugarstríð Hamlets fyrst og fremst út frá þessum sögulegum staðreyndum. Þeir benda á, að sem mennta- maður hafi Hamlet örugglega orðið fyrir áhrifum endurreisnarinnar, jafnvel tekið hugmyndir hennar upp á sína arma. Hug- sjónamaðurinn Hamlet hafi átt erfitt með að grípa til vopna, hefna morðs með öðru morði og flekka þar með hreinan skjöld sinn. Samkvæmt þessum kenningum endur- speglast hin félagslega togstreita sem að framan er lýst í Hamlet sjálfum: Annars vegar segir samviska hans honum að bíða átekta, hugsa sinn gang og beita dómgreind sinni áður en hann aðhefst nokk- uð. Hins vegar ber honum, samkvæmt hinni samfélagslegu skyldu, að hefna strax og koma aftur á réttmætri skipan þjóðfélagsins. Á milli þessara öndverðu sjónarmiða stendur Hamlet hikandi og ráðvilltur. 1 eftirfarandi broti úr orðræðu Hamlets sjáum við hugarvíl hans: Afl vera, eða’ ekki vera, þarna er efinn, bvort betur sæmi að þreyja þolinmóður í grimmu éli af örvum ógæfunnar, eða vopn grípa móti bölsins brimi og knýja þafl til kyrrðar... Þunglyndi Hamlets Fylgjendur þessarar kenningar rekja hik Hamlets fyrst og fremst til þunglyndis hans. Glöggvum okkur fyrst á þessu fyrirbæri. Þunglyndi hefur verið skilgreint, sem ein tegund af sálrænum viðbrögðum okkar við röskun á sálarlíflnu. Slík röskun getur stafað af ýmiss konar áföllum, missi eða skorti á ástvinum, frelsi eða jafnvel hlutum. Þunglyndi getur birst í mörgum myndum: Athafnaleysi, áhugaleysi á umhverfinu, sjálfsásökun, tilfinningakulda og í verstu tilvikum sjálfsmorðshugleiðingum. Ljóst er, að Hamlet hefur orðið fyrir geysi- miklum áföllum á skömmum tíma. Fyrst er að nefna lát föður hans, hins mikla konungs. Þá ýfir frásögn vofu hans enn upp harm Hamlets þegar hann fregnar um leið með hva.ða hætti dauðann bar að garði. Á sama tíma virðast konurnar í lífi Haml- ets hafa brugðist honum að einhvetju leyti. Að minnsta kosti hefði honum áreiðanlega ekki veitt af ást og umhyggju á rauna- stundu. Geirþrúður drottning giftist Klád- íusi, föðurbróður Hamlets, aðeins tveimur mánuðum eftir lát eiginmannsins og gerist þannig sek um sifjaspell á þeirra tíma mæli- kvarða. (Litið var á hjón sem eitt. Systkini annars var þar með systkini hins.) Þá verður Ófelía við beiðni föður síns og lokar dyrunum á Hamlet, ástvin sinn. Loks ofbýður Hamlet spillingin ög órétt- lætið sem þrífst undir stjórn hins nýja kon- ungs, Kládíusar frænda. Gremst hinum unga Danaprinsi, að móðir hans skuli taka þátt í svo viðbjóðslegum lifnaði. Samkvæmt þunglyndiskenningunni má greina þungt geð Hamlets þegar í upphafi leikritsins. Eftir því sem lengra dregur tekur þunglyndið á sig skýrari myndir. í stað þess að grípa til athafna og hefna föður síns lokar Hamlet sig inni í eigin heimi hugsjóna og heilabrota. I eftirfarandi orð- ræðu birtist þunglyndi hans í formi athafna- og áhugaleysis: ... afl undanförnu, ég veit ekki hversvegna, hef ég misst alla gleði mína, afrækt alla mína hvers- dagsháttu, og satt að segja, mér er svo þungt í geði, að þessi haglega smíð, jörð- in, er í mínum augum hijósturhjari; þetta veglega hvolftjald, loftið, lítið á, þessi víðfeðma fagra festing, þessi tignarlega háþekja, logagulli drifin; æ, það er ekki annað í mínum augum en díki fúlt af pestar-gufum. Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! svo ágætur að vitsmunum! svo takmarkalaus að gáfum! í svip og háttum svo snjall og dásamur! í athöfn englum líkur! í hugsun goðum líkur! prýði veraldar, afbragð alls sem lifir; og þó, hvers virði er mér þessi duftsins kostakjarni? maður er ekki mitt gaman; nei, ekki kona heldur; ... í kjölfar áhuga- og athafnaleysis fylgja tíðar sjálfsásakanir: En ég, sljór, moð-hugaður vesalingur, vafra KRISTJÁN JÓHANNSSON Nyrst á Sprengi- sandi Herðubreið vefur sér tryllingsleg tröf um höfuð úr tjásum blásvartra skýja — horfir í vestur og hamrabrúnirnar þyngir — sér heiðjökulskallana hjúpa sig úlfgrárri móðu en handan þeirra blæða roða úr deyjandi degi. Dveljum hér eigi nú er áhlaup að flýja því stormfákar smella hófum í suðri — þyrla upp ryki og ryðjast fram sandinn. Ræsum gandinn nú er að setjast við stýri. Dijúgur er spölurinn héðan norður að Mýri. Höfundur er kennari og rithöfundur í Reykjavik. Trrrrrrrrrrr LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.