Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 4
Úr sögu byggð- A18. öld gengu yfir Suðurland meiri hörmungar en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar, jarð- skjálftar og eldgos, óblítt veðurfar og mannsk- æðar drepsóttir. Ofan á allt þetta bættist versl- unareinokun, sem Skúli fógeti taldi verstu Kafli úr nýrri bók um sögu Selfoss fram til 1930, sem bráðlega kemur út. Hér er gripið niður í kafla, þar sem skyggnst er aftur í tímann og segir þar frá aldarfari á Suðurlandi, m.a. þeirri refsigleði sem birtist gegn blásnauðu fólki, jafnvel holdsveikisjúklingum. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um tíðaranda á 18. öld, löngu áður en vísir varð til að þéttbýli á Selfossi. Myndirnar eru hinsvegar teknar eftir að sá vísir er byrjaður að lifna og dafna. Eftir GUÐMUND KRISTINSSON pláguna; einkum eftir að Hörmangarafélag- ið varð einrátt 1742: „Fátæktin er orðin svo óskapleg, að menn geta ekki veitt sér nauðsynlegustu föt og fæði og þá síður veitt sér hófsamar skemmt- anir, þar sem þeir búa við þungbærari vinnu og erfiðari kjör en siðmenntaðir íbúar nokk- urs annars lands í Evrópu.” Við upphaf aldarinnar var veðurfar mjög hart og sjávarafli brást. Pjöldi fólks komst á vergang og „sumir átu af hungri hey, skinn, skóbætur steiktar. Fundust þeir, sem átu_ hesta, hunda og hrafna.” Arið 1703 var þjóðin um 50 þúsund. Þá voru í Sandvíkurhreppi 216 manns heimilis- fastir á 23 jörðum og 18 hjáleigukotum. Auk þess vo'ru þar 50 „fátækir menn”, sem niður voru settir og fluttust milli bæja. Þeir féllu úi' hungri og harðrétti, hvenær sem illa áraði og „dóu úr vesöld” eins og segir í kirkjubókum. Vorið 1706 kom hræðilegur jarðskjálfti í Árnessýslu, og hrundi fjöldi bæja í Ólfusi. Árið eftir barst bólusótt hingað með skipi til Eyrarbakka, kölluð Stórabóla, og lagði þriðjung þjóðarinnar í gröfina, 18 þúsund manns. „Búandi fólk átti stór bágheit að fá hjú til þénustu, því fólkfátt var. Flestar hjá- leigur lögðust í eyði. Þá var ekkert umferðar- fólk.” Um miðja öldina hófust mikil harðindi um land allt. Heyskapur brást og vetur urðu mjög harðir og snjóþungir. Kolfelldu þá margir bústofn sinn, flosnuðu upp og kom- ust á vonarvöl. Á harðindaárunum 1751—57 er talið, að 9. hver landsmaður hafi dáið úr hungri og sóttum. Ofan á allt þetta bætt- ist 1762 stór óáran í sauðfé í Árnessýslu, sem drapst niður í hrönnum. Hafði veikin borist hingað með enskum hrútum að Leirá. Á þessum miklu halllærisárum flosnaði fjöldi fólks upp og fór á vergang og reikaði um landið sem öreigalýður. Gripdeildir juk- ust sem aldrei fyrr. Og þótt yfirvöld væru að hengja þjófa, hýða og brennimerkja og senda þá á Brimarhólm á hveiju ári og flökkufólkið hryndi niður á vegum úti, sá varla högg á vatni. Svo margir voru nú komnir á vonarvöl. Það var því þung byrði fyrir þá bændur, sem enn hokruðu, að hýsa þennan sultarlýð og fæða, enda voru sumar sveitir að sligast undan þeim ofurþunga. Til þess að bæta úr þessu ákvað danska stjórnin að reisa í Reykjavík voldugt tugt- hús. Skyldi það jafnframt verða eins konar vinnuhæli fyrir vergangsfólk, og var bygging þess hafin 1759. En þó tíðarfar breyttist nú til hins betra, var hörmungum þjóðarinnar ekki lokið. Nú var stutt í þrjú hrikaleg áföll, Móðuharðindi vegna Skaftárelda 1783, jarðskjálftann mikla 1784 og bólusóttina tveimur árum síðar. Allar þessar hörmungar í einu gengu svo nærri þjóðinni, að danskir ráðamenn voru farnir að ræða um að flytja þjóðina alla burt úr þessu guðsvolaða landi í betri sumarhaga suður á Jótlandsheiðum. Kirkjubækur Hraungerðisprestakalls gefa nokkra hugmynd um líf fólks á Selfossi og nágrenni á þessari hörmungaöld. Prestarnir skráðu öll venjuleg prestsverk, skírnir, ferm- ingar, giftingar og greftranir. Af þeim sést, að barnadauðinn hefur verið óskaplegur. Árið 1777 jarðsöng séra Sveinn Halldórs- son 22 menn í Laugardælum. Þar af voru 10 „tannleysingjar” þ.e. yngri en 6 mánaða. Árið 1786 jarðsöng hann 20 manns í Laugar- dælum. Af þeim dóu 14 úr bólunni, 3 úr landfarsótt, 1 af ellilasleika og 2 af ótil- greindum dánarorsökum. Heilsufar fólks á Selfossi og í sókninni allri má nokkuð ráða af kirkjubókinni. Á árunum 1791—1800 jarðsöng séra Sveinn 116 manns og skrifaði að vanda í prestsþjón- ustubókina úr hvetju fólkið hefði dáið: Ungbörn voru 23, andvana fædd 5, úr barnaveikindum 11, landfarsótt 17, langvar- andi veikindum 8, langvarandi lasleika 4, langvarandi veikleika 1, bijóstveiki 7, ellilas- leika 6, holdsveiki 4, innvortis meinsemd 2, máttleysi 2, gigtveiki 2, köldusótt 1, mein- semd í hálsinum 1, meinsemd eftir langa legu 1, vatnssótt 1, deyði mikið snögglega 1, langvarandi rænuleysisveikindmu 1, deyði á barnssæng 1, deyði í byl 2, deyði í vatni 3, úr ókenndum sjúkdómi 1, og um 11 var ekkert tilgreint. ÁSTIN OG VÖNDURINN Hinn 8. júní 1730 hélt sýslumaður Sigurður Sigurðsson eldri manntalsþing í Stóru-Sand- vík. í upphafi nefndi hann til þingvitnis 8 góðbændur í hreppnum. Þegar manntal hafði verið tekið eftir tíundarreikningi, spurði sýslu- maður viðstadda þingmenn, hvort þeir vissu nokkuð sakafall, arfalaust góss, vogrek, strönduð skip eða annað þvílíkt tilfallið í þess- ari þingsókn frá síðasta manntali. Þegar það hafði allt verið afgreitt, kom fyrir réttinn „laus, liðugur og óneyddur að forlagi sýslumannsins”,'Árni Ketilsson, vinnu- maður Hermanns Eyjólfssonar á Kotfeiju, 45 ára. Hann játaði sjálfviljugur „sig fallið hafa í hórdóm í annað sinn með Ragnhildi Guðmundsdóttur, ógiftri, hvar fyrir þau eru opinberlega afleyst, svo sem Attest prestsins sr. Þórðar Eiríkssonar dat. 10. maí 1730 þar um segir.” „Eftirspurði nú velnefndur sýslumaðurinn Sigurður, hvort téður Árni hefði fé eða pen- inga að betala með viðliggjandi kóngssekt, sem er 7 merkur, hvar til hann nei sagði”. Viðstaddir kváðu hann vera fátækan og fé- lausan. Og þegar sýslumaður spurði, bvort nokkur viðstaddra vildi „cavera (ábyrgjast” fyrir téða kóngssekt hans vegna” gaf sig enginn fram. Sýslumaður dæmdi Árna eftir Stóradómi til þess að „líða líkamlega refsingu... strax á þessu þingi.” Skyldi hann straffast fyrir sekt- ina tveimur vandarhöggum fyrir hveija mörk, „hver refsing forsómanlega var á lögð í þing- manna nærveru og augsýn. En hitt húðlátið, sem áður allegeruð (tilgreind) lög honum á hendur segja, skal hann útstanda síðar á hent- ugum tíma og stað. Öllu fyrirskrifuðu eru vor nöfn ásamt sýslumannsins með eigin höndum til staðfestu.” SVIÐIÐ TlL KOLA Á SUNNUDEGI Hinn 23. júlí 1792 kærði séra Vigfús Jóns- son á Snæfoksstöðum í Grímsnesi til Steind- órs sýslumanns Finnssonar í Oddgeirshólum yfir því, að 6. sunnudag eftir trínitatis hefðu tvær kolagrafir verið sviðnar í Öndverðames- skógi á messutíma. Þeir, sem þessi helgidagsspjöll hefðu fram- ið, væru vinnuhjú Nikulásar Sigurðssonar í Smjördölum, Jón Jónsson og Halldóra Páls- dóttir, og vinnuhjú Gísla bónda Þorkelssonar í Smjördala- Norðurkoti, Jódís Gísladóttir. Hafí þau sviðið tvær kolagrafir á nefndum sunnudegi og byijað það að liðnu nóni en fyrir -miðaftan. Gat hann þess, að húsbændur þeirra hefðu ekki um þetta vitað og embættis- gjörð ekki verið framin á Snæfoksstöðum heldur Klausturhólum. Sýslumaður kvað upp dóm 29. september. Þar sem húsbændur hvorki hefðu skipað né leyft hjúum sínum „að svíða á helgum degi kol” né heldur hefðu þau getað bannað þeim það í annarri sókn, þá s'kuli þeir vera „fríir fyrir öllu tiltali og útlátum í þessari sök.” Þar á móti skyldu vinnukonurnar, Halldóra og Jódís, báðar fullmyndugar, fyrir þetta sunnudagsbrot, „sjálfum sér til áminningar og öðrum til viðvörunar betala hvor fyrir sig 2 ríkisdali kúrant til fátækra ekkna í Gríms- nessveit innan 3ja sólarhringa.” „Jón Jónsson sem ómyndugur fríkennist fyrir múlkt. Þó skal þessi hans yfirsjón til kynna gefast hans sóknarpresti í því tilliti, að hann kunni í anledning (tilefni) hér af veita Jóni tilhlýðilega áminning og aðvörun, að sjá sig við slíku framvegis.” Helgi Holdsveiki Og RÉTTVÍSIN Árið 1780 var Helgi Guðmundsson niður- setningur á Svarfhóli hjá Alexíusi Sigurðs- syni. Þetta er sennilega Helgi sá, sem fermd- ur var í Laugardælum 1756 15 ára. Hann varð snemma holdsveikur og fiakkaði um sníkjandi á sumrin. Hann var bæklaður til handa og fóta, vant- aði alla fingur og tær. Gat þó staulast um og setið hest, ef hann var stilltur. Væru hon- um gefnir peningar, tók hann þá úr lófanum með tönnunum og kom þeim í pappír eða dulu með fingurstúfunum. Hinn 28. des. 1780 bað Helgi húsbónda sinn að mega fara til Stokkseyrar og vera þar til altaris á nýárinu. Hann lagði af stað með léttan mal. En þegar hann kom fram í Rauðholt, sá hann brúnan hest, feitan og föng- ulegan og tók hann traustataki. Hafði hann raunar hvað. eftir annað gert sig sekan um smáhnupl á flakki sínu. Reið hann hestinum fram að Oddagörðum og bað Þorgeir Erlends- son bónda að slátra honum fyrir sig. Hann Samkoma á þjóðminningardcgi Árncsinga sumarið 1908 við Tryggvaskála, sem þarna er í baksýn ásamt Sigtúnum. Ölfusárbrúin og Tryggvaskáli á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar. i i i i i l ii i íiíiii i i H íi íííiííií killíiil.iíiiíííéáiíí i * í ii-tíiiiiii 11« lí I iii i « t i » í » i »»*■»>»»» *4t-l *.• ít jft á ÍTJÉ * 4 i 'IUÐH

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.