Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1991, Blaðsíða 5
Egill Thorarensen, ,jarlinn í Sigtúnum” eins og hann var stundum nefndur eftir að hann var orðinn kaugfélagsstjóri, er hér að reiða heim hey á kaupmannsárum sínum í kringum 1925. í baksýn er smiðjukofi brúarsmiðnnna, þar sem síðon var byggt pósthús. Friðrik konungur og fylgdorlið ríða yfir Ölfusárbrú sumnrið 1907. Blöðin sögðu Selfossbæir 1937. Flónmenn hofn verið heimóttarlega og mætt konungi með hendur í vösum. Á hlnðinu norðnn við Sigtún og Höfn: Fólk í skemmtiferð á tveimur opnum, 14 manna Fiat-bíl- um frá BSR, um eðn eftir 1925. hefði erft hann í fyrra eftir föður sinn. Þorgeir var tregur til en lét þó til leiðast og áskildi sér í sláturlaun hálfa átuna og hána. Ekki var þetta gert með neinni leynd, því að tvær vinnukonur fylgdust með. Fljótlega kom í ljós, að eigandi hestsins var Þorleifur Valdason á Kotferju. Kærði hann þjófnaðinn til Steindórs sýslumanns í Odd- geirshólum. Hann þingaði í málinu 26. janúar og stefndi til sín 8 bændum úr nágrenninu sem meðdómenum. Þar var og mættur kærandinn, Þorleifur Valdason, og sakborn- ingurinn, Helgi Guðmundsson, og fólkið í Oddagörðum. Þorleifur lýsti klárnum svo, að hann hefði verið brúnn með hvít hár framan á hausnum, síðutaki og taglið hefði verið stutt. Helgi kvað þetta allt rétt vera, og staðfesti Þorgeir það og vinnukonur hans. Helgi viðurkenndi þegar að hafa stolið hestinum. Sýslumanni þótti málið að fullu upplýst og var svo kveðinn upp dómur: „Þar sem Helgi Guðmundsson hefur játað að hafa tekið umræddan brúnan hest með þjófsleynd og óheimild, sem Þorleifur á Kot- feiju eignar sér samkvæmt framfærðum lík- indum og „rímilegheitum”, þá dæmist Helgi að hafa „forþénað það straff’ að borga hinn stolna hest, sem virtur er á 60 álnir, með tvöföldu verði, 1 hundrað á landsvísu, og svo á hann að kagstrýkjast og erfiða sína lífstíð í jámum í Kaupmannahafnarfestingu.” Það er eins óg dómendum hafi flökrað við að leggja þessa refsingu á holdsveikan vesal- ing, því að ákveðið var að skjóta málinu til konungsnáðar. En kvarnir guðs mala hægt, og ekkert virðist hafa verið gert í málinu á árinu. Og þegar voraði, lagðist Helgi aftur í flakk með tilheyrandi freistingum. Og 24. okt. 1781 var aftur settur réttur í Oddgeirshólum yfír Helga. En nú hafði hann gert sig sekan um sauðaþjófnað. Aðfaranótt 12. október hafði hann stolið tveimur kindum á Ásgautsstöðum og Hæringsstaðahjáleigu. Hafði hann fyrst rekið þær í kvíar á Arnar- hólsstað en síðan út í Skúmsstaðahverfi til Þorsteins Sigmundssonar. Sagðist Helgi hafa keypt þær, og slátraði Þorsteinn þeim fyrir hann. Helgi viðurkenndi greiðlega að hafa stolið kindunum og notaði nú tækifærið til þess að létta á samviskunni. Meðgekk hann smáhnupl á flakki sínu um sumarið. Þá hefði hann stol- ið klaufhamri, skaröxi og poka frá Páli Lofts- syni silfursmið í Mosfellssveit, en Jón í Grafar- koti hefði tekið það af sér. Málið þótti að fullu upplýst og var svo kveðinn upp svohljóð- andi dómur: „Helgi Guðmundsson, sem með margföldum og grófum þjófnaði hefur eftir laganna bók- staf forþénað að kagstrýkjast, brennimerkjast og erfiða sína lífstíð í jámum í Slaveríinu, álízt af réttinum fyrir svo aumkvunarlega manneskju í tilliti til hans sjúkdóms, að það reglulega laganna straff ei léttilega kunni á honum exequerast (framkvæmast). Því er sýslumannsins og meðdómsmanna dómur og ályktan, að hann fyrir sinn framinn þjófnað á á og lambi, sem hann nóttina milli þess 11. og 12. þessamánaðar stolið hefur frá Jóni Ingimundarsyni á Ásgautsstöðum og Jóni Ing- imundarsyni á Hæringsstaðahjáleigu samt annan fyrir réttinum meðkenndan stuld skuli blífa (vera) í hinu íslenska tugthúsi í 10 ár til mögulegs erfiðis og forvaringar (geymslu).” Thodai stiftamtmanni á Bessastöðum mun hafa flökrað við að framkvæma þennan síðari dóm, ekki síst að brennimerkja þennan vesal- ing, útsteyptan í holdsveiki. Hann var talinn vægðarsamur við afbrotamenn og mildur, þegar flestir valdsmenn gengu með þær grill- ur, að hægt væri að uppræta alla glæpi með nógu þungum refsingum. Þegar liðið var rúmt 1 og hálft ár frá því Helgi stal brúna hestinum, skrifaði Thodal 23. ágúst 1782 ítarlega greinargerð til kon- ungs um mál Helga. Hún hefst á því, hvernig háttað sé „forsorg- un” ómaga hér á landi. En ómagar, segir hann, að séu kölluð munaðarlaus böm, gamal- menni, „útlifaðir menn” og bæklaðir. Öllum þessum lýð eigi hrepparnir að sjá fyrir samvkæmt íslenskum lögum og tilskipunum konungs. Eigi ómagarnir að setjast niður hjá bændum um lengri eða skemmri tíma eftir efnum og ástæðum. Þannig hafi þetta verið en á síðustu árum sé hér mikil! misbrestur á orðinn. Nú sé þetta orðið svo, að í stað þess að börnunum sé séð fyrir uppeldi og þeim kenndur kristindómur og vinna, séu þau látin fara á flakk og halda sér uppi á betli. Hann segir alvanalegt, að hreppstjórar reki munað- arlaus börn á flakk og segi þeim að fara í nærliggjandi sýslur og betla. í tilskipun konungs um húsaga frá 1746 segir, að þeir, sem einhverra orsaka vegna verði að halda sér uppi á betli, eigi að fá leið- arbréf frá hreppstjóra eða sýslumanni. Þeir, sem færu á flakk án slíks leyfis, ætti að reka tafarlaust heim á sína sveit. Kæmu þeir tvi- svar passalausir að feijustað, átti að hegna þeim miskunnarlaust með flengingu. Flestir ræflarnir, segir Thodal stiftamtmað- ur, að séu óhæfir til langra ferðalaga og svelti oft heilu hungri. Freistast þeir því oft til þess að stela sér ti! viðurværis. En þá sé vægðar- laust vöndur laganna yfir þeim. Oft séu þess- ir vesalingar síðan dæmdir í tugthúsið, oft 15—17 ára drengir. Þeir hafa engin heimili átt og séu hungraðir og máttfarnir og lognist út af úr vesaldómi og örbirgð. Ein sýsla, seg- ir stiftamtmaður, að sé verst í þessu efni, að reka af sér þurfalinga. En það sé Árnessýsla, sem lengi hafi legið á þessu lúalagi. Þennan inngang segist stiftamtmaður skrifa vegna máls Helga Guðmundssonar. Hann sé vanmeta aumingi, bæklaður á hönd- um og fótum og hafi þó getað flakkað í Gull- bringu-, Kjósar- og Borgarfjarðarsýslum mörg undanfarin ár með vottorð frá hreppstjóra sínum upp á vasann, að hann sé heiðarlegur og sannur ölmusumaður Guðs og því verður gjafa. Fyrir Helga hafi ekki verið séð skv. lögum, og nú sé árangurinn kominn fram. Hann hafi verið dæmdur til þess að erfiða í 10 ár í Arnarhólstugthúsi. Segir hann sýslumann Árnessýslu hafa sent sér dóminn og beðið sig að framkvæma hann. Því hafi hann neitað. Honum sé persónulega kunnugt um ástand Helga, því að hann hafi oft komið að Bessastöðum til þess að betla. Segir hann sýslumann sjálfan hafa dæmt hann óhæfan til að taka út hegningu. Og það sé óhæfa að dæma þennan bæklaða mann í hegninarhús vegna þess að framfærslusveit hans hafi hvorki útvegað honum fastan sama- stað né séð honum fyrir Iífsviðurværi og þar með þvingað hann til þess að stela sér til matar. Því sé hreppstjórinn í raun ábyrgur fyrir glæp Helga. Sagði hann, að ef Árnes- sýslubúar haldi áfram að hrekja ómaga sína út á gaddinn til glæpa og í tugthúsið, þá sé kominn tími til, að konungur taki þar í taum- ana. Gefur stiftamtmaður það ótvírætt í skyn, að sýslumaður og félagar hans séu með þessu að smeygja af sér þungum ómaga. Sýslumað- ur hafi hraðað málinu með því að skjóta því til Lögþingsréttarins. Og þar hafi mági sýslu- manns, Magnúsi Ólafssyni, þótt svo mikið við þurfa, að hann hafi sett aukaþingsrétt 30. apríl og þar þyngt héraðsdóminn þannig, að Helgi skyldi kagstrýkjast og þræla í járnum ævilangt í tugthúsinu í Reykjavík. Þennan dóm neitaði stiftamtmaður að stað- festa og fyrirskipaði sýslumanni frekari rann- sókn málsins. Var málinu skotið til yfirréttar- þings á alþingi 6. júlí 1782. Þar felldi meiri hluti dómsmanna þann dóm, að málinu verði skotið til konungs, hver hegning sé honum og öðrum slíkum hæfileg og hver eigi að sjá þeim fyrir lífsviðurværi. En á meðan skuli Helgi hafa sitt uppihald í tugthúsinu á Arnar- hóli. Segir stiftamtmaður, að Helgi sé ekkert annað en aumkunarverður spítalamatur og lifandi hræ, sem ekki sé hæfilegt að fram- kvæma á þá þungu refsingu, sem lögin ákveða. Rétt sé, að Helgi sé hýddur heima í héraði, svo sem hans veiki líkami þoli. Síðan er hreppstjóra eða sýslumanni fyrirskipað að útvega honum samastað og viðurværi. Verði hann eftir það neyddur til að fara á flakk og stela sér til matar, þá skuli honum hegnt og líka húsbændum hans og þeir sektaðir. Ekki verður af skjölum séð, hver urðu örlög þessa örkumla manns. Árið eftir dundu hin ógurlegu Móðuharðindi yfir landið, þegar flökkulýður og vanmeta aumingjar hrundu niður eins og hráviði. Hætt er við að, Helgi hafi ekki átt langa sögu í þessari tilveru eftir að almennt hungur var orðið í landinu. Höfundur er fræðimaður og bankastarfsmaður á Selfossi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. NÓVEMBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.