Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 12
RANNSOKN I R I HASKOLA ISLANDS Umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Tvívíð rafeindakerfí Ihjarta hverrar tölvn, örgjörvanum, geta verið milljón- ir örsmárra smára sem notaðir eru til þess að stýra rafstraumi í gegnum rafrásir hans. Flestir þessara smára eru settir saman úr tveimur þunnum lögum. Annað lagið er einangrandi glerkennt kísiloxíð og Tvívíð rafeindakerfi hafa verið mikið rannsökuð, bæði vegna tæknilegra möguleika og eins hafa þau orðið leikvöllur fyrir grunnrannsóknir á eiginleikum íjöl- eindakerfa, sem lúta lögmálum skammta- fræðinnar. Eftir VIÐAR GUÐMUNDSSON hitt er lag hálfleiðandi kísilkristalls. í gegn- um tvö rafskaut, merkt S og D á mynd 1, er rafstraumur sendur eftir hálfleiðandi lag- inu. Þriðja rafskautið, merkt G, er fest við kísiloxíð lagið sem getur ekki leitt raf- straum. Hleðslan á því skauti getur hinsveg- ar dregið rafstrauminn í gegnum kísilkrist- allinn að samskeytum laganna eða haldið honum frá þeim og einnig ráðið styrk straumsins. Rafeindimar við skilflötinn geta hreyfst nokkuð óhindrað samsíða honum, en ekki þvert á hann. Rafeindalagið verður því örþunnt (nokkrar frumeindastærðir á þykkt) og því er talað um tvívítt rafeinda- kerfi. Það kom mönnum á sjötta og sjöunda áratugnum þó á óvart þegar mælingar sýndu að rafeindakerfið hagar sér að flestu leyti eins og rafeindir í nákvæmlega tvívíðum gerviheimi sem aðeins er hægt að rannsaka í reiknilíkönum eðlisfræðinnar. Til dæmis berast þrýstibylgjur sem örva má með ljósi á allt annan hátt í þrívíðu en í tvívíðu rafeindakerfi. Þessi munur var stað- festur í mælingum 1976. Tvívíð rafeindakerfi hafa síðan verið mik- ið rannsökuð, bæði vegna tæknilegra mögu- leika og eins hafa þau orðið leikvöllur fyrir grunnrannsóknir á eiginleikum fjöleinda- kerfa sem lúta lögmálum skammtafræðinn- ar. Skammtafræðin getur einmitt lýst því hvernig rafeindir virðast bæði hafa eigin- leika agna og bylgja, og hvernig orka þeirra tekur aðeins viss gildi þegar að þeim er þrengt. I raun hafa hagnýtar rannsóknir og grunnrannsóknir haldist í hendur og leitt til margra óvæntra uppgötvana í þessum kerfum. Til dæmis fann Klaus von Klitzing, nú við Max-Plarick stofnunina í Stuttgart, 1980 að visst viðnám tvívíðra rafeindakerfa tekur aðeins stök nákvæm gildi þegar kerf- ið er mælt í segulsviði við lágt hitastig mjög nærri alkuli. Stærð viðnámsins tengist að- eins hleðslu rafeindanna og ljóshraðanum ásamt fasta Plancks h. Það er nákvæmt upp á einn hluta af milljarði og er óháð öðrum eiginleikum smárans eins og lögun og hrein- leika kristallsins. Haustið 1985 fékk Klaus von Klitzing Nóbelsverðlaunin fyrir upp- málmrafskaut r\ Skumm tap unktar. Ofarlega í þeim er örþuimt rafeindalag. götvun sína og frá áramótum 1990 eru þessi kerfi notuð sem alþjóðlegur viðnáms- staðall. Upp úr 1980 komst verulegur skriður á framleiðslu tvívíðra rafeindakerfa í öðrum kristöllum. Nú er algengt að þau sé við skilflöt gallín-arsen (GaAs) og Gallín-álars- en kristalla (AlGaAs). Sá fyrmefndi er hálf- leiðandi en sá seinni er einangrandi. Munur- inn er hins vegar sá að bæði þessi efni eru kristallar með næstum eins kristalsgrind. Það verður því miklu minna um óreglur við skilflötinn og rafeindirnar geta því ferðast allt að tíu þúsund sinnum hraðar samhliða honum en í kísilsmára. Þessir gallín-arsen kristallar eru látnir vaxa frumeindalag fyrir frumeindalag í þar til gerðum vélum (sam- eindaúðurum). Vextinum má stjóma og í eitthvert lag má t.d. bæta fmmeindum ann- arrar tegundar til þess að stýra eiginleikum smárans. Hér hafa einmitt kennileg eðlis- fræði og tilrauna eðlisfræði hálfleiðara sam- einast í þeirri tækni að framleiða smára með vissa fyrirfram þekkta eiginleika. Mikil vinna hefur verið lögð í að sníða t.d. einvíð eða svokölluð núllvíð kerfí út úr þessum tvívíðum rafeindakerfum bæði vegn'a tæknilegra nota og forvitni manna. í grófum dráttum er teiknað mynstur ofan á einangrandi kristallinn með bleki sem sýra getur ekki ætt burt. Kristallinn er síðan settur í sýrubað sem ætir þann hluta hans niður fyrir skilflöt hálfleiðarans sem ekki var varinn með bleki. Þannig er hægt að útbúa ræmur sem em svo grannar að raf- eindirnar í þeim geta einungis hreyfst óhindrað í eina átt. Núllvíð kerfí eru útbúin sem hringlaga deplar í reglulegu mynstri. Þessir deplar eru nefndar skammtapunktar eða skammtadeplar (sjá mynd 2) þar sem rafeindirnar í þeim geta ekki ferðast lengur fijálsar, og samkvæmt skammtafræðinni getur orka þeirra aðeins tekið stijál föst gildi. I raun eru þessir skammtapunktar eins og tvívíðar gervifmmeindir þar sem rafeindafjöldi þeirra er eins og þekkist fyrir venjulegar þrívíðar fmmeindir. Tæknilegt notagildi þessara kerfa verður nefnt síðar. Á Raunvísindastofnun er stundaðar bæði kennilegar rannsóknir og gerðar tilraunir á tvívíðum rafeindakerfum og skammta: punktum. Um tvö verkefni er að ræða. í öðm þeirra hefur verið kannað með tölvulík- önum hvað gerist þegar kristallinum við skilflöt hálfleiðarans og einangrarans (þar sem tvívíða rafeindakerfíð er) er breytt þannig að í stað gallín eða arsenfrumeindar kemur önnur frumeind. Rafeindirnar sem ferðast um kristallinn sjá þá aukarafhleðslu þessarar fmmeindar og dragast að henni eða fjarlægast hana allt éftir því hvort um er að ræða jákvæða eða neikvæða hleðslu. Við þetta verður umhverfí aukahleðslunnar næstum óhlaðið í heild og talað er um að rafeindirnar skýli rafkröftum hennar. Þar að auki getur ein rafeind gefíð frá sér orku og bundist hleðslunni ef hún er jákvæð. Þegar smárinn er í þverstæðu ytra segul- sviði getur rafeind jafnvel bundist nei- kvæðri hleðslu með því að taka við orku. Þessi jónunarorka er háð stærð aukahleðsl- unnar og því hversu vel hinar rafeindirnar geta skýlt rafkröftum hennar. Reikningar hafa sýnt að jónunarorkan sveiflast lotu- bundið með styrk segulsviðsins. Viðbrögð rafeindakerfisins við aukahleðslunni, veil- unni, em mjög mikilvæg því þau ákvarða t.d. leiðni kerfisins og ljósvirkni. Ljós með nákvæmlega jónunarorkuna, sem skín á smárann sleppur nefnilega ekki í gegnum rafeindakerfíð heldur er orka þess notuð til þess að frelsa rafeindina frá veilunni (jóna veiluna). Á Raunvísindastofnun eru einnig gerðar mælingar á tvívíðum rafeindakerfum sem fengist hafa vegna samvinnu okkar við rannsóknarhóp á Max-Planck stofnuninni í Stuttgart. Þessar mælingar á Ijóseigirileik- um tvívíðra rafeindakerfa með veilum í eru gerðar undir stjórn Hafliða P. Gíslasonar prófessors. Hitt verkefnið em líkanareikningar af ljósísogi rafeinda í skammtapunktum. Þar sem orkustig innilokaðra rafeinda í svo litlu kerfi em strjál þá sleppur ljós af flestum bylgjulengdum í gegnum þá, þar sem orka þess samsvarar ekki þeirri orku sem þarf til þess að örva rafeindakerfið. Þegar ljós með rétta bylgjulengd skín á skammta- punktinn byija rafeindirnar að hreyfast samtaka í bylgjuhreyfingu. Talað er um rafgasbylgjur sem berast um skammta- punktinn rétt eins og gárur á polli. Reiknilík- önin hafa verið notuð til þess að athuga hvaða bylgjulengdir örva kerfið í mismun- andi punktum við mismunandi segulsvið. Niðurstöðurnar eru síðan bornar saman við mælingar á skammtapunktum sem gerðar eru við Max-Plank stofnunina. Ástæða þessa er að sýnin með skammtapunktunum eru mjög erfíð í framleiðslu og aðeins hefur tekist að utbúa þau á örfáum stöðum í ver- öldinni. Á hinn bóginn sýnir þetta dæmi einmitt að þótt sýnin séu ekki fáanleg þá erum við á Raunvísindastofnun samkeppnis- fær við erlenda hópa vegna þekkingar okk- ar og þess mikla reikniafls sem Reiknistofn- un Háskólans getur boðið upp á. Því þótt Reiknistofnun eigi ekki nýjustu ofurtölvur þá eru færri notendur hér sem keppa um verulegan reiknitíma en á erlendum rann- sóknarstofnunum. Einnig gerir nettenging sú sem Reiknistofnun sér um við útlönd það kleift að hægt er að vera í daglegu sam- bandi við erlenda samstarfsmenn og opnað möguleika fyrir notkun á fjarlægum tölvum. Tæknileg not skammtapunkta byggjast á því að hægt er að stýra ljóseiginleikum þeirra á fjærinnrauða sviðinu, annað hvort í framleiðslu eða eftir á, t.d. með ytra raf- eða segulsviði. Þó að núverandi iðnaður hér á landi geti ekki hagnýtt sér niðurstöður slíkra rann- sókna beint eru þær nauðsynlegar. Fyrst má nefna að þessi tækni er og verður notuð hér á landi, og í öðru lagi sér Háskólinn um að mennta eðlisfræðinga og verkfræð- inga sem verða að kynnast því sem er að gerast í rannsóknum hálfleiðarakerfa. Fyrir eðlisfræðina skiptir einnig máli að með þess- um rannsóknum og öðrum slíkum fæst grunnþekking á hegðun flókinna fjöleinda- kerfa. Eðlisfræði þéttefnis er gott svið fyrir slíkar rannsóknir þar sem fjöleindakerfi hennar eru handhæg til mælinga. Höfundur er lektor í eölisfræði við Háskóla Is- lands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.