Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 5
Úr Þórsmörk. Á þjóðsagnaslóðum Strokumaðurinn í Snorraríki árið 1789. 'Þó hún aldrei gerði fulla alvöru úr þeim draumi sínum að hengja seinasta aðalsmanninn í görnum seinasta prestsins þá batt hún með tímanum endi á valda- kerfi hinna kristnu einvalda í Evrópu. Því fögnum við enn þann dag í dag. Alræði öreiganna þurfti líka sín trúar- brögð. Þannig er Heilög þrenningin Marx, Engels, Lenín til komin. Marxisminn, sem upphaflega var hálfvegis vísindalegt hálf- vegis heimspekilegt félagsmálagrufl, fyren varði orðinn að trúarbrögðum. Sú guðfræði fékk sitt nafn; var kölluð Marx-Lenínismi og dugði um tíma sem skálkaskjól fyrir samviskuangur valdhafanna. En það var ósveigjanlegur hrottaskapurinn í ritskoðun kommúnismans sem bar í sér dauðamein kerfisins als. Ritskoðunin er eins og skuggi valdsins. Því skærar sem trúarleg hugmyndafræðisól- in skín því skarpari verður ritskoðunin. Til- hneiging als valds er su að sópa óþægilegum staðreyndum inní skuggann sinn. Gagnsemi fijálsrar tjáningar er fólgin í fleiru en rétti höfunda og blaðamanna til að segja sann- leikann eftir bestu vitund því réttur almenn- ings til að fá jafnan að heyra allar hliðar sannleikans, ekki hvað síst þær staðreyndir sem valdið hefur sópað inní skuggann sinn, er forsenda þess að fólk nái sambandi við einhveija heillega veruleikamynd. Þá erum við komin að stöðu fjölmiðlanna í þessum besta allra nútímans heima, þ.e.a.s. skipulagi hins borgaralega lýðræðis. Yfír- skrift þessarar ráðstefnu er raunar: valdið og íjölmiðlarnir. Fyrst langar mig þó að víkja stuttlega að spurningu minni um merk- ingu Eiffelturnsins. Hvað þýðir þá Eiffelturninn? Einsog krossinn táknar kristindóminn varð Eiffelturninn helgitákn kapítalism- ans. Þessu laust onyfir mig þar sem ég sat í stofusófanum og horfði á þennan mann- lega Eiffeltum á skjánum. Það var ekki lengur Bush forseti sem þar sat heldur ein- hver fréttamaður eða þulur í þeim sama eintóna einkynja einhæfa alþjóðlega stíl. Þetta er þá stíll valdsins, hugsaði ég. Vitaskuld! Eiffelturninn merkir í sjálfu sér ekkert, hann trónir bara þarna og segir: Ég er Eiffeltum! Þetta er einmitt þaðsem gerir hann að upphafsstefí módemismans. Þetta er einmitt það sem gert hefur lokaðan heim módemismans að ríkjandi stíl hins borgaralega lýðræðis. Monsieur Eiffel byggði sinn himinháa tum á ámnum 1887-88 því hann varð að vera tilbúinn á aldarafmæli borgaralegu lýðræðisbyltingar- innar ’89. Og honum tókst svona mætavel að móta grundvallarþversögn lýðræðisins í stál. Himinhár turninn tjáir í sjálfu sér ekk- ert nema form sitt en þannig kynnir hann veröldinni öldungis nýja tilfínningu, hina ósjálfráðu sjálfshafningu sem er cool voldug ópersónuleg og vísar fremur til múgsálar en mannsálar einstaklingsins. Þetta er eins- og persóna án persónuleika. Þetta er óska- draumur lýðræðisins um vald án valdhafa. Og þarna sit ég í stofusófanum, horfi á sjónvarpsfréttir í stíl framtíðarinnar en margfrægt módemíst ljóð eftir Gertrud Stein: The rose is the rose is the rose is the rose is the rose is the rose ... fer að umt- urnast í mínum gamla haus og verður eðli- lega: Eiffelturninn er Eiffelturninn er Eif- felturninn er Eiffelturninn er Eiffelturninn er Eiffelturninn ... Alla götu síðan Eiffelt- uminn var reistur hefur módemisminn skap- að mörg rismikil verk en samt er innilokun hans í sinni ósjálfráðu sjálfshafningu af kynþætti valds og ritskoðunar. Þetta sýnir sig í auglýsingaiðnaðinum sem er arftaki módernismans og gerir sig nú að húsbónda yfir fjölmiðlunum. I altöðru samhengi hefí ég þurft að horfa uppá það að Blaðamannafélag íslands er að breyta afstöðu sinni til ritfrelsis. Félagið berst ekki lengur, einsog það gerði hér fyrr- um, gegn aðgerðum ríkisvaldsins til að tak- marka frelsi hins ritaða orðs. Þvertámóti. Nú standa blaðamenn föstum fótum í skugga ríkisvaldsins og styðja málstað myrkursins. Þessu var á sínum tíma ofur- lítið erfitt að kyngja. Þangaðtil það rann upp fyrir mér að þetta var ekki af neinum persónulegum ástæðum heldur vegnaþeirra grundvallarbreytinga sem orðnar eru á stöðu fjölmiðla. Það eru fjölmiðlarnir undir stjórn auglýsingaiðnaðarins sem hafa breytt hagsmunum starfsmanna sinna fyrst og síðan afstöðu þeirra. Mannlegir Eiffelturnar valdsins eru líka meðal fjölmiðlamannanna. Fleiri og fleiri klifra nú upp gegnum sjón- varp og útvarp til metorða og valda yfir umhverfi okkar. Einn slíkur mannlegur Eiff- elturn er ráðherrann sem hér var að ljúka máli sínu áðan og síðar í vikunni er ráð- stefnugestum boðið til móttöku hjá borgar- stjóranum okkar nýja sem áður var útvarps- stjóri. Fjölmiðlar eru núádögum undirseldir valdinu. Hér í hinum besta af öllum heimum samtímans heyra þeir guðsélof ekki undir hrottaskap valdsins einsog hjá kommúnist- unum heldur undir sjálfshafningardeildina. Það er munurinn sem við líka skulum gleðja okkur við. Því veruleikinn er ágengur og fínnur sér vísast aðra útleið. Að vanda. Ræða flutt á dönsku, við setningu.X. þings norrænna fjölmiðlafræðinga í Háskólabíói; 11.08.1991. Isl. þýðing hennar er gerð af höf- undinum. Leiðin liggur um Suðurland og inn í Þórsmörk, ein- hvetja fegurstu gróðurvin í óbyggðum landsins og paradís ferðamanna. Þar skiptast á fjöll og dalir, blómgróður og birkiskóg- ar, jökulvötn og tærir lækir, en ofar öllu, á þtjá vegu, gnæfa fann- hvítir jöklar í hátignarlegri ró. En það er ekki aðeins náttúrufegurðin sem við ætlum að kynnast að sinni, heldur munum við svip- ast um á vettvangi þjóðsagna og líta við í hellinum góða, Snorraríki, efst í Húsadal. Við ökum austur yfír Markarfljót, en beygj- um þar út af hringveginum og höldum áfram eftir fremur lélegum fjallvegi inn með norð- anverðum Eyjafjöllum, gegnt Fljótshlíð. Hvarvetna ber stórfenglegt landslag fyrir augu. Til vinstri gnæfa Tindafjöll og sjálfur Eyjafjallajökull rís til hægri, en framundan breiðir Mýrdalsjökull úr sér á hásléttunni austur af Þórsmörk. Á leiðinni inn með fjöllunum stönsum við til að skoða reynitréð fornfræga hjá Naut- húsagili. Næst gerum við hlé á ferð okkar hjá Jökullóni til að virða fyrir okkur skriðjök- ulinn sem steypist líkt og hvítur foss niður snarbratta hlíðina. Framan af honum brotna öðru hveiju stórir jakar og sigla um ísbláir á skolbrúnu jökulvatni lónsins. En við höld- um áfram og förum yfir Steinsholtsá. Þar virðum við fyrir okkur fegurð landsins á Fagraskógi, sem svo heitir, þótt engin hrísla sjáist þar lengur. Sjálfsagt er að stansa við Stakkholtsgjá og ganga helst inn í botn gilsins, því að gjá þessi er ein af tilkomu- mestu furðusmíðum náttúrunnar. Að því loknu höldum við inn fyrir Hvanná og erum þá komin á Goðaland, sunnan Krossár. Þar er landslag fagurt og fjölbreytilegt, en af öllu bera þó Básar, skógi vaxnir hvammar og giljadrög, þar sem félagið Útivist hefur reist mikinn ferðamannaskála. En nú höldum við þvert af leið, yfír gijót- borna vatnsfarvegi og norður yfir Krossá. Hún er varhugavert vatnsfall sakir straum- þunga og sandbleytu og sjálfsagt að fara -að öllu með gát. Þar með erum við komin í Langadal í Þórsmörk, þar sem Ferðafélag íslands hefur lengi haft ágætt sæluhús. A vinstri hönd rís Valahnjúkur og margir ganga á hann til að njóta stórbrotins útsýn- is. Að því loknu er gott að fara í skemmti- göngu yfir í Húsadal, þar sem var manna- byggð fyrrum. Ef til vill bjó þar Björn í Mörk eða Björn hvíti Kaðalsson, kunn per- sóna úr Njálu og bjargvættur Kára Söl- mundarsonar um skeið. Nú á tímum er aft- ur komið mikið mannlíf í Húsadal, því að í mynni hans hefur bílafyrirtækið Austurleið reist ágæta ferðamannamiðstöð. Við göngum nú upp úr Langadal og kom- um þar á dálítinn háls. Þá hallar brátt niður í Húsadal og þangað liggur leiðin, örskamm- an spöl niður í hlíðinni er sléttur móbergs- hamar og tvær til þijár mannhæðir uppi í honum er hellirinn Snorraríki. Margar þjóð- sögur eru tengdar Þórsmörk eins og sagan um Sóttarhelli norðan í Merkurrana og fleiri. En kunnasta sögnin á þessum slóðum tjall- ar um strokumanninn Snorra og hellinn Snorraríki. Snorri hét maður og trúlega var hann ungur maður og knár, því að hann var dug- legur að bjarga sér. Hann hafði stolið ein- hveiju eða gert eitthvað annað af sér, svo að hann komst í kast við yfirvöldin. Refsi- löggjöfín á fyrri tíð var hörð og miskunnar- laus, svo að Snorri kaus að sneiða hjá vörð- um laganna og lagði á flótta. En þá var óðar gerður út mannsöfnuður til að elta hann uppi og handsama. Þeir vöruðu sig ekki á því að Snorri var frár á fæti og komst undan til fjalla. Um síðir barst hann inn í Þórsmörk og þar komust leitarmenn á slóð hans. Tókst þeim að umkringja hann og var ekki annað sýnna en að hann yrði gripinn. En þá brá hann á það ráð að klifra upp í helli einn ofarlega í Húsadal. Þar urðu samt Ieitarmenn' hans varir og tóku þeir það þá fyrir að setjast um hellinn. Enginn vegur var fyrir þá að sækja að honum þama, því að hellirinn liggur nokkuð hátt í berginu og einn maður gat hæglega varist, þótt margir sæktu að. Umsátursmenn hugsuðu sér því að svelta strokumanninn til uppgjaf- ar. Töldu þeir að vart mundi líða á löngu, þar til hungrið færi svo að sverfa að honum að hann gæfí sig fram. En þetta fór á annan veg en þeir hugðu. Þarna biðu þeir allan daginn, næstu nótt og daginn eftir, og ekki lét Snorri sig. Umsátursmenn skildu ekkert í þessu og gerðust langþreyttir á að bíða. En þeír héldu út í von um að Snorri kæmi út á hverri stundu og gæfist upp. Þegar þetta hafði gengið til svona lengi, birtist Snorri allt í einu í hellisdyrum. En hann kom ekki til að gefa sig fram, heldur kastaði hann vænu hangikjötslæri niður til þreyttra umsáturs- manna og bað þá vel að njóta. Við þetta brá bændum í brún og sögðu nú hveijir við aðra að líklega mundi vera voniaust að ætla að svelta manninn til uppgjafar, úr því að hann væri svo birgur að hann væri far- inn að gefa þeim af sínum mat. Töldu þeir þetta tilgangslaust með öllu og héldu hver til síns heima.' En það sem þeir vissu ekki var að þetta læri, sem Snorri henti niður til þeirra, var hið einasta matarkyns sem hann hafði í hellinum. Hann greip til þessa ráðs sem óyndisúrræðis og það dugði vel. Þegar mennirnir voru farnir, klifraði Snorri niður úr hellinum og komst undan. Segir ekki meira af honum, en svo ráðsnjall maður hlýtur að hafa bjargað sér með ágætum. En hellirinn var eftir þetta nefndur í höfuð- ið á þessum fótfráa og ráðagóða stroku- manni og heitir Snorraríki. Ilöggvin hafa verið fótspor í bergið og gerð dálítil hand- föng, svo að flestir geta klifrað upp í hell- inn, ef þeir hafa sæmilega skó og eru ekki mjög lofthræddir. Fjölmargir sem komið hafa á þessar slóðir, hafa rist nöfn sín, upphafsstafi, ártöl og fleiri áletranir í berg- ið fyrir neðan hellinn og er forvitnilegt að stauta sig fram úr því, þegar staðið við hjá þessum ágæta helli, Snorraríki í Þórsmörk. Jón R. Hjálmarsson „Á dögum Víetnamstríðsins og Watergatemálanna tóku fjölmiðlar völdin í nafni sannleikans. Stíll þeirra var þá knýjandi, nánast innfjálgur, voldugur." LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 12. OKTÓBER 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.