Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 10
Hellenskar bókmenntir Akkilles bindur um sár Patróklosar. Mynd á leirskál frá því um 500 f. Kr. STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR Mengun jarðar Vaknið bræður! Maður batt sig við símastaur til að mótmæla eyðingu frumskóganna við Amazonfljót súrefnisforðabúri jarðar Mannkyn! sofnið ekki á verðinum í Getsemane Sjáið þið ekki að landið sviðnar grösin sölna eyðimörkin sækir á Osonlagið þynnist og rofnar við skautin Skógar visna Feysknir símastaurar eru minnisvarði forðum grænna greina sem urðu súru regni að bráð Jöklar bráðna höfin hitna fiskar og seiði soðna og kafna af súrefnisskorti í menguðu hafi og vötnum Eiturkóf leggur yfir byggð í fjörunni farast fuglar ataðir olíu og grút Firðir og sandar orðnir sorphaugar af braki, pjátri og plasti Vaknið þið systur og bræður! Jafnvægi náttúrunnar er raskað Erfa niðjar okkar sviðna lífvana mold?? Neyðum við ættjörðina er oss hefur fóstrað til að hrista af sér óværuna og sporðreisast í djúpið? Höfundur er fulltrúi og húsmóðir í Reykjavík. eiti höfuðgreina bók- menntanna eru runnin frá Hellenum. Harm- leikur, gleðileikur, sagnakveðskapur, söguljóð, hetjuljóð,- hirðingja- og sveita- sæluljóðið, ljóðrænn skáldskapur — allt á þetta uppruna sinn meðal Hellena, í því formi sem þessi heiti eru notuð á vesturlöndum. Skáldsagan er undantekning að nokkru leyti. Það var þó ekki fyrr en seint, sem letur var myndað, sem hæft væri til miðlunar þessara verka, eða ekki fyrr en seint á 8. öld. Egypskt myndletur og súmerískar fleygrúnir áttu þá tvö þúsund ára sögu að baki. Fundist hafa ietraðar leirtöflur frá því um hálfu árþúsundi f. Kr. í Þebu, Pylos og Mykene og í Knossos á Krít. Þetta letur er nefnt Line- ar B. Sumir álíta að þetta hafí verið undanf- ari grísks leturs og hafi vart verið nothæft til að miðla öðru en skrám, einföldum laga- textum og upptalningu nafna og talna. Talið er að Hellenar hafi gleymt þessu letri og að þessi miðlunartækni með einföldum merkjum hafi fallið í gleymsku, en þó er það ekki ótvírætt, því að í Illionskviðu Hóm- ers er á einum stað sagt: „skaðvænlegar jarteiknir, hafði hann rist mörg lífspell á samanlagt spjald“ (þýðing Sveinbjarnar Egilssonar), og í enskri þýðingu er talað um „sinister credential" og „folded tablet“. Ýmsir fræðimenn telja að hér sé um að ræða óljóst minni sem varðveist hafi um letur í munnlegri geymd. Mörgum öidum síðar voru kviðurnar skrásettar á því letri sem tekið var upp á Grikklandi. Kenningar eru um að hið forna mýkenska letur hafi samt sem áður verið notað að einhveiju leyti til að letra Hómerskviður. Bókmenntir voru þáttur grískrar menn- ingar löngu fyrir daga leturs og bókagerð- ar, en með fyrsta frumstæða letrinu, því mýkenska, mátti gera ráð fýrir einhverskon- ar bókfestu fornra minna og bókmennta. Eins og víðar voru það lögin sem fyrst voru bókfest í Hellas og þegar harmleika- gerð hefst skyndilega í Aþenu þá var brýn nauðsyn á að hægt yrði að letra leikina, þeir voru sýndir ekki aðeins í Aþenu heldur einnig í öðrum borgríkjum. Bofærð heimild um gríska harmleiki er til frá 472 f. Kr. með Persum Æskýlosar. Lítið er vitað um hann fyrir þetta ártal, vitað er um tvö harmleikaskáld, samtíðar- menn hans, og vitað er um samkeppni skáld- anna á Díonýsusarhátíð, sem stofnað var til á árunum 536-33 f. Kr. Uppruni grískra harmleika er tímasettur á 6. öld í þeirri mynd sem varðveist hefur. Kveikjan að þess- ari gerð bókmennta er mistri hulin og ágreiningur meðal fræðimanna um forsög- una. Helstu heimildir um kveikju harmleiks- ins er að finna í Poetica Aristótelesar og ritum sem vitna til hans sem heimildar. Horatius getur þess í Ars poetica að Þespis nokkur í Attíku hafi stjómað kór á Díonýs- usarhátíðum og að hann hafi fyrstur tekið að svara kórnum eða talað til kórsins. Þetta er talið hafa átt sér stað um miðja sjöttu öld. Þespis fór síðan til Aþenu og lék þar. I fyrri leikritum voru tveir leikarar og fjölg- aði síðan í þijá. Leikarinn — hypokrites — merkingin er umdeild, skýrandi eða þýðandi og einnig sá sem svarar. Hann svarar spurn- ingum kórsins eða útlistar eða þýðir merk- ingu mýtunnar eða goðsögunnar, en efni grískra harmleika var að langmestu leyti goðsögur eða mýtur, sem fyrri alda skáld höfðu fjallað um. Fyrst og fremst Hómer. Söngvar kórsins eru því rímaðar mýtur og oft er uppruninn rakinn ti! blóta Díonýsus- ar. Orðið tragedía þýðir geitarsöngur. Kór- inn söng guðinum lof, og geit sem var talin Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON holdtekja guðsins var rifin sundur og neytt af söngvurunum, síðar var geitin afhent besta söngvaranum sem verðlaun. Fyrst í stað syngur kórinn goðsöguna eða mýtuna, síðan hefst hin leikræna athöfn í verkum harmleikaskáldanna. Leikararnir leika atburðina og kórinn skýrir þá eða legg- ur út af þeim. Inntak mýtunnar eða goðsög- unnar var barátta manna og guða, aðalper- sónan hafði brotið gegn vilja guðanna og þar með raskað jafnvæginu eða lögmálinu, sem var grundvöllur samfélagsins. Því hlutu guðirnir að rétta leikinn og refsa hinum seka. Það að bijóta lög manna og guða var dauðasyndin, jafnvel þótt brotið væri óafvit- andi. Hetjan gat hlotið óblíð örlög, dauða eða útlegð úr mannlegu félagi. Réttlætið skyldi ríkja. Persónur harmleiksins eru því ólíkar persónum harmleikja Shakespeares að því leyti, að þær voru persónugerðir goðsögunnar en ekki einstaklingar sem taka breytingum og bera í sér einstaklingsein- kenni dauðlegra manna. Áhorfendurnir þekktu goðsögurnar og þjóðsögurnar sem voru kveikja harmleikjanna, en skáldin skerptu boðskap sögunnar og tengdu hann oft atburðum líðandi stundar og boðskapur- inn var að réttlætið skyldi ríkja. Harmleik- irnir voru því pólitískir (pólis þýðir borgríki). Og þörfin fyrir leikritin var þá biýnni en fyrr eða síðar vegna þeirra atburða sem átt höfðu sér stað í aþenskri og hellenskri sögu samtímans. Það var ekki að ástæðulausu að Períkles taldi leikana svo þýðingarmikla að hann tryggði öllum borgurum Aþenu aðgang. Þeir voru taldir brýn hugvekja fyr- ir alla borgara ríkisins og áminning um að varast það sem gat raskað jafnvægi þjóðfé- lagsins og tryggja með því réttarríkið. Hin- ar ævafornu mýtur urðu þar með eilífur boðskapur í meðferð harmleikjaskáldanna. Orð skulu standa, lög skulu ríkja var boð- skapur þeirra og dæmin voru harmsár örlög hetjunnar, hrokinn hefnir sín og eiðrofinn hlýtur grimmilegar hefndir. Harmleikirnir urðu því til þess að auka þegnunum skilning á grunnþýðingu lag- anna. Lögin voru æðri blóðhefndinni. í Or- esteiu — „Agamemnon — Sáttafórn — Holl- vættir“ er þessi boðskapur tjáður af kórn- um. Sekt og refsing eru höfuðþemu Æsk- ílosar. Sófókles er talinn hafa skrifað yfir hundrað leiki. Hann er oft talinn mestur snillingur þeirra þriggja. Jafnvægi og frið- semd er inntak þess boðskapar sem hann flytur, virðing fyrir ríkjandi stjórnarformi, aþensku lýðræði, er áberandi í verkum hans og samúð hans með manninum í átökum guða og manna og baráttu mannsins gegn örlögum, sem ekki verður vikist undan. Frægasta verk hans er Ödipus konungur, Ödipus í Kólonos og Antigóna. Evrípídes er yngstur skáldanna (480-406). Hann sker sig frá hinum með því að hirða lítt um hefð- ir mýtunnar, tekur þær ekki jafn alvarlega og skáldbræður hans. Hann er efasemda- maður og gerir oft gys að „heilögum kúm“ samtímans. Hann er oft bitur og nærri því grimmur í svartsýni sinni og er uppsigað við þá sem mest hreykja sér, samúð hans er með þeim fordildarlausu. í leikritum hans bregður fyrir sléttum smábændum og betl- unim, sem var ekki tíðkað fram að því í leikritum. Hann er líklega sá fyrsti meðal skálda, sem telur konuna fyllilega hlutgenga í samfélaginu, sama er að segja um þræl- ana. Hann virðist ekki álíta þá vera „ta- landi verkfæri" samkvæmt viðteknum skoð- unum fornaldrar og hatur hans á styijöldum er einlægt. Ýmsir telja hann vera heimalegri nú á tímum en á eigin tíð, hann virðist leitast við að lýsa mönnunum eins og þeir eru, e.t.v. þó heldur lakari en efni stóðu til, en það var algjört nýjabrum í leikritaskáld- skap. Persónusköpun hans var ekki krufning og lýsing einstaklingsins fremur en annarra harmleikaskálda, manngerðir eða týpur voru persónur hans, en þær voru engu að síður mannlegar og tilfinningasveiflur þeirra ekki síður magnaðar en í leikritum síðari alda meistara. Þó er hann af mörgum talinn draga upp harmsárasta mynd af persónum sínum miðað við hin skáldin, vegna þess að hann notar atburði og aðstæður sem gætu gerst í samtímanum. Hið óvænta getur alltaf gerst án sýnilegs undanfara og það veldur þá oftast skilum og getur risið hæst og komist lengst niður í mennskri reynslu og sögu mannheima. Grísk harmleikagerð reis hæst á undra skömmum tíma, og ýmsir vilja telja að harm- leikagerð hafi aldrei náð slíkri reisn. Skáld- skapurinn er tær og heitur, öll hlutföll verk- anna fullkomin og kraftur þeirra magnaður og formið fullkomið. Islendingar eiga þýðingar hellenskra bók- mennta á eigin tungu — Hómerskviður Sveinbjarnar Egilssonar, þýðingar (prósa) Jóns Gíslasonar á grískum harmleikjum og nú þýðingu Helga Hálfdanarsonar á grísku harmleikunum. Þyðendurnir vinna þarft verk og þáttur þeirra í sögu íslenskra bók- mennta hefur auðgað og styrkt tungumálið og orðið hluti þess. Helgi Hálfdanarson hefur manna best unnið að þessum störfum á þessari öld, hefur ekki aðeins þýtt fjölda kvæða hvað- anæva, einnig öll leikrit Shakespeares og nú lokið við þýðingu grísku harmleikjanna á íslenskt ljóðamál. Slík starfsemi verður seint fullþökkuð. Grískir harmleikir — Æskýlos — Sófókles — Evrípides. Ilelgi Hálfdanarson þýddi. Mal og menning, Reylqavík 1990. Höfundur er rithöfundur. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.