Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 9
Sígríðar, sem var á Staðarbakka. Á þessum tíma voru öll helstu ferðalög farin á hestum. Elsta barnið var ársgamalt, en Sigríður var langt gengin með annað barnið. Reið hún þannig á sig komin í söli tvær dagleiðir, en barnið fæddist 6 vikum síðar. Um leið og hann fékk veitingu fyrir Mel, fékk Þorvaldur 1.000 kr. í styrk til vetrar- dvalar í Kaupmannahöfn til að ljúka útgáfu á hinum forníslensku guðfræðiritum, sem hann hafði áður unnið að. Kom ritið út 1878 og nefnist Leifar fornra kristinna fræða íslenskra. Af öðrum ritum Þorvaldar má nefna nokkrar þýðingar og er þó þýðand- ans ekki alltaf getið. Enn fremur æviágrip Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs, sem var kvæntur Hólmfríði Þorvaldsdóttur móð- ursystur þeirra hjóna. Þá skrifaði hann greinar í blöð, m.a. ádeilugreinar og ritdóma undir dulnefninu „Styrbjörn á Nesi“. Ekki er að efa að hann hefur tekið ákveðna af- stöðu í ýmsum þjóðmálum. M.a. er að finna frásögn af andstöðu hans við heimastjórnar- menn. Beindist sú andstaða einnig gegn ritsímanum. Þegar ritsímastaurarnir voru fluttir í land á Borðeyri haustið 1905 er sagt að Þorvaldur hafí komið þar að og sagt að staurar þessir væru betur komnir til helvítis allir nema þrír, sem æskilegt væri að nota til að hengja á þá Hannes ráðherra Hafstein, Jón Olafsson ritstjóra Reykjavíkur og Lárus H. Bjarnason sýslu- mann Snæfellinga. En slíkar kveðjur voru fyrirgefnar fúslega, því að „hjartað það var gott“ eins og haft var eftir Jóni Ólafssyni. Þorvaldi var mjög annt um meðferð móð- urmálsins, og hafa sem dæmi verið tilfærð ummæli hans um grein eftir sr. Friðrik Bergmann sem nefnist „Sársaukinn í líf- inu“. Þorvaldur segir svo í bréfi: „Nafnið eitt saman skemmir í mínum augum mikið. Ég held að sársauki sé aldr- ei hafður ííslensku, nema þegar um likam- leg sárindi ræðir. Þetta sem hann er að stíma við, sem sársauka í lífinu, getur ekki verið annað en meinin og bölið. Af því að mér er illa við útlend orð, þá vil ég byggja út bæði optimismus og pessim- ismus sr. Bergmunns, og hafa í staðinn bölblindni og meinskygni; optimistinn er bölblindur; hann getr ekki séð bölið, sem þó er til; pessimistinn er meinskygn; hann sér ekki, eða vill ekki sjá neitt í heiminum nema meinin, en það er svo guði fyrir að þakka, að það er ekki minna af góðu. Viltu gera þessi orð gjaldgeng þannig skilin?“ Þegar þessi orð voru rituð voru orðin svartsýni og bjartsýni enn óþekkt. Samhliða prestskapnum gafst e.t.v. ekki mikið tækifæri til fræðiiðkana, en Þorvaldur var þó ötull við að útvega sér nýjar bækur, oft með hjálp kunningja sinna. Bókasafn hans, um 2.500 bindi, var selt á uppboði að honum látnum. Atorka hans og þekking fékk hins vegar nýjan farveg á Reynivöllum og Mel þar sem voru búskaparumsvifin. Vann að miklum jarðabótum á þeirra tíma mælikvarða, skurðgrefti og sléttun lands. Og á hestum hafði hann mikinn áhuga. Af ýmsum ummælum virðist mér þó mega ráða, að Sigríði hafi verið sýnna um hagkvæmni í búskap. Alls eignuðust þau hjón 10 börn, en ekki fóru þau varhluta af þeirri sorg sem fylgir ungbarnamissi fremur en svo margir aðrir á þeirri tíð. Meðal þess, sem hefur birst á prenti eftir Þorvald er minningarræða eftir Ólaf son þeirra, sem lést á þriðja ári árið 1892. Þá voru fimm börn þeirra á lífi, en tvö böm höfðu þau misst í vöggu, en fyrst höfðu þau misst elstu dótturina, Gyðríði, 6 ára að aldri. Þá hafði Þorvaldur ekki treyst sér til að flytja líkræðuna sjálfur, en fengið til þess Staðarbakkaprest. Niðurlag líkræðu séra Þorvaldar hljóðar svo: — Far þú þá í friði héðan út, hugreifr oleifr! Stutt var leið þín, bæði að tíma og rúmi, frá vöggu til grafar. Það er þegar farinn að verða fjölskipað- ur reiturinn, sem ég á hér skammt frá. Mig hefir aldrei langað til að deyja, og ekki heldur enn. En hvenær sem það verð- ur, þá óska eg að það mætti vera þar, að mér auðnaðist að hvíla við hlið þína og Gyðríðar systur þinnar; eins og hitt líka er mín örugg von, hvað lengi sem eg velk- ist í heim þessu, þá hafi eg aldrei svo hrundið frá mér hjartalagi guðs barna, að mér ekki auðnist að ná samvistum við ykkur, blessuð börnin mín, til þess með ykkur að ná þeim þroska í öllu góðu, er minn margfaldi breiskleikur meinar mér hér að ná. Far héðan í fríði drottins! Eftir þetta átti hann enn eftir að sjá á eftir Guðnýju dóttur sinni í gröfina, en hún lést úr berklum tæpra 16 ára. Séra Þorvaldur féll frá með sviplegum hætti aðfaranótt 7. maí árið 1906. Frá því Melstaður í Miðfirði, sem Þorvaldur kaus fremur að kalla Mel. Mynd eftir Johannes Klein, 1898. Hjónin á Melstað, Sigríður Jónasdóttir og Þorvaldur Bjarnarson. Myndirnar eru teknar á Ijósmyndastofu í Reykjavík. sína og hugðist að reyna að aðstoða hann, en er prestur tók í ólina, losnaði af hólkur- inn og hélt þá sinn hvomm hluta svipunn- ar, prestur ólinni og Jón skaftinu. Klukkan 3 um nóttina kom Jón heim að Hnausum og voram þá báðir hnakkhestar þeirra félaga komnir þangað á undan hon- um. Sagði hann frá slysinu, en vegna ásig- komulags síns gat hann enga grein gert fyrir því, hvar í ánni þetta hefði orðið. Sofn- aði hann síðan út frá hálfsagðri sögu. Heimamenn bragðu við skjótt og fóru að leita, en fundu ekkert. Daginn eftir fanst prestur svo helfrosinn í vökinni. Hélt hann á svipuólinni í hendinni og hafði breitt káp- una fram yfir axlir sér. Vökin, sem prestur fanst í, var mjög lítil, en nokkru ofar var önnur vök stærri, sem ætlað var að hestur- inn hefði farið í. Milli vakanna var ekki meira bil, en sem svaraði beislistaum. Hand- leggir og herðar stóðu upp úr vatninu, en skörin hafði sigið nokkuð undan olnbogun- um og hvilftin, sem við það myndaðist fylst af vatni og krapi, því um nóttina var norð- an kafald og allmikið frost. Mátti sjá að prestur hafði ætlað að hefja sig upp úr vökinni, en ekki tekist, en getað haldið sér á skörinni þar til fötin frasu við ísinn. Þeg- ar komið var að, hafði fent yfir og sást ekki nema húfan. Þannig lauk þá æfi þessa merkilega manns. Ekki verður með vissu sagt, hvers vegna hann valdi þessa örlagaríku leið yfir ána. Segja sumir, að hann muni vegna ofur- kapps síns að koma samferðamanni sínum heim, en hann átti heima skammt frá ánni hinum megin, ekki hafa gætt varúðar gagn- vart ísnum, en aðrir ætla, að hann hafi sjálf- ur einnig verið nokkuð við vín, og þess vegna ekki dottið í hug, að ísinn kynni að vera viðsjáll. Þetta var, eins og áður er sagt, aðfara- nótt 7. maí 1906 og var sr. Þorvaldur þá tæpra 66 ára gamall, og hafði verið prestur 38 ár.“ Fáir munu nú á dögum, sem muna Þor- vald. Þannig var faðir minn, sem er elstur barnabama hans, aðeins 4 ára er þetta varð. Sigríður bjó hins vegar lengi með börnum sínum á Barði og var orðin 92 ára er hún lést árið 1942. Eru margir sem muna hana. Víða er að því vikið, að séra Þorvaldur hafi ekki verið á réttri hillu sem prestur í sveit á Islandi. Það er jafnvel orðað svo, Altaristafla í Melstaðarkirkju frá því um 1800, en gerð upp á síðasta ári af Ólafi Jónssyni til minningar um þau hjón, Sigríði og Þorvald. segir svo í minningargrein Þorvaldar Kol- beins í Vísi 1960. „Vorið 1906 reið sr. Þorvaldur sem oftar norður á Blönduós í félagslegum erindum fyrir sveitunga sína. Þegar hann hélt heim- leiðis, var í för með honum frændi hans, er Jón hét og var bóndi þar í austursýsl- unni. Þeir fóru frá Hnausum í kalsaveðri sunnudaginn 6. maí síðdegis og ætluðu á ís yfir Hnausakvísl, en svo er Vatnsdalsá nefnd þar sem hún rennur niður á Hnaus- um. Ætluðu þeir að stytta sér leið með því að ríða yfir kvíslina í ísnum, í stað þess að fara á Skriðuvaði nokkra ofar. Prestur hafði tvo hesta, annan söðlaðan en hinn lausan. Teymdi hann lausa hestinn á undan út á kvíslina, en á miðri kvíslinni brast ísinn og féllu þar báðir niður, prestur og reiðskjót- inn, og týndist þar hesturinn. Sagt er að Jón bóndi væri mjög undir áhrifum áfengis, er þetta gerðist. Hann rétti presti svipuól að það sé harmsaga hve miklar gáfur hans fengu lítt að njóta sín. Ég tel ástæðu til að staldra aðeins við þetta mat. Ég tel að við afkomendur þeirra hjóna getum vel leyft okkur að vera á öðru máli. Það er einmitt >essi veruleiki, sem hefur átt hlut í að skapa okkur. Vissulega má vænta þess, að Þor- valdur hefði getað lagt mikið af mörkum við rannsóknir á fornum heimildum íslensk- um líkt og Björn ÞorsteinSson dóttursonur hans síðar. En það var líka hið mesta gleði- efni, að slíkur lærdómsmaður skyldi sitja prestsetur í þjóðbraut og áuðga menningu sveitar sinnar. Að þeir útlendingar, sem ferðuðust um landið, skyldu geta rætt við prestinn á þjóðtungu sinni, enda er hans getið í ferðabókum. I einni þeirra segir, að margir erlendir ferðamenn hafi notið af lærdómi hans og þekkingu, einkum hafi náttúrufræðingar mikið álit á honum, því að hann sé fróður um margt, einkum jurta- gróður. Áður er getið frumkvæðis Þorvaldar um ræktun, sem óefað hefur haft áhrif um nágrennið, en ekki er minna um vert hvað heimili þeirra hefur auðgað mannlífið hér um slóðir. Kom þar m.a. til hjálpfýsi þeirra og örlæti. Svohljóðandi persónulýsingu er að finna í heimildum: „Minnisstæðastur verður hann fyrir gáfur sínar og glaðværð. Hann var ör og alls ekki orðvar, en um leið svo einkar drenglyndur, hreinskilinn og einlægur, að hann var hugljúfi allra sem honum kynnt- ust að mun. Hjálpfús var hann og hinn mesti greiða- og gestrisnismaður. Og eigi kom mannúðaríundin síst fram við skepn- urnar og voru hestar hans mesta yndi. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar og fróðleiks í samræðum; einn af þessum fáu sérkennilegu mönnum, sem verulegur er svipur og bragð að, fremur ófríður og ekki vel vaxinn, en augunum gleymir enginn og hreiminum í rödd og hlátri. “ (Óðinn 1910, bls. 13.) „Drenglundaður var hann mjög, tryggfastur vinur vina_ sinna, fróður og skemmtinn í samræðum. Á árinu 1905 lá síra Þorvaldur þungt haldinn í lungnabólgu en náði sér þó furðuvel aftur og var enn ern og léttur í fasi, enda alla ævi grannur, léttur í fasi og hvatlegur.“ (Sighvatur Borgfirðingur.) „Félagslyndur var hann og framfaragjarn, áhugasamur um jarðbætur og aðrar búnaðarframkvæmd- ir, en fésæll eigi að því skapi.“ (ísafold 1906, bls. 126.) Þess er getið, að hjónaband þeirra hjóna hafi verið farsælt, enda Sigríður ágæt kona og umhyggjusöm. Sagt er að þegar Þorvald- ur talaði um hana við vini sína hafi hann jafnan endað á þessum orðum: „Hún er perla hún Sigríður mín, hreinasta perla.“ Meðal afkomenda séra Þorvaldar og Sig- ríðar hefur verið ákveðið að færa Melstaðar- kirkju minningargjöf. Um er að ræða að gera upp forna altaristöflu, sem ekki hefur verið notuð frá því að kirkjan fauk árið 1942. Þetta er dönsk altaristafla með vængj- um frá 18. öld. Þar er máluð á tré mynd af ummyndun Jesú á fjallinu. Verkið mun verða unnið næsta haust í umsjón Þjóðminj- asafnsins og verður taflan síðan afhent kirkjunni. Höfundur starfar á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og hefur lagt stund á búvísindi og tölfræði. LESBÓK MOR6UNBLAÐSINS 12. OKTÓBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.