Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 8
SERA ÞORVALDUR Á MELSTAÐ Hjónin Þorvaldur Bjarnason og Sigríður Jónas- dóttir bjuggu nær allan sinn búskap á Mel- stað í Miðfirði eða alls Í29árfrá 1877-1906 og jafnframt gegndi séra Þorvaldur kalli þar. Melur eins og Þorvaldur kaus að kalla jörð- Sagt var að Þorvaldur væri svo miklum og Qölhæfum gáfum gæddur að fádæmum sætti. Það var eins og allt lægi opið fyrir honum, sem laut að námi eða fróðleik. Varla bar þann útlending að garði hans, að hann ávarpaði hann ekki á hans feðratungu. Hann mælti á enska tungu, þýzka, ítalska, franska og var auk þess læs á spænsku. Eftir HÓLMGEIR BJÖRNSSON ina hefur lengst af verið nefndur Melstaður frá því að Oddur Óféigsson sá er segir frá í Bandamannasögu lét gera þar stað, þ.e.a.s. kirkjustað. Melur var ásamt Sauðanesi á Langanesi talinn besta brauð í Hólastifti vegna þeirra ítaka sem staðurinn átti. Kjör presta réðust af eignum staðarins, en voru jöfnuð smám saman þar til þeir loks urðu launame'nn, en sú breyting var ekki að fullu um garð gengin um daga séra Þorvaldar. Meðal presta, sem setið hafa Mel, má nefna Björn Jónsson, sem hálshöggvinn var ásamt Jóni biskupi Arasyni föður sínum og Ara lögmanni bróður sínum 7. nóvember 1550. Hvað kunnastur mun þó hafa verið Amgrímur Jónsson lærði, sem þjónaði Mél 1597-1648. Ritstörf hans á latínu, einkum Crymogæa, vöktu þann áhuga á íslenskum fornfræðum, sem m.a. varð til þess að ís- lenskum handritum var safnað í Ámasafn og fleiri söfn erlendis. Þorvaldur Bjamason var fæddur í Belgs- holti í Melasveit 29. júní 1850 og átti hann því hálfrar annarrar aldar afmæli á sl. ári. Kona hans Sigríður Jónasdóttir var 10 árum yngri, fædd 10. júní 1850. Var hún einnig frá Belgsholti, þótt síðar (1859) flyttist hún með móður sinni og stjúpa (sr. Jakobi Finn- bogasyni) að Staðarbakka. Voru þeir Björn Sigurðsson bóndi í Belgsholti og Jónas Bene- diktsson söðlasmiður í Belgsholti hálfbræð- ur, sammæðra. Móðir þeirra var Ingibjörg dóttir séra Bjöms Jónssonar í Bólsstað- arhlíð, en hann var aftur 7. maður í beinan karllegg frá séra Bimi Jónssyni á Mel, þess sem hálshöggvinn var og fyrr er getið. Sátu 6 síðustu ættliðirnir allir í Bólsstaðarhlíð. Húsfreyjurnar í Belgsholti vom alsystur, Ingibjörg og Þuríður, dætur séra Þorvaldar Böðvarssonar, sem var meðal kynsælustu presta, sem uppi voru um 1800. Meðal 15 barna Þorvaldar Böðvarssonar sem upp komust, vom 4 prestar og 4 prestfrúr. Afi Þorvaldar Böðvarssonar var séra Högni Sig- urðsson á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, sem nefndur var Presta-Högni af því að synir hans 8 urðu allir prestar. Mun þessi upp- mni Þorvaldar Bjarnasonar hafa ráðið miklu um, að hann lagði stund á guðfræði. Kom þar til bæði nafn hans og óskir móður hans. Hugur hans og hæfileikar em þó taldir hafa staðið fremur til annars náms og fræði- mennsku. Einkum er því við brugðið, hve mikill málamaður hann hafi verið. Ekki er skyldleiki þeirra Melshjóna allur talinn þótt þau hafi verið börn alsystra og hálfbræðra. Ömmur þeirra, sem voru sam- Merkisprestar við Melstaðarkirkju. Til vinstri er séra Porvaldur Bjarnarson á Melstað og með honum er séra Eyjólfur Kolbeins á Staðarbakka. Myndin er tal- in vera tekin sumarið 1898. Séra Þorvaldur stígur á bak hesti sínum. Hann var einmitt á hesti sínum, þegar hann fór í sína hinstu för. Þá brotnaði undan þeim ótryggur ís og króknaði séra Þorvaldur í vökinni. kvæmt þessu aðeins tvær, voru einnig al- systur, dætur séra Björns í Bólsstaðarhlíð, Ingibjörg móðir þeirrar Björns og Jónasar í Belgsholti, og Kristín þriðja kona Þorvald- ar Böðvarssonar. Reiknast skyldleiki þeirra hjóna hafa verið jafn því að um hálfsystkini hafi verið að ræða og er skyldleikaræktarst- uðull barna þeirra ’/s. í því felst, að þess má vænta, að í áttunda hveiju erfðasæti hafi sami erfðavísir komið frá föður og móður (þ.e. til jafnaðar, en hjá hveiju ein- stöku má vænta frávika til fleiri eða færri sameiginlegra erfðavísa). Þorvaldur útskrifaðist úr Lærða skólanum 1858 og hlaut hæstu einkunn þeirra 9 er þá útskrifuðust. Ári síðar sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk embættisprófi í guðfræði 6 árum síðar, árið 1865. Á námsár- unum lagði hann engu minni stund á ís- Iensk fræði og tungumál en embættisnámið, tók m.a. próf í hebresku. Mælt er að hann væri „svo miklum og fjölhæfum gáfum gæddur að fádæmum sætti. Það var eins og allt lægi opið fyrit' honum, það er til náms kom eða fróðleiks. Það var eins og hann væri alls staðar heima. Varla bar þann útlending að garði hans að hann ávarpaði hann ekki á hans feðratungu. Hann mælti á enska tungu, þýska, ítalska og franska, flestar mæta vel. Skildi auk þess spönsku á bók“. (ísafold IV, 1906, bls. 126.) Að loknu embættisprófi_ vann Þorvaldur um þriggja ára skeið í Árnasafni. Vann hann m.a. að útgáfu Flateyjarbókar og sá um útgáfu kvæða Jóns biskups Arasonar í seinni bindi biskupasagna. Þá vann hann að útgáfu á kristilegum miðaldatextum, sem hann lauk þó ekki við að sinni. Sagt er að ýmsir málsmetandi menn hafí verið þess fýsandi, að Þorvaldur flengdist við fomfræðastörf, og fannst mikið til um óvenjulegan skarpleik hans og alúð við forn fræði, en það „fórst fyrir“ eins og það er orðað í heimildum. Árið 1868 vígðist Þorvaldur að Reynivöll- um í Kjós og stofnaði þar bú með móður sinni, sem þá hafði verið ekkja í 12 ár. Hún lést 5 ámm síðar og einu ári síðar vitum við að til Reynivalla hefur ráðist sem vinnu- kona Sigríður Jónasdóttir, frændkona Þor- valdar. Hafði hún þá verið um nokkurra ára skeið í Reykjavík og lært margt „sem konur þótti piýða í þá daga“ eins og segir í minn- ingum Helgu Þorsteinsdóttur á Bessastöð- um um hana. Árið 1875 giftu þau sig, 35 og 25 ára að aldri. Tveimur árum síðar fékk Þorvaldur veitingu fyrir Mel og fluttust þau nú norður á næstu slóðir við æskuheimili

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.